Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. júní 1960 17 MORCV1SBIAÐ1Ð 11 hlutu styrk úr hugvísindadeild Ttðindi söffð úr Óiaisiirði Kvað myndu Hafnfhrðingar segja, ef þeir þyrftu að fara Krísuvíkurteiðina til Reykjavíkur ? HUGVÍSINDADEILD Vís- indasjóðs hefur lokið úthlut- un styrkja fyrir árið 1960. — 29 umsóknir bárust en veittir voru 11 styrkir að upphæð 335 þús. kr. Hæstu styrkirnir eru talsvert hærri en áður, veittir þeim, sem gefa sig eingöngu að rannsóknarstörf- um á styrktímabilinu, en eru ekki í launuðu starfi, enda munu þeir dveljast erlendis. Styrkirnir skiptast eftir vís- indagreinum þannig, að 5 styrk- ir eru veittir til sagnfræði, 115 þús. kr., 1 í bókmenntafræði 45 þús., 1 1 lögfræði 45 þús., 2 í málvísindi 55 þús., 1 í hagfræði 30 þús., og 1 í guðfræði 45 þús. Að þessu sinni veitti nefndin eftirtalda styrki: 45 þúsund króna styrk hlutu: Gaukur Jörundsson cand. jur:, til að rannsaka og vinna að rit- gerð um stjórnskipulega vernd eignarréttar og eignarnám. Jón M. Samsonarson mag. art., til að rannsaka kveðskap ís- lenzkra skálda frá 16. og 17. öld og kanna íslenzk kvæðahandrit í Kaupmannaihöfn. Jón Sveinbjörnsson cand. theol & fil. kand., til að vinna að rit- gerð um samanburð á grískum Mólfríður Jóhunnsdóttir Fædd 1. janúar 1883 Dáin 29. apríl 1960 KVEÐJA FRÁ VINKONU Man ég bjarta meyju fríða milda og blíða í æskurann. Árln liðu í leik og starfi lífsins naut og gæfu fann. Þar sem soninn bjarta blíða bar hún nú í örmum sér. Móður gleði mikla hlaut hún mjög þó hennar skarnmt húnnaut. Fljótt þá skyggði fyrir sólu ferill þrauta hennar beið. Flytjast heiman fljótt hún mátti fannst ei nokkur önnur leið. Heimilið þá hlaut hún annað hjálp sem veitti líkn og skjól. Framtíð sína og ástvini alla örugg síðan Drottni fól. Á heimilinu háttprúð undi, hlaut þar vini og kærleiksþel. Verkin mörg þar vann með snilli vitni um hagleik sem af ber. Sameiginleg var sjúkdóms byrðin sem þar hver með öðrum bar. Kveikti Ijós í köldurn ranni kærleiks naut og virðingar, Fríða ég vildi fá að þakka fyrir tryggð á ævibraut. Ljúft ég man þitt blíða brosið birtu og yl, sem aldrei þraut Fleiri veit ég vildu þakka viðmót þitt og kærleiksþel. Næg er Drottins náð að launa nú þig hans í hendur fel. Ó. J. og kristnum siðfræðihugtökum. Sigfús Haukur Andrésson cand. mag., til að rannsaka fríihöndlun- artímabil íslenzkrar verzlunar- sögu, 1787—1855 (Sigfús hlaut 15 þúsund króna styrk í sama skyni árið 1959). Stefán Karlsson stud. mag., til. að vinna að nýrri útgáfu þeirra j íslenzkra fornbréfa fram til 1450, sem til eru í frumriti. 30 þúsund króna styrk hlutu: Frú Elsa E. Guðjónsson B. A., til að rannsaka íslenzkan útsaum frá miðöldum og vinna að riti um það efni. Haraldur Jóhannesson hagfræð ingur, til að rannsaka þróun ís- lenzkra atvinnuvega 1900—1950. 15 þúsund króna styrki hlutu: Bergsteinn Jónsson cand. mag., til að vinna að framhaldi út- gáfu á skjölum landsnefndarinn- ar fyrri (1770—1771) (Bergsteinn hlaut 15 þúsund króna styrk til þessa verks árið 1958). Gunnar G. Schram cand. jur., til að rannsaka réttarreglur inn- an þjóðréttarins um fiskvernd á úthafinu og hvernig stuðla megi að slíkri vernd með beinum rétt arreglum. — Gunnar hlaut 15 þúsund króna styrk árið 1958, enn fremur var honum veittur jafnhár styrkur árið 1959 í sama skyni og nú, en þeim styrk af- salaði hann sér. Heimspekideild Háskóla íslands, til að láta semja skrá um ís- lenzkar söguheimildir fram til 1500 vegna þátttöku af Islands •hálfu í 2. útgáfu handbókar þeirr ar um miðaldasögu Evrópuþjóða, sem kennd er við þýzka sagn- fræðinginn August Potthast. — Gegn a. m. k. tvöföldu framlagi frá öðrum aðiljum. 