Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. júni 1960 MORCV1SBLAÐIÐ 3 ★ A LAUGARDAGINN kornu Alda Guðmundsdóttir og Val- gerður Jónsdóttir heim frá tveggja mónaða námi í flug- freyjufræðum í skóla Pan American flugfélagsins í New York, en þær voru ráðnar til starfa hjá félaginu í febrúar, eins og þá var sagt frá hér í blaðinu. — Við höfum verið önnum kafnar við að læra að elda 7 réttá máltíð í þotueldhúsi, taka upp kampavínsflöskur, búa út pela handa ungbörn- um, snyrta okkur, tala í þægi- legum tón, læra allt um þotur og flugvelli og láta bólusetja Flugfreyjurnar og foreldrar þeirra. Talið frá vinstri: Guðmundur Halldórsson, Ágústa Jó- hannsdóttir, Alda Guðmundsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Jón Magnússon. — Halda upp á afmœlið í Teheran Tvær flugfreyjur heima i frii okkur við einum 19 sjúkdóm- um, sögðu þær stöllurnar, er blaðamaður Mbl. hitti þær á Keflavíkurflugvelli á laugar- daginn. Við höfum verið önn- um kafnar frá kl. 9—19 alla daga og svo átt eftir að búa okkur undir kennslustundirn- ar á kvöldin. ■— Og hv'að nú? — Nú fáum við að vera hér heima í viku og kveðja for- eldra og ættingja, því svo hefst starfið. Við fáum að fljúga saman fyrsta mánuðinn, förum fyrst til New York, þar sem við höfum ágæta íbúð rétt hjá flugvellinum, og svo London, Dússeldorf, London, Teheran, þar sem Alda verð- ur á 22 ára afmælisdaginn sinn, og svo seinna til Hong Kong og til Japan. Við hlökk- um reglulega til að koma á alla þessa staði. Útþránni verður að fullnægja — Þið komið þá líklega ekki heim aftur í brað. — Við reiknum ekki með því. Það er Alda sem verður fyrir svörum. Mið langar til að vera tvö ár flugfreyja og síðan ár viðbót bryti á þot- um. Auðvitað getur maður skroppið heim í fríinu sínu, en mgi langar til að nota fyrsta fríið til að fara til Grikklands. Þangað fljúga ekki vélar Pan American. — Bryti Hvað eru margir brytar á hverri flugvéi? — Tveir í stóru þotunum, einn á hvoru farrými og fjórar flugfreyjur. Brytinn getur verið hvort sem er kona eða karlmaður. Við snúum okkur nú að for- eldrum þeirra flugfreyjanna og spyrðum þau hverr.ig þeim lítist á þetta allt. Foreldrar Valgerðar eru Jón Magnússon, húsgagnameistari og Sigríður Bjarnadóttir, og foreldrar Öldu eru Guðmundur Hall- dórsson útsölustjóri hjá Afeng isverzluninni og Ágústa Jó- hannsdóttir. Þau eru öll kom- m út á flugvöll til að taka á móti þeim, ásamt umboðs- mönnum Pan American hér á iaiidi. — Maður á ekki að hafa þá stjórn á unga fólkinu, að það fái ekki að fullnægja sinni út- þrá, segir frú Sigríður. Val- gerður er orðin 22ja ára gömul og við höldum að hún hafi fengið þá menntun og þann þroska sem dugir henni. Alda vildi þetta og þá var sjólfsagt að hún fengi að ráða. Þá er ekki hægt að segja eftir á: „Ég fékk ekki að gera það sem mig langaði til“, segir frú Ágústa. Telpurnar líta ágæt- lega út og auðséð að þær hafa góða aðbúð, þó skólinn hafi verið erfiður, að því er þær segja. Nei, takk, bara ávaxtasafa Umboðsmennirnir bjóða upp á hressingu. — Nei takk, ekk- ert sterkara en ávaxtasafa, svara bóðar flugfreyjurnar. Við megum ekki smakka áfengi í einkennisbúningun- um. Og þær eru ákaflega snyrti- legar í búningunum sínum, með drifhvíta hanska, og fram koman örugg og aðlaðandi, hvort sem það er nú eingöngu meðfæddur eiginleiki eða einnig lærður síðustu tvo mán uðina. 0 0-^ 0 0 0’ 00>0^- 0 •010*000 0‘0»0*0\0 0. 0 00000100 0'00%0'00*000 0 0 0 0 \ Telur frímerkin sína eign sem þóknun fyrir rannsóknarstörf BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi upplýsingar frá Póst- og símamálastjórninni í tilefni af fréttum í dagblöðunum um frí- merkjamálið svokallaða: 1. Svo sem áður er kunnugt, fór í vetur fram réttarrannsókn út af hvarfi nokkurra verðmætra frímerkja úr birgðum póstsins. Jafnframt framkvæmdi ríkisend- urskoðunin heildartalningu á birgðunum og lauk henni. Málið út af nefndu frímerkja- hvarfi hefur undanfarið verið til athugunar í dómsmálaráðuneyt- inu og er búizt við fyrirmælum um málshöfðun innan skamms. 