Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1960, Blaðsíða 24
V EÐ RIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. FERÐALOG Sjá bls. 13. 132. tbl. — Þriðjudagur 14. júní 1960 Fegurðardrottningin (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Forsetahjónin á Akureyri 7 7. júní AKUREYRI, 13. júní: — Forseti íslands og frú hans verða stödd á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Mun forsetinn flytja ávarp á útisamkomu bæjarbua, en því verður útvarpað í kvöld- dagskrá Ríkisútvarpsins þann sama dag. 17. júní nefndin hefur gengið frá dagskrá hátíðahaldanna hér og skýrði hún fréttamönnum frá henni í dag. Fyrst mun lúðrasveit Akur- eyrar leika á Ráðhústorgi kl. 1.30. Þá verður hátíðin sett af Hermanni Stefánssyni, formanni þjóðhátíðarnefndar, en síðan fer fram guðsþjónusta, séra Birgir Snæbjörnsson prédikar. Þórhalla Þorsteinsdóttir flytur ávarp fjallkonunnar eftir Davíð Stef- ánsson og karlakórinn Geysir syngur. Farið verður í skrúðgöngu til íþróctasvæðisins og hefst sam- koma þar kl. 3 með fánahyll- ingu. Forseti fslands, herra Ás- geir Ásgeirsson flytur ávarp, Hólmfríður Jónsdóttir magister flytur lýðveldisræðu og Jón Sig urðsson, stúdent flytur stutt ávarp. Þá fara fram íþróttasýn- ingar, körfuknattleikur, boð- hlaup og síðari hluti 17. júní- mótsins. Um kvöldið verður samkoma á Háðhústorgi. Þar mun lúðra- sveit Akureyrar leika, Karlakór Akureyrar syngja, fluttir verða leikþættir, gamanvísur og þætt- ir úr gamanleiknum Ævintýri á gönguför. Að lokum verður dansað á Ráðhústorgi, í Alþýðu- húsinu og á Hótel KEA. — í 17. júní nefnd Akureyrar eiga sæti Hermann Stefánsson form., Jón Ingimarsson, Leifur Tómasson, Sveinn Tómasson, Jens Sumar- liðason og Haraldur Sigurðsson. Hrossaþjófnaður í hesthúsi HROSSAÞJÓFNAÐUR var framinn hér í bænum fyrir nokkrum nóttum.Var þjófnað- ur þessi með bíræfnasta móti, því hvorki voru hrossin um- hirðulaus í bæjarlandinu eða komin í sumarhaga, er þeim var stolið. Voru þau í hest- húsi, sem læst var, en það sprengt upp. 77 ára Reykjavíkurstúlka Ungfrú ísland 1960" // í GÆR var kjörin „Fegurðar- drottning Islands 1960“ í Tívolígarðinum í Reykjavík. Hlutskörpust varð Sigrún Ragnarsdóttir, 17 ára gömul afgreiðslustúlka úr Reykjavík. Aldrei fyrr hafa stúlkurnar 10, sem þátt taka í keppninni, verið jafnari að dómi gesta i Tívoli, því atkvæði féllu mjög jafnt, og kbm mjög til kasta dómnefndar. Á sunnudagskvöldið voru þó valdar úr 5, sem keppa skyldu til úrslita og komu þær fram í sundfötum í gærkvöldi. Þá voru atkvæði enn mjög jöfn. Sigurvegarinn, Sigrún Ragn arsdóttir, mun keppa í alþjóð- legu fegurðarsamkeppninni á Langasandi að ári og hlýtur titilinn Fegurðardrottning fs- lands. Nr. 2 varð Inga Eygló Árnadóttir úr Keflavík (fyrrv. methafi í 50 m. skriðsundi) og fer hún til Florida í ár. Nr. 3 varð Sigrún Sigurðardóttir, sem fer til Vínarborgar að ári, nr. 4 er Guðlaug Gunnarsdótt ir og fer hún til Istambúl í ár og nr. 5 er Svanhildur Jakobs dóttir, sem fer til Lundúna í ár. Keppa þær í fegurðarsam- keppnum á þessum stöðum. Allar stúlkurnar eru úr Reykjavik nema Inga. Áhugamálin dans og söngur. Fegurðardrottningin er að- eins 17 ára gömul, „en er að verða 18“, eins og hún sagði í viðtali við fréttamann Mbl. í gærkvöldi. Húji er dóttir Unnar Guðjónsdóttur og stjúp faðir hennar er Haraldur Ey- vinds, sem vinnur í Vélasjóði ríkisins. Þau búa á Ljósvalla- götu 16. Sigrún vinnur við afgreiðslu störf í verzluninni Regnbog- inn. Æfisagan er ekki löng, en áhugamálin dans og söngur. Hún hefur lært að dansa og steppa hjá Jóni Valgeirs og langar til að halda því áfram. Hún hefur líka leikið og sung- ið, söng með hljómsveit Árna ísleifs í Breiðfirðingabúð í fyrravetur og dansar spánska dansa og syngur í „Eitt