Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. júní 1960 JMflíCðmMafr Ifr Útg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áPbm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SJOMANNA- DAGURINN T DAG er sjómannadagurinn og er því eðlilegt að menn leiði hugann að störfum hinn- ar mikilvægu stéttar, sem sjó- sókn stundar og aðstöðu þessa atvinnuvegar. Á þessum há- tíðisdegi sjómannastéttarinn- ar vill Morgunblaðið færa henni beztu árnaðaróskir. En ræður og skrif um „hetjur hafsins“ á þessum hátíðisdegi skipta ekki meginmáli. Því er eins varið með sjó- menn og aðrar starfstéttir, að menn hasla sér völl í atvinnu- lífinu, þar sem þefr ætla, að hæfileikar þeirra og atorka fái bezt notið sín. Menn stunda því einungis sjósókn að hún gefi þeim ríkulegan arð í aðra hönd. Öllum er ljóst, að útvegurinn er hin þýðingarmesta atvinnugrein og þess vegna er nauðsynlegt að búa þannig að hag þeirra, sem að henni standa, að fjár- magn og starfsorka leiti þang- að. — Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar miðuðu að þvi, að útvegsmenn og sjómenn fengju sannvirði fyrir fram- leiðslu sína, án þess að vera taldir einhverjir styrkþegar þjóðfélagsins. Enginn efi er á því, að hið afturhaldssama uppbótakerfi, sem hér var við lýði, var stórlega skaðsam- legt fyrir þennan atvinnuveg eins og þjóðarbúið í heild. Hið alvarlegasta við þróun þessa kerfis var, að það bauð heinlínis heim slóðaskap og lélegri vöruvöndun. Sumir kunna að halda því fram, að það sé ekki tilhlýði- legt á hátíðisdegi sjómanna- stéttarinnar að vanda um við hana. Hér eigi aðeins við hól og hástemmdar ræður um kjark og áræðni. En sannleik- urinn er sá, að sá manndóm- ur býr í íslenzkri sjómanna- stétt að hún gerir sér fulla grein fyrir því, að hún hefur skyldur við þetta þjóðfélag, alveg eins og þjóðfél. hefur skyldur við hana. Þess vegna á einmitt í dag að nefna það, sem miður kann að hafa farið, alveg á sama hátt og þakka ber það sem vel hefur verið gert. Og um það getur ekki verið deila, að í nánustu framtíð verðum við íslend- ingar að vanda betur til fram- leiðslu okkar og sýna meiri aðgæzlu og þrifnað við alla meðferð hins mikla afla. v Við íslendingar eigum nu mikinn og góðan fiskiskipa- flota og glæsileg kaupskip. En þessi dýru tæki skila þjóðar- búinu því aðeins fullum af- köstum, að þau séu hagnýtt til að afla sem mestra auð- æva. Þess vegna er nauðsyn- legt að efnahagsstefnan miði að því, að hver og einn kepp- ist við að hagnýta tækin á sem hagkvæmastan hátt. Hversu göfuglyndir, sem .menn kunna að vera, þá er hitt þó staðreynd, að hver og einn reynir að afla sér og sin- um sem mestra tekna. Þess vegna verður ekki hjá því komizt að haga málum þann- ig, að sérhver beri úr být- um þann auð, sem hann raun- verulega aflar, en ekki ein- hver ímynduð verðmæti. Þess vegna má ekki taka upp þá stefnu á ný, að þjóðfélagið greiði uppbætur á þann veg, að þeir kunni að hagnast bezt, sem minnsta áherzlu leggja á að framleiða góða vöru eða einbeita sér að því að afla þeirra fisktegunda, sem raun- verulega skila þjóðarbúinu minnstum hagnaði. Hin nýja efnahagsstefna mun von bráðar leiða til þess, að íslendingar framleiði betri vöru en áður, en á sama hátt mun hún greiða fyrir eflingu kaupskipaflotans og sigling- um landsmanna. Hinir frjálsu viðskiptahættir og rétt geng- isskráning mun verða til þess að íslendingar geti í ríkari mæli tekið að sér siglingar fyrir aðrar þjóðir. Um allan hin frjálsa heim er nú stefnt að víðtækari verkaskiptingu til hagsbóta fyrir alla aðila. Eðlilegt er því að íslendingar taki ríkari þátt í þessari sam- vinnu og virðist þá liggja beint við, vegna legu landsins og kunnáttu okkar af sigling- um, að við eflum kaupskipa- flota okkar og tökum upp siglingar á heimshöfunum fyrir aðrar þjóðir á svipaðan hátt og Norðmenn gera nú. Er enginn efi á því, að þessa .atvinnugrein má auka stór- lega og það mun vh su- lega gerast, ef hin nýja efna- hagsstefna fær að rikja í framtíðinni. Af öllum þessum sökum geta sjómenn horft bjartsýn-i ir fram á veginn, og sérstök ástæða er til að undirstrika, að dugmiklir æskumenn þurfa ekki að óttast um hag sinn, ef þeir leggja fyrir sig