Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 24
Skothrioin Á Quemoy — Sjá bls 13. 138. tbl. — Miðvikudagur 22. júní 1960 Ibróttasioan er á bls. 22. Nýtt skip '„MS. Brúarfoss hljóp af stokkunum kl. 4 e. h. í gær í glaða sólskini í Álaborg að Viðstöddu fjölmenni, og var sú stund hátíðleg er frú Kristín Vilhjálmsson, klædd islenzkum skautbúningi, gaf skipinu nafn", segir í skeytí, sem Eimskipafélaginu barst seint í gærkvöldi. Hinn nýi Brúarfoss er systur- skip ms. Selfoss, og er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Aalborg Værft, en gamli Brúarfoss var eitt mesta happaskip félagsins, Ihið fyrsta í eigu þess með fulikomnum frystiútbúnaði og félagið átti í rúmlega 31 ár. Frú Kristín Vilhjálmsson, kona framkvæmdastj. félagsins, Guð- Hita- bylgja nyrbra Akureyri, 21. júní. GEYSIMIKILL hiti hefur verið hér undanfarna daga. í gær komst hitinn yfir 20 stig og einnig í dag. Sam- fara þessum mikla hita hef- ur vöxtur hlaupið í ár og læki, en tjón af þeim sök- um ekki teljandi. Hinsveg- ar hafa orðið nokkrar sam- göngutruflanir. í gær og í morgun var um eins meters djúpt vatn á stórum kafla á veginum inn á Dalvik milli Svarfaðardalsár og Hrísarháls. Eins . og sakir standa komast því ekki nema stærstu bílar milli Akur- eyrar og Dalvíkur. Brekku- torfuvegur er ófær, sömu- leiðis hafa verið nokkrar skemmdir á veginum við Þríhyrning í Hörgárdal. — Vonir standa þó til að við- gerð Ijúki þar í kvöld eða á morgun. — St. E. Sig. mundar Vilhjálrhssonar, gaf skip inu nafn, eins og segir í skeytinu. Formaður félagsstjórnarinnar, Einar Baldvin Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður, og frú hans Kristín Ingvarsdóttir fóru einnig utan til þess að vera viðstödd er skipið hljóp af stokkunum. Fjöldi gesta var og viðstaddur. Ms. Brúarfoss er „hálfaftur- byggt" skip, svo sem það er kall- að, nákvæmlega eins og ms. Sel- foss, nýjasta skip Eimskipafélags ins. Eru þannig 3 lestir fyrir framan yfirbyggingu, en ein fyr- ir aftan, samtals 192.355 tenings- fet að rúmmáli, og þar af um 100.000 teningsfet frystilestar. — Skipið er 2340 bruttoregister- tonn, og byggt sem opinn „shelt- erdecker" og ber þá 3400 tonn, en sem lokaður „shelterdecker" ber það um 4000 tonn. Lengd skipsins er 335 fet 6" og breiddin 50 fet 4". 3?*5$$?3333!33$VR&5 Ji Mikil síld við Koibeinsey Skipshafnir í bátum á vestursvœðinu BLAÐIÐ átti í gær tal við síldarleitina á Siglufirði. — Kristófer Eggertsson skýrði svo frá að í gær hafi verið gott veður á miðunum og mörg skip hafi kastað, sum fengið góðan afla, þótt yfír- leitt standi síldin djúpt. Virð- ist vera mikil síld 20—30 míl- ur til norðurs og austurs frá Kolbeinsey. •k Síldarlegt Síldarleitin er nú byrjuð af fullum krafti og eru tvær flugvél ar notaðar við hana, eins og er eru þær báðar staðsettar á Akur- eyri. Verður önnur þeirra stað- sett á Kaufarhöfn í sumar þegar fulllokið er gerð flugbrautar þar, sem vænzt er að Ijúki um næstu mánaðarmót. Engín skip eru nú á vegum síldarleitarinnar, en óskað var eftir