Lauf“. — Og hvernig stóð á því að þú tókst þátt í keppninni. — Ég veit það ekki. Kannski helzt möguleikarnir að komast í einhvers konar leikstörf — og svo hefi ég aldrei komið út fyrir landstein ana og ferðalag freistar. Inga Árnadóttir, nr. 2, vinn- ur hjá Flugfélagi íslands í Osló, og er hér heima í fríi. Hún er trúlofuð Norðmanni. Sigrún Sigurðardóttir, nr. 3 vinnur á skrifstofu í Reykja- vík, Guðlaug Gunnarsdóttir í Fræðsludeild SÍS og Svanhild ur Jakobsdóttir hefur sungið undanfarið í Þjóðleikhússkjall aranum. Á undan fegurðarsamkeppn- inni voru ýms skemmtiatriði, svo og tízkusýning, þar sem komu fram ýmsar fyrrverandi fegurðardrottningar. Mikill mannfjöldi var í Tívoligarðin- um, einkum fyrri daginn. Veð ur var ágætt en nokkurt kvöld kul. Rannsóknarlögxeglan hefur fetngið hrossaþjófnað þennan til athugunar. Það er orðið langt síðan hrossaþjófar hér hafa gerzt svo stórtækir sem nú: Hrossin eru eign Júlíusar Þorbergssonar að Fossvogs- bletti 32. Voru hrossin í hest- húsi Júlíusar, heima við hús hans, alls sex hross. Aðfaranótt 28. maí sl. var brotizt inn í hesthúsið. Hengi lás fyrir hurðinni var snúinn í sundur. Eftir þessa nætur- heimsókn hestaþjófanna, hef- ur Júlíus saknað rauðskjóttr- ar hryssu 12 vetra. Hún er sögð stygg mjög í haga, en að auki bítur hún og slær! Þá var stolið 7 vetra hesti, hrún- um, og er sá ómarkaður. — Hann er dálítið hvítur í iaxi, Bátarnir á förnm norður FYRSTU bátarnir úr verstöðvum hér sunnanlands fóru í gærkvöldi áleiðis norður til síldveiðanna. Voru þetta tveir Akranesbátar, Reynir skipstjóri Viðar Karlsson og Fram skipstjóri Einar Guðjóns son. Bátar hér í Reykjvík eru nú að búast á veiðar og munu fyrstu bátarnir fara á miðvikudag eða fimmtudag. ennfremur hvítur blettur und ir hófskeggi á vinstri aftur- fæti. í hesthúsinu hurfu einnig þessa sömu nótt tvö hand- beizli, svo þjófarnir virðast haf beizlað báða hestana áð- ur en þeir leiddu þá út í bjarta nóttina og hurfu á brott með þá. Rannsóknarlögreglan vill biðja alla þá, er kynnu að geta gefið upplýsingar í máli þessu er leiddi til þess að hægt yrði að finna hestana og hafa hend ur í hári þjófanna, að gera sér aðvart — eða næsta yfirvaldi, því hrossin geta verið komin út á land. 70 laxar j STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur skýrði Mbl. svo frá í gær að laxveiðin í Norðurá í Borgar- firði hafi gengið mjög vel fram til þessa og væru veiðihorfur tald ar góðar. Þá er laxveiðm tekin að glæðast í Elliðaánum. Á liádegi á sunnudaginn voru ails 70 laxar komnir á land í Norð urá. Sæmileg veiði er sögð í Laxá í Kjós, en aftur mjög lítil í Mið- fjarðará, — 2—-3 laxar á dag í mesta lagi. Fundur um stofnun Verzlunarbankans í kvöld STJÓRN Verzlunarsparisjóðsins Jiefur nú hafizt handa um undir húning að stofnun hlutafélags til reksturs Verzlunarbanka íslands en eins og kunnugt er, sam- þykkti síðasta Alþingi lög, er Iheimila ábyrgðarmönnum Verzl unarsparisjóðsins að stofna hluta I íélag í þessu skyni. Stjórn sparisjóðsins hefur i hoðað til almenns fundar ábyrgð armanna í kvöld. Fundurinn verður í Sjálfstæðishúsinu og ^þefst kL 8,30. — Mun þar væntanlega verða tekin ákvörð- un um að stofna Verzlunarbanka íslands, og er þess að vænta að ábyrgðarmenn sparisjóðsins fjöl menni á fundinn. Verzlunarsparisjóðurinn var stofnaður 4. febrúar 1956 og hafa sömu menn skipað stjórn hans frá upphafi. Núverandi stjórnar formaður er Egill Guttormsson, stórkaupmaður, en aðrir í stjórn eru þeir Þorvaldur Guðmunds- son forstjóri og Pétur Sæmund- sen viðskiptafræðingur. Talið frá vinstri: Svanhiidur Jakobsdóttir, nr. 5, Guðlaug Gunnarsdóttir, nr. 4, Sigrún Ragnars- dóttir, nr. 1, Inga Árnadóttir, nr. 2 og Sigrún Sigurðardóttir; nr. 3. (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.