Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1D Miðvikudagur 22. júni 1960 Mikil andstaða gegn dragnótaveiðum Akvörðun um hvort Jbœr skuli leyfoar í landhelgi tekin á nœstunni SJÁVARÚTVEGSMÁI-ARÁB- HERRA athugar nú álitsgerðir víðs vegar að af landinu um það, hvort leyfa beri dragnótaveiði innan fiskveiðilögsögunnar, og er búizt við úrskurði um það efni síðdegis í dag. Eins og kunnugt er getur ráð- herra, samkvæmt tillögum fiski- deildar atvinnudeildar háskólans Og Fiskifélags íslands, ákveðið fyrir eitt ár í senn, að dragnóta- veiði sé heimil á tilteknum svæð- um og ákveðnum tíma. f lögun- um segir þó, að „áður en gerðar eru tillögur um opnun einstakra veiðisvæða, skal Fiskifélag ís- lands leita álits sveitarstjórna og annarra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta á viðkomandi veiði- svæði. Berist álitsgerðir, skal ráðherra óheimilt að opna veiði- svæði eða hluta þess, nema álits- gerðirnar styðji almennt þá framkvæmd". í>ess vegna þurfti Fiskifélagið, áður en það gat gert tillögur til ráðherra, að leita álits „sveitar- stjórha og annarra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta". Lögin taka það ekki skýrt fram, hverjir þessir aðrir aðilar" eru, en Fiski- félagið mun hafa leitað álits bæjarstjórna, hreppsnefnda, út- vegsmanna, sjómannafélaga og fiskvinnslufélaga. Ekki er ljóst, hvað átt er við með orðunum „nema álitsgerðirnar styðji ai- mennt þá framkvæmd", því að einstakir hagsmunahópar innan sama byggðarlags geta að sjálf- sögðu haft mismunandi skoðanir á þessu máli. Virðist ráðherra því þurfa að skera úr því, hvað sé „almennt". í slíkum tilvikum. Samkvæmt laganna hljóðan sýn- ist ráðherra hins vegar vera heimilt að leyfa dragnótaveiðar á miðum, ef engar álitsgerðir berast frá þeim byggðarlögum, er þar teljast eiga hagmuna að gæta. Blaðið átti i gær viðtal við Fiskifélag íslands og sjávarút- vegsmálaráðuneytið, en gat ekki fengið upplýsingar um efni álits- gerðanna, sem munu vera mjög margar. Hins vegar mun efni þeirra vera mjög á eina Iund, samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér annars staðar frá, og vilja langflestar ekki Ieyfa veiðarnar, einkum þar, sem trillubátaútvegur stend- ur með blóma. Fyrir norðan og vestan munu mótmæli hafa verið samþykkt í flestum byggðarlög- um, en fyrir sunnan mun helzt hljómgrunnur fyrir opnun. Mótmæli hafa m. a. borizt frá þessum aðilum: Bæjarstjórn Húsavíkur, bæjarstjórn Siglu- Nýll met í iyrrukvóíd BELGfSKI hlauparinn Mo- ens, gestur KR á frjáls- íþróttamóti þeirra er hefst í kvöld, kom til Islands í gærkvöldi. Við komuna upplýstist að hann hefði kvöldið áður sett belgiskt met í 1500 m hlaupi, 3:41,6 mín. — Ekki minnkar þessi ágæti árangur áhuga fólks fyrir mótinu í kvöld og annað kvöld. Erfitt sjúkraflug AKUREYRI, 21. júní. — Klukk- an rúmlega 7 í morgun spurðist flugturninn í Reykjavík fyrir um hvort Tryggvi Helgason sjúkra- flugmaður hér í bæ gæti tekið að aér sjúkraflug til Hellissands á Snæfellsnesi, tekið þar konu í barnsnauð og flutt til Reykja- Víkur. Tryggvi lagði af stað laust fyrir kl. 8 og var þá bjart og gott veður hér. En