Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 16
16
HÍORGVlSBf. AÐIÐ
Miðvikudagur 22. iúní 1960
Aðalskoðun bifreiða
í Kjósasýslu og Hafnarfirði 1960
Aðalskoðun bifreiða í Kjósarsýslu og Hafnarfirði fer
fram sem hér Fimmtudaginn segir: 30. júní Við barnaskólann á Seltjarnarn.
Föstudaginn 1. júli Við Hlegarð, Mosfellssveit.
Þriðjudaginn 5. — —
Miðvikudaginn 6. — —
Miðvikudaginn 13. — Hafnarfirði
Fimmtudaginn 14. — —
Föstudaginn 15. — —
Þriðjudaginn 19. — —
Miðvikudaginn 20. — —
Fimmtudaginn 21. — —
Föstudaginn 22. — —
Þriðjudaginn 26. — —
Miðvikudaginn 27. — —
Fimmtudaginn 28. — —
Föstudaginn 29. — —
Miðvikudaginn 3. ágúst —
Fimmtudaginn 4. — —
Föstudaginn 5. — —
Þriðjudaginn 9.— —
Miðvikudaginn 10. — —
Fimmtudaginn 11. — —
Föstudaginn 12. — —
Skoðunin fer fram við Álfafell í Hafnarfirði.
Biíreióaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kl.
9—12 og 13—16:30.
Við skoðun ber að greiða bifreiðaskatt og sýna skilríki
fyrir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé
í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram.
Vanræksla á að færa bifreið til skoðiinar á áður aug-
lýstum tíma varðar ábyrgð skv. umferðalögum nr. 26 1958
og verður bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar
næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki
- fært hana til skoðunar á áður augiýsium tíma, ber honum
að tilkynna það bréflega.
Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða'skulu
vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endurnýja
númeraspjöld bifi eiða sinna ráðlagt að gera svo nú þegar.
Þeir sem hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sinum skulu
við skoðun sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds.
Kigeudur reiöhjóla með hjálparvél eru sérstaklega
áminntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjós-
arsýslu, 20. júní 1960.
BJÖRN SVEINBJÖRNSSON
settur.
Til leigu
150 ferm. hæð í nýju húsi. Tilvalið fyrir
skrifstofu eða léttan iðnað. Upplýsingar í
síma 22970.
Þakmálning
Gluggamálning
Japanlakk Allir litir
Hörpusilki
Litirnir lagaðir af fagmanni.
Málningarverzlun
PÉTURS HJALTESTED
Sími 1-57-58.
Ath.; Góð bílastæði.
Stefán Júlíusson:
Sólarhringur.
Skáldsaga — 174 bls.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1960.
NÝ, uppvaxandi kynslóð er dýr-
mæti hverrar þjóðar. Á henni
byggist framtíð lands og þjóðar.
Og því minni sem þjóðin er þeim
mun meira dýrmæti er æskufólk-
ið. íslenzku þjóðinni er því tals-
verður vandi á höndum. Ef ein-
hver maður ætlar að koma sér
upp fögrum garði þá gerir hann
það ekki með hirðuleysi. Jafnvel
hinum fegursta garði þarf að
vaka yfir öllum stundum, ella
treðst hann í svaðið á skömmum
tíma. Eftir standa aðeins hinar
sterkustu og harðgerðustu jurtir
og jafnvel þær blasa þá við
manni eins og hláleg fyrirbæri
innan um ógresið og niðumíðsl-
una. Eins er það með mannfólkið.
Göfugmenni vaxa sjaldan upp úr
svaðinu.
Ef ég ætti að segja í örstuttu
máii frá tilgangi og forsendu þess
arar nýju skáldsögu Stefáns Júlí-
ussonar þá mundi ég helzt vísa
til undanfarandi setninga. Bókin
hefur sem sagt ákveðinn tilgang
umfram það að segja lesandan-
um venjulega sögu og hún er á-
deilurit og ber að dæma hana út
frá því. Persónurnar eru í raun-
inni fulltrúar ákveðinna fyrir-
bæsa í þjóðfélaginu og saga'n
ekki saga nokkurra einstakl-
inga heldur er hún saga og
skýringarfrásögn af hættulegu
vaxtarmeini hinnar íslenzku
þjóðar. Hér er um að ræða
jákvæða gagnrýni og er vel
ef hún fyndi endurhljóm og und-
irtektir hjá sem flestum. Er hér
strax kominn einn stærsti og
veigamesti kostur bókarinnar.
