Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORGIJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. júní 1960 I Dr. Páll ísólfsson: Frankfurt am IMain MENN tala varla um annað en hvernig fór í París. En ég blanda mér ekki í deilur stór- veldanna, enda hef ég engan þátt átt í gangi málanna á neinn hátt! En mikil óham- ingja hvílir yfir þessu mann- kyni. Og hræddui er ég um að, allt endi með ósköpum, enda líta flestir svo á. En hingað komum við í gær (17. apríl) í fæðingarborg Goethes. Þetta er mikil borg og ber merki velsældar og allsnægta. Búið er að byggja hana upp að mestu eftir stríðið. Ný hús og glæsileg standa nú á grunni hinna föllnu og sér þess lítil merki að mikið suf borginni var lagt í rústir. Hverjir vinna styrjöld? Mað- ur skyldi halda að þeir einir — vinni — sem tapa! Það yrði eitthvað sagt, ef listamenn spiluðu á hljóðfæri sín eins og þessi blessaði heims-topps- manna-kvartett iét hlutverk sitt í París þessa dagana. Það þætti áreiðanlega léleg frammistaða, enda er óánægja fólks og vonbrigði mikil, að minnsta kosti hér um slóðir. ★ Frankfurt a/M. er mikil borg, byggingar stórar og fyr- irferðarmiklar og bragurinn stórborgarlegur, þó eru ekki nema rúmlega 600.000 íbúar hér. Það gefur að skilja að á 2—3 dögum getur maður ekki séð mikið af stórborg, svo að gagni komi, þess vegna verð- ur maður að velja um hvað maður vill sjá. Og ég valdi mér Útvarps'höllina og Goethe húsið, og nokkrar kirkjur og tónlistarháskólann. Útvarpsstöðin stendur á út- jaðri borgarinnar, Geysistór og myndarleg með óteljandi herbergjum og stórum kon- sertsal, sem tekur 1200 manns í sæti. Þessi salur mætti heita rimlasalur, því alls stáðar eru rimlar til að draga úr berg- málinu -— hvar sem litið er í lofti, á veggjum, á hurðum, alls staðar. Nýtt og mikið orgel hefur verið byggt í sal- inn. Það er 55 radda, sem deilast á 3 hljómborð og fót- spil.Vinur minn Wilhelm Stoll enwerk, sýndi mér orgelið og reyndist það vera prýðilegt í alla staði. Við áttum tal við marga deildarstjóra þessa mikla fyrirtækis, „Hessischer Rundfunk" nýtur mikils álits hér og hefur mjög fjölbreytt prógram. Margt er hér ólíkt því sem heima er. Og alltaf sannfærist ég betur og betur um ágæti okkar íslenzka út- varps, hvað margt snertir. Hér þarf allt að því 4 mánuði eða meira, til að fá tekið á „band“ eitt prógram! Dagfinn ur minn er þó fljótari til! Að meira sé að gera hér? Jú, vissulega. En mannskapurinn er líka margfalt meiri hér, og tækin fullkomin og mörg. Nú er allt í maí-blóma, — „Wund ersehöner Monat Mai“, þrum- ur og eldingar upp á hvern einasta dag og stórrigning I 2- 3 tíma. En svo skín sólin og allt er ilmur og dásemdir og regnið og þrumurnar gleym- ast. Stollenwerk er einn af mestu orgelleikurunum hér. Hann er organisti við katólska kirkju hér. Hann heldur víðs vegar tónleika og gleymir ekki Islandi, sem hann heim- sótti fyrir tveimur árum. Hér er þriðji partur íbúanna katólskir, tveir þriðju lút- herskir, og í Stuttgart er helmingur af hvorum. *~+ * Goethehúsið er stórmerkilegt, 4 hæðir og ríkmannlegt. Hér fæddist skáldjöfurinnjen