Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 22. júní 1960
MORCVNBLAÐIÐ
13
enn á Quemoy
4
Eftir Dennis
KÍNVERSKIR kommúnistar
hafa nú rofið hið óvcnjulega
vopnahlé við eyjuna Quemoy.
Vopnahléð sem hefur verið í
gildi þar síðan 2. nóvember
1958, hefur verið þess eðlis,
að kommúnistar hafa haldið
uppi skothríð annan hvern
dag. Skothríðin hefur staðið
þá daga sem bera staka tölu,
hina dagana sem bera jafna
mánaðardagstölu hefur ríkt
kyrrð og friður á Quemoy.
Fyrst rufu kommúnistar
þetta vopnahlé er þeir skutu
á eyna þann 4. júní s. I. þvi-
næst meðan Eisenhower
dvaldist í heimsókn á For-
mósu, þá héldu kommúnistar
uppi stöðugri skothríð á eyna.
Ouemoy er 120 ferkílómetra
eyvirki og er hún mönnuð 67
þús. beztu hermönnum Sjang
Kaj-séks. Hún er aðeins um 2
km undan strönd meginlandsins
og liggur svo að segja í hafnar-
mynni Amoy, aðalborgar Fu-
kien-fylkisins.
Kommúnistar hraktir brott.
Árið 1949, þegar kommúnistar
höfðu rekið Sjang Kaj-sék af
meginlandinu reyndu þeir að
taka Quemoy með 16 þúsund
manna landgönguliði, en það mis
tókst og þeir misstu nær allt
liðið. Þetta gerðist einmitt á
þeim tíma, þegar kinversku þjóð
ernissinnarnir voru hvað von-
lausastir og fékkst almenningur
á Formósu ekki til að trúa því
að Sjang Kaj-sék hefði loksins
unnið sigur, fyrr en fangarnir
höfðu verið leiddir gegnum all-
ar helztu borgir Formósu.
í ágúst 1958 hófu kommúnistar
fallbyssuskothríð á Quemoy.
Stóð skothríðin samfellt í nær
þrjá mánuði og segja þjóðernis-
sinnar að tala fallbyssukúlnanna
hafi verið um 700 þúsund. Af
þeim voru um 90% framleidd i
Rússlandi. En setulið Þjóðern-
issinna þraukaði það af og sama
var að segja um setulið þeirra
Bloodivorth
á Matsu, annarri eyju við strönd
meginlandsins, sem einnig fékk
sinn skerf af fallbyssuskothríð-
inni.
Þá sendu kommúnistar flug-
vélar af stað, en þær fengu heit-
ar móttökur, því að orustuþotur
Þjóðernissinna búnar svonefnd-
um Sidewinder eldflaugum sner
ust gegn þeim og skutu niður 31
af Mig-orustuvélum kommúnista.
Á sama tíma misstu Þjóðernis-
sinnar aðeins eina flugvél.
Skothríð á „stökujn" dögum.
Eftir það hafa Þjóðernissinnar
og kommúnistar iðkað einkenni-
legan stríðsleik. Þeir sitja sitt
hvoru megin við sundið, gráir
fyrir járnum. Kommúnistar hafa
skotið á eyna á hverjum degi
sem ber staka mánaðardagstölu,
en á hinum dögunum hafa Þjóð-
ernissinnar óhindrað getað flutt
vopn og vistir til Quemoy bæði á
skipum og flugvélum. Skip Þjóð
ernissinna hafa getað siglt hin
rólegustu til hafnar á Quemoy
á jöfnu dögunum, þótt þau séu í
skotmáli við fallbyssur kommún-
ista og flugvélar þeirra lent á
flugvelli eyjarinnar.
Kommúnistar hafa jafnvel boð
izt til þess í hæðnistón að senda
korn til Quemoy til þess að bæta
úr matárskorti almennra borg-
ara á eynni.
Þjóðernissinnar á Quemoy
fylgja þeirri reglu að skjóta
aldrei að fyrra bragði. En þeir
svara skothríð kommúnista. Þeg-
ar hlé er á skothríðinni kalla
kommúnistar í hátalara yfir
sundið lýsa því hvað allt sé
dásamlegt á meginlandinu og
kalla þjóðernissinnana „hunda
amerísku heimsvaldasinnanna“
En þjóðernissinnar eiga þá líka
til hátalara og svara með því
að kalla kommúnista „leppa
rússnesku langnefjanna". En
Evrópumenn eru oft kallaðir
háðsyrðinu langnefjar í Kína.
Þannig stendur einvígi orða og
mælskulistar yfir hið mjóa sund
og stundum heyrast inn á milli
fagrar raddir kvenþula.
Þegar vindar og straumar eru
hentugir senda þjóðernissinnar
fleka og plasthylki yfir sundið,
eða þeir sleppa gasbelgjum, sem
bera ekki aðeins áróðursblöð,
heldur einnig peninga, síga-
rettur, tannbusta, handklæði, eld
spýtur og margt fleira, sem kem-
ur sér vel fyrir hina fátæku
bræður á meginlandinu og sanna
hve lífskjörin eru góð á eyjum
þjóðernissinna. Og kommúnistar
svara í sömu mynt, þegar veður
skilyrðin eru hagstæð fyrir þá.
Neðanjarðargöng.
