Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 20
23 MORGVNBLAÐÍÐ Sunnudagur 12. júni 1960 1 » ( ^Liplrotómenn 3l -r - í 0 J L J EFTIH W. W. JACOBS f i — Hvernig dirfizt þið? spurði hún ofsareið, er þeir drógu hana áleiðis að bátnum. Henni varð litið á Vobster skipstjóra, sem var með óhreina tusku bundna fyrir munninn og svinbundinn, og hallaðist þannig upp að veggn um á reyksalnum. — Vobster skipstjóri, æpti frúin? Hvers vegna látið þér þá ekki hlýða? Skipið þér þeim að hætta undir eins. — Inn með ykkur, sagði Tarn með miðaða skammbyssuna á lít inn hóp af máttvana farþegum. — Ef nokkur maður hreyfir sig, skýt ég hann. Þannig stóð hann þangað til þau hjónaleysin voru komin nið- ur í bátinn, þá stakk hann skammbyssunni í vasa sinn og greip ungfrú Mudge í fang sér. Ungfrúin gat komið á hann löðr- ungi með annarri hendi, en greip handfylli af hári hans með hinni. — Róleg, væna mín, sagði bátsmaðurinn um leið og tárin komu fram í augu hans. — Svona nú, ekki svona harðhent! Ég vildi bara, að ég gæti farið með þér! Hann sleppti stúlkunni og varð feginn. Báturinn var látinn síga og honum róið til lands af skynd ingi. Tam þurrkaði af sér svitann og horfði á. — Farið með hitt fólkið niður meðan ég athuga, hvað ég geri við það, sagði hann loksins. Síðan gekk hann út að borð- stokknum og horfði um stund á bátinn, sem fjarlægðist óðum. Þá sneri hann sér við, lagði hend- urnar á kreppt hnén og horfði á bundinn skipstjórans, sem virt- ist ætla að missa augun út úr höfðinu. ★ Framköllun Kopering s ) s s s ) 1S fáið! * Komið með filmuna i Vesturver og þér ! stórar myndir, fallegar | | myndir. — Fljóta afgreiðslu. Fótófix Vesturveri. — Ég vona, að þetta hafi allt farið eftir áætlun, herra? sagði hann og ók sér órólega. — Eng- ar blóðsúthellingar og allir giað ir og ánægðir! 19. Carastirs átti bágt með andar- dráttinn, eftir þennan bardaga, sem hafði lokið með lendingu á eyðieyju, og henni ekki sem vist- legastri. Nú horfði hann hissa og skelfdur á bátinn, sem flýtti sér eftir föngum til skipsins aftur. Hann stóð þangað til báturinn var kominn út fyrir rifið og var nú ekki orðinn nema ofurlítill blettur, er hann lenti við skipið. Hann sneri sér nú að frú Penrose og ungfrú Mudge, sem stóð að baki hennar. — Ég veit ekki .... byrjaði hann. — Sjáið þið! æpti stúlkan í írafári. Carstairs leit út á sjóinn aftur og«ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. Hann stóð grafkyrr og horfði á skipið taka bátinn um börð, og leggja síðan af stað, bijrt frá eynni. Hálfdofinn leit hann við og mætti þá fyrirlitn- ingarfullu augnatilliti frú Pen- rose. — Hafið þér .... stamaði hann upp. — Ég? sagði frúin í máttlausri ofsareiði. Ég .... Nei, nú er of langt gengið. • Hún sneri sér og gekk burt og bandaði valdsmannlega með hendinni, er hann gerði sig lík- legan til að fylgja á eftir. Hann sneri þá við aftur, heldur ræfils- legur, og horfði nú dolfallinn á ungfrú Mudge, sem hafði gert sér þægilegt bæli í sandinum og veitti sér nú þann munað að há- skæla. — Svona, svona, sagði Carsta- irs feimnislega — ekki gráta! — Ég get ekki að því gert, sagði stúlkan milli hviðanna. — Ég er hrædd. Þurfum við að vera hérna í alla nótt? Carstairs laut niður og tók að róta úr hrúgu af matvælum, sem höfðu verið flutt í bátnum og varpað á land. — Ég veit ekki, hvernig áætlunin er, svo nákvæm lega, sagði hann loksins, — en það lítur helzt svo út. En ef þér