Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 2
MORGVNBl AÐIÐ Þ'riðj'udagur 28. júrif Í96Ö Alltaf a ver inflúenzufar í NÝÚTKOMNU Læknablaði, sem gefið er út af Læknafélagi íslands og Læknafélagi Reykja- víkur, er allathyglisverð grein, sem fjallar um inflúenzuna 1957 — Asíuinflúenzuna — og árang- ur af bólusetningu. Er hún eftir þá Júlíus Sigurjónsson dr. med., Björn Sigurðsson dr. med. og Halldór Grímsson fil. mag. Er þar rakin gangur veikinnar allt frá því hún barst til Evrópu frá Asíu, töflur sýndar um gang hennar hér á landi, fjölda sjúkl- inga og dáinna úr henni á árinu, og svo um bólusetninguna gegn henni. — Er þess getið að 18.386 manns hafi tekið inflúenzu þessa, þar af 4766 í Reykjavík, og alls hafi látizt hér á landi úr henni 55 manns. Geysilegt þrumu- veður á Þorshöfn AKUREYRI, 27. júní. — Geysi- mikið þrumuveður með elding- um gekk yfir Þórshöfn á Langa- nesi síðastliðið föstudagskvöld og stóð í rösklega klukkustund. — Þrumurnar voru svo öflugar að rúður skulfu og enda þótt dimmt væri í lofti vegna þess hve mikið var skýjað, þá lýstu eldingamar upp eins og sólskin væri. Enginn af eldri Þórshafnarbúum, sem ég talaði við, mundi eftir að slíkt hefði skeð þar. Samfara þessum þrumum gekk yfir geysileg rign- ing. Skemmdir urðu engar svo vitað sé. — St. E. Sig. — Eisenhower Frh. af bis. 1 íheð hinum fjölmörgu utanlands- ferðum á samt eftir að koma í Ijós — tíminn einn sker úr um það hversu mikill sá árangur hef ur orðið, sagði Eisenhower. Ekki sagðist hann hafa í hyggju frek- ari ferðalög, en jafnan vera til- búinn til að taka sér ferð á hend- ur, ef hann fyndi það í þjónustu friðar, frelsis og réttlætis. Hann sagðist fullviss um það, að mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar hefði óskað þessj að Bandaríkjaforseti kæmi í heim- sókn — og fullgildingu varnar- sáttmálans hefðu kommúnistar ekki getað komið í veg fyrir. Og það spáir góðu um frámtíðina, bætti hann við. Stöndum ekki aðgerðarlausir 1 niðurlagi ræðu sinnar sagði Eisenhower, að kommúnistar leggðu nú sem fyrr höfuðáherzlu á að spilla vináttunni miili hinna frjálsu þjóða heims, þeir reyndu að egna vini og bandamenn hvern gegn öðrum. „Við getum ekki unnið bug á heimsvaldastefnu kommúnismans með því að standa aðgerðarlausir, eða biðja heiminn afsökunar á því að við erum til“, sagði forsetinn. Við verðum að taka á okkur þá áhættu, sem er samfara djarf- legri framgöngu. Við verðum allt af að vera öflugir án þess þó að gleyma því, að friðurinn vinnst ekki einungis með mætti vopn- anna. Við verðum að vera fastir fyrir, en ekki yfirgangssamir, réttlátir en ekki undanlátssamir. Við verðum alltaf að bjóða þeim vináttu, sem bjóða okkur sína vináttu og eru heiðarlegir, sagði forsetinn að lokum. I umræddri grein segir m.a. að það hafi verið árið 1933, sem inflúenzuveiran fannst í fyrsta sinn, og nú séu aðgreindir tveir aðalflokkar af veirunni, A og B og að auki flokkarnir C og D, sem hafi þó ekki svo kunnugt er verið viðriðnir meiri háttar far- aldra. í A-flokknum, sem muni vera algengari, hafi svo fundizt fjölmörg afbrigði. Svo sé að sjá, að við og við