Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. júní 1960 Ópera Verdis í Þjóðléikhúsinu Rigoletto Leikslf. Símon Edwardsen Hijómsveitarst] Dr. V. Smetécek ÞEGAR Rigoletto var sýnd hér fyrir níu árum, komst dr. Páll ísólfsson þannig að orði í dómi sínum hér í blaðinu um sýning- una: „Það var stórviðburður, sem gerðist í Þjóðleikhúsi voru 3. júní, er óperan Rigoletto eftir Verdi var flutt þar af íslenzkum söngvurum (að einum undantekn um) og þar með hafin byrjunin a8 nýju tímabili: íslenzkum óperuflutningi“. Þetta voru orð Herðum sóknina í Heiðmörk ÞÁTTTAKA í skógræktinni í Heiðmörk hefur verið góð í vor, að því er Einar Sæ- mundsen tjáði blaðinu i gær. Hafa verið gróðursett- ar um 80.000 plöntur. — Þó verður enn að herða sóknina ef ekki á illa * að fara, bætti Einar við. Sökum hins milda tíðarfars í vor hefur verið og er mjög erfitt að geyma plöntur. Verða því þeir landnemar í Heiðmörk, sem enn hafa ekki gert ferð sína þangað uppeftir að bregða fljótt og vel við og koma uppeftir um þessa helgi eða í sið- asta Iagi um þá næstu. — Eandnemar geta tilkynnt þátttöku sína í síma 13013. að sönnu. Dagurinn var merkis- dagur í íslenzkri menningarsögu, sem við hljótum að minnast við flutning þessarar óperu nú. Dr. Urbancic stjórnaði þá tónlistinni með ágætum og leikstjórinn var sá sami og nú, Simon Edwardsen, sem vann með því prýðilégt verk og hpnum til mikils sóma. Hin fagra tenorrödd Stefáns Islandi naut sín vel í hlutverki hertog- ans, Elsa Múhl vann hug og hjarta allra leikhúsgesta með sinni frábæru sópranrödd og heill andi framkomu og Guðmundur Jónsson vann þá sinn mesta lista- sigur í hlutverki Rigolettos. Að þessu sinni stjórnar hinn mikilhæfi hljómsveitarstjóri dr. Smetácek tónlistinni af mikilli snilld. Simon Edwardsen hefur nú, sem áður vandað ieikstjórn sína svo að hvergi skeikar. Er ánægjulegt að heilsa honum aft- ur hér og fá að njóta enn einu sinni kunnáttu hans og mikilla hæfileika. ☆ Aðalhlutverkin þrjú eru í höndum hinna ágætustu lista- manna. Sænski tenorsöngvarinn Nicolai Gedda, sem starfar við Metropolitan-óperuna í New York fer með hlutverk hertog- ans af Mantova. Er rödd hans skínandi fögur og hehni beitt af mikilli kunnáttu og leikur hans er einnig prýðisgóður. Var það mikið happ að fá þennan ágæta listamann til að syngja hið vanda sama hlutverk hertogans og ber Nicholai Gedda í hiutverki hertogans að þakka Þjóðleikhúsinu það framtak. Sænska söngkonan Stina Britta Melander (sópran) fer með hlut- verk Gildu. Er þessi mikilhæfa söngkona okkur hér að góðu kunn áður, því að hún hefur sung ið hér aðalhlutverkið í Kátu ekkjunni, Neddu í I Pagliacci og Næturdrottninguna í Töfraflaut- unni. Hefur hún mjög glæsilega rödd, sem hún hefur fullkomlega á valdi sínu og beitir af kunnáttu og smekkvísi og þeim léttleika að hún virðist ekki þurfa að taka á, jafnvel í hinum erfiðustu atrið- um. Og svo er það Guðmundur okk- ar Jónsson í sínu gamla hlut- Allir vegir færir Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt hér í blaðinu, að Vestfjarðaleiðirnar væru fær ar eða í þann veginn að opn- ast. í gær hitti Velvakandi langferðabílstjóra að máli, sem var nýkominn úr leið- angri af Austfjörðum. Sagði hann leiðina milli Reykjavik- ur og Akureyrar orðna góða og eins leiðina frá Akureyri til Austurlands. Þá væru ein- stakir fjallvegir á Austfjörð- um