að hún hefði yfir þremur skipum að ráða í sumar. Hins vegar mun Ægir stunda sild kvöld. arrannsóknir undir leiðsögn fiski fræðings og mun vélskipið Fann ey verða til aðstoðar. — Þetta fer þó ekki fram á vegum síldar- leitarinnar. Að undanförnu hefir síidin hagað sér þannig, að full þörf hefir verið skipa til þess að ieita að henni með fullkomnum mælitækjum, þar sem flugvélarn ar koma aðeins að gagni í góðu veðri og þegar síldin veður. •Ar Veiðin í dag SIGLUFIRÐI, 21. júní: — Hing- að komu í dag Áskell með 550 mál, Hrafn Sveinbjarnarson 50; Guðmundur á Sveinseyri 400; Sig urður AK. 500; Tjaldur 300; Leó VE 300; Helgi SF 500; Árni Geir 250; Gullver 500. Öll þessi skip veiddu síldina austur af Kolbeins ey. A vestursvæðinu hafa þeir ver- ið í bátum í dag, en þar er stór hluti flotans. Ekki er kunnugt um aflamagn þar nema hvað Ein- ar Hálfdáns fékk þar 100 mál í Við Kolbeinsey eru skipin að fá síld í kvöld og frétzt hefir að Stapafellið hafi sprengt nót- ina vegna þess hve' kastið var stórt. Síldin veður þar ekki og er kastað eftir mælum og fugli. Síldin er fálleg og stór þar aust- ur frá. Meðallengd síldarinnar er 37 cm. og þyngdin er 474 gr. Fitu- magn, sem tekið var í dag, reynd ist 15,4%. Söltunarmenn eru þeg- ar farnir að líta í kringum sig, enda hlýtur að verða farið að salta eftir fá daga ef svo heldur áfram. — Guðjón. Súlan spiengdi AKUREYRI, 21. júní. — Vélskip- ið Súlan EA 300 frá Akureyri lagði út héðan um helgina með hina nýju nót og kraftblökk, en hún er fyrsta Akureyrarskipið útbúið með slíkum tækjum. Nálægt Kolbeinsey reyndi Súl- an svo sitt fyrsta kast með hin- um nýja útbúnaði. Útbúnaðurinn reyndist allur í bezta lagi, en síldarmagnið var hins vegar svo mikið að hin stóra nælonnót sprakk. Von er á Súlunni til Dal- víkur í nótt og mun hún fá þar viðgerð á nótinni. Hin nýja nót er rúmir 100 m á dýpt en tæpir 500 m á lengd. Skipstjóri er aflamaðurinji Björn Baldvinss- Ljósm. StESig. Eina huggunin ao vinningur- inn gengur til góbs málefnis Abeins einn simahandhati vann á númer sift i happdrætti styrktar- is lamabra og fatlabra félagí 1 gaer var dregið í sknahapp- idrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Komu vinningarnir upp, annar á Akureyri, en hinn í Beykjavík, ef miðað er við síma- númer. Datt ofan af vörustafla ÞAÐ slys varð kl. 9.17 í gær- morgun að Helgi Gíslason datt ofan af vörustafla inni í Skúla- skáia, vöruskemmu Eimskips við Skúlagötu. Brákaðist Helgi á höfði og öxl og var fluttur á Slysavarðstofuna. Var þar gert að sárum hans, en síðan var Jiann fluttur heim Ekkert lán i happðrætti Opel Caravan-bifreiðin kom upp á nr. 34785 en handhafi þess miða er Georg Jensson, blikk- smiður. í samskonar happdrætti áður keypti hann miða á númer sitt en ekki nú. Kona hans sagði, er blaðið átti tal við hana um málið, að ekki væri víst að núm- erið hefði unnið, ef þau hefðu keypt miðann, lánið væri ekki svo mikið í sambandi við happ- drætti. Fólksvagn-station bifreið kom upp á nr. 1781 á Akureyri og er Gunnar