Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 22
22 MORGVNHT. AfílÐ Þriðjudagur 28. júnl 1960 f h4.____ INiorðurlandamótið í handknattleik ísland í öðru sæti Frábær frammistaða ísl. liðsins rnjóg rómuð erlendis LANDSLIÐ ÍSLANDS í handknattleik kvenna lenti í öðru *a-ti á Norðurlandamótinu, sem lauk í Vesterás í Svíþjóð á sunnudag. Frammistaða íslenzku stúlknanna er sérstaklega glæsileg. Það er staðreynd, að með leik sínum áttu þær jafn- vel meira skilið en annað sætið á þessu móti. Um það vitnar bezt óheppni þeirra í skotum í leiknum við Dani, en þá áttu íslenzku stúlkurnar 5 skot í markstengur og fengu dæmdar á sig þrjár vítaspyrnur á síðustu mínútum leiksins. — Allan tímann sýndu þær leik, sem stóð til jafns við leik dönsku stúlknanna og eru þær þó engin smábörn í þessari íþrótt, jafnvel á heimsmælikvarða. Það er staðreynd nú, að hvergi stendur ísland framar í flokkaiþrótt, en í handknatt- leik kvenna. Enginn flokkur isl. íþróttamanna gæti farið ntan með slíkum árangri. Stúlkurnar hafa unnið til mikils hróss og til þess að vel sé gert við íþrótt þeirra í fram tiðinni. Þær hafa orðið landi sínu til mikils sóma — úti fyrir góðan leik, og hér heima fyrir eindæma ósérhlífni við æfingar og allan undirbúning fararinnar. Frá fréttaritara vorum með íslenzka kvenna- landsliðinu. keppti jslenzka kvennalandsliðið við Danmörku. Danir unnu leik- inn 10:7. Leikurinn var afar spennandi. Leikar stóðu 4:5 fyrir Dani í hálfleik: Mörk Islands skor uðu: Gerða 5, og Sigga j Val 2 mörk. Varnarleikur íslenzka liðs- ins vakti sérstaka athygli og var leikur Katrínar Gústafsdóttur, fyrirliða framúrskarandi. í heiid sýndu beztan leik Gerða, Katrín, Olly og Sigga í Val. Dönsku fararstjórarnir sögðu íslenzku vörnina bezta á mótinu og almenn undrun er yfir frammi stöðu íslenzku stúlknanna. Meðan leikurinn stóð yfir var 30 stiga hiti. íslezku stúlkurnar höfðu FAGERSTA, 25. júní: — í dag áhorfendur með sér, og var það Blaðadómar Aftenposten segir í fyrirsögn: „Island laget sensasjon í nordisk damehándball“ og síðan í grein: „Leikur islenzku stúlknanna gegn Svium var kröftugur og snjall og allar stúlkurnar lögðu augsýnilega allt sem þær áttu til í leikinn. Sigur íslands var verð- skuidaður. Sænska liðið barðist af hörku, en tókst aldrei að vinna upp for- skotið, sem ísland náði í byrjun leiksins. í fyrsta sinn sigraði ís- land Svíþjóð á Norðurlandamóti i kvennahandknattleik“. Berlingske Tidende, segir í fyrirsögn: „Danmörk átti i erfiðleikum með lsland“ og síðan segir: „í dag unnu dönsku stúlkurnar ísland 10:7. — Þessi leikur kom sannarlega á óvart og var afar spennandi. Við leikhlé var mun- urinn aðeins 4:5 fyrir Dani og aldrei var tveggja marka munur milli liðanna fyrr en í lokin. ís- land hafði yfir 2:1, 3:2 og 4:3. — í byrjun síðari hálfleiks náðu Dan ir undirtökunum 6:4 og 7:5, en þá jöfnuðu íslenzku stúlkurnar 7:7. Þegar hér var komið leiknum var hann mikið taugastríð fyrir dönsku stúlkurnar. Þær fengu vítakast, sem mistókst að skora úr. Er leikurinn stóð 6:7 skiptu Danir um markmann, sem þó hafði staðið sig frábærilega vel, í fyrri hálfleik, en þoldi augsýni- lega ekki hina miklu tauga- spennu. í 12 mínútur var vara- markmaðurinn í marki og stóð sig með mestu prýði, þótt hún fengi mark úr fyrsta skotinu á markð. Danr náðu aftur undir- tökunum eftir að hafa fengið víta kast 8:7. Og eftir það voru dönsku stúlkurnar betri og skoruðu síð- asta markið úr vítakasti. Politiken, segir í fyrirsögn: „Dönsku stúlkurnar áttu í erfið leikum með ísland“ og síðan: „Það var með miklum erfiðleik um að Danmörk tókst að vinna hið frábæra íslenzka kvennalið í norðurlandamótinu í Svíþjóð. íslenzku stúlkurnar, sem hafa samæft í allan vetur, komu sann- arlega á óvart. Eins og á móti Svþjóð, sem þær unnu á föstu- daginn var leikur þeirra sér lega nákvæmur og öruggur og bjggðist allur upp á Ieik hinna fjögurra langskyttna, sem allar skjóta fastar en nokkur hinna dönsku stúlkna. 