Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. júni 1960 MORGUIVBLAÐIÐ 15 Ungmennasamband Skagafjarðar 50 ára SAUBÁRKRÓKI 9. maí. — Árs- þing Ungmennasambands Skaga- fjarðar var haldið á Sauðárkróki dagana 7. og 8. maí. Um 40 full- trúar frá 11 ungmennafélögum sátu þingið. Gestir þingsins voru: Skúli Þorsteinsson, framkv.stj. UMFÍ, Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ og Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakennaraskóla Islands á Laugarvatni. Form. sambandsins, Guðjón Ingimundarson, setti þingið. Bauð hann fulltrúa og gesti velkomna. Minnti hann á að nú væru 50 ár liðin frá stofnun sambandsins og rakti stuttlega starfssögu þess. Brynleifur Tobiasson, fyrsti formaður sambandsins Gestir þingsins ávörpuðu full- trúa og óskuðu sambandinu heilla á þessum tímamótum þess. Að venju voru mörg mál rædd og afgreidd og þó einkum þau er varða starfsemi sambandsins á einn eða annan veg. Svo sem í- þróttamál, slysatrygging íþrótta manna, fjármál sambandsins o. m.fl. I skýrslu formanna kom það fram að starfsemin hefur verið mikil á starfsárinu og fer sívaxandi, en mjög miklum erfið- leikum er háð að fá íþróttakenn- ara til starfa og háði það starf- seminni verulega. í Iandhelgismálinu samþykkti þingið svohljóðandi ályktun: „Héraðsþing UMSS 1960 treyst ir því að íslenzk stjórnarvöld haldi fast á málstað þjóðarinnar í landhelgismálinu og geri enga samninga í því máli, sem tgk- marka rétt þjóðarinnar til 12 nýinanna og frekari útfærslu landhelginnar.“ Stjórn sambandsins var öll end urkosin, nema Halldór Benedikts son, sem baðst undan endurkosn- ingu. í stjórn eru nú: Guðjón Ingi mundarson, Sigurður Jónsson, Reynistað, Gísli Felixson, Sauð- árkróki, Eggert Ólafsson, Sauð- árkróki og Stefán Guðmundsson, Formaður þakkaði Halldóri Benediktssyni langt og gott starf hans í stjórn sambandsins, en hann hefur setið í stjórn þess í 13 ár amtals og verið einn af for- vigismönnum samtakanna yfir 20 ár. Á ársþingi sambandsins 1959 var kosin nefnd til að sjá um að afmælisins yrði minnst, en það átti 50 ára afmæli 17. apríl sl. Var stofnað að Vík í Staðarhreppi 17. apríl 1910. Nefndin hafði séð um útgáfu afmælisrits, og kom það út nú fyrir helgina. Er það hið mynd- arlegasta. 50 ára afmælisins var minnzt með hófi í Bifröst Hófst það kl. 9 um kvöldið með því að form. samb. bauð félaga og gesti velkomna og fól veizlustjórn í hendur Eyþóri Stefánssyni. f hófinu fluttu þess ir ræður: Guðjón Ingimundar- son, Skúli Þorsteinsson UMFÍ, Benedikt G Waage, forseti ÍSÍ, Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakennaraskóla íslands, Jón Sigurðsson, fyrrverandi alþm. Reynistað, Árni J. Haf- stað, bóndi Vík, Björn Jónsson, bóndi Bæ Höfðaströnd, og Stef- án Guðmundsson, form. Umf. Tindastóls. Form. sambandsins tilkynnti kjör heiðursfélaga, en þeir voru: Jón Sigurðssön, Reynistað, Árni J. Hafstað, Vík, Þórarinn Sigur- jónsson nú á Hvanneyri og Ól- afur Sigurðsson, Hellulandi, en þeir voru allir fulltrúar á stofn- fundi sambandsins og tveir hin- ir fyrst nefndu í fyrstu stjórn þess, auk Brynleifs Tobíassonar, sem nú er látinn. Þá var og kjörinn heiðursfélagi Sigurður Ólafsson, fræðimaður á Kára- stöðum, sem setið hefur í stjórn sambandsins lengst allra eða í 21 