Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 22
MORGVNBLAÐ1Ð 22 ' 'nudagur 12. júní 1960 Landsleikurinn í Osló: Eins og ísköid vatnssletta MAÐURINN sem leikið hef- ur fleiri landsleiki er nokk- ur annar Norðurlandabúi, og lauk 91. leik sínum fyrir Nor- eg á fimmtudagskvöldið, var ekkert sérlega hrifinn af landsleiknum. — Jú, þetta var skemmtí- legur leikur fyrir Norðmenn, tilbreytni frá mörgum og stórum ósigrum. En norsk knattspyrna hefur ekki feng- ið neina varandi lækningu þó við sigruðum nú með 4—0. l»vert á móti sýnir markatai- an veilurnar í norskri knatt- spyrnu þegar allur gangur leiksins er hafður í huga og það, hve ísl. liðið var „þægi- legur“ og léttur mótherji. Á þessa leið mælti Thor- hjörn Svendsen, miðvörður Noregs, er ég hitti hann í bún- ingsherbergi Norðmanna eft- ir landsleikinn. Og flestir sem leikinn sáu munu geta skrif- að undir þessi orð hans. Norskir blaðamenn fóru von- sviknir frá leikvanginum og von- brigði þeirra stöfuðu áf þvi, að þeim fannst hluti norska liðsins hafa algerlega brugðizt og fannst það ömurleg staðreynd, að norska liðið skyldi ekki skora 8 mörk eða meir. Til þess áttu þeií- tæki- iærL • Álit íslenzka liffsins brundi Kn hvað getum við íslendingar þá sagt. Þessi landsleikur orkar eins og ísköld vatnsskvetta á mann. Islenzka liffiff var gersamiega festulaust, ónákvæmt í leik sínum, og leikur þess mjög 1 molum. Afleiðingin af leikn- um er sú, aff án efa verður erfitt fyrir okkar lið að fá boff um landsleiki sem þennau. Eftir Ieikina í Kaupmanna- höfn og Oslo í fyrra urðu ís- lendingar „gild vara“ á mark- aði landsleikja. Boðið til Oslo nú var merki um það. Nú hrundi álit okkar niður í núll. Þetta er staðreynd leiksins og í þetta súra epli verðum við að bíta. Helgi stóff sig meff prýffi. — Hér nær hann knettinum frá Engsmyr innherja. • Vinna verffur vel Hitt er svo annaff mál að ekki þýðir að gefast upp. Fá- menni okkar skapar meira fá- menni í knattspyrnunni en hjá öðrum þjóðum og styrkleika- sveiflur okkar landsliffs verða því tíðar. Eitt ár getum viff átt gott liff næsta ár lélegt. Jafn- Svona var þaff oft viff íslenzka markið. Helgi og vörnin í baráttunni. Dybwad (10) og Borgen útherji hafa báðir fallið í átökunum. vel getum viff átt gott liff fyrri hluta sumars og lélegt síðari hluta sumars. Leikurinn í Oslo var einn allra lélegasti leikur íslenzks landsliðs á þeim 14 árum sem viff höfum leikið Iandsleiki. Þaff geta margir mikið af honum lært. Og ef hann verffur til þess aff opna augu ráðandi manna og leikmanna aff betur verður að vinna ef duga skal, þá var ekki til einskis farið til Oslo. Það hafa fleiri lönd beðið mikla ósigra. Danir töpuðu 6:0 á heimavelli fyrir ári, en hafa unn- ið vel síðan og skipað sér hátt. Það var mikill hugur í ísl. lands liðinu fyrir leikinn. Hver og einii var vel undir leikinn búinn en vera má að leikmennirnir hafi eins og sumir aðrir horft heldur sigurvissir til leiksins. Staðreynd in var sú að norsk knattspyrna er í meiri öldudal en kannski nokkru sinni áður. Það var „upp stokkað" frá miklu niðurlagi í Kaupmannahöfn tveim vikum áður, 6 breytingar á því gerðar og í það valdir menn sem ekki hafa spilað saman árum saman. Þetta lið náði leik sem er spor í áttina að dómi Norðmanna en þeir voru Síffasta mark Noregs var skoraff úr vítaspyrnu sem dæmd var á Árna Njálsson. Hann sló knött- inn með hendinni er hann var á leið í tóml mark, og ekki hægt að bjarga marki á annan hátt, Þaff var rólegt hjá markverði Noregs í leiknum og „gamli jarlinn“ Thorbjörn Svendsen þurfti ekki aff taka á sparikröft- unum. Hér sézt Þórólfur milli hvergi nærri ánægðir sem fyrr segir. • Yfirburffir Norska liðið náði í upphafi miklum hraða í samleik sinn — svo miklum að þeir náðu al- geru taki á leiknum og voru alls ráðandi á vellinum. Þeir voru alltaf fljótari á knöttinn, hlupu stuttum skrefum móti löngum og silalegum shrefum ísl. liðsins. Sveinn Teitsson og Garffar misstu strax tökin á varnarmiðjunni og náðu aldrei aff sameina liðiff, urðu utanvelta bæði í vörn og þeirri litlu sókn sem um var að ræffa hjá okkur. Garðar var þó mun betri. Hvert áhlaup Norðmanna af öðru dundi yfir ísl. vörnina sem oft stóð gegn ofurefli liðs vegna lélegrar aðstoðar frá framvörð- um og innherjum. Fjórar lykil- þeirra og fjær horfir Ingvar á. stöður í ísl. liðinu, framverðirnir og innherjarnir, brugðust að veru legu leyti. Af þeim átti Sveinn Jónsson skárstan leikinn og mesta baráttuna, en sendingar hans sem hinna voru ónákvæm- ar. I upphafi síðari hálfleiks gerði íslenzka liðið tilraun til að rétta hlut sinn. Þá reyndi liðið að brjót ast úr vörn í sókn og varð af nokkur árangur og bezti kafli leiks íslendinga. En þá fóru Garð ar og Sveinn allt of langt fram og voru seinir aftur. Skapaðist af því mikil hætta við mark ís- lendinga og aftasta vörnin stóð fámenn til varnar og innherjar norska liðsins fengu að leika iaus um hala óvaldaðir. Var mesta furða hve vel ísl. vörninm tókst að bægja hættunni frá. Framh,ald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.