2. Frekari rannsókn mun nú vera að hefjast hjá sakadómara á svonefndum Heklufrímerkjum (35 aura frímerki, yfirstimpluð með 5 aur), þar sem upplýst hafði verið, að yfirprentanir á þeim höfðu farið fram utan að- ildar póstmálastofunnar. 3. í nokkrum blöðum hefur undanfarið verið vakin athygli á því, að fyrir nærri tveim áratug- um fékk danskur verkfræðingur afhent gegn kvittun á póstmála- stofunni talsvert magn af frí- merkjum af sérstakri útgáfu (1904), og hefur ekki skilað þeim aftur, en hefur hinsvegar nýlega boðið þau til sölu fyrir mjög hátt verð. Kvittun hans er gerð á sama hátt og annarra, er hafa fengið frímerki að láni og skilað þeim aftur. Hún hefur ekki haft áritun póst- og símamálastjóra eins og fáein frímerki, sem um svipað leyti voru afhent sem við urkenning fyrir sérstök störf fyr- ir póstinn o. þl., þar á meðal til hlutaðeigandi verkfræðings. Sam kvæmt umsögn fyrrverandi póst- og símamálastjóra áttu fyrrnefnd frímerki að vera lánuð, þótt það væri ekki tekið fram í kvittun- inni. Hinsvegar hefur nú komið fram, að verkfræðingurinn telur umrædd frímerki öll hafa verið veitt honum sem þóknun fyrir rannsóknarstörf hans á íslenzk- um frímerkjum, og að hann hafi afhent póstmálastofunni vélritað hefti (70 bls.) um rannsóknir sín- ar. Hins vegar man enginn á póstmálastofunni eftir að hafa orðið var við slíkt rit. Ríkisendurskoðunin hefur að undanförnu haft þetta mál til at hugunar í samráði við póst- og símamálastjórnina, og bar grein argerð verkfræðingsins og hlut- aðeigandi póstmanna ekki saman. Skýrsla um málið er nú komin til dómsmálaráðuneytisins til nán ari ákvörðunar um meðferð þess. Þau frímerki sem um er að ræða, vofu irentuð 1904 í litlu upplagi og í sérstökum tilgangi (fyrir alþjóða-póstmálastofnun- ina), en voru áldrei seld eða af- hent til notkunar fyrir burðar- gjald. Upplagið var heldur meira en alþjóða-stofnunin þarfnaðist og var afgangurinn sendur hing- að. Þar sem þessi merki voru ekki seld almenningi, hafa þau ekki verið birt með verði í verðbréfa- skrám frímerkjasala. Hefur því til þessa verið ó- kunnugt um verðmæti þeirra, og er söluverð það, sem verkfræð- ingurinn krefst, fyrstu opinberu tölur þar að lútandi, en ekki er kunnugt, hvort nokkur sala hefur enn farið fram á því verði. Ann- ars er það alkunnugt, að frímerki sem kostuðu fáeina aura fyrir nokkrum áratugum, hafa orðið stórverðmæt síðar vegna eftir- spurnar frímerkjasafnara. Á þeim tíma, er umrædd merki voru lán- uð, munu yfirmenn póstmálanna ekki ,hafa talið, að um verulegt verðmæti væri að ræða, þar sem ekki var krafizt tryggingar fyrir láninu, eins og anpars er gert í slíkum tilfellum. Hitt er svo annað mál, að farizt hefur fyrir að ganga eftir skilum á þessu láni fyrir löngu. Morgunblaðinu er kunnugt um að dómsmálaráðuneytið mun í dag senda sakadómara mál þetta til rannsóknar. STAKSIIINAR „Fjárflóttahrettan“ Síðastliðinn föstudag sagði sv# í forystugrein Tímans, er nefnd var „Fjárflóttahættan“. „1 sambandi við „nýskipan" ríkisstjórnarinnar á gjaldeyris- málunum er losað um ýmsar duldar greiðslur (ferðakostnað o. fl.) Þetta, ásamt ýmsum breyt- ingum öðrum getur hæglega leitt til þess að flutt verði út mikið fjármagn, án þess að nokkur verðmæti komi inn í landið í staðinn. Niðurstaðan getur þann- ig orðið sú, að notuð verði til fulls heimildin til að taka hin miklu vörukaupalán, er stjórnin fékk við setningu efnahagslag- anna svokölluðu, eða hvorkl meira né minna en 800 millj. kr. Með því yrði þjóðinni bundinn stórkostlegur skuldabaggi í fram- tiðinni, án þess að hún hefði fengið nokkuð í staðinn. Þetta telur ríkisstjórnin þó eftirsóknarverða skuldasöfnun meðan hún fordæmir erlendar lántökur til uppbyggingar!