Morgunblaðið - 17.07.1960, Page 23

Morgunblaðið - 17.07.1960, Page 23
Sunnudagur 17. júlí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 Fjórir árekstrar í sólskinimu í gœr LAUST fyrir kl. eitt í gær, varð árekstur í Snorrabrautinni. Litl- um bxl var ekið áfram á amerísk- an leigubíl, með þeim afleiðing- um að sá litli stórskemmdist. Þessi árekstur varð skammt sunnan gatnamótanna við Flóka- götu. Lítilli stundu áður hafði annar árekstur orðið kippkorn frá þessum stað.norðar þó. Var þessi síðari árekstur hinn fjórði í röðinni frá því kl. 10 í gær- morgun, að sögn Borgþórs Þor- kellssonar. Ekki hafði orðið slys á ökumönnum eða farþegum. í>að var mönnum hrein ráðgáta hvað va’dið gæti svo mörgum ó- höppum á ekki lengri tíma. Sum- ir þessara bíla skemmdust mik- ið. T. d. hafði einn þeirra, aust- — Sfyrktarfélag Framh. af bls. 17. Patreksfjörður: Bogi Þórðarson, kaupfélstj. — ísafjörður: Harald Aspelund, bifr.elm. — Hólmavík: Friðjón Sigurðsson, sýsluskrifari. — Blönduós: Ólafur Sveinsson. — Sauðárkrókur: Svafar Helgason, verzlm. Eins og fyrr er frá skýrt um starfsemi Styrktarfélagsins og á- hugamál þess, væntir félagið að landsmenn bregðist vel við eins og svo oft áður og kaupi haþp- drættismi-ða félagsins. Nauðsyn þess að ný hælisbygging risi hið fyrsta af grunni, er aðkallandi, þar sem um 600 vangefnir eru í landinu, sem þyrftu hælisvistar, en aðeins 150 vistmenn eru nú á þeim hælum, sem starfrækt eru. — Stjórnleysi Framh. af bis. 6. að vérja á 12 árum 1.280 milljörð um líra til uppbyggingar hinna fátæku og vanyrktu suður- ítölsku héraða. Seinna hefur þessi upphæð verið hækkuð upp í 20.000 milljarða. Margt hefur þegar verið gert þarna til bóta, en mikið er ennþá ógert. Gronchi lítur svo á, að óhjá- kvæmilegar umbætur í landinu verði allt of hægfara, ef ríkis- stjómin er háð stuðningi af hálfu hægrimanna. Þess vegna vill hann ieita samvinnu við Nenni-sósialista, sem er þriðji stærsti flokkurinn og hefur 84 sæti á þinginu. í páfagarði geðjast mönnum ekki að vinstristefnu Gronchis. Þar hefur forsetinn aldrei átt vinsældum að fagna, og ekki bætti það úr skák, þegar hann fór til Moskvu snemma á þessu ári. Páfastjómin lítur svo á, að ekki sé mikill munur á kommún- istaflokknum og Nenni-sósíalist- um. Stjórnarsamvinna við Nenni geti því ekki komið til mála. Afstaða páfastjórnarinnar skipt ir auðvitað miklu. Sagt hefur verið, að páfinn sé áhrifamesti stjórnmálaleiðtoginn á Italíu. — Háttsettur maður í páfagarði sagði nýlega, að 12 milljónir kjós- enda, sem greitt hafi kristilega lýðræðisflokknum atkvæði, séu í rauninni hjörð páfans. Vænti páfinn því þess, að flokkurinn forðist allt, sem geti veikt að- stöðu kirkjunnar. Hægri hluti kristilega lýðræðis flokksins vill ekki taka samvinnu við Nenni-sósíalista í mál. En vinstri hluti þessa fjölmenna flokks vill reyna að skapa mögu- leika fyrir samvinnu við Nenni. Þessir menn viljá reyna að losa hann úr greipum kommúnista. Annað mál er það, hvort þetta tekst. Margir efast um það. Vilji Nenni ekki slíta allri samvinnu við kommúnista, einnig í verka- lýðsfélögunum, þá fara áformin um vinstrilitaða stjórn með öfl- ugan meiri hluta þings að baki sér, líklega út um þúfur. Páll Jónsson. ur-þýzkur plastbill, „hrunið að framan", eins og lögreglumaður komst að orði. — Bygginga- kostnaður Framh. af bls. 2 vandamál bættra byggingar- hátta, er leiða mundu af sér um- ræddar læk'kanir á bygginga- kostnaðinum. Eins og við er að búast skortir þá hins vegar nægi- legt fjármagn til að geta á eigin spýtur borið uppi nauðsynlegar rannsóknir og tilraunir. Hér á landi hefur engu fjármagni ver- ið til skipulegra byggingarrann- sókna á sama tíma og aðrar þjóð- ir hafa varið miklu og siauknu fé í slíku skyni með mjög góð- um árangri. Virðist því vera brýn þörf á, að tekin verði upp ný stefna í þessum málum og að ríkisvaldið hlaupi hér undir bagga. Óheppileg þróun í sambandi við athuganir sín- ar benda þeir byggingásérfræð- ingarnir á , að mikil fjárfesting í íbúðabyggingum sé ein af or- sökum verðbólgunnar og hún stuðli svo aftur að óeðlilegri fjár festingu í stórum og dýrum íbúð- um. Með þjóðarhag í huga sé því nauðsynlegt að stöðva þessa hringrás. Menn þurfi að gera sér vandamálið Ijóst — og útbúa heilbrigða áætlun um íbúða- byggingar. Sérfræðingarnir Byggingafræðingurinn banda- ríkis, Robert L. Davison, sem i upphafi var nefndur, mun enn dveljast hér um hálfs árs skeið og halda áfram athugunum sín- um á þessu sviði. Þeir, sem aðal- lega hafa með honum starfað, eru verkfræðingarnir Gústaf Pálsson, Haraldur Ásgeirsson, Ólafur