sjósókn. UTAN UR HEIMI Ljósmynd Shipton-leiðangursins af fótspori Snjómannsins. Spor í snjónum FRÁ því Bretinn Eric Ship- ton Ijósmyndaði dularfull fót- spor á snjóbreiðum Himalaya í Everest-Ieiðangri sínum ár- ið 1951, hafa flest hlöð ver- aldar öðru hverju birt frá- sagnir og fréttir um Snjó- manninn, eða Fannmanninn ferlega, sem einnig er nefnd- ur Yeti, Yante, Metoh, Kang- mi, Bad Manche og Mi-Go. Gefast ekki upp Fjöldi leiðangra frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Sviss, Suður- Afríku, Sovétríkjunum, Indlandi, Japan, Austurríki og Argentínu, hefur á síðustu níu árum árang- urslaust reynt að fanga Snjó- mann, eða að ná af honum ljós- mynd. En ennþá hefur ekki ver- ið gefizt upp. Að minnsta kosti tveir leiðangrar munu verða gerðir út í ár. Annar er frá Sviss, undir forystu Max Eiselin, hinn er brezk-bandarískur og verður undir forystu Sir Edmund Sir Edmund Hillary. Hillarys, þess ,er kleif Everest- tind fyrir sjö árum. Vantrúaður Leiðangur Hillarys mun að þessu sinni reyna að klífa Maku- lu-tind, sem er tæpir 9.000 m á hæð. Verða þeir níu mánuði í ferðinni, þar af munu þeir nota fjóra mánuði til leita að Snjó- manninum. — Sjálfur er ég vantrúaður á hugmyndina um skepnuna, sem er að hálfu maður og að hálfu dýr, segir Hillary. — Ég veit að spor hafa fundizt, en ég hef aldrei rekizt á þau sjálfur í fyrri leiðangrum mínum. Nú vona ég að við getum sannað í eitt skipti fyrir öll hvort Fannmaðurmn ferlegi er til eður ei. Gildrur • Leiðangur Hillarys hefur með- ferðis tólf Ijósmyndagildrur með ljósaútbúnaði, þegar lagt verður af stað næsta haust. Ef Snjómað- urinn að nóttu til gengur á þunna, strengda þræði, taka vél- arnar myndir af honum. Á dag- inn verða fjallshlíðarnar undir stöðugu eftirliti frá sérstökum byrgjum. Leiðangursmenh munu hafa samband sín á milli með talstöðvum og hver hópur verð- ur búinn sérstökum rifflum, en kúlurnar, sem skotið verður, eru svipaðar læknasprautum, hlaðn- ar deyíandi lyfjum. I þjóðsögum Snjómaðurinn hefur þekkzt í fjölda ára í Himalaya. Tíbetbúar og Sherpar tala um hann í ævm- týrum sínum. Hann er fléttaður inn í þjóðsögur þeirra. Land- könnuðir eins og Lockhart ofursti, Murray og Robertson, fjallamenn eins og Smythe, Til- man og prófessor Diirenfurt, minnast allir á Snjómanninn. Smythe, sem tekið hefur þátt í þrem Everest-leiðangrum, kveðst „alls ekki fráhverfur því að telja að Fannmaðurinn fer- legi hafi grýtt stórum kletta- stykkjum yfir bækistöðvar mín- ar við Lhonak-jökulinn í Kang- chenjunga-héraðinu árið 1930“. Vísindamenn hafa reynt að skýra þetta fyrirbrigði sem hlé- barðategund, apa eða einfættan risafugl, en engin þessarar hug- mynda hefur staðizt nánari at- hugun. j Sir Edmund Hillary \ stjórnar nýjum leið- angn, sem mun verja fjórum mdn- uðum til að leita að sönnun fyrir tiiveru Snjómanns- ins Sporin Spor þau, er Eric Shipton ljós- myndaði, afsanna þessa mögu- leika. Þau höfðu það sameigin- legt við athuganir fyrri leið- angra, að sporin voru 13,5 tomm- ur á lengd og 7—8 tommur á breidd. Mörg þeirra spora, sem Shipton rakst á, höfðu tekið breytingum. — Sólargeislarnir höfðu gert þau ávöl, en á skýr- ustu sporunum sást að Snjómað- urinn hafði þrjár breiðar tær, sem snúa beint fram, og ótrú- legá þykka stórutá, sem -vísar út til hliðar. Venjulega finnast sporin í 4—5 kílómetra hæð. Kuldinn er þar svo mikill og gróðurinn svo lítill að varla getur hér verið um ó- þekkta bjarnartegund eða risa- apa að ræða. ' Skiptar skoðanir Ennþá hefur samt enginn hvít- ur maður séð Snjómanninn, og frásagnirnar, sem aðallega eru frá innfæddum, eru mjög and- stæðukenndar. Sumir telja að Snjómaðurinn sé um 1,70 metrar á hæð, aðrir að hann sé þrir metrar. Allir eru sammála um að hann sé loðinn, en mjög skiptar skoðanir ríkja um iit feldsins. Trúir á hann Einn þeirra vísindamanna, sem trúir á tilveru þessarar óþekktu skepnu, er Bertil Hanström, prófessor í Lundi. — Það liggja svo mörg sann- færandi gögn fyrir henni, að mað ur verður að álíta að einhver ó- þekkt skepna sé til í Himalaya- fjöllunum, segir hann. — Þetta er sennilega óþekkt dýrategund á stærð við 14 ára dreng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.