Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 23
Surmudagtir 12. júní 1960 M O R C V /V R l A F> 1Ð 23 Listkynning Mbl. Sigurbjorn Krisiinsson SÝNING á málverkum og teikn- Ingrum Sigurbjarnar Kristinsson- ar hefst í sýningarglugga Mbl. í dag. Sigurbjöm Kristinsson hóf nám sitt í HandíSaskólanum 1947 og stundaði j»ar nám til 1949. Dvaldi síSn í Kaupmannahöfn í tvo vet- ur og stundaði nám viS Statens Museum og hefur auk þess dval- iS viS nám vetrarlangt í Frakk- landi og Ítalíu. Sigurbjöm hélt sjálfstæSa sýn- ingu í Listamannaskálanum um voriS 1955, og hefur auk þess tek iS þátt í nokkrum samsýningum bæSi hérlendis og erlendis. Myndimar, sem Sigurbjörn sýnir eru 11 talsins, bæSi álíming ar og teikningar. Eru flestar þeirra til sölu hjá listamanninum og afgreiSslu blaSsins. — T okió Framh. af bls. 1. til þess að raða sér upp með- fram götum borgarinnar og fagna Eisenhower. — En á sama tíma hafnaði stjórnarandstaðan, sósíalistar, tilboði stjórnarflokks- ins, Frjálslynda demókrataflokks ins, um að taka þátt í fundi til þess að skipuleggja móttöku- hátíðina fyrir komu Bandaríkja- forseta. — í þess stað sendi Sósíalistaflokkurinn Hagerty bréf, þar sem þess er krafizt, að forsetaheimsókninni verði frestað. ★ Hætt við blaðamannafund og golfleik Aðeins lítið brot Sósíal- istaflokksins, hægri armur, sem nefnist sósíal-demókratar, féllst á að sækja umræddan fund. — Stjórnarflokkurinn hefir 238 þingsæti af 467 í neðri deildinni, sósíalistar 144 og sósíal-demó- kratar 21. — Fyrr í dag hafði Hagerty heimsótt Kishi forsætis- ráðherra, sem enn bað afsökunar á uppþotinu á flugvellinum í gær. — Eftir heimsóknina, af- lýsti Hagerty boðuðum blaða- mannafundi í dag — og hélt á- fram viðræðum við stjórnarherr- ana. Var talið, að blaðafulltrú- inn hefði lagt til, að þær breyt- ingar yrðu gerðar á dagskrá í sambandi við heimsóknina, að hætt yrði við fyrirhugaðan blaða mannafund Eisenhowers — og golfleik þeirra Kishis. Rýr uppskera Hið svokallaða „þjóðráð" gegn öryggissáttmálanum hafði boðað, að 200 þús. manns mundu taka þátt í mótmælaaðgerðum í dag — og þykir því uppskeran heldur rýr, þar sem talið er, að einungis um 20 þúsund hafi tek- ið þátt í mótmælaaðgerðunum, sem fyrr segir. — Um 7.000 lög- reglumenn voru kallaðir til starfa til þess að hafa stjórn á upphlaupsmönnum — en ekki er kunnugt um, að til neinna alvarlegra átaka hafi komið. — Iþróttir í^amh. af bls. 22. # Tvö tækifæri íslands Bezta spil ísl. liðsins var í hægra sóknararmi milli Þór- ólfs og Arnar aðallega. En það leiddi ekki til mikillar hættu við norska markið. Island eignast tvö allgóð tæki- færi til marka. Átti Þórður Jóns- son gott skot úr sendingu frá Emi Steinsen sem var varið og enn betra tækifæri er Ingvar stóð einn og óvaldaður fyrir norska markinu en skallaði góða sendingu Arnar hátt yf ir. Það var sem sagt tvívegis klúðrað og ekki hægt að tala um fleiri tækifæri okkar manna, því að þau voru með öllu hættulaus Norðmönn- um. í raun og veru náði aðeins einn maður að sýna leik sem er á borð við fyrri leiki. Það var Helgi Daníelsson í markinu. Hann verður ekki sakaður um mörkin fjögur en mörgum forð- aði hann. — A. St. — Forréttindin í fjörbrotum Framh. af bls. 11 menn sína, er þannig í eðli sínu í engu frábrugðið öðrum aðilum, sem seíja vörur eða þjónustu. Það ber því að skattleggja þau alveg með sama hætti ogþá.