Ugglaust má finna ýmislegt at-
hugavert við söguna en fram hjá
því verður hins vegar ekki geng-
ið að hún er ekki skrifuð út í
loftið eins og mjög tíðkast hjá
rithöfundum nú til dags heldur
er hún alvarleg aðvörun á rétt-
um tíma og er höfundi sómi að.
Sagan fjallar einkum um þrjár
persónur, drenginn, stúlkuna og
manninn frá barnaverndarnefnd,
og þó sérstaklega um eina per-
sónu, Ásmund Clay. Segir eftir-
nafn piltsins okkur talsvert.
Drengurinn hefur komizt undir
manna hendur fyrir innbrot.
Þetta er innst inni bezti piltur en
misskilinn frá upphaf, og er
nokkurt hlutskpti til verra en
vera misskilinn unglingur? Ann-
ars skiljum við Ásmund kannski
bezt af orðum stúlkunnar um
hann:
„Já, hann er einlægari en allir
aðrir, þegar hann treystir fólki.
Hann átti að ýmsu leyti bágt,
þegar hann var lítill. Mamma
hans var með hann á flækingi
hingað og þangað, í Reykjavík á
vetrum eða á síld á sumrum.
Henni þótti fjarskalega vænt um
hann, en hún var víst ekki stað-
föst, og mér hefur skilizt, að
fyrstu kynni hans af sambandi
karls og konu hafi ekki verið sem
hollust .... Mamma hans fór á
bak við hann, og hún átti marga
vini, sem hann fyrirleit. Hún gat
víst ekki alveg hætt að skemmta
sér, eftir að hún giftist, maður-
inn var sjaldan heima. Og eftir
að börnin komu, lét hún Ása
stundum vera einan heima hjá
þeim á kvöldin, þegar hún fór út
.... ég held ha»n geti aldrei
fyrirgefið mömmu sinni, að hún
var svona, þó honum þyki vænt
um hana undir niðri.“
Sjálfur segir svo Ásmundur um
móður sína: „Mér þótti vænt um
hana, þegar ég var lítill. Ég veit
ekki almennilega, hvernig það er,
en mér þykir vænna um hana,
þegar ég er ekki hjá henni. Hún
fer í taugarnar á mér, hún er
eitthvað svo afskiptasöm og iæt-
ur mann aldrei í íriði.“
Úr þessum jarðvegi er Ás-
mundur sprottinn. Hann getur
ekki borið virðingu fyrir moður
sinni, honum er illa við stjúpa
snn. Hann á hvergi griðland
nema uppi í sveit, hjá vanda-
lausu fólki. Hann vill verða
bóndi. í sveitinni kynnist hann
einnig stúlkunni, Guðrúnu, og þá
kviknar unglingsástin. í sveit-
inni fær hann ekki að vera því
stjúpi hans þarf að nota hann til
að hjálpa sér við að byggja nús.
Hann strýkur að heiman vita
peningalaus og fremur innbrot.
í sjálfu sér gerist svo sagan á
einum sólarhring eins og nafnið
bendir til, en höfundur víkur sér
alltaf öðru hverju aftur í fortíð-
ina til að skýra sálarlíf piltsms.
Ásmundur er sú persóna sögunn-
ar sem skýrast er mótuð og tekst
höfundi vel að gera hann sjálf-
um sér samkvæman. Ef til vill
er persónan helzt til öguð frá
hendi höfundar. Ásmundur gerir
aldrei neitt sem lesandinn býst
ekki við af honum. Þess vegna
verkar hann kannski eins og
fjarstýrður af höfundi sínum en
ekki eins og lifandi manneskja
sem vex og hreyfir sig af eigin
krafti.
Stúlkan er ekki eins vel gerð
persóna og alger andstæða Ás-
mundar. Hún gerir næstum allt
annað en lesandinn býst við af
15—16 ára stúlku. Hún er uð-
vitað engill í augum piltsins og
afstaða hans til hennar er ljós og
eðlileg. En það er eins og hún
verði höfundinum ofviða öðru
hverju. Það leynir sér ekki að
stúlkan er bráðþroska og skýr
eftir aldri en höfundur gerir
hana alltof fullorðinslega og tals
máti hennar, lífsskoðanir og
jafnvel orðaval eru ekki í neinu
samræmi við unglingsstúlk’-
á dögum, jafnvel þó h’’
norðan. Til dæmis segú
einu sinni:
„ — Uss, ekki blóta, Ásalingur.
Menn eiga ekki að blóta, þegar
þeir hafa höfuð sitt liggjandi í
kjöltunni á ungri stúlku. Þá er
það miklu ljótara en annars".