Sigþórsson, múrari, hand hafi þess númers. Hann kvaðst hafa gleymt að kaupa miðann. Eina góða við þetta væri það að gott málefni nyti góðs af því að vinningurinn gengi ekki út. Aukavinningarnir 4 unnust á nr. 1780 og 1782 á Akureyri og gekk hvorugur til handhafa þeirra númera, en þau hafa Gunn ar Sigurjónsson húsasmiður og Ragnar Steinbergsson lögfræðing ur. Einn aukavinningur í Reykjavík Hér í Reykjavík komu auka- númerin upp á 34784, handhafi Steinþór Halldórsson vélstjóri og vann hann ekki á númerið og hinn nr. 34786 og er handhafi þess síma Steinþór Steinsson verkamaður. Hann er sá eini, sem vann á númer sitt og sagði er blaðið hringdi til hans í gær: — Nei! Hvað! Vann ég? Já, ég keypti miða. Ég vona ég eigi hann vísan. Ég keypti hann ekki til þess að vinna, heldur til þess að styrkja gott málefni. Ekki er fullvíst að vinningarn- ir gangi ekki út því möguleiki er á að aðrir hafi keypt umrædd númer, er fresturinn fyrir hand- hafa símanna til miðakaupa, var útrunninn. Kýr slasast svo atlífa varb hana í GÆR átti blaðið tal við Jón kýr til nytja. Meðalverð kúa Jónasson bónda að Lauga- er nú um 6000 kr. bakka í Miðfirði, en frétzt Sem fyrr segir varð að af- hafði að ein kúa hans hafði lífa kúna þegar er hún fannst. verið slösuð svo aflífa varð Hún hafði gengið úr augna- hana. Bifreið hafði ekið á körlunum öðrum megin en var kúna, en ókunnugt er um hver marin báðum megin að aftan slysvaldurinn var. og bendir það til að hún hafi Jón bóndi skýrði frá því að oltið um hrygg við ákeyrsl- slys- þetta hefði skeð skammt una, eða fengið ákeyrzluna á vestan við Miðfjarðarárbrú aðra hlið en fallið á hina. hinn 17. júní sl. síðari hluta Margt bendir til að bifreið- dags, sennilega ekki fyrr en arstjórinn, er slysinu olli, eftir kl. 6. Slyssins varð ekki hafi ekki komizt hjá því að vart fyrr en um kl. 9 um verða þess var og því freist- kvöldið, en fyrr um daginn ast menn til að álykta að hafði Jón séð að ekkert háði hann hafi flúið af slysstað án kúnum, sem þarna voru á þess að gera aðvart. beit. Mikil umferð er þarna Það er ósk þess er fyrir um- og því ekki gott að segja um ræddu tjóni varð, að skaðvald hver valdur hefir verið að urinn gefi sig fram. Svo og slysinu. eru þeir, sem kynnu að hafa Kýr sú er hér um ræðir er orðið atburðarins varir beðn- 9 vetra gömul, sem sagt á ir að sogja frá þVí er þeir bezta aldri og talin góð meðal- kunna. Heimsmetí 100m VESTUK-ÞÝZKI spretthlaupj eða ekki. í keppni í Þýzka S arinn Armin Hary, setti í kvöld heimsmet í 100 metra hlaupi. Náði hann tímanum 10.0 sek. Hary er kornungur hlaup- ari, en varð Evrópumeistari 1958 í Stokkhólmi. Hann er ógnar sprettharður en mestu ræður um hvert hans hlaup, hvort hann fær gott viðbragð landi hefur hann og Germar skiptst á um sigra, en bezti tími þeirra beggja til þessa er 10.2 sek. Tími hans nú kemur því mjög á óvart og vera kann að meðvindur eða einhver önnur orsök sé með- virkandi, en um það er ekki getið í ofangreindu frétta- skeyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.