Morgunblaðið - 17.07.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 17.07.1960, Síða 1
24 síður 47. árgangur 160. tbl. — Sunnudagur 17. júlí 1960 ungurvofiinni ægt f rá Kongó Beigir sinna ekki afarkostum Lumumba Leopoldville og Brússel, 16. júlí. —■ (Reuter) — FLUTNINGAR herliðs Sam- einuðu þjóðanna til Kongó halda áfram. Þegar eru komn- ir uni 100 herflokkar til Leo- poldville, frá Túnis og Ghana, en hermenn þaðan munu mynda kjarna gæzluliðsins. Er liðið þegar farið að láta til sín taka. — Bandarískar herflugvélar hófu í gær að flytja matvæli til hins nýja Kongó-Iýðveldis, sem er nú mjög illa statt, og halda þeir flutningar éfram í dag, en a. m. k. 31 flugvél mun koma næstu daga með matvæli til þess að reyna að forða íbúun- um frá hungurvofunni. — Einnig hefur Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, tilkynnt, að flutt verði mat- væli frá Rússlandi til Kongó, bæði með flugvélum og skip- um. — Kyrrð er á yfirborðinu víð- ast í Kongó. Uppreisnarmenn hafa enn hafnarborgina Mat- adi á sínu valdi, og hefur ekki verið gerð tilraun til að ná henni úr greipum þeirra. ★ Bráðabirgðasamkomulag Svíinn Van Horn, sem verður yfirmaður gæzluliðs S.þ., kom til Leopoldville síðd. í dag, en hann tafðist um sólarhring í Jerúsalem. — Alexander, yfir- hershöfðingi G'hanahers, en hann er brezkur, fól Ralph Búnch, aðstoðarframkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, yfirstjórn gæzluliðsins í gær til bráða- birgða. Jafnframt skýrði hann frá því, að bráðabirgðasamkomulag hefði tekizt með stjórn Kongó og herstjórn Belga um skiptingu valds, þar til gæzlulið S.þ. er allt komið til landsins. ★ Belgir sitja sem fastast Til nokkurs óróa dró á flugvell- inum í Leopoldville í gærkvöldi, er fyrsta matvælaflugvélin frá Bandaríkjunum kom þangað. Kviknaði í norskum báti SEYÐISFIRÐI, 16. júní: — í gærmorgun, um 6 leytið, kvikn- aði í norskum síldarbáti, sem lá hér úti á höfninni. Önnur skip komu að, dældu sjó í hann og tókst að slökkva eldinn. Matsalur bátsins og eldhús brunnu og einnig hluti af nót- inni. Síldarbátur þessi heitir Segerfjord og er frá Surtland. Hann var í annarri veiðiferð sLini. Skipverjar telja að kvikn- að hafi í út frá rafmagni. — Sveinn. Ralph Bunoh hugðist stilla til friðar, en belgískur herforingi skipaði honum að hverfa á braut — og þótti sýna fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna hinn mesta ruddaskap. — í gær skipaði Lumumba forsætisráðherra belgískum hersveitum og opinber um fulltrúum að vera á braut innan 12 stunda, en í dag voru herflokkar Belga enn á verði í höfuðborginni. ■ár Hörð orðaskipti í Brússel gerðist það í dag, að rússneska sendiráðið skilaði aft ur svari belgisku stjórnarinnar við orðsendingu Rússa út af Kongó, þar sem þeir sökuðu Belga um yfirgang og árás. Belg íska stjórnin vísaði ásökunum Rússa á bug „með fyrirlitningu" en nú neitaði rússneska sendi- ráðið að taka við orðsendingunni, þar sem hún væri „móðgandi". Síðar ræddust þeir við, sovézki sendiherrann og Pierre Wigny, utanríkisráðherra Belgíu, og er talið, að þeir hafi fjallað um hin fyrrgreindu hörðu orðaskipti rík isstjórna sinna. — Bandaríska utanrikisráðuneytið hefur lýst þvi yfir, að ummæli Krúsjeffs í gær, er hann hét Kongóstjórn fullum stuðningi „í baráttunni gegn heimsvaldasinnum", sýni fullkomið ábyrgðarleysi. Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtoga- fundurí Asíu MANILA, 13. júlí (Reuter — Stj órnmálafréttaritarar hér draga þá ályktun af heimsókn sendi- herra Filippseyja í Suður-Kóreu og á Pormósu hingað, að fyrir dyrum kunni að standa fundur æðstu manna í Asíu. Er talið. að stjórn Filippseyja sé í kyrrþei að þreifa fyrir sér um möguleikana á slíkum fundi. Sérstæðui sjúkruflutningur Álftarungi var skorinn upp s.l. föstudag og var mikill viðbúnaður í sambandi við þann atburð. Er náriar skýrt frá því á bls. 3. Hér sjást brunaverðirnir Friðþjófur Helgason og Matthí as Bjarnason, við sjúkraflutn- inginn. — Fishing