Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. júní 1960 PATRICIA WENTWORTH ||amlar syndir 4 ■— Æ, guð minn góður! sagði Ester Field. — Nú hef ég fellt tvær iykkjur í viðbót. Nei, þrjár! Æ, Carmona mín.... Þegar Carmona hafði komið lykkjunum í lag, stóð hún upp. Hún hélt enn á þrihyrnunni í hendinni. Maðurinn, sem hafði komið niður í fjöruna sá hana standa þannig, f hvíta kjólnum og með rauða sjalið, sem hékk niður á fætur henni. Hann stanz- aði snöggvast til að horfa á þessa sjón. Hún var orðin ennþá fallegri en áður. Nei, falleg var ekkert orð, hún var yndisleg. Úr því Hardwick var að heim- an, gætu þarna kannske orðið viðkvæmir endurfundir. Augu hans hvörfluðu að Ester Field. Hún hafði ekki breytzt nokkra lifandi vitund. Líklega breyttist hún aldrei neitt, þessi blessaði, góðláti einfeldningur. Honum þótti vænt um hana og (minntist þess, hve auðvelt hafði verið að fara kring um hana. Hvorugt Trevorhjónanna lét 6já sig. Stúlkan heima hjá Ester hafði sagt honum, að þau væru hérna. „Þetta er svo indæll gesta hópur, herra Alan. Frú Field ihlakkaði svo til. Trevor ofursti og frúin, greifafrú Castleton .. «em sagt heill hópur. .. Það er bara verst, að Hardwick majór ekuli ekki vera heima“. Einhvern veginn fannst hon- um allt mundi geta komizt prýði- lega af án Hardwieks. Og jafnvel þótt Trevorhjónin gengju frá. Maisie var að vísu ágæt — og jneira að segja kannske hægt að ihafa gagn af henni — en Tom ihafði alltaf farið í taugarnar á (honum. Og Adela .. nei .. nán- ar athugað gat kannske verið hægt að hafa gott af henni líka. ÍÞað gæti að vísu orðið dálítið vandasamt, en honum skyldi tak- ast það — já, víst skyldi honum takast það. Og það var ekkert gaman að þessu nema það væri dálítið áhættusamt. Hann gekk yfir sandinn að bað skúrnum og Carmona sá hann. Það var rétt eins og einhver hefði lostið hana hnefahöggi. Sjalið rann út úr höndunum á henni og féll til jarðar. Hún vissi ekki hvort hún var meidd eða ekki .. það var líkast því sem hún hefði orðið fyrir raflosti og hún rékk móðu fyrir augun. Og svo heyrði hún rödd hans um leið og hann snerti við öxl hennar. — Carmona! Hann brosti og leit í augu henn ar, rétt eins og hér áður. Og samstundis var hann kominn á hnén hjá Ester Field og kyssti hana með arminn um axlir hennar. — Jæja, elskan, hvernig líður þér? En ég þarf annars ekki að spyrja, þú lítur dásamlega út. Svei mér ef ég er ekki hálf móðg aður. Glataði sonurinn kemur heim og enginn virðist hafa sakn að hans! — Æ, elsku drengurinn. Vertu velkominn! Hann leyfði henni að faðma sig enda þótt hann færi á kaf í rauða ullarbandið. Hálfur prjónn dróst úr lykkjunum og fór til spillis. Hann losaði sig með lagni og sneri sér að Adelu. — Frú Castleton! En sú ánægja að detta svona inn í heil an fjölskylduhóp, Emilía sagði mér, þegar ég kom heim til Ester, að þið væruð öll saman hérna, svo að ég kom beinustu leið. Leiðinlegast, að Hardwick skuli ekki vera heima. Ég hefði haft gaman af að sjá hann. Carmona hafði ekki hreyft sig. Hún sagði aðeins: — Ég vona, að hann komi heim á morgun. — Það var dásamlegt, sagði Alan. Nú var hún farin að jafna sig af dofanum, sem komið hafði yf- ir hana. Hún var farin að fá tilfinningu aftur, en sú tilfinning var öðru vísi en hún hafði búízt við. Hvenær sem hún hafði hugs að til þess að hitta