Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 22. júni 1960
MORCVNBLAÐtÐ
3
★
ÞESSA DAGANA stendur yf-
ir i sýningarsal Ásmundar
Sveinssonar við Freyjugötu
ein stærsta og fjölbreyttasta
sýning á handunnum keramik
munum, sem haldin hefur ver
ið hér á landi.
Ragnar Kjartansson, mynd-
höggvari, forstöðumaður Glits
hf., og Diter Rot, svissneskur
teiknari og listmálari (kunn-
ur hér á landi fyrir afskipti
sín af Birtingi), standa eink-
um fyrir þessari sýningu, en
ýmsir samstarfsmenn þeirra
hafa einnig lagt gjörva hönd
að verki til þess að gera hana
sem bezt úr garði. Er það mál
margra, sem séð hafa, að sýn-
ingin sé það bezta, sem hér
hefur sézt á þessu sviði.
Áður hefur verið sagt frá
munum þeim, sem eru á sýn-
ingunni, í fréttum og verður
engu við það bætt hér. Hins
vegar er það í frásögur fær-
andi, að forráðamenn sýning-
arinnar hafa tekið upp þá
skemmtilegu nýbreytni að
Vélstjórinn, Ásgeir Sigurjónsson, og aðstoðarstúlkan, Ragn-
heiður Jónsdóttir.
(Ljósm. Mbl. Markús).
— Þetya er ágætt, segir að-
stoðarstúlkan, bara of regíu-
legt.
— Ég þarf stærri pensil,
segir vélstjórinn, og er allt í
einu hættur að vera skjálf-
hentur.
— Ég var líka skjálfhent
fyrst, segir aðstoðarstúlkan.
— Ég líka, segir hin stúlkan
og rispar diskinn með hníf,
þvers og kruss.
— Hvað á þetta að verða?,
spyr blaðamaðurinn.
— Ekki listaverk, segir
stúlkan og hlær.
— Ég geri bara eitthvað út
í loftið, segir vélstjórinn.
— Þetta er að verða eins
og paradís hjá honum segir
einhver.
— Já, var ekki köttur í
paradís?, segir vélstjórinn.
— Jú, bæði konur og kettir,
segir einhver.
— Þetta er ómögulegt, seg-
ir vélstjórinn og er orðinn
skjálfhentur aftur.
— Finnst þér það, Ragnar?
segir aðstoðarstúlkan.
— Nei, segir Ragnar, þú
þarft bara að fylla hann betur
út, svona, sjáðu.
— Nú þarf ég hníf, segir
vélstjórinn.
Svo er verkið búið — og
viti menn — það endaði með
því að vera fallegasti diskur-
inn, sem sýningargestur hef-
gefa sýningargestum sjálfum
kost á að skreyta keramik und
ir handleiðslu þjálfaðra að-
stoðarmanna.
Brá blaðamaður Mbl. sér
upp á Freyjugötu til að for-
vitnast um undirtektir sýn-
ingargesta við þessum þætti,
og hitti þá Ragnar og Diter
í anddyri sýningarsalarins,
þar sem þeir voru að viðra
sig (þeir eru auðþekktir, ann-
ar berrakaður á kjálkum og
höfði, hinn hárprúður með af
brigðum, jafnt á kjálkum sem
höfði).
*
— Jæja, bvernig gengur sýn
ingargestunum í listinni? spyr
blaðamaðurinn og snýr sér
að Ragnari?
— Þú varst rétt að missa af
tveim fallegum og áhugasöm-
um stúlkum, svarar hann, en
það er maður hérna inni, sem
ég held að ætli að spreyta sig.
Það stendur heima, maður-
inn tvístígur fyrir framan
borð, sem á eru litir, penslar
og vatn, auk disks, sem bíður
þess að verða málaður.
— Ég held að þetta verði
tóm handvömm, segir maður-
inn og tvístígur.
— Þú veizt það ekki fyrr
en þú reynir, segir konan
nans.
— Það eru svo margir, sem
horfa á, segir maðurinn og
tvistígur enn.
— Þettá er Ásgeir Sigur-
jónsson, vélstjóri á Tungu-
fossi, segir Ragnar.
— Ekki bætir það neitt úr
skák, segir maðurinn og tví-
stígur.
— Ég skal setjast við hitt
borðið, segir ung stúlka, og
mála annan disk.
— Ég skal aðstoða þig, segir
önnur ung stúlka, og þá er
ekki um að spyrja, vélstjór-
inn sezt við borðið og tekur
sér pensil í hönd.
— Ég er svo fjári skjálf-
ir diskurinn
meira svart,
um svip, gult,
grænt, meira
ur málað.
— Ég hefði
aldrei trúað
segir vélstjóiinn
hendur, segir vélstjórinn, og
dýfir penslinum í svarta lit-
inn. Eftir skamma stund breyt
gult, grænt.
— Þetta er eins og eftir
kött, segir vélstjórinn, en
unga stúlkan vinjaur þegjandi
að sínum disk. Hún er vön
og notar stóra pensilinn.
STAKSIEINAR
1
„Þetta er eins og eftir kött”
Kaffisett.
þessu, segir kona vélstjórans.
— Aðalatriðið er að reyna
þetta, segir Ragnar, það skað-
ar engan.
Þegar blaðamaðurinn er á
förum, koma tveir menn og
setjast við sitthvort borðið,
— en þeir fá að véra í friði.
i.e.s.
Skrautvasar.