Jensson og Steingrímur Hermannsson, tveir arkitektar Manfreð Vilihjálmsson og Skúli Norðdahl, og Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri, auk Ólafs Steinars Valdimarssonar hag- fræðings. Útsvarsskrá Stykkishólms •» lögð fram STYKKISHÓLMI, 15. júlí: — Út- svarsskrá Stykkishólms var lögð fram í gær. Er útsvareupphæðin 1748 þús kr., sem jafhað er niður á x-úmlega 300 gjaldendur. Hæst útsvör bera Sigurður Ágústsson kr. 154 þús. og Kaup- félag Stykkishólms kr. 130 þús. Fjárfhagsáætlun hreppsins er að niðuretöðutölum 2055 þúsund og eru hæstu gjaldaliðir þessir: Líf- tryggingar 300 þús., menntamól 260 þús., vegamál 140 þús. og til heimavistar við barnaskólann 100 þús. —■ íþróttir Frh. af 6ls. 1 frá Grétari og Guðjón neglir inn í markið viðstöðulaust. ,,Nú er óhætt að kaupa íspinna, hrópar Jón Magnússon í stúk- j unni, og bauð öllum nærstöddum , íspinna. — Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, þó tæki- æri gæfust oft góð fyrir bæði liðin. Guðmundur Óskarsson var í þessum leik eins og fyrr, orðinn þolvana í síðari hálfleiknum, og fyrir það missti hann mark á 27. mín. ) Á 40. mín. datt Geir markmað- ur Fram óvart fyrir knöttinn og bjargaði marki. Þannig rak hver tilviljunin aðra á báða bóga svo of langt mál yrði upp að telja. Fram betri Fram átti ekki betri né fleirri marktækifæri í þessum leik, en ÍBA og leikur Fram var ekki áberandi betri en Akureyring- anna, en Fram hefir keppnis- reynslu fram yfir Akureyring- anna og það bjargaði þeim. 1 Akureyrarliðinu eru margir efni- legir og ungir leikmenn, sem hafa byrjað rétt, með að æfa upp knattmeðferð. Ef þeir hefðu meiri keppnisreynzlu, er ekki nokkur vafi á að lið þeirra myndi vera hættulegt hvaða Reykjavíkurliði sem er. Það sem bjargar þeim í dag eru nokkrir reyndir menn í liðinu, eins og t. d. Haukur Jakobsson, sem var sem kjölfesta í vörninni með taktiskum leik sínum. Steingrímur Björnsson miðherji er skemmtilegur leik- maður og eldsnöggur og átti lands liðsmaðurinn Rúnar Guðmansson fullt í fangi með hann. — Á.A. Móðlr okkar ÞÓRUNN ÞORVALDSDÓTTIR KRÖYER Háteigsveg 25 andaðist í Landakotsspítala 16. júlí. Börn og tengdabörn Móðir okkar og tengdamóðir ÞORBJÖRG GlSLADÓTTIR frá Gíslaholti andaðist 16 þ.m. Börn og tongdaböm Hjartkær eiginkona mín, RAGNHILDUR EGILSDÓTTIR andaðist að heímili sínu í Hafnarfirði 16. júlí sl. Björn Helgason Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR Sjafnargötu 9 fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjud. 19. þ.m. kl. 1,30 e.h. Sveinn Ólafsson, Hansína Guðjónsdóttir Baldur Ölafsson, Halldóra Ólafsdóttir, Hrefna Ólafsdóttir, Geir Ólafsson og barnabörn Maðurinn minn, AXEL W. GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, mánudaginn 18. þ.m. kl. 1.30. Anna Guðmundsdóttir Útför eiginmanns míns JÓNS B. VALFELLS kaupmanns fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 20. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Blóm og kransar afbeðnir. Svava Valfells. Dóttir mín GUÐRÚN SIGURÐARDÖTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju, mánudaginn 18. júlí kl. 3 e.h. Sigurður Ólafsson, rakarameistari Okkar elskulega eiginkona, móðir, tengdamamma og amma ÞORBJÖRG AGÚSTA EINARSDÓTTIR og fósturdóttir og dóttir ÞORGERÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR sem létust af slysförum, mánudaginn 11. þ.m. verða jarð- sungnar frá Hvalsneskirkju, þriðjudaginn 19. júlí M. 3 e.h. — Blóm afþökkuð, en þeir sem að vildu minnast þeirra, gjöri svo vel og láti líknarstofnanir njóta þess. Bílferð verður frá Bifreiðastöð Steindórs kl. 12 á hádegi. Fyrir hönd vandamanna: Axel Jónsson og Friðrikka Pálsdóttir Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR F. RUNÓLFSSON vélstjóri er lézt 10. þ.m. verður jai-ðsettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. júlí kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Guðfinna Ármannsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Öllum þeim er auðsýndu okkur samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar MAGNÚSAR ARNASONAR Bólstaðarhlíð 26 þökkum við af alhug Sigurborg Steingrímsdóttir og börn u»u» 'ii imwn ni—hmi ■ if — ? - ■, Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HJALMFRIÐAR andreu hjálmarsdóttur Meðalholti 2 Sérstaklega þakkir til lækna, hjúkrunarkvenna, starfs- fólks og stofusystra st. 104 Vífilstöðum fyrir góða hjúkr- un og aðhlynningu í langvarandi veikindum. Jón Kerúlf Guðmundsson Friðrikka Jónsdóttir, Ingólfur Þórðarson Aðalbjörg Guðnadóttir, Arinbjörn Kuld og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.