Morgunblaðið - 22.06.1960, Side 1

Morgunblaðið - 22.06.1960, Side 1
24 síður Víötæk verk- í Japan — Milljónir manna mótmœlaaðgerðum Tókíð, 21. júní. (Reuter-NTB) NÝ verkfallsalda mun ganga yfir Japan á miðvikudag með þátttöku milljóna verka- manna og þúsunda stúdenta. Með verkfallinu er áformað að hefja ítrekaða sókn í bar- áttunni gegn Nobusuke Kishi og stjórn hans, sem reynt er að knýja til að segja af sér. Víðtæk verkföll f>eir sem skipuleggja þessar aðgerðir ganga út frá að um 6 milljónir verkamanna um land allt muni leggja niður vinnu. Og búizt er við að um 50 þúsund stúdentar og skólafólk taki þátt í mótmælaaðgerðum um 200 þús- und manna í Tókíó síðdegis á miðvikudag. Þetta er í þriðja sinn á fjórum vikum, sem efnt er til slíkra fjöldaaðgerða og er hætta talin á, að óeirðir kunni að brjótast út. — I dag hafa stúdentar úr hin- um vinstri sinnuðu samtökum, Zengakuren, haft í frammi ýmsa óknytti við þinghúsið og lögreglu stöðina í Tókíó. Endanlegri afgreiðslu frestað Japanska stjórnin ákvað að fresta endanlégri afgreiðslu ör- yggissáttmála Japans og Banda- ríkjanna, þar til öldungadeild Bandaríkjaþings hefði staðfest hann. Mun ríkisstjórnin þá ljúka meðferð hans og leggja sáttmál- ann fyrir Hirohito keisara til undirskriftar — en það er síðasta skrefið að fullgildingu hans af Japans hálfu. Bent á kommúnistahættuna Blöð í Japan gagnrýna stjórn Kishis mjög og skora á hana að segja af sér. Um 100 japanskir vísinda- menn og listamenn hafa birt ávarp til þjóðarinnar og lýsa stuðningi sinum við öryggis- sáttmálann við Bandaríkin. Benda þeir á kommúnista- hættuna, sem sé yfirVofandi. Mikoyan til Noregs Ósló, 21. júní — (Reuter) ANASTAS Mikoyan, vara- forsætisráðherra Sovétríkj- anna, mun dveljast í Noregi sem gestur norsku stjórnar- innar í vikutíma frá 23. til 29. júní. -r Hann mun einnig verða ieið- togi sendinefndar, sem hingað kemur vegna sovézku iðnsýning- arinnar, er hér hefst hinn 25. júní. Samkvæmt upplýsingum talsmanns utanríkisráðuneytisins ber að líta á komu Mikoyans sem opinbera kurteisisheimsókn. _ munu taka þátt r gegn stjórn Kishis Þá hefur einn af þingmönnum jafnaðarmanna sagt skilið við flokk sinn í baráttu hans gégn sáttmálanum. Segir hann að kommúnistar beri ábyrgð á ó- eirðunum í landinu að undan- förnu, sem hafi það markmið að spilla vináttu Japans og Banda- ríkjanna. Ör yggissáttmá] iiin staðfestur TOKYO, 20. júní (Reuter/NTB) — Efri deild japanska .þingsins gekk í dag endanlega frá hinum umdeilda öryggissáttmála Jap- ans og Bandarikjanna, en sósía- listar, sem upp á síðkastið hafa virt þingið að vettugi, voru ekki viðstaddir. Þeir mótmæltu hins vegar eindregið samþykkt sátt- málans. HNEFAEEIK AET VVIGI þeirra Ingemar .Tohansson og Floyd Patterson um heimsmeistaratitilinn í þungavigt fór fram í New York í fyrrinótt. Úrslitin urðu þau, að Patterson sigr- aði í 5. lotu og endurheimti þar með titilinn, sem hann tapaði í einvígi við Johanns son í fyrra. — Myndirnar eru símamyndir frá New York til Danmerkur. — Sú efri sýnir er Patterson snýr sér ósærður, léttur og kátur frá að slá Ingimar í gólfið. Hin