Morgunblaðið - 17.07.1960, Side 6

Morgunblaðið - 17.07.1960, Side 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudsigur 17. júlí 1960 Frá götuóeirðum, sem kommúnistar hafa efnt til á Ítalíu upp á siðkastið. Myndin er frá Genúa og sýnir óeirðaseggi ráðast á lögreglujeppa. Að skapa stjérnleysi Rómaborg, sumarið 1960. „’HLGANGUR kommúnista með óspektum þeim, sem þeir hafa stofnað til, er auðsær“, sagði Tambroni forsætisráðherra. „Þeir reyna að skapa stjórnleysi í landinu og grafa undan lýðræðis- skipulaginu. Þess vegna hefur ríkisstjórnin sett hart á móti hörðu“. Stjórn Tambronis, sem tók við völdum í apríl sl., er 20. ríkis- stjórnin á ítalíu síðan Mússólíni fór frá völdum. Tambroni fékk með naumindum traustsyfirlýs- ingu í þinginu, og var hún bund- in þeim skilyrðum, að hann færi ekki með völd nema til haustsins, og að hann afgreiddi áðeins fyrirliggjandi mál. Þessi svokallaða „sumarstjóm“ eða „ólympíustjóm“ er því aðeins bráðabirgðastjórn. Má vænta nýrrar stjórnarkreppu með haustinu. Hinar tíðu stjórnarkreppur og veiku minnihlutastjórnir, sem verða að sigla milli skers og báru, til þess að afla sér meiri hluta, minna menn á ástandið í Frakklandi áður en de Gaulle tók við völdum. Vandræðin stafa af mörgu. Flokkaskiptingin á ítalska þing- inu er þannig, að stjórnarmynd- anir eru miklum vandkvæðum bundnar. Kristilegi lýðræðis- flokkurinn er sem kunnugt er stærsti flokkurinn og hefur farið með völd síðan stríðinu lauk. En hann hefur ekki meiri hluta á þinginu og er þar að auki mjög sundurþykkur. Hafa því van- máttugar minnihlutastjómir tek- ið við hver af annarri og stund- um orðið að leita stuðnings öfga- kenndra flokka. Hin miklu áhrif, sem páfinn hefur á ítölsk stjóm- mál, auka oft örðugleikana. Hve torvelt er að mynda stjórn sáu menn greinilega, þeg- ar Segni fór frá völdum í febrú- ar sl. Hann naut m. a. stuðnings hins svokallaða frjálslynda flokks, sem er mjög afturhalds- samur þrátt fyrir nafnið. Vinstri vængur kristilega lýðræðis- flokksins kunni þessu illa og vann þess vegna að því að afla stjórninni stuðnings vinstri- litaðra flokka. Frjálslyndi flokk- urinn sakaði því Segni-stjórnina um vinstristefnu og hætti að styðja hana. Segni sagði af sér. Eftir tveggja mánaða stjómar- kreppu myndaði Tambroni stjóm í byrjun apríl. Hann fékk trausts- yfirlýsingu á þinginu, en ekki nema með atkvæðum nýfasista. Þetta gerði að verkum, að þrír ráðherrarnir sögðu strax af sér. Þeir vildu ekki vera háðir stuðn- ingi nýfasista. Tambroni varð því að senda forsetanum lausn- arbeiðni. Fanfani reyndi árang- urslaust að mynda vinstrilitaða atjórn. Gronchi forseti bað þá Tambroni að sitja áfram við völd, og féxk stjóm hans meiri hluta þingsins með sér með framannefndum skilyrðum. Var það aftur með aðstoð nýfasista. Þennan stuðning af hálfu öfga- flokks, sem öllum lýðræðisflokk- um er illa við, hafa kommúnist- ar fært sér í nyt og notað sem átyllu til að skapa óeirðir víðs- vegar í landinu. Kristilega lýðræðismenn vant- ar 26 þingsæti til þess að hafa meiri hluta. Vilji þeir mynda stjórn án stuðnings öfgakenndra flokka, verða þeir að fá nokkra smáflokka í lið með sér, nefni- lega jafnaðarmenn Saragats, lýð- veldisflokkinn og nokkra óháða þingmenn. En þetta yrði tæpur og sundurþykkur meiri hluti, enda óvíst, að slík samvinna geti skapazt. Stjórn með öflugan meiri hluta þings að baki sér verður ekki mynduð nema með stuðningi öfgakendra flokka, nefnilega annaðhvort nýfasista og konungs sinna til hægri eða sósíalista- flokks Nennis til vinstri. í flokki kristilegra lýðræðismanna eru mjög skiptar skoðanir um það, hvor leiðin sé heppilegri. Þarna skiptir líka togstreita milli páfans og Gronchi ríkisfor- seta miklu máli. Gronchi iítur svo á, að forset- anum beri að reyna að leiða stjórnmál landsins inn á þá braut sem hann telur heppilegasta. Stefna hans er í stuttu máli: ap- ertura a sinistra. Hann vill opna dyrnar til vinstri. Hefur hann því hvað eftir annað reynt að koma því til leiðar, að kristilegir lýðræðismenn leiti samvinnu við Nenni-sósíalista. Gronchi