“ Öllu snúið öfugt Tíminn lætur sig ekki mun* um að snúa hlutunum við. Traustið, sem íslenzku krónunni hefur verið skapað með aðgerð- um núverandi ríkisstjórnar, og sem koma mun æ betur í ljós með hverjum mánuði sem líður, hvetur vissulega ekki til fjár- flótta. Viðskiptafrelsið gerir það að verkum, að það er eins gott að eiga íslenzkar krónur, eins og erlendan gjaldeyri, og reyndar betra, þar sem vextir eru hærri hér á landi en í nágrannalönd- unum. Þegar menn svo þurfa nauðsynlega á gjaldeyri að halda geta þeir fengið hann keyptan fyrir islenzkar krónur. Með eðlilegri gengisskránlngu er komið rétt verð á gjaldmiðil annarra þjóða, hið gamla ástand, sem hvatti svo mjög til óeðli- legra viðskipta er ekki lengur við líði. „Erlendar lántökur til upp- byggingar“, sem Tíminn talar um, eiga vissulega rétt á sér. En tími er til kominn að forráða- menn þess blaðs fari að átta sig á, að það telst til uppbyggingar þjóðfélagsins, að koma á heil- brigðu efnahagskerfi, þar sem allir þættir atvinnulífsins nýtast sem bezt. Slík uppbygging er ekki minna virði en ýmiss konar fjárfesting. Og sennilega ennþá meira virði fyrir íslenzka þjóð- félagið, eins og í pottinn var bú- ið, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Natovinafélag stofnað EjFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing bars blaðinu í gær: „Þann 19. maí 1960 var stofnað á Keflavíkusflugvelli félag áhuga manna um Atlantshafsbandalag- ið. Nafn félagsins er NATO-VINA FÉLAGIÐ. í stjórn þess voru kjörnir: Þorgrímur Halidórsson, formaður; Ólafur Thorderson, varaformaður; Jón Arngrímsson, gjaldkeri; Ingvar S. Ingvarsson, ritari og Björn Helgason, með- stjórnandi. Fundurinn samþykkt einróma eftirfarandi ályktun: Allir íslendingar hljóta að óska þess, að sem fyrst renm upp sú stund, er svo friðvænlegt verði í heiminum, að ekki gerist lengur þörf á að hafa hér erlent herlið til varnar. Ljóst er einnig, að ekki er hægt að láta landið vera varnarlaust, meðan í heiminum eru mikilsráðandi þær árásar- stefnur, sem frelsi hvers smáríkis eru hættulegar. Enda þótt mikill meirihluti is- lenzku þjóðarinnar standi ein- huga að baki NATO, er því ekki Reynsla SÍS En þrátt fyrir þetta ber mönn- um þó að leggja við hlustir, þeg- ar Tíminn talar um „fjárflótta- að leyna að þeir atburðir hafa hættu“. Fyrirtæki Sambandsins gerzt, sem kasta þar nokkrum hafa sérstaka reynslu á þessu SKugga á. En þótt við kunnum sviði, og þó að öllum venjulegum að vera ósammála um ýmis atriði, • borgurum sýnist krónan ekki nú er engin ástæða til að standa ekki j traustari, en verið hefur um ára- eftir sem áður saman um þau J tugi, þá væri fróðlegt að heyra mál, sem eru okkur ekxi síður j álit SÍS-mannanna á því, hvort hugleikin og mikilvæg, eins og gjaldeyrisbrask erlendis gefur varnarmálin. Hér á landi, sem annars staðar, á Atlantshafsbandalagið sína óvini, meðlimi hins alþjóðlega kommúnistaflokks og fylgifiska þeirra. Flokkur þessi er fámenn- mikið í aðra hönd eftir hinar breyttu aðstæður. Hinn eini sanni braskflokkur ur en framúrskarandi hávær og ' ~^ san,l)andi við bollaleggingKtr vinnur kerfisbundið að því’ að 1 Tjmans er annars fyllsta-astæða skaða NATO, með því að hafa í I * þess a® '**«“ “herz,u a- Þa®> frammi áróður gegn því, skapa I . amso nar o urmn er i arekstra eða blása slíka upp, ef tUr ,e"«' ver,ð h,nl1 þeir koma fvrir e,m Sannl braskflokk«r 1 Þess** Fáir hafa orðið til að gerast Iandl' HvaSa stjórnmálaflokkur fair hata orðið til að gerast hefur fc d orðjs opinberir formælendur þeirra, l _ .. v sem á hefur verið ráðizt, enda I e" . ^amsoknarflokkur.nn að þótt oft hafi verið hallað réttu 1 meSta ^al«J«y"sbrask og máli, og fulltrúar NATO ekki i | ““ “m getUJ 1 ÞeSSU aðstöðu til að verjast árásum sem ;. .. i fm a ræ a '® þessum | hr.kalega og fjolþætta brask p t , , Olíufélagsins, sem einn af for- Hvergi a Islandi er folk í nan- „„ cfc ’ „ *. . . ... . ,. .* ... , stjorum SIS varði fynr skommu ara sambandi við storf NATO en ; .. » lif og blod a aðalfundi sam- Framhald á bls. 23. takanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.