neðri sýnir andlit fyrrverandi heims- meistara blæðandi við hring gólfið. — Sjá grein á bls. 15. Bandaríkjaþing ræðir sáttmálann Washington, 21. júnt. (NTB) UMRÆÐUR öldungadeildar Bandaríkjaþings um öryggis- sáttmála Japans og Banda- ríkjanna hófust í dag. Formaður utanríkismálanefnd- ar deildarinnar, William Fut- bright, fylgdi málinu úr hlaði. Sagði hann m. a., að Sovétríkin og kínverskir kommúnistar hefðu haft í frammi mikinn áróður gegn sáttmélanum. Hann benti á, að sáttmálinn snerist um varnar aðgerðir og væri formleg staðfest ing á tengslum milli tveggja ríkja er hefðu vaxandi þýðingu, bæði fyrir þau sjálf og allar þjóðir aðr ar, sem hefðu sama áhuga á að vernda sjálfstæði sitt. Vegna ógn ana og fjaldskapar kommúnista, hefðu Bandaríkin haft forgöngu um að treysta öryggi frjálsra þjóða í heiminum. Hvatti Ful- bright öldungadeildarmenn ein- dregið til að staðfesta sáttmál- ann. Fundar de Gaulle og uppreisnar- manna beðið með eftirvæntingu — Enn óvíst hvenær viðræðurnar hefjast París, Túnis og Algeirsborg, 21. júní. (NTB-Reuter-AFP) ÚTLAGASTJÓRN Serkja skýrði frá því 1 kvöld, að hún hefði valið sérstakan fulltrúa, til þess að fara til Parísar ein- hvern næstu daga og undir- húa þar viðræður uppreisnar- manna í Alsír við frönsku stjórnina. Nafn sendimanns- ins var ekki gefið upp og af öryggisástæðum var heldur ekki frá því skýrt á neinn hátt, hvernig för hans verði háttað. Ýmsar ágizkanlr uppi Ágizkanir eru uppi um að sendimaðurinn verði annað hvort Ahmed Boumendjel, lögfræðing- ur og forstöðumaður upplýsinga- þjónustu uppreisnarmanna, eða dr. Tawfik Mostefai, fulltrúi þeirra í Marocco. Talið er ólík- legt, að útlagastjórnin fallist á, að sendimaðurinn fari til París- ar með franskri herflugvél, sem lenti í í Túnis í morgun. Frem- ur er búist við að hann fari fyrst til einhvers hlutlauss lands og taki þaðan farþegaflugvél til Parísar. Engin þessara tilgáta hefur þó fengizt staðfest. Óvissa um mótspyrnu Akvörðun uppreisnarmanna um að taka boði de Gaulle pm vopnahlésviðræður í París var alvarlegt áfall fyrir ýmsa hægrisinna í Frakklandi, sem lagzt hafa gegn öllum samskipt- um við uppreisnarmenn svo og þeirri stefnu forsetans, að íbúum landsins beri sjálfsákvörðunar- réttur. Á hinn bóginn er ekki vitað, hversu öfluga mótspyrnu and stæðingar deGaulles eru fær- ir um að veita, og fram til þessa hefur allt verið átaka- laust bæði í Alsír og Frakk landi. Öfgamenn í hópi franskra fbúa í Alsír telja sig hafa yfir að ráða um 50 þúsund stuðningsmönnum. Talið er að þeir bíði þess, að and- stæðingar de Gaulles í París, und- ir forystu Jaques Soustelles, taki ákvörðun um, hvað gera skuli. Franska stjórnin hefur gert víð- tækar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar að- gerðir og stjórnarskrárbrot af hálfu þessara aðila. Þess er nú víða beðið með mikilli eftirvæntingu, að viðræð- urnar hefjist, því að enda þótt ljóst sé, að talsvert ber í milli hjá deGaulle og leiðtogum upp- reisnarmanna þykjast flestir þess fullvissir, að einhver árangur hljóti að nást.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.