komi fram ný af- brigði, en eldri gerðir hverfi úr umferð. Mótefni gegn einu af- brigði geti veitt nokkra vörn gegn öðrum afbrigðum sama flokks, en svo þurfi þó ekki að vera. Og því sé engin trygging fyrir því, að bóluefni, sem reynzt hafi vel í einum faraldri, gefi viðhlít- andi raun í þeim næsta, enda þótt veira, sama flokks hafi valdið báð um faröldrum. Gagnlaust sé að bólusetja með A-bóluefni til varnar faraldri, sem B-veira veldur, eða gagnhverft. Þá er þess getið í grein þess- ari, að liklegt megi telja, að út- breiðsla faraldurs sé að miklu leyti undir því komin hvernig fólk búi að viðeigandi mótefnum frá tíð fyrri faraldra, og að heims faraldurs sé þá helzt von, er nýtt veiruafbrigði komi fram, svo frá- brugðið að antigengerð þeim, sem á undan hafi gengið um langan aldur, að allur þorri fólks sé án virkra mótefna. Þá segir að Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) hafi komið á samvinnu um inflúenzurannsókn- ir, og að í hverju landi sé til- nefnd ein stofnun eða fleiri til að leita uppi og greina veirustofna, sem eru á ferð hverju sinni, er inflúenza gangi. Sé augljóst hvert gagn sé að slíku ef um óvenju- skæðan veirustofn sé að ræða og sýnt þyki að bóluefni unnið úr eldri veirugerðum muni ekki koma að haldi. Hér á landi sé til- raunastöðin að Keldum miðstöð inflúenzurannsókna. Raktar eru allítarlega þær ráð- stafanir, sem gerðar voru hér á landi til að hefta útbreiðslu veik- innar, og að í júnímánuði 1957 hafi verið farið að athuga um möguleika á framleiðslu inflú- enzubóluefnis hérlendis. Hófst undirbúningur að gerð bóluefnis- ins að Keldum síðast í júní, en framleiðslan komst ekki vel á skrið fyrr en í ágúst. Og í byrj- un september var fyrsta lögun- in, um 1150 skammtar, fullgerð. Alls voru fullgerðir um 16.000 skammtar, þ. e. nóg til að tví- bólusetja 8.000 manns, en til fram leiðslunnar og undirbúnings til- rauna voru notuð um 5.700 egg. Reyndist bóluefni þetta eftir von- um og sýndu skýrslur að það bar mikinn árangur gegn inflú- enzunni. Þá er meðal annars skýrt frá því í þessari fróðlegu grein um Asíuinflúenzuna, að af 55 manns, er úr henni lézt hérlendis, hafi að eins 8 verið undir sextugsaldri, þar af 2 börn á fyrsta ári. í lang- flestum dánarvottorðanna (41) hafi lungnabólgu verið getið sem fylgikvilla, og í 30 tilfellum um einhverja veiklun (aðra en elli- hrörnun), tíðast hjartasjúkdóma, sem ætla má að hafi skert við- námsþróttinn. 'S~NAI5hnúhr ✓ S V 50 hnútar X Snjókoma f Úói \7 Skúrir ÍC Þrumur mss Kulctaskil Hifaski! H Hct L% LmetS ■nr <nrn nl», US — 7~> s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s Regnsvæðið fer hægt austur Hæðin fyrir sunnan og vest- an ísland er orðin talsvert stór og kröftug. Mun hún sennilega þokast norður og vestur, og ef svo fer, ætti að verða stillt veður um allt land í dag, en draga svo til norðan áttar úr því. Regnsvæðið, sem er vestan til á kortinu hreyfðist hægt austur á bóginn í gær. Von- andi stöðvast hæðin þar, svo Sunnlendingar geti fengið þurrkaglætu á skreið og töðu. Veðurhorfur klukkan 22 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og SV-mið