Öðru máli gegnir um þau samvinnu- félög, sem mynduð eru til þess að annast sölu á framleiðsluvör- um bænda eða annarra framleið- enda, t. d. sláturfélög og mjólk- urbú, enda eru þau undanþegin veltuútsvari í útsvarslagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Tilgang ur slíkra félaga er að tryggja fé- lagsmönnum sem hæst verð fyr- ir framleiðslu sína, og því hærra sem verðið er, því hærri verða tekjurnar, sem koma fram á skattframtali sem atvinnutekjur og eru þannig skattskyldar. Ef félög þessarar tegundar væru skattlögð svo nokkru nemi, væri um tvísköttun að ræða, enda er full ástæða til að draga skýra markalínu milli þeirra og ann- arra samvinnufélaga, sem þá ber að skattleggja með sama hætti og aðra þá aðila, er samskonar atvinnu stunda. Er sérstök ástæða til þess að fagna því, að rikisstjórnin skuli nú hafa stigið fyrsta skrefið í áttina til þess, en væntanlega verður þess ekki langt að bíða að hin ranglátu skattfríðindi samvinnufélaganna hverfi, skattfríðindi, sem hafa gert þeim kleift að brjóta undir sig allan frjálsan atvinnurekstur í heilum landshlutum, en ógna honum mjög annars staðar. For- réttindi eða einokun hafa aldrei verið íslenzku þjóðinni til góðs, og enn sem fyrr er okkur brýn nauðsyn að losna úr þeim viðj- um. —■ Séð yfir brúarstæðið á sandinum — Mýrdalssandur Framhald af bls. 24. slíkur grjótvarnargarður gerður beggja vegna hinnar nýju brúar á upp undir kílómetra löngu svæði. Brú á þurru landi Brúarsmíðin á sandinum er líka um marga hluti óvenjuleg. Þar sem brúin er, er nú ekkert vatn og er því unnið að brúar- smíðinni á þurrum sandinum. — Okkur vantar vatn sagði hinn gamalreyndi brúarsmiður Val- mundur Björnsson, til þess að geta rekið niður stórviðina, sem bera eiga brúna uppi, allt að því 9-10 mtr. löng tré. En brúarsmið- irnir eru ekki byrjaðir á sjálfri brúnni, heldur er það vinnubrúin sem verið er að smíða. Á henni verður komið fyrir fallhamars- útbúnaði, til þess að reka stór- viðina niður í sandinn undir brúna. Hér er ekki hægt að reka niður staur í sandinn á venju legan hátt, án þess að bleyta jafnóðum í kringum staurinn hinn síkvika sand sagði Valmundur brúarsmið- ur. Höfum við í vatnsleysinu hér orðið að leggja 500 m langa .vatnsleiðslu til þess að fá vatn til þess. Steinpylsur Við báða brúarsporðana voru margir menn að vinnu. Þeir voru að búa til eins konar steinpylsur eins og þeir kölluðu það. Er þá grjóti hlaðið í langa og viða vír- netspoka, sem lagðir eru hlið við hlið og einnig hlaðið upp. Út um allan sand var verið að tína sam- an hnullungsgrjót í þessar stein- pylsur, eins og verið væri á berja mó. 