Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 14
14 MORCTJffBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júnf 1960 Símon Jóhannsson frá Goðdölum Minningarorð „Nú er skarð fyrir skildi : í skagfirzkri bændastétt". t>ANN 17. rnarz síðastliðinn and- aðist að heimili sínu Goðdölum I Skagafirði, Símon bóndi þar Jóhannsson. Hann var faeddur að Skíða- stöSum í Ytri-Laxárdal 26. maí 1892. Dvaldi hann stutt á Skíða- stöðum eftir fæðinguna, og komu foreldrar hans honum fyrir til vistar, en gáfu með honum af sínum litlu efnum. Úr því var hann alinn upp á hrakningi fram an af ævinni við krappan kost og enn verra atlæti, að hans eigin sögn. Foreldrar Símonar voru Ingi- björg Guðjónsdóttir og Jóhann Eyjólfsson, er voru vinnuhjú á Skíðastöðum þá Símon fæddist. Þau höfðu átt einn dreng saman áður, Pál, sem nú er búsettur á Akureyri, og þriðja drenginn eignuðust þau síðar, Þórarin, nú bónda á Ríp í Hegranesi. Jóhann, faðir Símonar (f. 26./7. 1856), var Eyjólfsson eins og áð- ur er sagt, Eyjólfssonar bónda í Kálfárdal í Austur-Húnavatns- sýslu (f. 30./9. 1825, d. 2473. 1892), Eyjólfssonar bónda frá Gili í Svartárdal í sömu sýslu (f. um 1794, d. 12./10. 1859), Jón- assonar bónda á Gili. Eyjólfur á Gili var einn af hinum dugmiklu og gáfuðu Gils- systkinum, og má víða lesa sagn- ir um hann og þau. — Eyjólfur þótti viðskotaillur og ódæll sam- tíðarmönnum sinum. Bjó hann um sinn að Meygrund, sem nú er eyðibýli, og stendur í svo köll uðu Flosaskarði, sem gengur norður úr Reykjaskarðinu, er liggur gegnum fjallgarð þann, sem aðskilur Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu. Það hafa sagt mér gamlir menn að eftir að Eyjólfur var setzt- ur að á Meygrund nefndi hann býlið Meingrund. Sennilega vegna þess, að oft stóð þar „styr um bursta", eftir að Eyjólfur Aukin umferð krefst fleiri og betrí vega. Þessi mynd er frá Vestur-Þýzkalandi þar sem veriS er að byggja nýja brú. Raðhús fil sölu Mjög vandað, skemmtilegt og vel skipulagt raðhús (6 herbergi, 140 ferm.) við Sundkvgarnar til sölu. Húsið er rúmlega fokhelt — bílskúrsréttindi — innhússteikníngar fylgja. Upplýsingar gefa: Lögmenn Tjarnargötu 16 — Símar 1-1164 og 22801. MÁLFLUTNTNGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurðnr Reynir Pétursson brl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pélursson, fasteignaviðskipti. Austurstiæti 14, H. Símar 2-28-70 og 1-94-78 VANTAR ATVINNU Reglusamur maður á bezta aldri óskar eftir einhverskonar atvinnu, helzt hjá góðu fyrirtæki, þar sem um framtíðar- atvinnu gæti verið að ræða, ef um semdist. Hefir meira- próf og nokkra leynslu í skrifstofustörfum, talsverða þekkingu á flestum tegundum véla og áhalda og er vanur verkstjórn. Getur starfað meira eða minna sjálfstætt ef með þarf. Margskonar vinna kemur til greina. Þeir sem vildu sinna þessu, vinsamlegast leggi nöfn sín og upplýs- ingar um tegund vinnu inn á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Reglulegur vinnutími -— 3766". Dugleg stúlka óskast í Þvottahúsið Laug. TJpplýsingar á staðnum. Atvinna Saumastúlkur óskast. — Simi 23862. fluttist þangað. Við þennan bæ var Eyjólfur síðan kenndur og og nefndur Meygrundar-Eyjólf- ur eða Meingrundar-Eyjólfur. Eyjólfur bóndi í Kálfárdal,. föðurfaðir Símonar, var upphaf- lega skráður Jónasson, Jóntans- sonar, en síðar kenndur Mein- grundar-Eyjólfi. Kona hans og föðurmóðir Símonar var Sig- þrúður (f. um 1829), Jónsdöttir. Móðurfaðir Simonar Guðjón, (f. 2673. 