ár. Heiðursfélagarnir voru allir mættir í hófinu nema Ólaf- ur Sigurðsson, sem ekki gat komið því við vegna fjarveru. Afhenti' form. þeim, heiðursskír teini og oddveifu sambandsins með þökkum fyrir unnin störf. Sýndir voru tveir þættir úr leik ritinu íslandsklukkan eftir Hall dór Kiljan Laxness. Leikendur: Kári Jónsson, Sigurður Ármans- son, Þorkell Halldórsson og frú- Stefanía Frímannsdóttir. Karlakvartett söng. Söngvar- ar: Árni Kristjánsson, Stefán Haraldsson, Pétur Sigfússon og Halldór Benediktsson. Undir- leik annaðist Björn Ólafsson. •Halldór Benediktsson las upp kvæði. Gjafir bárust sambandinu ■nargar og góðar. Blómjvendir bárust frá ungmennafélögunum Æskunni, Fram og Tindastól. UMFÍ gaf sambandinu fallega fánastöng. Ungmennafélag ís- lands, Hvítabláinn, ÍSÍ gaf því odveifu íþróttasambands ís- lands. Báðar þessar gjafir voru áletraðar í tilefni afmælisihs. Árni Guðmundsson, skólastjóri gaf fagran silfurbikar, sem keppt skal um í stigakeppni milli félaga á héraðsmóti og sundmóti sambandsins. UMF Tindastóll gaf fagran silfurbik- ar, sem keppt skal um í stiga- keppni á héraðsmóti sambands- ins milli félaga. Benedikt G. Waage, forseti ISI afhenti form. sambandsins þjónustumerki ÍSÍ vegna langr- ar þjónustu í þágu sambandsins, en hann hefur verið í stjórn þess í 18 ár. Frá Þorsteini Einarssyni íþróttafulltrúa barst honum vin- arkveðja, Ferðabók Dr. Helga Péturss. Að lokum var dansað Notum ÞAÐ var ekki laust við að blaðakona Mbl. tryði því mátulega, þegar henni var sagt, að til væri hér á landi hreingerningarvél, sem ynni á við sex, algerlega hljóð- laust og notaði ekkert vatn. Klútur, bursti og sterkur lútur væru úr sögunni sem hreingerningartæki. Það var Ragnar Bjarnason, hreingerningamaður, Ránar- götu 1 B, sem festi kaup á fyrstu vélinni, sem hingað kom, og hefur hann þvegið með henni fyrir heimili og fyrirtæki frá áramótum. Við hringdum í Ragnar fyrir skömmu og spurðum hann, hvernig vélin hefði reynzt: — Vel, var svarið, og alltaf betur og betur. Ég er einmitt að gera vorhreingerningu heima hjá mér, má ég ekki bjóða ykkur að koma og skoða gripinn? ★ Hreingerningavélin stóð á miðju gólfi í stofunni hjá Ragnari og lconu hans, Huldu Knútsdóttur. Er hún á stærð við eplakassa, aðeins hærri. Ragnar og einn manna hans, Eyjólfur Eyjólfsson, stóðu á fjöl, sem lá milli tveggja stiga, og voru tæplega hálfnaðir að gera loftið hreint. Þeir höfðu í höndunum tvö „bretti“, lík múrbrettum, en utan um þau voru vafin handklæði. Blandan missterk — Eins og þið sjáið, sagði Ragnar, þá notum við ekki dropa af vatni. Þetta er allt kemiskt. Annað brettið er í sambandi við loftkút í vél- inni. I honum er hreinsunar- blandan og er hún misjafn- lega sterk. Það fer allt eftir því hvað við hreinsum. í vor gerðum við t. d. Borgina hreina og þar er mjög við- kvæmt silkidamask-veggfóð- ur, sem aldrei hefur áður ver- ið gert hreint. Á það urðum við að nota mjög veika blöndu. Með hinu brettinu strjúkum við óhreinindin burt, og þurfum oft að skipta um handklæði. — Og hvaða kosti hefur þessi hreingerningaaðferð fram yfir þá gömlu? — Aðalkosturinn er sá, að hún er hreinlegri og setur Ragnar og Eyjólfur við hreingerningu. gólfinu á milli þeirra. Vélin stendur á ekki dropa af vatni ekki allt heimilið