Þjóðernissinnar eru þó viðbún-
ir öllu því versta. Öll Quemoy
eyja er holuð út af neðanjarðar-
göngum og stórir neðanjarðar-
skálar hafa verið sprengdir inn
í bergið. Eyjan er öll ein virkis-
gerð. Fallbyssuhreiðrin eru inn
í klettunum meðfram allri strand
lengju hennar og óhemjumiklar
vistir og skotfæri eru í geymslu
hólfum djúpt niðri í klettunum.
Mótstöðuþrek hinna almennu
íbúa styrkist fyrir það að næg
matvæli eru á Quemoy. Hrís-
grjón eru flutt frá Formósu og
seld á vægu verði og mikil svína
rækt er á eynni sjálfri. Á Que-
moy eru 46 barnaskólar. Þeir
urðu allir að hætta kennslu,
þegar skothríðin stóð sem hæst.
Nú hefur verið hægt að kenna
á jöfnu dögunum. Auk þess hef-
ur helmingur skólanna fengið
neðanjarðarbyrgi. Unnið er að
því að byggja upp mörg þeirra
íbúðarhúsa, sem eyðilögðust í
mestu skothríðinni fyrir tveimur
árum og hefur hjálparsjóður ver-
ið myndaður í því skynL
Bæði kommúnistar og þjóð-
ernissinnar líta svo á, að stríðið
milli þeirra sé þeirra einkamál.
Þeim finnst að öðrum komi
ekkert við, hvort þeir ráðast til
atlögu hver gegn öðrum og alveg
sé óþarfi að stríðið breiðist út
til annarra heimshluta. Hvorug-
ur þeirra hefur yfir atómsprengj
um að ráða og því gegnir nokkru
öðru máli með þá en hin stór-
veldin, að þeir geta enn háð
„gamaldags stríð“.
Landganga yrði kostnaðarsöm.
Þrátt fyrir það, kváðust hers-
höfðingjar þjóðernissinna, sem
ég hitti á Quemoy efast um að
kommúnistar gerðu nýja tilraun
til landgöngu á Quemoy. Einn
þeirra sagði við mig: „Við létum
þá fá fyrir ferðina 1958 og Pek-
ingstjórnin varð fyrir álits-
hnekki". Og hann hélt áfram:
„Þeir vita, að það verður hart
aðgöngu að taka Quemoy með
67 þús. manna varnarlið og
Matsu með 22 þús. manna lið. Ef
þeir vilja láta nokkuð að sér
kveða, þá ættu þeir auðvitað að
reyna að ná þessum eyjum, en
þeir verða þá að búa svo um
hnútana að þeim sé tryggður
SÍgur. Við áætlum að þeir yrðu
að senda út 400 þúsund manna
lið til þess að vera nokkurnveg-
inn vissir að ná Quemoy og jafn
vel þó þeim tækist það má bú-
ast við að manntjón þeirra yrði
gífurlegt“.
Þjóðernissinnar kveðast hafa
upplýsingar um það, að kommún
istar hafi aukið herlið sitt veru-
lega á síðasta ári á ströndinni
andspænis Quemoy. Áætla þeir
að herstyrkur kommúnista á
þessu svæði sé um 420 þúsund
manns. Þá hafa þeir 50 þotuflug
velli í suðaustur Kína og geta
flutt þangað með stuttum fyrir-
vara um 2500 flugvélar. Nú sem
stendur hafa þeir þó aðeins um
300 flugvélar við ströndina. Þjóð
ernissinnar hafa veitt því at-
hýgli að kommúnistar eru að
endurnýja flugflota sinn og taka
í notkun nýjar rússnesskar or.
ustuflugvélar af gerðinni Mig-19.
Til að mæta þeirri hættu hafa
þjóðernissinnar fengið fyrstu
bandarísku orustuþoturnar af
gerðinni F-104 Starfighter, sem
þeir telja að geti fullkomlega
staðizt rússnesku flugvélunum
snúning. Eru þessar Starfighter-
þotur álitnar fullkomnustu or-
ustuflugvélar sem til eru í heim
inum í dag. Þær geta komizt
upp í 76 þús. fet og ná 2200 km
hámarkshraða. Þjóðernissinnar
gefa ekki út skýrslur um her-
flugvélaeign sína en samkvæmt
öruggum heimildum ráða þeir
yfir 200 fullkomnum orustuflug-
vélum.
Afstaða Bandaríkjamanna.
Talsmenn þjóðernissinna erU
fljótir til svara, ef maður fitjar
upp á þeirri hugmynd að þeir
ættu að yfirgefa smáeyjarnar við
strönd Kína til þess að draga úr
spennunni við Formósusund.
Þeir segja: „Það er mjög þýð-
ingarmikið sálrænt fyrir íbúa
meginlandsins, að vita af nálægð
okkar“. Einn talsmaður þeirru
Frh. á bls. .ti
ChuShan
Hah^clioW
Changch'ao^
KÍNA
A
...>
tuchíao
Tachen-
é^jor
>TMAT5U-EYJA
> -VKíenow.
A ^ \ *
í' \vV’ .• t. A fSantua0
\p V' lienchen^Ví^
■ ./
\/?v /?4
/ PescaAor-*-!, !•*
**]*«•• *
vi!íací,un3