til Breiðafjarðarmiða: NV-kaldi og síðan hæg breyti- leg átt, léttskýjað með köfl- um. Vestfirðir og Vestfjarða mið: hæg breytileg átt, víðast skýjað. Norðurland-, Aust- fjarða, N-mið til A-miða: Norðan gola, skýjað en úr- komulítið, víða þoka austan lands í nótt. SA-land og SA mið: Vestan og NV-gola, létt skýjað. Megnið af flotanum í síld á austursvœðinu í gœrkvöldi Söltun hefir nú verið leyfð f GÆRKVÖLDI báruzt fréttir um að veiðiskipin væru í síld 45—50 mílur norðaustur af Langanesi. Hafði Magnús Marteinsson feng- ið þar fullfermi. Var veður ágætt á miðunum og megnið af síld- veiðiflotanum að kasta þar. Einn- ig voru nokkur skip í síld fram af Sléttu. Fyrsti söltunardagurinn var í gær á Raufarhöfn, saltað á plani Hafsilfurs. Síldin var sæmilega feit, 19%. Hefur nú söltunarstöðv um verið leyft að salta. Snæfellið drekkhlaðið Á sunnudagsmorgun kom Snæ- fellið drekkhlaðið inn á Krossa- nes, með 1810 mál síldar, og er það mesta síld, sem eitt skip hef- ur borið á land á þessari síldar- vertíð. Til Krossaness komu einnig um helgina Sigurður Bjarnason með 1194 mál og Björgvin með 1085. í gær var engin veiði á vest- ursvæðinu og léleg veiði var á austursvæðinu á sunnudag og fram undir mánudagsmorgun. —1 Þessi skip komu í gær til Raufar- hafnar: Örn Arnarson 550, Freyja ÍS 300, Sigurður AK 300, Keilir AK 300, Freyja GK 300, Sigurbjörg SU 450, Tálknfirðingur 300, Álfta nes 100, Hafnarey 300, Þráinn NK 500, Páll Pálsson 350, Guðbjörg 250, Gylfi 200, Glófaxi 350, Frið- bert Guðmundsson 200, Heimir SU 700, Hagbarður 600, Sunnu- tindur 500 og Magnús Marteins- son 650 mál. Jón Finnsson fór með 450 mál til Siglufjarðar og einnig Gullfaxí með 500 mál. Um helgina komu ennfremur til Raufarhafnar: Gullfaxi 612 mál, Þórsnes SH 550, Ágúst Guð- mundsson GK 638, Víðir Eskifirði 680, Guðfinnur GK 524, Gissur hvíti 592, Askur 640, Seley 1246, Jón Kjartansson 56, Bjarmi 858, Glófaxi Neskaupstað 690, Svala Eskifirði 940, Þórunn Vestmanna eyjum 608, Helga Húsavík 586. Til Hjalteyrar kom um helg- ina Eldborg með 1126, Auðunn með 450 og Rifsnes með 594 mál. • • Oimur skemmti- snekkja á Seyðis- firði SEYÐISFIRÐI, 27. júní: — I morgun kom hér önnur erlenda skemmtisnekkjan á þessu sumri. Heitir hún Memvras og er frá Ostende í Belgíu. Þetta er ca. 12 tonna vélknúinn bátur, 14,75 m. á lengd og 4.50 á breidd. Þrír menn eru um borð. Snekkjan kom hingað frá Belgíu með viðkomu á ýmsum stöðum á Bretlandi og í Færeyj- um og var mánuð á leiðinni. Ferðamennirnir munu vera að hugsa um að halda lengra norð- ur, með það fyrir augum að fara yfir heimsskautsbauginn, en hafa ekki ákveðið það enn. írski seglbáturinri, sem hér var, fór á laugardag. — S.G. — Afvopnunar- fundurinn Frh. af bls. 1 neitað hafði verið um orðið þær tvær stundir, sem fundurinn stóð. Brezki fulltrúinn, Ormsby- Gora, tók þá fundarstjórn í sínar hendur og lét svo um mælt, að nú hefði hann orðið vitni þess, hverjar starfsaðferðir kommún- ista væru. Þeir hefðu vitað, að Vesturveldin hefðu að undan- förnu ráðfært sig um svar við rússnesku tillögunum. „Við unn- um hér í góðri trú á að við vær- um ekki að