þetta hús jafnast þó engan veginn við Goetehúsið í Weimar, þar sem skáldið bjó. Faðir Goethe var ríkur maður og stórbrot- inn. Öll húsgögn, svo og allar hinar mörgu myndir sem fylla herbergi þessa mikla húss vitnar um mikinn listasmekk. Hér er um listasafn að ræða í sjálfu íbúðarhúsinu; en við hlið þess er þó byggt annað listasafn, Goethe-Museum, fullt af myndum af samtíðar- mönnum Goethes og klass- ískri list. Ég lagði leið mína í Katharinen-kirkju, þar sem Goethe var fermdur. Hún er að miklu leyti endurbyggð í sama stíl og hún var Hér var verið að leika á orgelið e-moll Préludiu og fúgu Backs, naut ég þess að heyra þetta vold- uga verk á bessum stað. Goethe og Back er góður fé- lagsskapur! Ég var beðinn að flytja erindi um íslenzk þjóð- lög með tóndæmum við „Staatliche Hochsohlue fúr Musik“ og gerði ég það.Kynnt ist ég ýmsum ágætismönnum hér, svo sem Próf. Schmidt, sem stjórnar tónvísindadeild við skólann. Skóli þessi er mjög frægur og hét áður Hoch’s Musikkonservatorium. Þar var á sínum tíma Clara Schumann kennari. Marg- ir frægir ágætismenn hafa út- skrifazt við skólann m. a. Hindemith, sem er fæddur í Hanau skammt héðan. Hann var hér fyrir nokkrum dögum og stjórnaði óperum eftir Monteverdi og aðra gamla meistara.Hér er Hans Pfitzner fæddur, sá ágæti maður, sem samdi m. a. óperuna „Pale- strina“, prýðilegt verk. Hann var orðheppinn maður og hvassyrtur. Hús hans í Mún- chen var skotið níður og eyði- lagt. Þegar hann kom að rúst- unum sagði hann: ,Es ist sehr traurig, wenn einen alten Manne nichts einfállt als sein Haus“ — og brosti. Lífs- reyndur maður og vitur. Keisarakirkjan er voldugt hús. Hér voru keisararnir krýndir með pomp og pragt í gamla daga. Margar kirkjur eru hér fagrar og stórkostleg- ar. Ibúar Fiankfurt eiga erf- l itt með að sætta sig við að , Frankfurt skyldi ekki verða i valin sem höfuðborg ríkisins. 1 Bonn, sem er miklu minni, varð fyrir valinu. En hún er líka fæðingarbær Beethovens. Einkennilegt atvik kom fyrir í Bonn á dögunum. Maður nokk ur, 55 ára gamall, labbaði sig inn í fæðingarhús Beethovens og kveikti í því Eldurinn varð slökktur von bráðar, en nokkur verðmikil handrit brunnu. Maðurinn var tekinn höndum, og kom í ljós að hann var að hefna sín á yfir- völdum borgarinnar,sem hann hafði átt í útistöðum við! Það er ekki öll vitleysan eins. Svo kveðjum við Frankfurt og höldum til Meins og þaðan með Rínarbátnum til Köln. P. í. -'Afburðamenn Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða mann á aldrinum 25—35 ára til ábyrgðarstarfa í söludeild. Nauðsynlegt er að umsækj- andi hafi góða menntun svo og þekkingu á almennum verzlunarviðskiptum. Ennfremur góða enskukunnáttu og nokkra reynslu 1 enskum bréfaskriftum. Umsóknir með sem fyllstum upplýsingum óskast sendar Morgunblaðinu, merktar: 3743“ fyrir 18. júní. Til leigu Verzlunarhúsr.