'Þær eru nú taldar ein allra tryggasta vörnin ;em nú þekkist við brýr á söndunum miklu í Skaftafellssýslu. Brú grafin upp Valmundur Björnsson sagði okkur frá því að búið væri að grafa upp og rífa trébrúna á Blautukvísl, sem grófst á svip- stundu í flóðunum miklu í fyrra- haust. Var hún undir 2 m þykku sandlagi, og í hina nýju brú á að nota brúarviði og annað efni úr henni. — Og svo veit enginn hvenær flóðið skellur hér yfir sandinn á ný, eða hvort það kemur? — Nei það veit enginn, sagði Valmundur. Kötlugos — nei f beinu framhaldi af þessu fylgdi spurningin um hvort Skaft fellingar teldu Kötlugos á næstu grösum. Ég hefi mínar skoðanir í þvi máli, sagði Valmundur, en ætla mér ekki að fara að karpa í blöð- unum við vísindamennina, sem alltaf eru að spá. Við frekari eftirgang við spurn ingunni, svaraði Valmundur, sem enn er í fersku minni Kötlu gosið 1918, að hann ætti ekki von á gosi. — Málið var útrætt af hans tiálfu að sinni a. m. k. Og áður en við kvöddum hina harðduglegu Skaftfellinga feng- um við kaffisopa í mötuneytinu. Þar var kona Brands vegaverk- stjóra, sem var niðri í Álftaveri, önnum kafin við ráðskonustörfin og krækti upp af steikarapönn- unni hverja kjötbolluna á fætur annarri — í kvöldmatinn handa vinnuflokknum, alls um 30 manns. Ég þakka hjartanlega börnum mínum, bamabörnum, barnabarnabörnum, systkinum, tengdafólki og öðrum vinum og kunningjum, sem glöddu mig með gjöfum, blóm um, skeytum og heimsókn á 75 ára afmæli mínu 6/6 ’60. Guð blessi ykkur öll! Halldóra Finnbjörnsdóttir. HRINGUNUM FRÁ Nýtt samkomuhús í Vogum VOGUM, 2. júní. — Síðastliðið laugardagskvöld var vígt nýtt samkomuhús í Vogum á Vatns- leysuströnd. Húsinu var gefið nafnið Glaðheimar. Byrjað var á byggingu hússins fyrir einu ári eða í maí sl. vor. Samkomuhús þetta er ein hæð, 220 ferm. Sal- arkynni eru hin vistlegustu og húsbúnaður allur eins og bezt verður á kosið. Það, sem sérstaka athygli vekur í sambandi við byggingu þessa húss er það, að húsið er ekki byggt af félags- samtökum eins og nú tíðkast al- mennt, heldur hefur einn mað- ur, Guðlaugur Aðalsteinsson, Nýabæ hér í Vogum ráðizt í þess- ar miklu framkvæmdir af eigin ramleik og hyggst hann reka þetta sem einkafyrirtæki meðal annars með því að leigja húsið fyrir samkomur, fundi og aðra slíka starfsemi. Er vígslg hússins fór fram bauð Guðl. Aðalsteinsson öllum hreppsbúum ásamt fleiri gestum til fagnaðar, er stóð langt fram á kvöld. Skemmtu menn sér hið bezta. Þeir, sem til máls tóku við þetta tækifæri þökkuðu þeim hjónum, frú Finndísi Pétursdótt/- ur og Guðlaugi Aðalsteinssyni fyrir þann stórhug sem þau hefðu sýnt með því að ráðast í bygg- ingu þessa myndarlega húss, sem í framtíðinni mun verða félags- lífi hreppsbúa til uppbyggingar og ánægju. Fréttar. Jarðarför elsku litlu dóttur okkar ÖNNU AUÐAK sem andaðist 8. júní fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 14. júní kl. 2. María Auðunsdóttir, Torfi Stefánssou, Faxabraut 24, Keflavikí Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ANDRÉSAR ÓLAFSSONAR fiskimatsmanns. Sigríður Sigurðardóttir og aðstandendur. Þökkum hjartanlega sýnda samúð og virðingu við andlát og jarðarför MAGNtJSAR jónssonar f ramkvæmdast j óra Hrefna Þórðardóttir, Karl Magnússon, Magnús Magnússon Margrét Magnúsdóttir, Haukur Guðnason Sveinbjörg Sveinsdóttir, Helgi Loftsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.