erfiða til einskis", sagði hann. Eaton, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði þetta dapurleg endalok, en jafnframt augljósan vott um það, að Rússar kærðu sig ekki um neinn árangur af þessum viðræð- um. Það eina, sem þeir hefðu ver ið að sækjast'eftir, væri að reka áróður, enda hefði framkoma pólska fulltrúans sýnt það og sannað. „Þeir íóru af fundi vit- andi það, að við vorum að leggja fram nýja tillögu. En það skipti í sjálfu sér engu máli fyrir þá“. Ósvífni Franski fulltrúinn, Jules Moch, lét svo um mælt, að ábyrgðin á þessum endalokum fundarins væri Krúsjeffs. „Kommúnista- ríkin eru með ósvífni sinni að reyna að sýna umheiminum sam- stöðu sína. En það var með of- beldi, sem þessum fundi var spillt. Við erum ekki reiðubúnir til að ræða við menn, sem beita hótunum“. Franski fulltrúinn bar fram til- lögu um að orðaskiptin á fundin- um í dag yrðu prentuð og gefin út, svo að heimurinn gæti séð hvernig kommúnistar hegðuðu sér á alþj óðaráðstefnum — og var sú tillaga samþykkt. Funðum haldið áfram Fulltrúi sendinefnda kommún- istaríkjanna sagði stuttu eftir fundinn, að nefndirnar mundu fara heimleiðis hið bráðasta. Það var og upplýst, að Krúsjeff hefði skrifað leiðtogum Vesturveld- anna fimm, Bandarikjanna, Bret- lands, Kanada, Frakklands og Italíu — og var efni bréfs hans sagt hið sama og ræða Zorins og fulltrúa hinna kommúnistaríkj- anna í dag. Fulltrúar Vesturveldanna ákváðu að halda fundinum áfram þar eð honum hefði ekki verið slitið með eðlilegum hætti. Hef- ur fundur verið boðaður í fyrra- málið. Misheppnað áróðurshragð Bandaríska tillagan var lögð fram á fundinum eftir að komm- únistar höfðu gengið út. Stjórnmálasérfræðingar í Lon- don eru þeirrar skoðunar, að Rússar hafi í upphafi ætlað að reyna að valda ósamlyndi milli Frakka og hinna Vesturveldanna með Genfarviðræðunum. En þeg- ar þetta tókst ekki höfðu Rússar ekki eftir neinu að sækjast, segja sérfræðingarnir. Hvarvetna á Vesrturlöndum lýsa menn yfir hryggð sinni vegna þessara loka afvopnunar- ráðstefnunnar. I París, Washing- ton, Bonn og London eru stjórn- málamenn á einu málí um, að þetta hafi verið klaufalegt áróð- ursbragð hjá Rússuin. Þeir hefðu ekki getað valið verri tima til að „sprengja“ ráðstefnuna, einmitt þegar Bandaríkin voru að leggja fram endurskoðaða tillögu. Eng- um geti blandazt hugur um það núna, að Rússar hafi aldrei ætl- að sér neitt annað með þessum fundi en að vinna sigur á áróðurs sviðinu, ekki að semja um af- vopnun. Sem fyrr segir eru menn þeirr- ar skoðunar, að Zorin hafi fengið fyrirmæli sín frá Krúsjeff þar sem hann var staddur í Búkarest. Þetta mun m. a. hafa verið á dagskrá þings kommúnistaflokks ins, sem lauk þar á laugardaginn og var f jölsótt mjög. Þangað sóttu ekki aðeins foringjar úr járn- tjaldslöndunum, heldur og for- ingjar flokksdeildanna utan járn- tjalds. ★ Morgunhlaðinu er kunnugt um það, að æðsti prestur íslenzkra kommúnista, Einar Olgeirsson, er erlendis. Var hann e. t. v. einn þeirra, sem réttu upp höndina t'l samþykkis, þegar Krúsjeff gaf „línuna“ i Búkarest?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.