hættuð nú þessu voli og hjálp- uðuð mér við tjaldið? Hann tók nú að drösla tjald- inu upp úr fjörunni, en ungfrúin snuggaði einu sinni eða tvisvar, þurrkaði sér síðan um augun og kom svo á eftir honum með súl- una. Tvisvar varð Carstairs að bjarga sér út úr tjalddúknum, hálfkafnaður, en þar kom að lok- um, að tjaldið komst upp og birgð irnar voru fluttar inn í það. Það, hve matarbirgðirnar voru vel úti látnar, gerði sitt til að auka á óró hans. Þarna voru dósir og' glös með niðursuðu, væn tunna með vatni og hálf-sekkur af skipskexi. Stór öxi og fleiri smíðatól, hagla byssa, skammbyssa, teppi og svo borðbúnaður úr gleruðu blikki. — Nú, jæja, okkur er ekki ætl að að deyja úr hungri, sagði hann og leit kringum sig. — Ég er hrædd um að við sof- um ekki mikið, sagði ungfrúin og leit á teppin. — Ekki einu sinni koddi! Og á hverju eigum við að sitja? Carstairs, sem horfði á fjar- læga mynd frú Penrose, sem labbaði eftir fjörunni, svaraði engu. Hann brá við og gekk í áttina til frúarinnar, en sneri við eftir nokkur skref og gekk aftur til tjaldsins. Hann tróð í pípu sína og sat síðan góða stund reykjandi. Skip ið var horfið og ekkert sást úti á sjónum nema slétt, blátt vatn- ið í pollinum og svo hvítt brim- ið fyrir utan rifið. Er hann gaut augum til hliðar, sá hanr. að frú Penrose sat í svo sem mílufjórð- ungs. fjarlægð og horfði út á haf ið. Það var greinilegt, að hún var ekki hrifin af nærveru hans eða samfélagi. — Það er bezt að velgja sér tesopa, sagði hann um leið og hann reis upp, til þess að sækja litla hitunarvél inn í tjaldið. — Þér getið sagt frúnni. að ég hafi farið í rannsóknarferð um eyna og verði drjúga stund fjarver- andi. Hann gekk síðan í áttina frá frúnni, komst yzt út á rifið, sneri við og gekk síðan í kring hinum meginn. Vindurinn var snarpur og sjórinn drunaði rétt við fætur hans. Með kíki sínum horfði hann á allan sjóndeildarhringinn, en vitanlega ekki urmul af skipinu. Órólegur og kvíðinn hélt hann áfram að ganga, þar til eyðileiki fjörunnar varð honum um megn, svo að hann sneri aftur að lón- inu. Frúin og ungfrúin gengu burt frá tjaldinu, er hann nálgaðist, en hann fór inn og neytti matar síns, með furðu góðri lyst, og betri en honum hefði getað dott- ið í hug. Hann kveikti sér síð- an í pípu aftur, en er hann hafði lokið við hana. fannst honum, að ef til vill væri hann fyrir þeim konunum; flutti sig því niður í fjöruna og kom sér þar þægilega fyrir í hvítum kóralsandinum. — Þar lá hann og hugsaði málið. Er hann kom að tjaldinu aft- ur, var það lokað. Teppi, sem fleygt hajfði verið út fyrir, var sýnilega honum ætlað, og snort- inn af þessari nærgætni fyrir vellíðan sinni, gerði hann sér bæli í sandinum og reyndi að koma sér þar þægilega fyrir áð- ur en hið skammvinna rökkur yrði að náttmyrkri. Eftir langa andvöku sofnaði hann þó loksins, en hrökk brátt upp aftur við ákafan sinadrátt. Tjaldbúarnir vöknuðu andartaki síðar og á málhreimnum hjá þeim mátti heyra, að skapið var ekki í frægasta lagi. Þrisvar varð Carstairs að þjóta á fætur og hoppa nokkrum sinnum á fæti, sem virtist helzt vilja hnýta á sig hnút, og jafnoft heyrðist tal tjaldbúanna. til þess að auka á hrellingar hans. í fjörða sinn þaut hann, nógu snemma til þess að verða fyrri til en sinadrátt- urinn, og nú þaut hann niður að lóninu, fór úr öllum fötum og fékk sér hressandi sjóbað. Ungfrú Mudge kom á fætur klukkustund seinna og gekk nú niður