1828, d. á Reynistað), var Jónsson, ættaður norðan úr Eyjafirði, sonur Jóns Ólafsson- ar í Bitrugerði í Kræklingahlíð, er kominn var af Hrólfi sterka á Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Guðjón þessi bjó nokkuð, svo sem á Illugasroðum í Ytri-Lax- árdal og víðar. Ingibjörg móðir Símonar var dugmikil kerling, en skaphörð, fædd upp úr 1850. Hún var ekki hjónabandsbarn. Móðir hennar hét Hallfríður (f. um 1816), Þor- kelsdóttir. Hallfríður þessi dvald ist síðustu æviár sin á Reykjum í Hjaltadal. Ætt hennar mun hafa verið austan megin Skaga- fjarðar eða jafnvel úr Eyjafirði vestanverðum. Þegar ég, sem þetta rita, kom norður hingað 1911 var Símon orðinn þroskaður maður, sæmi- lega stæður á þeirra tíma maeli- kvarða og talinn garpur til allra verka, bæði á sjó og landi, enda stundaði hann hvora tveggja þá atvinnugrein jöfnum höndum. Einsog gefur að skilja með mann, sem komst úr sárafátækt í það að verka sterkefnaður og eiginlega stórbóndi á okkar mæli kvarða, urðu tíðir smá-árekstrar með honum og samtíðamönnun- um. Einatt sýndist sitt hverjum í þeim hráskinnsleikjum, eins og gengur og gerist. Símon var prýðilega skýr maður, meinfynd inn í tilsvörum og óvæginn mjög við hvern, sem í hlut átti ef hon- um fannst á sig hallað og fór þá lítt að mannvirðingum. Hann sagði manna bezt frá, því snjall- ar samlíkingar voru honum tungutamar. Áheyrendurnir fylgdust vel með frásöngum hans og skemmtu sér konunglega. Eg hlustaði oft á Símon, bæði lýsingar hans á mönnum og mál- efnum og er hann var að tala fyrir söluvamingi sínum, sem í seinni tíð voru aðallega hross. Dáðist ég oft að orðsnilld hans, því svör voru ætíð á reiðum höndum við ólíkustu spurningum tilheyrendanna, sem dundu á honum hvaðanæva. Ábyggilegur var Símon í öll- um viðskiptum, og að svíkja gef in oforð, hygg ég aldrei hafi kom ið í huga hans, enda treystu lof- orðum hans bæði vinir og and- stæðingar. Nú í seinni tíð stundaði hann um margra ára skeið, kaup og sölu á afsláttarhrossum. Keypti hrosssin, aðallega á haustin, upp í Skagafirði og víðar, seldi þau síðar víðs vegar, mesVtil Ólafs- fjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Símon réðist til mín í Siglu- fjarðarbraut vorið 1941. Gætti hann keyrsluhrossa yfir sumarið og vax jafnframt matarfélags- stjóri okkar vegagerðar- mannanna. Sá líka yfirleitt um flest okkar viðskipti önnur. — Þarna leið honum ágætlega. Allt fórst honum þetta prýði- lega úr hendi. Er við kvöddumst um haustið, kvaðst Simon hvorki ætla að þakka mér fyrir samver- una um sumarið né skemmtun- ina og ætti ég þó hvorttveggja skilið, en hitt sagði hann, að ég hefði gert sér ómetanlegan greiða og gagn með því að koma sér í sambönd við ýmsa menn þar ytra, sem hann mundi hafa fram vegis viðskipti við og opna mögu leika til hrossasölu. Enda mætti ég honum stuttu seinna með stóran flota af afsláttarhrossum á leið til Siglufjarðar. Símon var það vel gerður á- hugamaður, að ekki þurfti að hafa mikið fýrir að segja honum til vegar í lífinu. Hann rataði leiðina sjálfur, jafnvel þótt fenna væri tekið í slóðirnar. Símon, vinur niinn, var ekki beint fráhverfur ölföngum um eitt skeið ævinnar. En hann var allt of mikill áhuga og dugnar- maður til þess að hann sleppti skyldustörfum vegna þrásetu