Alan aftur hafði hún fundið eitthvert hik á sér. En nú þegar hann var hing- að kominn, gætti þess alls ekki. Hann stóð þarna fyrir framan hana og horfði á hana með þessu brosi, sem áður olli henni stings fyrir hjartað, en nú fann hún ekki til annars en reiði. Þegar hann kom út í sólskin- ið, sá hún, að hann hafði elzt um meira en þessi þrjú ár, sem liðin voru. Hvað sem hann svo kynni að hafa haft fyrir stafni í Suður- Ameríku, hafði hann ekki haft neitt gott af því. Þarna var að vísu þokkinn í fasi og hreyfing- um og örugg framkoma, en það var eins og eitthvað vantaði í allt þetta. Eða vantaði kannske eitthvað í hana sjálfa? En reiði hennar blossaði enn upp. Það var ósvífni af honum að koma svona vaðandi......Nú, en hann var nú að finna Ester, og ekkert athuga vert við það. .... En þetta var bara ekki hennar heimili........ Það var heimili James Hard- wicks, sem hún hafði gifzt eftir að hinn yfirgaf hana........Og James var ekki heima. .. Skyldi Alan hafa gerzt svo ósvífinn að koma, ef James hefði verið heima? Og svo var hann svo ósvífinn að hlæja framan í hana og segja: — Jæja, Carmona, hvernig geng ur? Ég vona, að þú bjóðir mér að vera, því, sannast að segja, er ég rúinn inn að skyrtunni. Pippa reis upp og teygði úr sér. — Hver er svo sem ekki blank- ur nú! Hæ, Alan, hvaðan ber þig að? Ég hef ekki séð þig í heilan mannsaldur! — Það er engin von á þvi, væna mín — ég hef verið i Suð- ur-Ameríku. — Og hvers vegna varstu þar ekki kyrr? — Sumpart vegna blankheita, góða mín, og sumpart vegna þess að það var verið að auglýsa eft- ir mér. Mér datt í hug, að það gæti kannske þýtt einhverja aura, en svo þegar ég kem heim, heyri ég, að það er bara einhver skarfur, sem vill fá að sjá bréf- in hans pabba sáluga. Það virð- ist svo sem Penderel Field sé í tízku og þá ætlar skarfurinn að nota sér það og græða á því, að skrifa ævisöguna hans. Pippa glápti — Ég býst nú varla við, að Carmona geti lofað þér að vera. Og hreinskilnislega sagt, finnst mér þú gerast furðu djarfur að fara fram á það. Auk þess sem hér er húsfyllir fyrir. Ester Field hafði brölt á fæt- ur. — Nei, auðvitað geturðu ekki fengið að vera hérna. Hér er allt yfirtfullt. Það gæti alls ekki geng ið, og Carmona gæti alls ekki til þess hugsað. Komdu inn með mér og við skulum tala saman. Þú manst eftir Annings-mæðgun um? Þær eru farnar að taka dvalargesti og þú manst eftir, að þú varst einhvern tíma hjá þeim, þegar allt var fullt hjá okkur. Alan hló. — Jú, ætli maður muni ekki eftir þeim. — Gamla konan er nú orðin sjúklingur, en Darsie stendur fyrir öllu í húsinu. Það er orðin regluleg matsala hjá þeim. Ég hitti hana í gær og minntist eitt- hvað á þig. Og ég held, að það sé ekki orðið fullt hjá þeim núna, svo að ef til vill. .... En komdu nú inn, og við skulum tala betur um þetta. Ég verð að ganga hægt upp stíginn hérna, hann er svo brattur. Carmona hafði ekkert sagt. — Svipurinn var alvarlegur. En nú sneri Alan sér að henni og aug- un leiftruðu. — Jæja, Carmona. Það er orð- ið framorðið og ég hef ekki bragð að annað í dag en eina brauð- sneið. Og Ester hættir til að vera langorð. Er ég boðinn í kvöld- verð, eða er kannske of mann- margt hérna til þess? Hún brosti og sagði með eðli- legri rödd: — Jú, ætli það verði ekki ein- hver ráð með það, Alan. 3. kafli. Ester Field