að lóninu og sneri aftur til tjaldsins með fulla vatnsfötu í hendi. — Er herra Carstairs farinn? spurði frú Penrose innan úr tjaldinu. Svarið virtist fullnægja frúnni, því að hún kom út og eftir sápu- laust bað í saltvatni, settist hún niður til að láta ungfrú Mudge laga til hárið á sér. En er hún heyrði hósta, ekki mjög langt frá sér, stökk hún á fætur og þaut inn í tjaldið með hárið flaksandi. — Ég biðst fyrirgefningar, sagði Carstairs, er ungfrú Mudge stóð fyrir framan hann og horfði á hann manndrápsaugum. — Mér þykir leitt, ef ég hef hrætt frú Penrose, en ég fann þarna litla greiðu í vasa mínum. Hún getur kannske komið i góðar þarfir. — Mudge! heyrðist þrumurödd segja, innan úr tjaldinu. Stúlkan beygði sig inn í tjald- ið. — Frúin þarfnast ekki greiðu. sagði hún við Carstairs. — Gott og vel! Ég bið afsök- unar, sagði Carstairs og fleygði í hana greiðunni. — Frúin þarfnast ekki greiðu, endurtók stúlkan drembilega. — Gott og vel, en vonandi leyfist mér að skilja hana eftir í svefnherberginu mínu, ef ég vil, svaraði Carstairs með hógværð. — Ég verð dálitla stund í burtu. Hann snerist á hæli og gekk burtu, minnungur þess, hvernig fór fyrir konu Lots, og hvarf þeim sjónum. Frúin kom nú út og settist í sandinn. — Ég vona, að hér séu engir villimenn, frú mín, sagði ungfrú Mudge og horfði vandræðalega á hár húsmóður sinnar. — í hvert skipti sem ég vaknaði, duttu mér þeir í hug. — Ég vil nú heldur villimenn en sumt siðað fólk, sagði frúin og leit í áttina þangað sem Carstairs var ný horfinn. — Já, frú, svaraði stúlkan hlýðin, — en ég vildi nú samt fá að sjá þennan Tarn aftur, heldur fyrr en síðar. — Ég náði þó í dá- lítið af hárinu af honum, þegar hann ætlaði að grípa mig. Frúin andvarpaði, en þegar stúlkan fór að nota fingurna fyr ir greiðu á hár hennar, rak hún upp óp. — Þér eruð ekki að greiða honum Tarn, sagði hún hvasst. — Verið þér ekki svona klaufa- leg. Þér hárreitið mig. — Æ, fyrirgefið þér, svaraði syndarinn, — en hárið á yður er svo þykkt. Og ég hef aldrei séð það í svona flækju fyrr. __ Ég hef heldur aldrei sofið á svona kodda fyrr, svaraði frú- in. Ó, ó, ó! __ Það er vist sandurinn í þvi, sagði stúlkan og stanzaði. Ef við hefðum bara greiðu! __ Já, en það höfum við ekki. — Nei, við höfum það ekki, sagði stúlkan og horfði löngunar augum á greiðu Carstairs. Síðan beit hún á vörina og tók til við verk sitt aftur. — Æ, skelfing eruð þéf klaufa leg, sagði frúin og hörfaði undan eftir föngum. 16 A f fþRÍFÍC POG TRAINER, CHERRy, ANP IF I CAN GET HIM 60ME PUBLICITy, HE SHOULP BE ABLE TO MAKE A UVING AT IT/ WE CAN'T LET HER PO THAT, MAVBE T CAN GET BARNEY LAWTON TO HELP US/ SHE'S SO YOUNG ANP THEY'VE been having such a harp time SHE'S ABOUT REAPY TO GO BACK ^ HOME TO HER FOLKS / - J t CERTAINLY V- HOPE YOU CAN HELP HIM, BECAUSE HIS WIFE 15 VERY UNHAPPY. MARK... I — Bjarni er snillingur í að temja hunda, og ef ég gæti kynnt hann svolítið, ættj hann geta lifað vel á því ■— Ég vona að þú getir hjálpað honum Markús, því konan hans er mjög óhamingjusöm. Hún er svo ung og þau hafa átt í svo miklum erfiðleikum að hún er að því komin að ísj% bnýv for- eldi"> sinna. — Við getum ekki látið það viðgangast. Ef til vill get ég fengið Barney ti> að hjálpa okkur! — Já, frú, sagði stúlkan og snuggaði vesældarlega. — Það er ekki mér að kenna. Ég skal greiða hár á við hvem annan, ef ég hef einhver áhöld í höndun- um. Og ég er hræddust