Morgunblaðið - 22.06.1960, Side 11

Morgunblaðið - 22.06.1960, Side 11
Miðvikudagur 22. júní 1960 MORGUNBLAÐIÐ II iS1 SKÁK 111 ÚRSLIT á skákþingi Norður- lands höfðu verið lítillega raedd hérna, en engar tölur verið birt- ar. Freysteinn Þorbergsson reit mér bréf fyrir skömmu, og lét mér í té eftirfarandi röð ásamt tveim stuttum og snotrum leik- fléttuskákum: 1. Freysteinn 9% v. enga tapaða. 2.—3. Jóhann Snorrason og Jónás Halldórsson 9. 4. Margeir Steingrímsson 8V2. 5. Júlíus Bogason 8. 6.—7. Krist- inn Jónsson og Jón Ingimarsson 6%. 8. Steingrímur Bemharðs- son 6. Fleiri úrslit sendi Frey- steinn ekki. Sérstaka athygli Freysteins vakti hin ágæta frammistaða Jónasar, sem er ung ur og lítt reyndur skákmaður, enda verður hann þar að auki að stunda búskap, en sú atvinnu- grein hefur aldrei þótt heilla- vænleg fyrir skákmeistara. (Það væri mjög æskilegt, ef Jónasi tækist að hreppa Norðurlands- titilinn, að skáksambahdið hlut- aðist til um að Jónasi yrði gert kleift að koma hingað til Reykja- víkur um páskana og taka þátt í Landsliðsflokknum). Freysteinn, sagði að æfingar- leysi hafi háð sér og mörgum keppenda, og hafi flestir verið farnir að þreytast undir lokin. Hvítt: Freysteinn Þorbergsson Svart: Haraldur Ólafsson Tvöföld indversk vörn 1. Rf3, RfG; 2. c4, g6; 3. g3, b6; 4. Bb2, Bh7; 5. d4, d6; 6. 0-0, Bg7; 7. Rc3, 0-0? Hér er nauðsynlegt að leika 7. — Re4 eins og í venju- legri drottningarindverskri vörn. Sá leikur er gerður til þess að halda niðri e-peði hvíts í lengstu lög, auk þess sem hann miðar að því að halda skáklínunni a8—hl opinni. 8. Dc2, c5; 9. d5, Ba6; í anda stöðunnar er hér 9. — e5; 10. e4, Ra6; 11. Rel, Rc7; 12. Rd3, a6; ásamt b5 og Rd7, þó ekki beri að draga það í efa að hvíta staðan er betri. 10. b3, Re4; Svart ur kostar kapps um að leika b5, og er vel hægt að skilja það, en að skipta upp á Bg7 og Bcl án þess að hvítur fari þess á leit, það er óskiljanlegt. 11. Bb2, Rxc3 12. Bxc3, Bxc3; 13. Dxc3, b5; 14. h4! h5? Svartur sker sig bók- staflega á háls. Sjálfsagt var hér Rd7, en hvítur leikur þá senni- lega bezt 15. Rd2, bxc4; 16. bxc4, Hb8; 17. e4, Db6; 18. Habl, Dc7; 19. Hbel! ásamt e5. 15. Rg5, b4? Fjarstæða. Auðvitað að reyna bxc4. 16. Dc2, Bc8; 17. Re6! Svartur gafst upp. Hvítt: Jóhann Helgason Svart:. Jón Ingimarsson Drottningarbragð (máttur biskupaparsins á mið- borði 1. d4, d5; 2. c4, e6; 3. Rc3, Rf6; 4. Rf3, Be7; Jón er af gamla skólanum og skeytir því ekki um nákvæmni í skákbyrjunum. Ná- kvæmara er 4. — Rbd7 og geyma að leika biskupnum, þar til séð verður hvort hann á að fara til d6, eða e7. 5. e3, 0-0; 6. Dc2, b6; 7. cxd5? Gefur frá sér frum- ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 19. bxc5 kvæðið. Sjálfsagt er 7. b3 ásamt Bb2 og Be2, 0-0 og hvítur heldur örlitlu frumkvæði. 7. — exd5; 8. Bd3, Bb7; 9. a3 Hvað er hvítur að hindra? 9-c5; 10. b3, Rbd7; Sigríður Sigurjónsdóttir Kópareykjum — minning / F. 29. 9. 