æði, 40 ferm. á Dalbraut 1. Húsnæðið er frágengið að utan og múrhúðað að innan. Nánari uppl. í síma 35070 og 32139. Vélama&ur Óskum eftir að ráða vélamann til starfa í verksmiðju. Þyrfti helzt að hafa réttindi vélvirkja, rennismiöa eða vélstjóraskólapróf. Aldur: 25—40 ára. — Framtíðaratvinna. Fyrirhugað er að senda mann- inn erlendis til þess að kynna sér starfið frekar. — Góð laun. Þeir, sem hafa áhuga á þessu starfi, sendi nöfn sín til afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: „Vélamaður — 4278“. NORLETT garðsláttuvélar með mótor, fyrirliggjandi. Verð kr. 3.455,65. Vatnsstíg 3. — Sími 17930. ÚLFflR JflCOBSEN FERDflSKRIFSTOFfl luslurslrstc S Sími: 13493 Kynnist landinu. 3 daga ferð 17., 18. og 19. júní um Skaftártungur í Eldgjá á Fjallabaksleið um Landmanna- laugar til baka, ef fært verður. HIN öra þróun framleiðslu okk- ar íslendinga og þá sérstaklega fiskafurðanna, útheimtir víðsýna og dugandi forustumenn, til þess að berdjast í fremstu víglínu í orustunni um markaðina. Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna hefur átt því láni að fagtia, að hafa Jón Gunnarsson, verk- fræðing, sem sölustjóra og aðal- framkvæmdamann samtakanna um árabil. Að mínu áliti er hann tvímælalaust langt á undan öll- um öðrum er ég hefi kynnzt í þessu starfi. Brautryðjandastarf hans í Bandaríkjum Ameríku m. a. verksmiðjan í Nanticoke Maryland sem framleiðir margs konar fiskrétti úr fiskafurðum okkar, beint á matborð neytand- ans, þetta fyrirtæki er í örum vexti við vaxandi vinsældir. Fyrir víðsýni og dugnað sama manns er í undirbúningi að hefja samskonar starfsemi í V- Evrópu, sem líkur benda til að gefi góða raun, er tímar líða. Sama er að segja um fiski- verksmiðju og fiskbúðir á Bret- landseyjum, sem hafa unnið stórvirki fyrir samtök frystihús- anna. Aðeins þetta hér að fram- an talið, er nægilegt til að halda nafni Jóns Gunnarssonar hátt á lofti. En samt er eftir aðalstarf hans, sjálf salan á óunnu afurð- unum, sem hann hefur leyst af hendi með miklum skörungs- skap og dugnaði, sem allir mega vera ánægðir með. Þessi grein er skrifuð að gefnu tilefni, vegna ómaklegra árása á Jón Gunnarsson í tvexm- ur blöðum fyrir nokkru og í öðru þeirra er einnig ráðist á Sigurð Egilsson framkvæmdastjóra LÍÚ, sem einnig er í fremstu röð okk- ar dugmestu forustumanna. Sig- urður hefir sem alkunnugt er unnið mörg stór þrekvirki fyrir samtök útvegsmanna. Hann er líka langt á undan öðrum í sinu starfi. Ég ætla mér ekki með þessum línum að halda því fram að fram angreindir menn séu óskeikulir eða alfullkomnir, því öllum get- ur yfirsézt. Margir athafna- og dugnaðarmenn, sem daglega standa í stórræðum, venjast á það að vera fljótir áð taka á- kvarðanir, því þeir mega ekki eyða mestum hluta af tíma sin- um í ónytjungshjal og vangavelt- ur, ef eitthvað á að gerast. Mað- ur sem ræður úr 50 atriðum á stuttum tíma og 49 reynast góð en í slæmt, þá fær hann skammir fyrir þetta eina en hin ekki nefnd. En annar sem á að ráða fram úr 50 atriðum og eyðir öllum tímanum í að þvæla um þau öll fram og aftur og ræður ekki fram úr neinu þeirra hann kemst ekki langt í starfi sinli. Ég mundi gefa honum núll í aðaleinkunn. Því miður eru of mörg dæmin um hið síðarnefnda. Víðsýni og dugnaður lifi. Akranesi 12. júní 1960 Haraldur Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.