Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 22. júní 1960
Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
KOMMÚNISTAR
OG HLUTLEYSIÐ
UTAN UR HEIMI
Innrauöar njósnir í stað U-2
'17'ÉR viljum ævarandi hlut-
” leysi íslands“.
Þannig hófst tillaga sú, sem
kommúnistar og fylgissveinar
þeirra samþykktu að lokinni
hinni ömurlegu Keflavíkur-
göngu sinni sl. sunnudag.
Hlutleysi íslands á nú að vera
aðalatriðið í utanríkisstefnu
kommúnista hér á landi. En
það er ómaksins vert að
skyggnast lítillega um öxl og
athuga, hver afstaða komm-
únista hefur á undanförnum
árum verið til hlutleysisins.
Þess er þá fyrst að minnast,
að í stríðslokin, þegar nazist-
ar voru að gefast upp, þá
kröfðust kommúnistar hér á
landi þess, að ísland segði
Þýzkalandi stríð á hendur. —
Kommúnistar hér á landi
settu þessa kröfu fram vegna
þess, að Rússar vildu gera
það að skilyrði fyrir inngöngu
í samtök Sameinuðu þjóð-
anna, að hlutaðeigandi þjoð
hefði annað hvort barizt á
móti Þjóðverjum eða sagt
þeim stríð á hendur, þó ekki
væri nema síðustu mánuði
sty r j aldar innar.
Töluðu háðulega
um hlutleysið
Ef litið er lengra aftur í
tímann, kemur það í ljós, að
kommúnistar hafa farið hin-
um háðulegustu orðum um
hlutleysið og sízt af öllu talið
það íslenzku þjóðinni til nokk
urs gagns eða skjóls. Þannig
birti Þjóðviljinn t. d. grein 23.
janúar 1946, þar sem segir
meðal annars:
„Nokkru eftir 1918 fóru að
heyrast raddir um það, að Is-
land mundi tæplega geta
haldið hlutleysi sínu á sama
hátt og áður. Lenin mun hafa
verið fyrstur manna til að
benda á þessa staðreynd
(1920) en fáir íslendingar
tóku hana alvarlega".
Kommúnistar vekja þannig
athygli á því, að sjálfur Lenin
hafi fyrstur manna bent á þá
staðreynd, að ísland muni
tæplega geta haldið hlutleysi
sínu á sama hátt og áður.
Einn af mest virtu rithöf-
undum kommúnista, séra
Gunnar Benediktsson, gaf
fyrir allmörgum árum út bók,
sem hann nefndi: „Bóndinn
í Kreml“. Þar komst rithöf-
undurinn m. a. að orði á þessa
leið um hlutleysið:
„Raunverulega táknar hlut-
leysisafstaðan hliðhylli við
árásina, útþenslu styrjaldar-
heimsstyrjaldar. í hlutleysis-
afstöðunni liggur viðleitni til
að fullnægja þeirri ósk, að
árásaraðilarnir séu ekki hindr
aðir í myrkraverkum sín-
um....“
Kröfðust herverndar
Þetta hefur löngum verið
afstaða kommúnista til hlut-
leysisins. Einu sinni vildu
kommúnistar t. d. að íslend-
ingar gengju í varnarbanda-
lag við Frakkland, Bandarík-
in og Norðurlönd. Um þá til-
lögu var m. a. komizt að orði
á þessa leið í Verkalýðsblað-
inu, 15. maí 1936:
„Það er alveg ófyrirgefan-
legt að gera ekki allt sem
auðið er til að ná samningum
við lönd eins og Frakkland,
Bandaríkin og Norðurlönd, til
þess að tryggja sjálfstæði
landsins, eftir því sem kostur
er, —• og gera þannig aðstöð-
una betri til að knýja einnig
England og Þýzkaland til þess
að viðurkenna sjálfstæði
landsins".
Nokkrum árum seinna taldi
Einar Olgeirsson það full-
komið ábyrgðarleysi að biðja
ekki Bandaríkin um her-
vernd.