1925. — Dáin 26. 2. 1960. Fáein kveðjuorð. ★ — — „Spruttu laukar í sporum þínum. Ilmuðu blóm á ásýn þinni útsprungin undir ennissólum". Hinn 5. marz sl. var gerð frá Reykholtskirkju útför frænku minnar, Sigríðar Sigurjónsdótt- ur húsfreyju á Kópareykjum í Reykholtsdal. í blóma lifsins var hún kvödd burtu frá eiginmanni og sjö ung- um bömum. Enn þá saimaðist, hve stundum er átakanlega'stutt é milli ljóss og skugga. Það er ekki ætlun mín að rita hér neina minningargrein , heldur aðeins fáein kveðjuorð til þessarar frænku minnar, sem var mér svo einstaklega góð, þegar ég var lítill drengur. Enn þá á ég bréf- in, sem hún skrifaði mér, ein- þykkum ömmudrengnum, og ég man glöggt, hve gaman var að fá hana í heimsókn — hana, sem alltaf var svo kát og skemmti- leg og full af lífsgleði og lífs- þrótti. En nú er hún horfin — hvarmar hennar luktir og létti hláturinn hennar hljóðnaður. — Okkur.sem fylgdumst með dauða stríði hennar á spítalanum í hart nær tvo mánuði, kom fráfall hennar mjög á óvart. Allan tím- ann var hún svo vongóð og svo létt yfir henni, að dauðinn virt- ist fjarlægur veruleiki. En kannske hefur hið létta yfirbragð aðeins verið til að dylja sára kvöl og veika vón. Það var svo erfitt að sjá, hvenær henni leið illa. Hún var svo dul kona — kona, er bar ekki tilfinningar sínar utan á sér, en átti harm sinn ein og gafst ekki upp, fyrr en í fulla hnefana. Sigríður heitin var fædd á Kópareykjum í Reykholtsdal 29. september 1925 og átti þar heima til dauðadags. Ung að árum stundaði hún nám í Húsmæðra- skólanum á Löngumýri. Þá heit- batzt hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Benedikt Egilssyni frá Sveinsstöðum í ’Skagafirði. — Nokkru síðar hófu þau búskap á Kópareykjum, fyrst í sambýli Þessi skemmtilega mynd var tekin á íþróttavell inum á Melunum 17. júní. Sýnir hún fimleika- menn KR í áhaldaleikfimi. 11. 0-0, Hc8; 12. Bb2, Bd6; 13. Ddl, He8; 14. Hcl, Re4; 15. dxc5 Hvíta staðan er nú miklu þrengri orðin, og það bezta sem hvítur gat gert að svo komnu máli var 15. Re2, en leikurinn er aðallega hugsaður sem varnarleikur, ef svartur reyndi 15. — He6, þá 16. Rf4. Það yrði því bezt fyrir svartan að leika f5 og fylgja eftir með He6—h6 og De8. 15. — Rdxc5; 16. Bb5, He6; 17. Rxd5? Þetta er tapleikurinn, eins og Jón sýnir fram á með skemmtilegum leikfléttum sem hver og einn reykvískur meistari getur verið full sæmdur af. 17. — Bxd5; 18. b4, llg6!; 19. bxc5 19. — Rd2!! Fallega leikið Jón! 20. Dxd2. Engu betra er 20. cxd6, Hxcl; 21. Dxcl (Bxcl er ekk- ert.) 21. — Rxf3t; 22. Khl, Hxg2! 23. Kxg2, Dg5f og mátar. 20. — Hxg2!t Hér lagði hvítur niður vopnin því hann fann enga vörn eftir 21. Kxg2, Dg5f og nú er sama hvert K fer. Á h3 mátar Be6 og hl mátar Bf3. IRJóh. við foreldra hennar, en síðan réðust þau í að reisa nýbýli í landi Kópareykja. Þar höfðu þau eignazt snoturt og hlýtt heimili, svo að framundan virtist vera rísandi dagur betra og bjart- ara lífs. Djarfhuga og sterk vann hún að því að byggja upp heimili sitt og hlífði sér hvergi. Auk þess að annast húsmóður- störfin og sín mörgu börn, vann hún mörgum og löngum stundum utan húss .