Ég held það þurfi meira en lít-
ið bráðþroska unglingsstúlku til
að segja þetta og ég held að
setningar sem þessar séu harla
sjaldgæfar í munni ungra
stúlkna nú á tímum, því miður.
Hins vegar er skiljanlegt að höf-
undur geri stúlkuna svo óvenju-
lega fullorðinslega bar eð stúlk-
an þjónar ákveðnum tilgangi í
sögunni, en það er einmitt þetta,
sem hver rithöfundur þarf að
varast, sem sé að sveigja sögu-
persónurnar um of undir vilja
sinn. Mannlegt líf verður alltaf
að vera eðlilegt og óhindrað.
Aðrar persónur koma minna
við sögu nema þá helzt maður-
inn frá barnaverndarnefnd. Hann
er sannur og göfugur maður og
kemur fram við unga fólkið eins
og fullorðnir menn á íslandi
ættu að breyta gagnvart ungl-
ingum.
Foreldrar piltsins, eða réttara
sagt móðirin og stjúpfaðirinn,
eru nákvæmlega eins og foreidr-
ar eiga ekki að vera.
Sagan í heild sinni ber vott um
nákvaem vinnubrögð höfundar.
Hann fetar atburðarrásina hægt
og gætilega, flýtir sér aldrei um
of og er hvergi of margorður.
Hann gerir sér far um að skýra
hegðun persónanna gaumgæfi-
lega, setur saman marga og ólíka
þræði er allir beinast í sama
farveg, sem loks streymir fram
til sjávar líkt og lýgn en þó tölu-
vert straumþung á. Atburðarásin
mjög glögg og eðlileg og virðist
þaulhugsuð.
Stíllinn er agaður, ekki mjög
skádlegur eða fagur, heldur blátt
áfram og jafnvel hversdagsiegur,
nema málfar stúlkunnar. Höfund
ur leyfir sér ekki neinar stil-
brellur, honum hefur sjálfsagt
fundizt að söguefnið leyfði það
ekki sem og rétt er. Aðeins ör-
sjaldan bregður fyrir skáld'eg-
um og fallegum lýsingum eins og
til dæmis neðst á 83. bls.: .
„Það var hætt að snjóa. Hrein
m j allarábreiðan lá í kyrriátri
samfellu yfir öllu, götum, lóðum
og görðum. Hvergi var misfellu
að sjá í mildu húminu, og geislar
rafljósanna hurfu brotalaust í
hvítabirtu jarðarinnar."
Ég býst við að mörgum þyki
þessi saga dálítið hversdagsJeg.
Ungur, misskilinn piltur fremur
afbrot, er tekinn fastur, athugar
sinn gang með hjálp annarra og
kemst á réttan kjöl, endir. Það
er ekki gott ef mönnum finnst
slík saga hversdagsleg, þá eru
þeir að sýna garðinum hirðuleysi.
Og bókin er ádeila á hirðuleysið
og skeytingarleysið. En sé sagan
hversdagsleg og mál Ásmundar
hversdagslegur viðburður á ís-
' il ég árétta að sagan
a á ungt fólk heldur
;nzkum foreldrum og
.o-enz«.u þjóðfélagi ófagurt vitni.
Mér finnst að rithöfundarnafn
Stefáns Júlíussonar hafi vaxið
mikið við þessa skáldsögu hans.
Og þá er komið að sparðatínsl-
unni, sem er víst álíka þakklátt
verk og starf tannlaeknisins Á
stöku stað er komizt klaufalega
að orði. Á 20. bls. stendur: „þrýst
ið brjóstið í lófa hans leyndar-
dómsfullt töfrahnoða.“ Á 64. bls.:
„Fulltrúinn endurtók spurmng-
una og var nú í espara lagi.“
Á 68. bls.: „.. þú vex af því..“
Höfundur skrifar oft heldur ekki
svo sem gert er í dönsku. Og svo
er að finna í sögunni þá leiðin-
legu smekkleysu sem nú tröll-
ríður öllum dagblöðum í Reykja-
vík: að hafa áhuga fyrir ein-
hverju í stað þess að segja að
hafa áhuga á einhverju. Prent-
villur sá ég engar.
Bókin er smekkleg að öllum
frágangi og kápuskreyting er
mjög falleg.
Njörður P. Njarðvík.
4ro herb. íbúð við Gnoðuvog
til sölu. íbúðin hefur sér hita og sér inngang og er
í góðu standi. Sanngjarnt verð og útborgun strax
aðeins 100 þúsund.
Upplýsingar gefur
Málflutningsstofa
INGI INGIMUNDARSON HDL.,
Vonarstræti 4, II. hæð — Sími 24753