við öldrykkju. En væri hann mættur í slíkum félagsskap, lék hann á alsoddi og var þar hrókur alls fagnaðar. Mörg tilsvör hans og meinfyndnar mannlýsingar £rá þeim samsætum urðu samstundis héraðsfleygar. Það kom líka fljótt í ljós, að það var enginn meðalmaður á ferð þar sem Símon gekk um garða, enda var hann strax orð- inn sagnapersóna upp úr miðri ævi, og það bæði meðal vina og mótstöðumanna. Að vísu var hann hrjúfur í tilsvörum og lítt dæll með slögum, en þeim, sem hann umgekkst var hann ætíð beztur þegar eitthvað amaði að. Hann var sannkallað tryggða- tröll þar sem hann tók því. Símon gerði mikið að því að fara suður til sjóróðra á vetr- um, bæði áður en hann kvong- aðist og eins eftir það. Var hann á ýmsum stöðum syðra, bæði á bátum og skipum og þótti alls staðar hlutgengur. í einni slikri suðurferð, eftir að hann fluttist í Teigakot, varð hann fyrir því óláni og slysi að krækja önglum í báðar hendur sér. Þetta er að vísu algengt á meðal sjómanna á vertíðum, en í flestum tilfellum grær þetta fljótt án frekari eftirkasta. Þetta fór þó á annan veg með Símon minn. Blóðeitrun hljóp í báðar hendur hans með þeim afleiðingum, að hann varð að liggja svo mánuðum skipti í sjúkrahúsum. Fyrst syðra og síðan á Sauðárkróki. Endaði sú lega með því, að báðir hendur hans kreppti. Eins og að líkum lætur með slíkan áhuga- og dugnaðarmann sem Shnon var og jafnframt skapharðan, gengu veikindi þessi afar nærri honum. Vissi hann ærna þörf vinnu sinnar við heim- ilsstörfin, þar sem drengir hans þrír voru í ómegð, en sjálfsbjarg arviðleitni hans takmairkalaus. En hans dugmikla kona hált uppi heimilinu svo ekkert skorti. Ekki minnkaði sjálfsbjargarvið leitni Simonar við petta áfall, en til erfiðisvinnu varð hann aldrei fær úr þessu. . Um þessar mundir gerðist hann beizkur í skapi, enda óvanur við að láta í minni pokann fyrir sam feTðamennina.En hann sem fleiri varð að beygja fyrir náttúru- öflunum. Símon kvæntist eftirlifandi konu sinni Moníku Sveinsdóttur frá Bjarnarstaðahlíð í Skaga- fjarðardölum 12./7. 1919. Hún er komin af hörkuduglegum bændaættum í Skagafirði, enda sjálf garpur. Áttu þau heima á Þverá í Hallárdal innan Austur Húnvatnssýslu. Vorið 1920 fluttu þau að Mælifelli í Skagafirði og bjuggu þar eitt ár á parti af jörð inni á móti séra Tryggva Kvaran. Samkvæmt Skagfirzka Bænda talinu fara þau vorið 1921 í hús- mennsku að Starrastöðum til Ólafs bónda þar, albróður Mon- íku. Þaðan í Teigakot 1925. Aft- ur frá Teigakoti vorið 1933 að Keldulandi í Akrahreppi.Þar búa þau í tvö ár, en flytja svo að Goðdölum 1935 og bjuggu þar úr því, enda var og verður Símon kenndur við þann bæ. Eftir að Símon fluttist að Goð dölum rífkaðist hagur hans fljót lega, enda þá synir hans að kom ast á legg, sem allir urðu at- kvæða-duglegir menn, — þeir Trausti, Grétar og Borgar, er búa allir í Goðdölum stórbú- skap. Goðdalir hafa alltaf verið fög- ur landkostajörð, en með hagsýni og nútímatækni hafa þeir feðgar þó breytt henni svo með bygg^. ingum og ræktun, að hún er orðin eitthvert skemmtilegasta og bezt setna höfuðból í Skagafjarðar- sýslu. Þó að vísu sé nú „skarð fyrir skildi í skagfirzkri bændastétt" þar sem Goðdala-Símon er geng- inn til feðra sinna, þá vonumst við eftir, velunnarar sveitanna, að hans dugmiklu synir fylli það skarð. I.uilv. R. Kemp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.