Þannig kröfðust kommún-
istar þess hvað eftir annað, að
íslendingar vörpuðu hlutleys-
inu gersamlega fyrir borð og
tryggðu sér hervernd Banda-
ríkjanna og jafnvel fleiri
vestrænna ríkja. Síðar settu
þeir einnig fram kröfur um
það, að landinu yrði tryggð
hervernd Sovétríkjanna. —
Kommúnistar lögðu á þessum
árum áherzlu á það, að
„stefna hlutleysisafstöðunnar
hafi beðið algert skipsbrot1'.
Nú halda kommúnistar því
hinsvegar fram, að hlutleysið
sé hinn eini rétti hornsteinn,
sem íslendingum beri að
byggja á utanríkisstefnu sína.
Ástæðan?
Hvemig skyldi nú standa á
þessum veðrabrigðum hjá
kommúnistum?
Ástæðan kynni að vera sú,
að á árunum fyrir síðustu
heimsstyrjöld stafaði heims-
friðnum fyrst og fremst
hætta af hinu nazistíska
Þýzkalandi. Nú stafar heims-
friðnum hinsvegar fyrst og
fremst hætta af útþenslu-
stefnu Sovétríkjanna. Gagn-
vart henni vilja kommúnist-
ar, að íslendingar og aðrar
friðsamar lýðræðisþjóðir séu
hlutlausar. Þar lá hundurinn
ÞAR til 1. maí s.l. var Francis
Powers liðsforingi óþekkt nafn
meðal þúsunda annarra banda-
riskra flugmanna. Hann var 28
áTa, fæddur í Kentucky ríki, son-
ur skósmiðs, útiærður frá Millyg-
an háskólanum í Tennessee, þotu
flugmaður í Kóreustyrjöldinni og
var árið 1956 ráðinn til Lockheed
flugvélaverksmiðjanna tii „sér-
stakrar þjónustu“.
Þegar U-2 vél hans var skotin
niður yfir Sverdlovsk — rúmlega
2.000 kílómetrum innan landa-
mæra Sovétríkjanna — á hátíð-
isdegi kommúnista hinn 1. maí,
varð bæði hann og vél hans þekkt
um allan heim, og urðu til þess
að breyta gangi veraldarsögunn-
ar.
STÓRKOSTLEGAR
AFLEIÖINGAR
Sjaldan hefur einn njósnari
valdið jafn miklum breytingum
fyrir svo marga. Enn er ógjörlegt
að sjá fyrir afleiðingar U-2 flugs-
ins, en fytrirsjáanlegt að þær
verða langvarandi og sögulegar.
Toppfundur fór út um þúfur,
tmabili vinsamlegrar sambúðar
lauk og í þess stað gaus á ný upp
kaida stríðið, rússneskur forsætis
ráðherra gekk bererksgang í ár-
ásum sínum á þjóðarleiðtoga
Bandaríkjanna, vígbúnaður
Bandaríkjanna, og ekki síður
Sovétríkjanna, er aftur í hámárki
með nýjum, auknum fjárframlög
um og Atlantshafsbandalagið efl
ist í sameiginlegum ótta aðildar-
ríkjanna.
U-2 flugið getur ráðið úrslitum
forsetakosninganna í Bandaríkj-
unum og getur, ef það hefur ekki
þegar gert það, haft úrslitaáhrif
á framtíð Krúsjeffs í Sovétríkj-
unum og í aliheimskommúnism-
anum.
52 FERÐIR
Það sem er mest áberandi við
U-2 flugið 1. maí s.l., er ekki það
að-Powers flugmaður skuli hafa
verið skotinn niður, eða neyddur
til að lenda 2.000 kílómetrum inn
an landamæra Sovétríkjanna,
heldur hitt að sennilega vegna
vélabilunnar var hann kominn
það lágt að rússneska loftvarna-
kerfið og rússneskar orustuflug-
vélar gátu náð til hftns, en á und-
anförnum fjórum árum hafa
bandarískar U-2 flugvélar flogið
52 ferðir þvert yfir Sovétríkin án
þess að Rússar hafi nokkuð getað
að gert.