1 öllum leiknum skutu íslenzku stúlkurnar ekki nema úr öruggum marktækifær- álit margra að íslenzka liðið hefði getað unnið leikinn. Islenzku stúlkurnar áttu meðal annars 5 stangarskot. í dag sigraði Noregur Svíþjóð 10:4 og dæmdi Valur Benedikts- son þann leik. — FAGERSTA, 25. júní: — 1 dag léku ísienzku stúlkurnar við Noreg. Leikurinn varð jafntefli 8:8. — í hálfleik stóð 6:2 fyrir ísland. Leikurinn var jafn og spennandi og veitti íslenzku stúik unum betur þar til 30 sek. voru eftir af leiknum að norsku stúlkurnar náðu jafntefli. í þessúm leik skorðu fyrir ís- land: Gerða 3, Sigga í Val 2 og Katrín, Sigurlína og Sirrý eitt mark hver. Rut markmaður vakti mikla at’hygli og hrifningu. I dag léku einnig Svíþjóð og Danmörk og varð sá leikur jafn- tefli 5:5. Endanleg röð í þessu Norður- landamóti er því sú að Danmörk varð sigurvegari. Island varð nr. 2, Noregur nr. 3 og Svíþjóð nr. 4. í liði íslands er mikill fögn- uður yfir góðri frammistöðu. Leikar mótsins fórn þannig: Danmörk — Noregur 13:3 Svíþjóð — ísland 6:7 Danmörk — ísland 10:7 Noregur — Svíþjóð 10:4 ísland — Noregur 8:8 Svíþjóð — Danmörk 5:5 Taflan lítur því þannig út: mörk 5 stig 28—15 Danmörk ísland Noregur Svíþjóð 3 _ 22—24 3 — 21—25 1 _ 15—22 Unglingn- meistnrnr UNGLINGAMEISTARAMÖTIÐ 1 frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina og var keppt á sunnudag og mánudag. Þátttakendur voru hvaðanæfa af landinu. Eftir keppni fyrri dags- ins voru eftirtaldir orðnir ungl- ingameistarar íslands 1960. 100 m. hlaup,- Grétar Þorsteinsson, Á 11.9 sek. 400 m. hlaup: Grétar Þorsteinsson, Á 52.2 sek. 1500 m. hlaup: Agnar Leví K.R. 4.25.4 mín. 110 m. grindahlaup: Ingólfur Hermanns., Þór 16.8 sek. 4x100 m. boðhlaup: KR-sveit 46.6 sek. Hástökk: Jón Ólafsson, Í.R. 1.80 m. Langstökk: Þorvaldur Jónasson, K.R. 6.6 m. Kúluvarp: Arthur Ólafsson, UMSK 14.45 m. Spjótkast: Sigurður Júlíusson 46.66 m. Heimsmet í hástökki BANDARÍSKA meistaramótið en í annarri tilraun stökk í frjálsíþróttum fór fram i Bakersfield í Kaliforniu um helgina. Prýðis árangur náð- ist á mótinu í mörgum grein- um, en þetta er siðasta mótið fyrir allsherjar úrtökumótið fyrir Olympíuleikana, sem fram á að fara í Stanford 2. og 3. júlí nk. HEIMSMET 1 HÁSTÖKKI Jon Tomas, hinn óviðjafnan legi hástökkvari þeirra Bandaríkjamanna, bætti enn heimsmetið, er hann stökk 2.18 metra. Tomas stökk í fyrsta stökki hverja hæð upp að 2,14 m, þótt hvasst væri í veðri og 15 mílna vindhraði þeytti ránni af „þollunum“.Er ráin var hækkuð upp í 2,18 m voru aðstoðarmenn látnir halda við rána þar til Tomas lagði af stað í atrennunni. — hann yfir, eftir að hafa beðið þolinmóður eftir lygnu. En hann hafði aðeins snert rána á niðurleið, og er hann var að ganga út úr gryfjunni og áhorfendur fögnuðu honum, féll ráin. Vindhviða skall á. í fyrstu var tilkynnt að stökkið hafi verið löglegt, en formaður Olympíunefndarinn- ar, sem var meðal dómara keppninnar, dæmdi stökkið ógilt og sagði Tomas að reyna aftur, svo ekki gæti orðið um nein eftirkaup að ræða. , John Tomas gerði það. Ró- legur undirbjó hann sig fyrir stökkið. Tók þrjú skref á rennisléttri grasbrautinni og fjögur hröð skerf á hinni gúmmí-asfaltlöguðu upp- stökks braut og hóf sig síðan upp — og yfir. Áhorfandi, sem var mjög nálægt, sagði að Tomas hefði verið í það Tomas feldi í fyrstu tilraun, minnsta þumlung yfir ránni. Þrír knattspyrnumenn frá Arsenal leika hér Verðo með Akranesi i fjórum leikjum í GÆRDAG ræddu Guðmundur Sveinbjörnsson, formaður íþrótta