einnig opnir og færir öll- um bifreiðum. Mun því ekki fjarri að bíl- fært sé um allt land. Siglu- fjarðarskarð tepptist að vísu fyrir helgina, en bráður bug- ur mun undinn að því að gera það aftur fært. Geta sumar- leyfismenn því þeyst um landið þvert og endilangt eft- ir því sem >á lystir, heilsað fornum slóðum og rifjað upp gömul kynni. • Hugsað í strjálbýlið Á undanförnum árum og áratugum hafa miklir þjóð- flutningar átt sér stað á okk- ar strjálbýla landi. Menn hafa víðs vegar að flutt búsetu sína til Reykjavíkur og í ná- grenni hennar fyrir þá sök að afkomumöguleikar hafa í mörgum tilfellum verið betri þar en í heimabyggðinni. En þrátt fyrir búferlin standa margir þessara manna enn rót um í sinni fyrri heimabyggð og þeim líður ekki vel nema þeir komi þangað öðru hverju, þó ekki sé til annars en full- vissa sig um að það hafi verið rétt af þeim að fara. Þegar til kastanna kemur fer flestum svo að munnur og magi er látinn sitja í fyrirrúmi fyrir tilfinningunum. En þegar veg- ir landsins opnast fyrri hluta sumars, vaknar hjá mörgum aðflytjanda úr strjálbýlinu þrá að sjá fyrri stöðvar og heilsa gömlum vinum. • ^í^imast^iginjandi Það fer æ meira í vöxt með hverju ári'sem líður, að Reyk- víkingar og aðrir kaupstaðar- menn noti sumarleyfi sitt til að kynnast eigin landi í stað þess að leita til annarra landa. Er þetta að mörgu leyti mjög hagstæð þróun þvi fátt er nauðsynlegra fyrir heilbrigða þróun þjóðarbúskaparins en að gagnkvæmur skilningur og gagnkvæm vinsemd ríki milli þess fólks, sem býr við sjóinn og þess sem býr í sveitunum. Mættu sumarleyfi og innan- landsferðir verða til að sann- færa íslendinga betur en áður um að þeir eru allir ein fjöl- skylda. verki, Rigoletto. Þó að hann hafi sungið hlutverk þetta með mikl- um ágætum forðum, þá held ég að hann hafi verið ennþá betri nú, enda hefur hann fengið mikla þjálfun síðan í söng og leik. Rödd Guðmundar er voldug, en jafn- framt óvenjulega mjúk og hljóm- fögur og leikur hans innilegur og áhrifamikill. Af öðrum söngvurum er ástæða til að nefna Hjálmar Kjartansson í hlutverki Sparafucile leigu- morðingja, Sigurveigu Hjaltested, er syngur hlutverk Maddalenu systur hans, Guðrúnu Þorsteins- dóttur, sem hefur ágæta altrödd og fer með hlutverk Giovannu fóstru Gildu og Kristin Halls- son með sína glæsilegu bas-bari- tonrödd í hlutverki Monterone greifa. Aðrir góðir söngvarar fara með hlutverk, svo sem Sig- urður Ólafsson, Gunnar Kristins- son, Eygló Viktorsdóttir o. fl. Dansana hefur Frantisek Halmazna samið og sjórnar hann dansinum. Er það atriði mjög glæsilegt, hinar ungu dansmeyj- ar fríðar og svifléttar. Ennig dansar þar Niels Kehlet með mik- illi prýði. Aðstoðarmaður stjórnanda er Magnús Blöndal Jóhannesson. Hefur hann einnig undirbúið kór og stjórnar kór að tjaldbakL Lárus Ingólfsson hefur gert leiktjöldin. Eru þau ágsetlega gerð og gefa óperunni það rétta umhverfi. Þjóðleikhúskórinn syngur vel að vanda og Sinfóníuhljómsveit íslands leikur undir stjórn dr. Smetácek, sem áður segir. Var leikur hljómsveitarinnar í alla staði hinn ágætasti. Óperusýning þessi er fáguð og heilsteypt og ölum til mikils sóma, sem þar hafa verið að verki, enda var fögnuður leikhús- gesta geysimikill. Sigurður Grímsson Guðmundur Jónsson og Stina Britta í „Rigoletto“ ☆ FERDINAIMP ☆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.