8000 börn í 50 barna-
skól
um a
landi
inu
36 ÞING Unglingareglunnar á Is-
landi var haldið í Bindindishöll-
inni í Reykjavík 20. júní'sl. Stór-
gæzlumaður Ingimar Jóhannes-
son setti þingið en æðstitemplar
var kjörinn Eiríkur Sigurðsson
kennari á Akureyri.
Fjölmörg mál lágu fyrir þing-
inu og margar samþykktir og á-
lyktanir gerðar um æskulýðsmál
landsins. Þá var samþykkt að
minnast veglega 75 ára afmælis
Unglingareglunnar á íslands en
það verður næsta ár.
Yfir 50 barnastúkur eru nú
starfandi í landinu með um 8000
félögum. Er starf þeirra fjöl-
breytt æskulýðsstarf. Mælt var
með Ingimar Jóhannessyni sem
stórgæzlumanni fyrir næsta
starfsár.
Stórstúkuþing Góðtemplara
hófst í Reykjavík í gær. Séra
Árelíus Nielsson prédikaði og
góðtemplarar gengu í skrúð-
göngu til og frá kirkju. Stór-
templar, Benedikt Bjarklind setti
síðan þingið, sem háð er 1 Góð-
templarahúsinu.
Á fundi í dag var nýjum félög-
um fagnað og einnig minnzt lát-1
inna stórstúkufélaga.
í kvöld verða ræddar skýrslur
framkvæmdanefndár. Yfir 70 full
trúar eru mættir við þingsetn-1
ingu. Þingið mun standa yfir í
4 daga. J
Um söluskatt rg veltu*
útsvar
íslendingur á Akureyri svaraf
nýlega fullyrðingu málgagns
Framsóknarflokksins, um að rík-
isstjórnin hafi ráðizt á lífskjör
almennings á margan hátt. Kemst
'islendingur m.a. að orði á þessa
leið:
„Dagur segir, að stjórnin hafi
ráðizt á lífskjör almennings með
„tvöföldum innflutningsskatti,
söluskatti og veltuútsvari“. Hið
j sanna er að lögum um söluskatt
var breytt, þannig að skatturinn
náði til fleiri en áður, en var jafn
framt lækkaður á ýmissi inn-
lendri þjónustu. Hluti þessa tekjn
liðar ríkissjóðs rennur til bæjar-
og sveitarfélaga og gengur tii
lækkunar á útsvarsbyrðum borg-
aranna og höfðu samtök bæjar-
og sveitarfélaga gert árum saman
kröfur til að slíkur háttur yrði
upp tekinn og voru Framsóknar-
menn þar engu síður sókndjarfir
en aðrir.
Það er mesti misskilningur,
eða öllu heldur afflutningur, að
núv. ríkisstjórn hafi innleitt veltu
útsvör. Þau hafa viðgengizt um
einn eða tvo áratugi og miða hin
nýju útsvarslög að þvi fyrst og
fremst að takmarka þann álagn-
ingalið, og er ekki ástæða til þess
að ætla að tekju- og veltuútsvör
hækki í nokkru bæjar- eða
sveitarfélagi frá því sem verið
hefur".
Þar leituðu þeir hvíldaf
og hressingar
f sambandi við Keflavíkurgönff
una hcfair það vakið einna mesta
athygli, að göngumenn notuðu
amerískt hermannatjald sér til
skjóls og hvíldar á göngunni. Þar
neyttu þeir matar síns, og komu
út hressir og endurnærðir.
Fyrir ofan dyr hins ameríska
hermannatjalds gat að líta upp-
hafsstafi Bandaríkjanna. Sér til
næringar og svölunar neyttu
göngumenn margir hins ágæta
drykks Coca Cola. Má þannig
segja að göngumenn hafi sýnt
einstakt sjálfstæði gagnvart ame-
rískum áhrifum á íslandi!!
ITS! allt land er nú gert grín að
skrumi kommimista og fylgis-
sveina þeirra í sambandi við
Keflavíkurgönguna. Þykir sú för
öll hafa veriS hin hæðilegasta.
Var það framfarastefna?
Tíminn í gær segir, að kaupfé-
lag eitt á Suðurlandi hafi kraf-
izt þess að „framfarastefnan
verði tekin hið fyrsta upp að
nýju“.
Með „framfarastefnunni" á
kaupfélagið að sjálfsögðu við
stcfnu vinstri stjórnarinnar sál-
ugu. En í hverju voru þær „fram-
farir“ fólgnar, sem sú ríkisstjórn
kom á í þessu landi?
Þær voru fyrst og fremst fólgn-
ar í óðaverðbólgu og algjörri
upplausn og öngþveiti í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Þess
vegna hrökklaðist !ika sú ríkis-
stjórn frá völdum á miðju kjör-
tímabili og sjálfur forsætisráð-
herra hennar, formaður Fram-
sóknarflokksins, lýsti því yfir, að
ríkisstjórnina hefði brostið alla
möguleika til þess að taka á efna
hagsvandamálunum á raunhæfan
hátt. Ný verðbólgualda væri ris-
in, við værum að ganga fram af
brúninni og innan ríkisstjórnar-
innar væri ekki samstaða um
nein úrræði til lausnar hinum
mikla vanda.
Það er þessi „framfarastefna",
sem leiðtogar Framsóknarflokks-
ins láta nú kaupfélagsfundi víðs
vega um land krefjast að tekin
verði upp að nýju.