10 þúsund króna styrk hlutu: Haraldur Sigurðsson bókavörð- ur, til að skrá og kanna landa- bréf og sjókort, er varða íslenzka kortasögu og til öflunar Ijós- mynda eða annarra eftirmynda af hinum helztu þeirra úr erlend- um söfnum Frú Karólína Einarsdóttir cand. mag., til orðasöfnunar í | sveitum landsins, einkum varð- andi hesta og hestamennsku. Stjórn Hugvísindadeildar Vís- indasjóðs skipa þessir menn: Dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri, formaður, dr. Halldór Halldórsson, prófessor, dr. Kristj- án Eldjárn þjóðminjavörður, Ólafur Jóhannesson prófessor og Stefán Pétursson þjóðskjalavörð- ur. Halldór Halldórsson dvaldist erlendis, meðan á útíhlutun stóð, en varamaður hans, dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor, gegndi störfum í fjarveru hans. Skemmdii of valnnvöxtum VALDASTÖÐUM 25. júní. — Fyrir stuttu síðan, var sagt frá, að hafinn væri undirbúningur að brúarbyggingu yfir Laxá í Kjós, móti Hækingsdal. Búið var að veita ánni í nýjan farveg, því ætlunin var að steypa brún á þurru. Síðustu daga hefir rignt svo mikið, að áin hefir flætt yfir bakka sína.Hún hefir því rutt sér aftur í sinn gamla farveg, og fyllt upp það, sem búið var að grafa fyrir öðrum brúarstöpli, og það, sem búið var að slá af upp steypu mótum hefir allt skolast á burt. Er þetta tilfinnanlegt tjón. Og seinkar allmikið fyrir þessu verki, — St. G. Italskur málari sýnir hér SL. laugardag opnaði málverka- sýningu að Týsgötu 1, ítalskur málari að nafni Ricardo Licata. Ricardo Licata er fæddur í Torino árið 1929. Nam svartlist, mosaik og listmálun við háskól- ann í Feneyjum í 5 ár. Hefur haldið sjálfstæðar sýningar í Feneyjum 1951 og 1955, í Mod- ena 1956, Florenz 1956, Róm 1956, Mílanó 1955 og ’59 og París 1959. Vann gullverðlaun fyrir svart- list og önnur fyrir málverk á Biennal-sýningunni í Feneyjum 1954. Verðlaun fyrir mosaikupp- drátt, 10x20 m, útfærðann í Genova 1954. Gullpening nútíma- safnsins í Róm 1955. Fjörutíu verk Licata voru send sem svartlist á Biennalinn í Sao Paulo. Verk hans er að finna í helztu söfnum og í einkaeign. Þar á meðal í Helsinki, Róm, New York, Mílanó, París, Torínó, Caracas, Köln og Berlín. Licata er kennari við mosaik- skólann í París, þar sem hann sýnir verk sín að jafnaði. Hingað er sýningin komin fyrir milli- göngu listmálarans Ferros. Sýningin verður opin alla virka daga frá 10—12 og 2—6 og sunnudaga 1—6. Aðgangur er ókeypis. Smábarnaskóli st. F r ancisc us-sy st r a STYKKISHÓLMI, 1. júní. — Systurnar á st. Franciscus sjúkra húsinu í Stykkishólmi hafa und- anfarna vetur rekið smábarna- skóla í Stykkishólmi og hafa ver- ið í honum börn allt niður í 4 ára gömul. Þarna í skólanum hefir farið fram ásamt öðru kennsla í föndri og eins handavinnu bæði telpna og drengja. Skóli þessi starfaði með líku fyrirkomulagi í vetur og nú sl. uppstigningar- dag var haldin sýning á handa- vinnu nemenda og var sú sýning bæði mikil að vöxtum og hin á- nægjulegasta í alla staði. Var undravert hversu nemendur skil- uðu þarna mörgu snyrtilega og vel gerðu, enda vakti sýningin athygli foreldra og annar.ra sýn- ingargesta sem umræddan dag skoðuðu sýninguna. Er árangur undraverður þeg- ar tekið er tillit til aldurs nem- enda. Um jólin er alltaf haldinn sér- stakur foreldradagur en þá bjóða nemendur foreldrum sínum og fara þá fram ýms atriði bæði til fróðleiks og skemmtunar og eru þessar stundir foreldrum og að- standendum barnanna mikil ánægja. # í fyrrasumar starfræktu syst- urnar barnaheimili og tóku á það börn víðsvegar að og eins munu þær gera nú í sumar og eru að I búa sig undir að byrja starfsemi barnaheimilisins. FYRIR nokkru var hér í bænum Jakob Ágústsson rafveitustjóri í Ólafsfirði. Átti hann stutt samtal við Mbl., en hann hefur vérið