á annan endann. Það eina, sem þarf að gera, er að taka niður af veggjunum. Við færum hús- gögnin yfirleitt til sjálfir eftir því sem okkur hentar og eng- in hætta er á að þau blettist, þar sem við notum engan lút. Þess utan fylgir henni enginn hávaði og því er hún sérlega hentug fyrir sjúkrahús, og svo er hún fljótlegri.... Allir vilja láta gera hreint í einu — Þið segið að vélin vinni á við sex? — Sex, það er nú heldur mikið sagt, eigum við ekki heldur að segja fjóra. En við erum tveir, sem fylgjum henni, við fáum okkar kaup og vélin sitt. — Fer þá ekki að verða at- vinnuleysi í stétt hreingern- ingamanna? — Nei, ætli það. Reykjavík er orðin það stór borg að hún ætti að geta veitt öllum starf- andi hreingerningamönnum næga atvinnu. En það er nú einu sinni svona, allir vilja láta gera hreint á sömu árs- tímum og við höfum ekki und- an, og svo koma róleg tíma- bil. Þetta þarf að breytast. — Og hefurðu í hyggju að flytja inn fleiri vélar þessarar tegundar? — Já, markmiðið er að fá, ekki eingöngu vélar sem gera hreint loft og veggi, heldur líka fleiri vélar, t. d. teppa- hreinsunarvél o. fl., þannig að við getum látið í té þá full- komlegustu þjónustu sem völ er á. Þessar hreingerningar- vélar geta komið inn í allar íbúðir, bæði stórar og smáar. Og ég er sannfærður um að þær eiga framtíð fyrir sér. Hg. Castro i olíudeilum HAVANA, KÚBU, 25 júní (Reut er) — Dr. Fidel Castro, forsætis- ráðherra Kúbu sagði í sjónvarps- ræðu í gær, að brezkum, hollenzk um og bandarískum olíufélögum væu óheimilt samkvæmt lögum að neita að hreinsa rússneska olíu, sem keypt hefir verið til Kúbu. Lög sem sett hafi verið 19. maí 1958 skuldbindi félögin til að hreinsa olíuna ef ríkisstjórnin fyrirskipar það. Hann kvaðst enn mundu gefa félögunum tækifæri til að hugsa sig betur um. 900.000 tonn Ríkisstjórnin hefur farið fram á það að olíufélögin, sem eiga miklar olíuhreinsunarstöðvar á Kúbu, hreinsi 900.000 lestir af rússneskri olíu, sem Kúbustjórn kaupir samkvæmt samningi gerð um við Sovétríkin í febrúar sl. Olíufélögin neituðu að verða við þessari beiðni fyrir hálfum mán- uði. Olíufélögin, sem hér eiga hlut að máli, eru brezk-hollenzka félagið Shell og bandarísku fé- lögin Esso-Standard og Texaco. Heimta aðalf tmd í samtökum Fél. ísl. bifreiðaeigenda FYRIR nokkrum dögum var hald inn hér í bænum fundur, þar sem nokkrir félagsmenn í Fél. ísl. bif reiðaejgenda héldu fund um mál- efni félagsins. Var einkum rætt um hið alvar- lega ástand sem ríkjandi væri í þessum samtökum einkabílaeig- enda, en þar hefur ekki verið haldinn aðalfundur síðan á árinu 1958. Var samþykkt á fundinum áskorun til stjórnar félagsins að halda nú þegar aðalfund í fé- laginu. Fél. ísl. bifreiðaeigenda var stofnað fyrir um 25 árum. Hef- ur starfsemi þess verið mjög lítil hin síðari ár og lítt lífsmark með því. Tilkynning til kaupenda Morgunblaðsins utan Reykjavíkui* Póstkröfur voru nýverið sendar til kaupenda blaðsins úti um land, sem fá blaðið beint frá afgreiðslu þess í Reykjavík. Athugið að innleysa kröfurnar, sem allra fyrst svo komizt verði hjá að stöðva út- sendingu blaðsins. Smurstöðin Sœtúni 4 ] Seljum allar tegundir af smurolíu. Fljót og góð afgreiðsla. — Sími 16-2-27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.