Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. Júni 1960 Fdlk Christian danaprins, sonur Knúts erfðaprins, hefur haft mik- ið að gera undanfarið Sama dag- inn sem hann gekk undir síðasta prófið sitt í miðskólanum, lék hann á frumsýningu á Víkinga- leikritinu ,Roar‘ í Frederikssund. Danir gera nú mikið stáss af Vík- ingunum, forfeðrum sínum. í fyrra fóru þeir „Víkingaferð" til Englands, og var Christian prins með í þeirri ferð. Einnig sendu þeir víkinga til Parísar, til að auglýsa „Danska húsið“ þar. Og Christian prins hefur mikinn áhuga á þessu. Á myndinni er hann að bera saman vopn hall- arvarðarins og sitt eigin i Víkinga leiknum. Áhorfendur veittu því athygli að Marlene Dietrieli lyfti ekki báðum handleggjunum, eins og hún er vön að gera á sviðinu, á söngskemmtun einni í Amster- dam. En þegar hún var að kveðja eftir að hafa sungið og brosað í hálfan þriðja tíma, féll svana- dúnskápan af herðunum á henni og áhorfendur sáu að handleggur- inn var bundinn niður með síð- unni með silkibandi. Marlene hafði dottið niður af 1,50 m. háu leiksviði á æfingu í Wiesbaden viku áður og læknirinn harðbann að henni að lyfta handleggnum. Til öryggis og til að koma í veg Margrét prinsessa og Arm- Strong-Jones eru nú komin heim úr brúðkaupsferðinni á hinni konunglegu snekkju Brittania. Mynd þessi var tekin af Margréti er ungu hjónin komu í land á eyju einni í Kyrrahafinu. Hún var ógreidd, sólbrún og Ijómaði af hamingju, að sagt var. ★ Elisabeth Lagaillard, eiginkona Lagaillards þess er stjórnaði upp reisninni í Alsír í janúarmánuði sL og situr nú í fangelsi, bauð sig fram í fylkiskosningum nýlega í stað manns síns, og hlaut fleiri atkvæði en hann hafði nokkurn tíma fengið. Hún hélt þó engar manni sínum í kosningabarátt- ræður, notaði bara myndir af' unni. Fram að byltingunni var Tækiiæriskaup Til sölu Mercedes Benz 220 árg. 1952 ný- kominn til landsins, óskrásettur. — Uppl. í RÆSI hf. — búðinni. ATVINNA Ungur maðfir óskast til lagerstarfa. Þarf að vera duglegur og reglusamur. Gagnfræðaskólamenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Eiginhandarumsókn- ir sendist afgr. Mbl. merkt: „3895“. bbbbbbbbbbbbbbbbLbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbh b Gluggatjaldastangir Kappastangir Sturtuhengi yggingavörur h.f. Slml 35697 lougaveg 178 hún aðeins ritari manns síns, hjúkrunarkona liðsins í umsátr- inu og á myndinni hér fyrir ofan horfir hún á fylkingu uppreisn- armanna, er þeir gefast upp. Orson Welles mun bráðlega leika í kvikmynd í Þýzkalandi og er áhugi snillingsins því vakn- aður á landinu og þýzku máli. Það síðarnefnda reynist honum erfitt og hann segir stynjandi: — Það er með þýzkuna eins og konuna mína. Ég elska hana, en ég ræð ekki við hana. Frakkar eru vanir að gera óspart grín að stj órnmálamönn um sínum, og nú verður de Gaulle og ráðríki hans skotspónninn. 1 litlu dansknæp- unum á Mont- Martre gengur þessi fyndni: — Jóladagur verð- ur 25. desember í ár, . . . þ.e.a.s. ef það hentar de Gauile. Kvikmyndastjórinn Roberto Rossellini, fyrrverandi eiginmað- ur Ingiríðar Bergmann fær lög- um samkvæmt aðeins að sjá börn þeirra að afstöðnum hátíðisdög- um, en deilur hafa staðið um börnin í tvö ár. Tvíburarnir Is- otta og Isabella og Roberto fengu að fara með honum til Rómaborg ar í stutta ferð eftir hvítasunn- una. Annars búa þau hjá móður slnni fyrir utan París. Bráðum eignast þau nýtt systkini, senj verður alsænskt, eins og elzta systir þeirra. Ingrid á von á von á barni með núverandi eigin manni sínum Lars Sehmidt. fyrir sársauka meðan á söng- skemmtuninni stæði, hafði Marl- ene tekið þetta ráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.