Þó að þrek hennar væri mikið, munu ofmikil vinna og langvarandi þreyta vafalaust hafa lamað heilsu hennar. Á veraldarvísu var Sigríður heitin ekki rík kona, en alla ævi vann hún þeirri hugsjón, að vera heimili sínu trú. Og á þessari eigingirninnar öld spurði hún aldrei um „daglaun að kvöldum". En þótt hún ætti ekki gull eða silfur, átti hún annað og meira, sem var óvenjulegt starfsþrek og óbilandi vilji. Og það sem hún átti, því fórnaði hún fyrir heim- ili sitt, börn sín og eiginmann. Hún gaf sjálfa sig fyrir þau. Meira var ekki hægt að gefa. Það er trú mín, að sá eldur, sem hún tendraði á heimili sínu, muni aldrei kulna, og að á kom- andi dögum og árum muni mað- ur hennar og börn orna sér við þann eld og fá Ijós sitt frá hon- í: bridce ti HÉR kemur bridgeþraut, sem gaman er að spreyta sig á. Suður er sagnhafi og spilar 6 hjörtu. Austur hafði einu sinni sagt tígul. Vestur lætur út laufa gosa. S: Á K 10 7 3 H: D 6 T: Á G 9 7 L: Á 4 S: D G 8 4 2 H: 3 T: 8 5 L: G 10 9 7 5 N V A S S: 9 6 H: G 10 9 4 T: K D 10 6 4 2 L: D S: 5 H: Á K 8 7 5 2 T: 3 L: K 8 6 3 2 Hér er lausnin á þrautinni: Útspilið var laufa gosinn, sem drepinn er með Ás í borði. Því næst er spaða ás og konungur tekinn og suður kastar tigli. Nú er tígul gosi látinn út og austur lætur konung eða drottningu á og suður trompar með hjarta 5. Hjarta 7 er nú látin út og drepin með drottningu 1 borði og tígul 9 er síðan látin úr borði, austur drepur með 10 og suður trompar með hjarta 8. Nú eru hjarta ás og konungur tekin og þriðja hjart- anu (hjarta 2) spilað og austur fer inn og verður að láta út tígul upp í tígul ás og 7 í borði. Þá er komin upp þessi staða. S: 10 H. — T: Á 7 L: 4 S: D H:----- T:------ L: 10 9 7 S: - - - H: - - - T:----- L: K 8 6 3 Austur lætur nú út tígul 2 (sama hvaða spil látið er út) suð ur kastar laufi og sama verður vestur að gera. Norður drepur og lætur aftur út tígul og þá er vest ur kominn í vandræði. Ef hann kastar spaða þá er tían í borði góð og kastaði hann laufi þá verða laufin hjá suðri góð. 3/o herb. rishœð nýleg og rúmgóð við Sigluvög til sölu. Sér inngangur. STEINN JÓNSSON, HI)L„ Eögfræðistofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951. Matreiðslukona Vön matreiðslukona óskast strax, vaktaskipti. Uppl. á staðnum frá 10—12 fyrir hádegi eða í síma 17802 eða 19773. MJÓLKURBARINN, Laugavegi 62. Svo vona ég og bið, að al- máttugur Guð megi styrkja og leiða frænku mína í hennar nýju heimkynnum, og að í þungum harmi megi börn hennar, eigin- maður, foreldrar, systkini og ástvinir allir hljóta náð og misk- unn hjá honum. Jón Einarsson. Vantar stnlkur í síld til Siglufjarðar og _ Raufarhafnar. Gunnar Halidórsson hf. Símí 34580.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.