sat við gluggann og kældi sig. Fólkið var inni í morgunstofunni, sem var lang- svalasta herbergið í húsinu. Hún hafði skilið eftir prjónana sína í forsalnum, en henni hafði hitnað um of á því að brölta upp stíginn að húsinu neðan úr fjörunni. Hún var auk þess áhyggjufull, því að eftir fyrstu viðbrigðin við komu Alans, varð henni ljóst, hve mikinn óleik hann gerði þeim öllum með því að koma. Sannarlega átti hann ekkert er- indi að koma svona eins og hann gerði. Því lengur sem hún hug- leiddi þetta, því minna varð henni um það, og því vissari um, að þetta gæti alls ekki góðri lukku stýrt. James yrði að minnsta kosti ekkert hrifinn af því — jafn skammarlega og Al- an hafði farið með Carmonu. Og það var heldur ekki á öðru von, — enda þótt hún hefði enga hug- mynd um, hve mikið hgnn vissi. Hjón trúðu ekki alltaf hvort öðru fyrir öllu, sem á daga þeirra hafði drifið. Jafnvel Pen.... Hugurinn beindist aftur að Alan. Hann hefði átt að halda kyrru fyrir í íbúðinni hennar og hringja heldur þaðan. Emilía hefði getað gengið honum um beina. Alan hló og sagði: — Jæja, elskan gamla! Hvað var orðið af þér? „Hann hefði ekki átt að gera okkur svona bilt við“. ■— Já, ég gat rétt upp á því. Ég get alltaf séð, hvað þú ert að hugsa. Jæja, ég var nú alltaf dálítið smá skrítinn eins og þú veizt. Þegar mér dettur eitthvað í hug, vil ég framkvæma það á staðnum og á stundinni. Þrátt fyrir kæluna var roðinn óbreyttur í andlitinu á Ester. Nú sagði hún, blátt áfram og áherzlu laust: — Þú hefðir ekki átt að koma hingað. Hann veifaði hendi hressi- lega. — Er það kannske vegna þess, að við Carmona vorum einu sinni trúlotfuð, og vorum svo skynsöm að láta ógert að gifta okkur? Æ, góða mín, við lifum nú einu sinni á tuttugustu öld- inni en ekki þeirri nítjándu. Hún endurtók: — Þú hefðir ekki átt að koma hingað. Hvers vegna varstu að koma aftur frá Suður-Ameríku? Hann brosti: — Ég var að segja þér, að það var til þess að líta yfir bréfin hans pabba fyrir þennan skarf, Murgatroyd. Þú trúir því auðvitað ekki, að þetta sé af eintómri sonarlegri ræktar semi, enda óþarfi, því að það er það alls ekki. Ég hef ekki efni á neinu slíku — að minnsta kosti ekki nema fyrir góð orð og betal- ing. En ef þetta verður gróðafyr- irtæki, er ekkert úr vegi, að ég ég hafi eitthvað upp úr því. Brúnu augun, sem voru það fallegasta í andlitinu á Ester, horfðu nú á hann með efa í svipnum. — Já, en herra Murgatroyd vill alls ekki kaupa þau. Það gera menn yfirleitt ekki þó að þeir séu að skrifa ævisögur. — Nei, að vísu ekki, en þar fyrir gæti verið mögulegt að hafa eitthvað upp úr þeim. — Ég skil ekki, hvernig það ætti að vera. — — Þú skilur það, þó síðar verði. En hitt skilurðu strax, að ég þartf á peningum að halda. Því er nú verr, að maður kemst ekki af án þeirra. Og eins og er, hef ég glæsilegt tækifæri, og ef ljós verður úr því, verð ég sjálf stæður maður og einskis manns handbendi. En beitu verð ég að hafa, ef ég á að gera mér von um fiskinn. Ester horfði á hann áfram. — Hvað kemur þetta allt saman við bréfunum hans pabba þíns? — Allt eða ekkert, eftir því, hvernig fer. Það gæti orðið nauð synlegt að nota þau. Það er allt undir komið...... — Undir hverju? Alan setti upp eitt töfrabrosið sitt. — Undir þér komið. Undir því komið, hvernig þú snýst við Markús og Bjarni leita árangl