GERVIHNETTIR TAKA VIÐ
En nú er starfi U-2 flugvélanna
lokið. Ekki einungis vegna þess
að Eisenhower forseti hefur til-
kynnt opinberlega að flugi þeirra
verði hætt, heldur vegna þess að
nú — þegar vélarnar og verk-
efni þeirra eru þekktar bæði í
Sovétríkjunum og annars staðar
í heiminum — hafa þær misst
gildi sitt. Ekki sízt vegna þess að
tími U-2 vélanna var þegar að
breytast í tíma „Samos“ og
„Midas“ gerfihnatta, og í stað
flugmanna eins og Francis Pow-
ers komu sjálfvirkir rafemdaheil
ar í fjarstýrðum tækjum.
„SAMOS"
„Samos", sem af óþekktum
ástæðum er nefndur eftir grískri
eyju, er bandarískur gerfihnöttur
búinn Ijósmyndavélum, sem get-
ur ljósmyndað sérhvern þann
stað á jörðu, er óskað er eftir, þar
á meðal Sovétríkin. Ljósmynda-
filmunum er skotið til jarðar þeg
ar hnötturinn er staddur yfir
Bandaríkjunum, en einnig er
unnt að senda myndir frá hnett-
inum með stjónvarpsvélum sem í
honum eru. Fyrstu hnettirnir af
þessari gerð munu hefja göngu
sína umhverfis jörðu á komandi
hausti, en eftir um tvö ár reikna
Bandaríkjamenn með að vera
búnir að koma á loft fjölda slíkra
hnatta, sem fylgzt geta með allri
j arðarkr inglunni.
„MIDAS“
„Midas“ nafnið er stytting á
„Missile Defense Alarm System".
Þessi hnöttur getur með mæling-
um á innrauðum geislum fundið
eldflaugastöðvar og fylgzt með
því þegar eldflaugum er skotið á
loft og sent upplýsingar þessar
til jarðar. Þetta gerir það að
bandaríska varnarkerfið fær að-
vörun með að minnsta kosti 30
mínútna fyrirvara, ef um eld-
flaugaárás er að ræða, en hefuv
nú um 15 mínútur að því er álit-
ið er vegna keðju af risastórum
ratsjárhlustunartækjum á Græn-
landi, meginlandi Norður Ame-
ríku og í Bretlandi. Þegar hefur
fyrsta tilraunin verið gerð með
„Midas“ og er talið að kerfi slíkra
hnatta verði fullkomnað eftir
hálft annað ár.
HVER Á GEIMINN?
Öruggt er að Sovétríkin hafa
gert tilraunir með „innrauðar
njósnir' og hugsanlegt að þau hafi
þegar tekið þær í notkun í „Lun-
ik“ hnöttunum sínum. Það er þess
vegna unnt að fullyrða að upplýs-
ingaþjónustan er nú á tímamót-
um, og að lofthelginni mæta nú
vandamál, sem bæði Bandaríkja-
menn og Rússar hafa enn sem
komið er forðazt að tala um:
Hver á geiminn? Og hvernig er
unnt að koma í veg fyrir það að
gerfihnettir og fjarstýrð flug-
skeyti stundi stöðugar njósnir um
gjörvalla jörðina?
Kol og olía
nægja Bretum
LONDON, 20. júní — (NTB-
Reuter) — Brezka ríkisstjórnin
skýrði frá því í dag, að hún
hyggist leggja minni áherzlu á
byggingu kjarnorkuvera en fyrir
hugað hafði verið — og spara
með því um 90 milljónir sterl-
ingspunda á næstu 7 árum. — 1
skýrslu til þingsins er greint frá
því, að síðan 1957 hafi kol verið
næg í landinu og horfur batnað
að því er olíu snertir. Af þeim
ástæðum sé þörfin fyrir orku frá
hinum fyrirhuguðu kjarnorku-
verum ekki eins brýn og búast
hefði verið við.
ROSTOCK, 20. júní: — Eystra-
saltsvikan hér í Rostock var opn
uð í kvöld, sunnudag, með íslands
forleiknum eftir Jón Leifs, sem
viðstaddur var athöfnina. Var tón
skáldið hyllt með blómum og
veizla haldin því ttl heiðurs.
Sinfóníuhljómsveit lék tónverk-
ið undir stjórn Ueilko Strak frá
Belgrad og var hrifning áheyr-
enda mikil: — Jón Laxdal.
innar og þróun hennar tilj graíinn!
Fyrirhuguð flugleið Powers 1. maí sl.