um, að hárið á yður verði eyðilagt fyrir lifstíð. Það er skammarlegt! Frú Penrose setti upp alvöru- svip. — Er herra Carstairs far- inn út að ganga? spurði hún — Já, frú. — E* hann farinn langt? — Hann sagðist verða góða stund burtu, svaraði stúlkan. aiUtvarpiö Sunnudagur 12 júní 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: a) „Fagnið Drottni á foldu hér**, kantata nr. 51 eftir Bach (Suz anne Danco og kammerhljóm sveitin í Stuttgart flytja; Karl Múnchinger stjórnar). b) Pastoral-tilbrigði eftir Jón Leifs við stef eftir Beethoven (Fílharmoníusveitin í Dresd- en leikur; Siegfried Geissler stjórnar.) c) Konsert fyrir flautu, enskt horn og strengj asveit eftir Arthur Honegger (Arthur Gleghorn, William Kosinski og kammerhljómsveitin í Los Angeles leika; Harold Byrnes stjórnar.) d) Frá músíkhátíðinni í Prag i sl. mánuði: Síðari hluti tón- verksins „Föðurland mitt“ eft ir Smetana (Tékkn. fílharm- oníusveitin leikur Ancerl stj). 11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest- ur: Séra Arelíus Níelsson. Organleik- ari: Helgi Þorláksson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Frá útisamkomu sjómannadags- ins við Austurvöll: a) Minnzt drukknaðra sjómanna (Séra Oskar J. Þorláksson talar; Kristinn Hallsson syngur). b) Avörp (Emil Jónsson sjávar- útvegsmálaráðherra, Hafst. Bergþórsson skrifstofustj., fulltrúi útgerðarmanna og Eg- ill Hjörvar vélstj., fulltrúi sjómanna.) c) Afhending verðlauna og heið ursmerkja (Henry Hálfdánar son.) — Lúðrasveit Reykja- víkur leikur. 15.30 Sunnudagslögin. — (16.30 Veður- fregnir). 18.30 Barnatími (Baldur Pálmason): a) Framhaldssaga yngri barn- anna: „Sagan af Pella rófu- lausa“; VI. (Einar M. Jónsson þýðir og les). b) Leikrit: „Björgun úr sjávar- háska“ eftir Jakob Skarstein, þýtt og staðfært af Elínu Pálmadóttur. — Leikstjóri: Hildur Kalman. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Peter Katin leikur píanóverk eftir Liszt. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Sitthvað úr lífi og ljóðum Arnar Arnarsonar. Flytjendur: Finnborg Ornólfsdótt ir, séra Jón Thorarensen, Jón úr Vör og Stefán Júlíusson. 21.20 Kórsöngur: Kór kvennadeildar Slysavarnafélags Islands syngur: Herbert Hriberschek stjórnar. 21.35 Leikþáttur: „A meðan ég er I humör" eftir Ornólf i Vík. Leik- endur: Anna Guðmundsdóttir og Jón Aðils. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög og óskalög skipshafna, þ.á.m. leikur hljómsveit Arna Is- leifssonar. Söngvari Sigurður Ol- afsson. — Guðrún Erlendsdóttir stj. danslagaflutningnum. 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 13. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Búnaðarþáttur: Dr. Halldór Páls son ráðunautur talar um ull og rúningu. 13.10 Tónleikar: „Sumardans'*. 15.00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Hans Antolitsch. a Þrjú lög eftir Purcell. b) „Pulcinella", svíta eftir Strav insky. 21.00 Um daginn og veginn (Béndikt Gröndal alþingismaður). 21.20 Einsöngur: Dietrich Fischer-Dies kau syngur lög eftir Robert Schu mann. 21.40 Samtalsþáttur: Sveinn Asgeirsson hagfræðingur ræðir við brezkan sendiráðsmann, Peter Kidson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn: Stefán Jónsson ræð- ir við Bergstein A. Bergsteinsson fiskmatsstjóra. 22.30 Kammertónleikar: Dumky-tríó í e-moll op. 90 eftir Dvorák (Bolzano-tríóið leikur), 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.