urslaust að Bangsa, sem er um borð í járnbrautarlestinni með Jóni Einmanna. Tveim stundum seinna. — Mér þykir leitt að gefast upp Markús ,en við höfum leitað Bangsa allsstaðar. — Ég býst við að þú hafir á réttu að standa, Bjarni. En Bar- ney Lawton er væntanlegur í iag, tilbúinn að hefja kvikmýndatöku! — Hvað eigum við að gera, úr því Bangsi er horfinn? þessu, elskan. — Ég? — Já, þú sjálf. Þetta er ósköp einfalt mál. Ég fékk ekki sérlega mikið út úr búinu hans pabba, eða fannst þér það? — Þú fékkist það sem til var, Alan. — Ég veit. Það voru nokkur hundruð pund og það fékk ég. Auðvitað fyrir þína náð og misk- unsemi, en það er óþarfi að brýna mig á því. — Þú hafðir þegar fengið móð- urarfinn þinn. Er hann allur far- inn? — Hver túskildingur. Hvað heldurðu? Hún hafði svo sem vitað svar ið óspurt. I Alans augum voru peningar til þess að eyða þeim. Það sem hún gæfi honum í dag, yrði farið á morgun. Hann gat töfrað hjarta hennar, sem Pen hafði sagt að væri meyrt eins og smjör, en hún var komin af gam alli ætt atvinnurekenda, sem töldu peninga vera til þess að safna þeim, svo að hann gat ekki allskostar töfrað höfuð hennar. Hún sagði: — Því miður var ég víst fyr- ir löngu orðin vonlaus um að geta komið fyrir þig vitinu. Hann kinkaði kolli. — Já, ég hef verið bjáni, og óþarfi að minna mig á það. En það sem ég hef á prjónunum er pottþétt fyrirtæki. Ég skal segja þér frá því, ef þú nennir að hlusta. Ég hef verið í félagsskap við ná- unga, sem heitir Cardozo, í hrossauppeldi, og við komum okkur saman eins og beztu bræð- ur. Hann á ofurlítinn búgarð sem gengur vel. Nú á hann tækifæri á að kaupa annan miklu stærri, sem er í fullum gangi, með góðri áhöfn'og góðri jörð, þar sem nóg er af vatni og yfirleitt öllu, sem til þarf. Hann er reiðubúinn til að leggja fram tvo þriðju af SHÍItvarpiö Þriðjudagur 28. júnl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisutvarp. 12.55 ,,A ferð og flugi**: Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Synoduserindi: Rósa B. Blöndals skáldkona talar um börn, bók«* menntir og trú. 20.55 Islenzk tónlist: Dr. Victor Ur- bancic leikur á orgel. a) Tilbrigði eftir Björgvin Guð- mundsson við sálmalagið *— „Dýrð sé Guði í hæstum hæð- um“. b) Þrjár prelúdíur eftir Friðrik Bjarnason. c) Sónata eftir Þórarin Jónsson. 21.30 Utvarpssagan: „Vaðlaklerkur“ — eftir Steen Steensen Blicher, 1 þýðingu Gunnars skálds Gunn- arssonar; III (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22.25 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. •»» 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir og veðurfregnir. 20.30 Upplestur: „Jól við miðjarðar- línu“, smásaga eftir Jakob Palu- dan, í þýðingu Málfríðar Einan- dóttur (Lárus Pálsson leikari). 21.05 Einleikur á fiðlu: — Wolfang Schneiderhan leikur á fiðlu lög eftir Kreisler og Saint-Saéns. 21.15 Um glímulög og glímudóm; — síðara erindi (Helgi Hjörvar rit- höfundur). 21.45 I’jóðdansar frá Israel eftir Maro Lavry (Kol Israel hljómsveitin leikur; Yali Wagman stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; IV. (Steindór Hjörleifsson leikari). 22.35 „Um sumarkvöld": Sigfús Hall- dórsson, Doris Day, Victor Borge, Josephine Baker, Noel Coward. Catarina Valente, Owe Törnquist, o. fl. skemmta. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.