bandalags Akraness og Ríkharð- ur Jónsson, knatspyrnukappi við blaðamenn' og skýrðu þeim frá því að þrír af fræknustu leik- Félagslíl Handknatleiksdeild K.R. Meistarafl. karla. Áriðandi æf- ing í kvöld kl. 9. — Stjórnin. Valur vann Akureyri 3:2 S.L. SUNNUDAG hélt íslandsmót ið í I. deild áfram á Akureyri með leik Vals og Akureyringa. Valur vann hlutkestið og kaus að leika undan golu en Akureyr- ingar hófu leik. Er 2 mín. voru af leik var dæmd vítaspyrna á Akureyringa, er Valur skoraði úr. Komst nú strax nokkuð fjör í leikinn og höfðu Akureyringar fullan hug á því að jafna og þrí- vegis komst mark Vals í alvar- lega hættu en tókst að bjarga. Er 10 mín. voru af leik tókst Akureyringum löks að skora. Er 30 mín. voru af leik skoraði Val- ur annað mark sitt og Ak. jöfn- uðu rétt áður en fyrri hálfleikur var úti, stóð því 2:2 í hálfleik en hefði ekki verið ósanngjarnt 5:3 fyrir Ak. eftir gangi leiksins að dæma. Sigurmark V^s kom svo er 10 iði Vals sýndi mun betri leik í síð- ari hálfleik og leikur þeirra mun betri en Ak. og vann því verð- skuldaðan sigur. Voru sendingar þeirra ákveðnari og sýndu þeir oft allgóðan leik. Einn leikmanna Vals hafði sérstaka ánægju af þvi að elta markvöfð Akureyringa og reyna að trufla hann. Þó slíkt sé leyfilegt græddi Valur lítið á því og slíkur leikur er alltaf leið- inlegur. í fyrri hálfleik sýndu Akur- eyringar nokkuð góðan leik á köflum er þeir nálguðust mark Val var þeim oft mislagðar hend- ur og varð því minna úr en efni stóðu til. í síðari hálfleik náði Uðið aldrei góðum samleiK og er það eins og í fyrri leikjum þeirra í þessu móti að í síðari hálfleik eru þeir ekki svipur hjá sjón. Dómari var Haukur Óskarsson. ___ _ _ _ Línuverðir :Daníel Benjamínsson mín. voru af sioari hálfleik. Lið ^ og Bjarni Jensson. — Mag. mönnum brezka atvinnumanna- liðsins Arsenal kæmu hingað í boði Akurnesinga 3. júlí n.k.. — Munu knattspyrnumennirnir dvelja hér í tvær vikur. Leika 4 leiki með Akranesi Meðan atvinnumennirnir hér munu þeir leika fjóra leiki með Akurnesingum. Tveir leikir fara fram í Reykjavík, en auk þess munu þeir leika með ÍA á Akranesi og í Njarðvík. — Leikdagar eru ekki ákveðnir ennþá, en í Reykjavík mun hið styrkta lið Akraness leika gegn KR og úrvali úr Reykjavíkurfé- lögunum. Á Akranesi mun Ung- lingalandsliðið (23 ára og yngri) leika gegn ÍA, en hverjir leika í Njarðvík er ekki enn ákveðið. Þeir sem koma Arsenalmennirnir koma fyrir milligöngu Ríkharðs Jónssonar, en hann æfði sem kunnugt er með Arsenal í fyrrahaust. Þeir, sem koma, eru: Jack Kelsey, markvörður og er hann frægastur af þeim þremur. Hann hefir leikið 30 landsleiki með Wales og auk þess einn lands leik með Stóra-Bretlandi gegn úr vali frá meginlandi Evrópu. Hann lék alla leikina í heimsmeistara- keppninni og var þá nefndur með al þriggja sterkustu markvarða heimsins. Bill Dodgin, leikur miðfram- vörð hjá Arsenal. Hann er mað- ur hár vexti, sparkviss og stöð- ugur, og því miðframvörður í sannkölluðum Arsenal-stíl. Faðir hans lék á sínum tíma með Ful- eru ham og varð síðar frartíkvæmda- stjóri þess félags. Dodgin yngri hóf atvinnuferil sinn með því félagi, en var síðan fluttur yfir til Arseaals, þar sem mörgum erfiðleikum var bundið að son- ur framkvæmdastjórans léki með liðinu. Danny Clapton, er hægri út- herji hjá Arsenal. Hann vakti mikla athygli á sér í fyrra og var þá valinn í landslið Englands gegn Wales, en hefir ekki tekizt að halda þeirri stöðu. Hann er talinn mjög efnilegur og skemmti legur leikmaður. ÍA - KR 7. m í GÆR samþykkti K.R.R. að færa leik Fram og Vals í 1. deild frá 7. júlí til 24. ágúst. Akranes og brézku atvinnumennirnir munu þvf geta geppt við K.R. 7. júlí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.