byrjaði á stúdentsár- unum að taka þátt í stjórnmál- um. Hann var ráðherra í stjórn Mússólínis, en sagði fljótlega af sér, þegar hann sá hvert Mússó- líni stefndi, og snerist á móti honum. Gronchi flúði þó ekki * Skógræktin vinnur að náttúruvernd Hákon Bjarnason, skógrækt arstjóri, er ekki aldeilis sam- mála greininni eftir Finn Guð mundsson, fuglafræðing, um náttúruvernd og skógrækt, sem Velvakandi birti kafla úr sl. miðvikudag. Hákon átti i gær tal við Velvakanda. Kvaðst hann undrandi á þessum'stóru orð- um Finns, sem fram koma í greininni. Skógrækt ríkisins hefði umfram alla aðra stuðl- að að náttúruvernd. Þórs- land eins og margir aðrir and- fasistar. Hann hafði ofan af fyrir sér með ýmsum störfum, m. a. með því að selja slifsi. Sumir kalla hann slifssalann í forseta- embættinu, en þó ekki í niðrandi merkingu, því Gronchi er há- menntaður og mikill hæfileika- maður. Eftir stríðið var hann einn af stofendum kristilega lýðræðis- flokksins. Hann hefur haft marg- formi sem nú er, ef hún hefði ekki verið afgirt árið 1926. Þá væri allur skógur þar upp- rættur nú. Sama væri að segja um Ásbyrgi, sem var um sama leyti. Þar væru ekkert nema lyngmóar, ef ekkert hefði ver ið að gert. Og ekki bæru Vaglaskógur og Hallorms- staðarskógur síður vott um náttúruvemdun. • Tillit tekið til sérstakra staða Þá sagði Hákon, að á fundi ar trúnaðarstöður á hendi, verið þingforseti, ráðherra o. fl. og var árið 1955 kosinn ríkisforseti með miklum meiri hluta. Gronchi er umdeildur forseti. Sumum finnst afskipti hans af stjórnmálum meiri en góðu hófi gegnir, þegar á stöðu hans er litið. Hægri hluta kristilegra lýð- ræðismanna er í nöp við hann, af því að hann þáði stuðning Nenni-sóSíalista og kommúnista við forsetakosninguna. Flokks- stjórn kristilegra lýðræðismanna óskaði annan mann kosinn. Gronchi er eins og mörgum öðrum ífölskum stjórnmálamönn- Skógræktarfélaganna á Hól- um hefði verið samþykkt að taka sérstaklega tillit til þess ef um sérstaka staði væri að ræða. Þetta ætti dr. Finni að vera kunnugt um. Um þá staði, sem nefndir voru sem dæmi í umræddri grein, sagði Hákon, að á Bæj- arstað væri nú ekkert barrtré. Og það sem skógræktarfélögin í hinum einstöku sveitum vildu gera, eins og t. d. við Dimmuborgir og Dverghamar á Síðu, því væri ekkert hægt að hafa á móti, að því er hann gæti bezt séð. um ljóst, að mikjar umbætur í landinu eru nauðsynlegar. Ná- lega 2 milljónir manna hafa enga atvinnu, þótt atvinnulif landsins sé í miklum blóma. Fátæktin í Suður-ltalíu er afskapleg og fá- fræðin mikil. Milljónir manna kunna hvorki að lesa né skrifa. Nálega allir atvinnuleysingjarnir eru svo vankunnandi, að mjög erfitt er að útvega þeim eitthvert starf. Fyrir 10 árum var hinn svo- kallaði „Cassa per il Mezzogi- orno“ (Hjálparsjóður Suður- ítalíu) stofnaður. Var þá ákveðið Framhald á bls. 23 sagði Hákon að sr. Jóhann Hannesson hefði sagt sér í fyrra, að hann vildi ekki fyrir nokkra muni missa fururnar. Þær gerðu staðinn svo miklu hlýlegri og meira aðlaðandi, einkum á veturna, auk þess sem skordýralíf og fuglalíf yk ist í skjóli þeirra. Og Finnur ætti ekki að hafa neitt á móti því að fá eitthvað af fuglum þarna, sagði Hákon. Við plöntum að sjálfsögðu í þær girðingar. sem við eigum hingað og þangað, hélt hann áfram máli sínu. Svo er ann- að, sem við verðum að taka ákvörðun um, og það er hvort við eigum ekki að reyna að rækta á þessu landi okkar það sem hægt er og færir okkur mest í aðra hönd, en horfa ekki aðeins á náttúrufegurð- ina. Ég hefði líka gaman af ef Finnur vildi útskýra betur þetta þj óðarkomplex, sem hann talar um sagði Hákon að lokum. ♦ Hve langt niður og UPP í samfbandi við hugleiðingar Velvakanda um lofthelgi landa og landhelgi niður í jörðina 1 dálkunum í fyrra- dag, var honum sögð eftirfar- andi saga: Bóndi nokkur spurði eitt sinn, er deilt var um landa- merki, Magnús Torfason.sýslu mann: — Hvað á ég langt langt niður? — Ja, hvað á skrattinn langt upp? sagði Magnús. — og grafa undan lýðræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.