er sunnar dró versn aði veðrið og varð að fljúga Í7000 feta hæð, blindflug í 6—8 vind- atifíum. Var þá stefnan sett á radíóvitann á Malarrifi. Yfir Grundarfirði lsekkaði Tryggvi flugið og komst á sjónflugi það- an til Hellissands. Þar var þá komin hin sjúka kona, en hún hafði verið flutt frá Ólafsvík. Með henni var hér- aðslæknirinn svo og eiginmaður hennar og fóru þeir báðir með til Reykjavíkur. Frá Hellissandi var flogið í 10.000 feta hæð al- gert blindflug og lent í Reykja- vík laust fyrir kl. 11. Þess má geta að Keflavíkurflugvöllur var algerlega lokaður í dag vegna veðurs og mjög léleg flugskil- yrði í Reykjavik allt fram að há- degi. Næstu varaflugvellir á' «w þessari leið voru Sauðárkrókur eða Akureyri. St. E. Sig. fjarðar, hreppsnefnd Hólahrepps (Bolungarvík), verkalýðsfél. og hreppsnefnd Patreksfjarðar, bæj arstjórn og sjómannadeild Verka lýðs- og sjómannafél. Akraness, Hreppsnefnd og Verkalýðs- og sjóm.fél. Miðnesshrepps. Meðmæli hafa hins vegar bor- izt frá Vestmannaeyjum, fsa- firði og bæjarstjórn Keflavíkur. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur mótmælti aftur á móti dragnótaveiðurtum með tæp um meirihluta. SAMKVÆMT áætlun Ferðadeild ar Heimdallar verður farin ferð í Landmannalaugar n.k. laugar- dag kl. 2 frá Valhöll við Suður- götu. Ekið verður sem leið ligg- ur um Dómadal í Laugarnar. Á sunnudag verður farið í göngu- ferðir um nágrennið, gengið á Blálhnjúk, skoðaðir brennisteins- hverirnir, Námuhraun o. fl. Kom- ið verður til Reykjavíkur að kvðldi sumuidags. Þátttaka til- kynnist skrifstofu Heimdallar í Valhöll fyrir fimmtudagskvöld, sími 17102. fþróttavika Frjálsíþróttasambandsins stendur nú yfir. — Hún miðar að því að allir, hvar í starfi eða stétt sem þeir standa, reyni sig og hljóti stig fyrir byggðarlag sitt. Allir fullfriskir, konur og karlar, eiga að geta hlotið stig. Farið á Melavöllinn í dag og á morgun kl. 5—7 og reynið. — Myndin sýnir Svein Jónsson, v. innh. knattspyrnulandsliðsins, reyna sig. Hann er í sínu bezta vesti og næst beztu skóm. Það þarf engan undirbún- ing, enga æfingu. Bara rcyna — og afla byggðarlaginu stiga. Húsnæðismálastjórn hefur ráðstafað 250 milljónum Óhagsýni íbúoarhúsnæðis hvergi meiri en á Islandi FORMAÐUR húsnæðismála- stjórnar, Eggert G. Þorsteins- son, alþm., flutti yfirlit um störf húsnæðismálastjórnar í fréttaauka Ríkisútvarpsins á mánudagskvöldið. Gat hann þess í upphafi máls síns, að samkvæmt skýrslu, gerðri af starfsmanni Tækniað- stoðar Sameinuðu þjóðanna, teldust íslendingar til þeirra þjóða, sem mest óhóf eða óhag- sýni virtust hafa um nýtingu íbúðarhúsnæðis, þrátt fyrir mjög hátt hlutfall fjár til íbúðabygg- inga miðað við verðmæti þjóðar- framleiðslu. Formaðurinn gat um hlutverk húsnæðismálastofnunarinnar og ræddi nokkuð þau skilyrði, sem stofnunin setur til lánveitinga. Benti hann á að vanræksla eða athugunarleysi í þéssum efnum gæti útilokað menn frá Iánveit- ingu. Það er viðurkennt, sagði ræðu- maður, að íslenzkir bygginga- menn hafa þegar komizt í fremstu röð starfsbræðra sinna í öðrum löndum, um vandaðar og f ullkomnar íbúðir. Hinn vand- inn er óleystur, hvernig hagnýta má betur það húsrými, sem byggt er og þær stóru fjárhæðir, sem til þeirra er varið. Kváð formaður húsnæðismála- stjórnarinnar stofnunina heita á ÍSNAIShnitw y SVSOhnihr )í Snjiioma » ÚSi • v* Sávrir K Þrumar ¦SB KuUuM Hit-kit H Hml\ L*tm*» FYRIR vestan og norðan land er grunn lægð, en hæð yfir Bretlandseyjum. Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Vestfjarða og SV-mið til Vestfjarðamiða: S-gola eða kaldi, rigning öðru hverju. N-land til A-fjarða og N- $ mið til A-miða: S- og SV-gola, víða léttskýjað en hætt við fjallaskúrum síðdegis. SA-land og SA-mið: SV- kaldi, skýjað, dálítil rigning eða súld vestan til. Athugasemd Herra ritstjóri. f GREIN þeirri, sem Göngugerpla kallast og birt er í Morgunblað- inu í dag, segir frá því, að til áreksturs hafi komið milli bíl- stjóra eins og þeirra, sem Kefla- víkurgönguna fóru. Skal sá at- burður hafa gerzt á mótum Ing- ólfsstrætis og Bankastrætis. — Segir orðrétt í greininni: „í þessu bar þarna að barnakennara og rithöfund og kallaði hann: — Dragið helvítið út og drepið hann!". Þar sem ég er barna- kennari og rithöfundur og var auk þess í göngunni síðasta spöl- inn, geri ég ráð fyrir, að margur muni álíta, að þarna sé átt við mig og æði herskár hafi ég þá verið orðinn. Liggur nærri, að ég sé farinn að ímynda mér þetta sjálfur, en móti því mælir það, að ég sá aldrei umræddan bíl og kom honum hvergi nærri. Þau einu afskipti, sem ég hafði af bíl í umrætt sinn, gerðust á öðrum stað og veit ég, að bíl- stjórinn í þeim bíl mun bera mér dálítið aðra sögu en hér er látið liggja að. Þökk fyrir birtinguna. 21. 6. 1960. Stefán Jónsson. Það skal tekið fram að sá, sem getið er um í frásögn Morgbl., er ekki 'Stefán Jónsson. alla þá sem að byggingarmálum ynnu til samvinnu um hag- kvæmustu lausn þessara mala með hagsmuni þjóðarheildarinn- ar og einstaklinganna fyrir aug- um. Á þeim fimm árum, sem hús- næðismálastjórn hefur starfað, hefur verið ráðstafað 250 millj. króna til íbúðabygginga og eru þá ekki meðtaldar þær 15 millj. sem nú er verið að ráðstafa til landsins alls. Fersk sfld á Þýzka- landsmarkað TOGSKIPIÐ Margrét hefir verið að lesta hér í dag ferska síld af fiskimiðunum og mun flytja hana ísvarða út til Þýzkalands. Skipið tekur um 1000 tunnur. Er hér um nýjan útflutning sjávar- afla að ræða. Síldin veiddist við Kolbeinsey í nótt. — Guðjón. Bjargaði og nót SIGLTJFTRBI, 21. júni. — Vél- skipið Áskell var í morgtin á leið af miðunum frá Kolbeins ey og átti eftir tveggja tíma siglingu inn til Siglufjarðar. Hvessti þá snöggt af suðvest- an og bátur og nót sökk. Gátu skipverjar halað inn nótina, sem föst var í bátnum, en þegar hann sökk flaut kork teinninn upp og náðist í hann og var þvi hægt að hífa inn nótina en hanafæturnir voru skornir frá bátnum, er upp kom. Báturinn var fastur á fangalínunni og náðist hann upp á hvolfi, en kastakkeri var komið undir byrðing hans og rétt við á boinunni. Þannig kom Askell með alla útreíð sina heilu og höldnu að landi og þykir það nær einstakt happ, þar sem svo illa var komið. — Guðjóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.