fréttaritari þess í Ólafsfirði um allmörg ár. Vertíðin gekk erfiðlega hjá okkur í vetur, togveiðar brugð- ust. Dekkbátar, sem voru á hand færum og sóttu á Grímseyjarmið vóru aftur á móti með dágóðan afla. Svo er að sjá sem 10—20 tonna bátar henti vel hjá okkur. Eigi að síður eigum við nú í smíðum tvo 150 tonna stálbáta úti í Noregi. Verða þessir bátar báðir fullsmíðaðir og ná vænt- anlega heim á síldarvertíðinni. A Hraðfrystihús Ólafsfjarðar annan þessara báta, en hinn er eign bæjarsjóðsins. Jakob Ágústsson Um ieið og svo mikil aukning verður á bátaflotanum, er að- kallandi orðið að skapa bátaflot- anum athafnasvæði og öruggt lægi í höfninni. Eru Ólafsfirðing- ar vongóðir um .að í þessum efn- um muni nást verulegur árangur nú í sumar, þar eð ráðgerðar eru endurbætur innan hafnarinn- ar og hafnargarðurinn styrktur. Hann varð fyrir miklura skemmdum í vetur. Þá sagði Jakob Ágústsson frá því að mikill hugur væri í mönnum að auka síldarverkun þar í bænum. Þar hafa verið tvær söltunarstöðvar en nú er búið að stofna hlutafélag um þá þriðju, sem taka á til starfa nú á komandi vertíð. Eðlilega verður Ólafsfirðing- um tíðrætt um samgöngumál sín. í fyrra var gert stærsta átakið í Múlaveginum. Var hann þá lagður yfir erfiðasta kaflann í Múlanum, inn í botn Ófærugjá- ar. Nú í sumar er ráðgert að halda áfram vegagerðinni. Hefur kaup staðurinn ásamt Dalvíkurhreppi, svo og Akureyri, mikinn hug á að útvega fjármagn til viðbótar 600.000 króna framlagi, þannig að hægt verði í sumar að láta vinna fyrir allt að einni milljón króna. Jakob Ágústsson kvað í fyrra hafa tekizt að ná mikilvægasta áfanganum í þessum stórmáli Ölafsfirðinga, en það var a8 skjóta traustum stoðum undir það álit að lagning Múlavegar, með þeirri tækni, sem nú er beitt, er ekki nærri því eins erfitt verk og «áður var almennt talið. — Og Jakob brá upp skemmtilegri mynd af því, hvílíkt hagsmuna- mál Múlavegurinn er Ólafsfirð- ingum. — „Sjáðu til,“ sagði hann: „Hvað heldur þú að Hafnfirðing- ar segðu, ef þeir þyrftu að krækja suður Krísuvíkurveg til þess að komast til Reykjavíkur“. Fólagslíf <4 ÚLFAR JDCOBSEN FERORSKRIFSTOFD Rusturslrsti 9 Síffli: 1349S Kynnist landinu. — 14 daga sumarleyfisferð hefst ,2. júlí um Kjalveg, norður og austurland að Stapafelli í Öræf- um. — Farfuglar — Ferðafólk! Um næstu helgi 2.—3. júli, verður farin göngu- og skemmti- ferð á Heklu. Sumarleyfisferðirnar eru tvær í ár. Sú fyrri er vikudvöl í Þórs- mörk, 9.—17. júlí, en hin síðari er 16 daga ferð, norður yfir há- lendi íslands, sem hefst 23. júlí. Skrifstofa Farfugla, Lindar- götu 50, er opin miðviku-, fimmtu og föstudagskvöld, kl. 8,30—10.00, sími 15937. Nefndin Ferð urn Snæfellsnes Dali og Strandasýslu. 2. júlí n.k. efnir Ferðafélag ís- lands til 5 daga skemmtiferðar um fjölbreytt byggðasvæði. Nokk ur breyting verður gerð á henni eins og hún er áætluð í ferðaáætl un félagsins. Fyrsta dag farið vestur undir jökul og skoðuð ströndin umhverfis Arnarstapa og gist þar. Annan dag haldið til Stykkisihólms með viðkomu á Helgafelli og víðar, síðan ekið áfram inn Skógarströnd, um Búðardal, út á Fellsströnd. Þriðja daginn haldið fyrir Klofning, inn Skarðsströnd, fyrir Gilsfjörð, á Bjarkarlund og gist þar. Fjórða dag farið um Reykhólasveit, en þá haldið yfir Steinadalsheiði norður á Strandir og allt til Bjarn arfjarðar, en gist á Hólmavík. Síðasta dag ferðarinnar ekið suð- ur um Bitur, Hrútafjörð, Holta- vörðuheiði, hið efra um Borgar- fjörð og yfir Uxahryggi og Þing- völl til Reykjavíkur. Leið þessi er að því leyti ein- stök, að nær aldrei þarf að aka sömu vegi oftar en einu sinni á ferðinni. Til sölu Opel Olympia model ’55. Uppl. í síma 10199.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.