News harmar þrjár mílurnar Viðurkennir jbo að ráðstafanir „sjórœn- ingjanna" (íslendinga) kunni að vera til góðs í ENSKA blaðinu „The Fish ing News“ var hinn 1. þ. m. birt frétt um lagasetningu Alþingis um takmarkaðar Misheppnab verk- fall í Indlandi BOMBAY, Indlandi, 16. júlí. — (Reuter); — Hið mikla verkfall opinberra starfsmanna í Indlandi sem ríkisstjórnin bannaði með bráðabirgðalögum, fór að miklu leyti út um þúfur í dag, þegar nokkur stéttasamtök lögðu fyr- Siníóníuliljóm- sveitinni vel fagnað BOLUNGARVÍK, 13. júlí — Sin- fóníuihljómsveit Islands hélt hljómleika í félagsheimilinu í gærkvöldi við góða aðsókn og mikla hrifningu áheyrenda. Stjórnandi var dr. Smetachek frá Prag, en einsöngvari Kristinn Hallsson. Hljómsveitin varð að leika aukalög og söngvarinn að syngja aukalög. Á eftir hélt hreppsnefnd Hóls- hrepps hljómsveitinni hóf. í>ví stýrði Þórður Hjaltason sveitar- stjóri og Jón Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri sveitarinnar héldu ræður og Steinn Emilsson, spari- sjóðsstjóri flutti hljómsveitar- stjóranum ávarp á þýzku. — Mikill fögnuður ríkti á hljóm- leikum þessum og í hófinu. — ir félagsmenn sína að snúa aftur til vinnu. Stjórnin hafði lýst verkfallið ó- löglegt, samkvæmt bráðabirgða- lógunum, og neitað að hefja nokkrar samningaumleitanir við fulltrúa verkfallsmanna, fyrr en vinna yrði hafin á ný með eðli- legum hætti. dragnótaveiðar innan 12 mílna fiskveiðilandhelginnar við ísland. í sama blaði var einnig fjallað um málið í rit- stjórnargrein, þar sem m. a. segir á þá leið, að hér virðist örugglega reynt að tryggja, að ekki hljótist tjón af slíkum veiðum. — ★ — Síðan segir blaðið: — Aðal- atriðið fyrir okkur í þessu sambandi er, að hér hefur agnarsmár huggunarbiti (a minute crumb of comfort) hrotið af borðum „sjóræningj anna“ (sea-grabbers). Ef þeir eru í raun og veru ákveðnir í að varðveita fiskstofnana á svæðum þeim, sem þeir hafa tekið sér, kunna ávextir verka þeirra e. t. v. að verða til góðs fyrir þær veiðar, strm enn eru frjálsar. — ★ — En margfalt betra hefði þó verið, ef unnt hefði reynzt að koma á ströngum, alþjóðleg- um friðunarráðstöfunum og gömlu, góðu þriggja mílna fiskveiðitakmörkin verið við- urkennd af öllum, segir Fish- ing News loks. Varað við komnuin- istahættunni BRAZZAVHsLE, Kongólýðveld- inu ífranska), 16. júlí. (Reuter)— Youlou, forseti þessa nýstofnaða lýðveldis, sem áður var franska Kongó, en nú ber sama nafn og belgiska nýlendan, sem nú hefir einnig hlotið sjálfstæði og svo mjög hefir verið í fréttum undan- íarið, hélt fund með blaðamönn- um í dag. Þar varaði hann við þeirri hættu, að kommúnisminn kunni að vera að ná fótfestu í nágrannaríkinu. — Sagði forsæt isráðherrann, að ef kommúnism- inn næði yfirhöndinni þar, væri úti um hið nýstofnaða lýðveldi sitt. Nosistaforingí fallinn BONN, V.-Þýzkalandi, 16. júll. (Reuter): — Hinn frægi mar- skálkur úr síðari heimsstyrjöld- inni, Albert Kessering lézt í dag í Ban Neuheim í Vestur-Þýzka- landi, 74 ára að aldri. Kesselring ■ var dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi af her- dómstóli Bandamanna á Italíu árið 1947, en hann var á sínum tíma yfirhershöfðingi nazista- herjanna á Ítalíu. — Síðar var dómnum breytt í æfilangt fangelsi, og 1952 var hann leyst- ur úr haldi af brezkum yfirvöld- um, vegna heilsubrests. Betra að fœra fórnir nú — segir Farndale Philips í EINKASKEYTI til Mbl. frá Grimsby segir, að Sir Farndale Phillips, forseti Sambands brezkra togara- eigenda, hafi í boðskap sín- um til togaraskipstjóra í sérútgáfu af „Trawling Times1**, sem nokkuð var skýrt frá í blaðinu í gær, minnt á, að íslendingar hafi gefið upp allar sakir varðandi landhelgisbrot frá 1. sept. 1958 — en kunni nú að taka upp „nýjan, svartan lista“. ★ Hann segir, að hyggilegra sé fyrir skipstjóra að „færa fórnir nú, en að hætta á, að íslendingar neiti þeim um skjól og aðstoð að vetrin- um“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.