Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 8
8 MORCr\PT4»1Ð Þriðjudagur 19. júlí 1960 Landsliðið við flugvél Flugfélagsins á Reykjavíkjirflugvelli. Landsliöiö í Noregi í GÆRMORGUN hélt landslið íslands í frjálsum íþróttum utan til Noregs. Þar bíður liðsins það verk- efni að heyja keppni við 5 önnur lið frá þremur þjóð- um. Háð verður í Ósló á morgun og fimmtudag, „fjögra landa keppni“ í venjulegum landsliðsgrein- um. Löndin fjögur sem hér er um að ræða eru ísland Nor- egur, Danmörk og Belgía. Liðin sem mætast eru þó 6 talsins, því Norðmenn er annast keppnina tefla A-, B- og C-landsliði sínu fram. Frá hinum löndun- um er einn maður í hverri grein og keppa um stig„ sem veitast þannig, að 1. maður hlytur 7 stig, 2. mað ur 5 stig, þriðji 4, fjórði 3, fimmti 2 og sjötti 1 stig. Þetta er nýstárlegt fyrir- kdmulag landskeppni, en keppni þessi verður áreiðan- lega mjög tvísýn og skemmti- leg. Ber þar margt til. 1 fyrsta lagi gefur það smáþjóðum með litla hópa afreksmanna í hverri grein kost á að látaí toppmenn sína njóta sín. Fyr- ir ísland er þetta sérlega þýð- ingarmikið, því við eigum í mörgum greinum frjálsra íþrótta mikla afreksmenn, sem sóma sér vel í hópi beztu manna stórþjóða. En við eig- um í fæstum greinum tvo „toppmenn". Af þéim sökum er keppnin í Osló sér .ega hent ug fyrir okkur hvað fyrir- komulag snertir. Liðið verður skipað sem hér segir: 100 m hlaup: Hilmar Þor- björnsson Á. 200 m hlaup: Hilmar Þor- björnsson, Á. 400 m hlaup: Hörður Har- aldsson, Á. 800 m hlaup: Svavar Markús son, KR. 1500 m hl.: Svavar Markús- son, KR. 5000 m hlaup: Kristleifur Guðbjörnsson, KR. 1000 m hlaup: Hafsteinn Sveinsson HSK. 110 m grindahlaup: Pétur Rögnvaldsson, KR. 400 m grindahlaup: Guðjón Guðmundsson, KR. 3000 m hindrunarhlaup: Haf steinn Sveinsson, HSK. 4x100 m boðhlaup: Hilmar Þorbjörnsson, Á; Vilhjálmur Einarsson, ÍR; Valbjörn Þor- láksson, ÍR; Hörður Haralds- son, Á. 4x400 m boðhlaup: Hörður Ilaraldsson, Á; Svavar Markús son, KR; Guðjón Guðmunds- son, KR; Þórir Þorsteinsson, Á. Hástökk: Jón Pétursson, KR. Langstökk: Vilhjálmur Ein- arsson, ÍR. Þrístökk: Vilhjálmur Einars son, ÍR. Stangarstökk: Valbjörn Þor- láksson, ÍR. Kúluvarp: Gunnar Huseby, KR. Spjótkast: Valbjörn Þorláks- son, ÍR. Kringlukast: Hallgrímur Jónsson, Á. Sleggjukast: Þórður Sigurðs son, KR. Fararstjóri er Stefán Krist- jánsson, formaður laganefnd- ar FRÍ. Ing berst um Fyrirliði liðsins á leikvelli er Vilhjáimur Einarsson. Stærstu stjörnur þessa liðs eru þeir þrír menn sem náð hafa lágmarkinu til Rómar- ferðar, Valbjörn Þorláksson, Viihjálmur Einarsson og Hilm ar Þorbjörnsson. Þeir munu þó allir fá harða keppni og engan veginn öruggt að þeir hreppi efsta heiðurssess í sín- um greinum. Og það er sannarlega mjög erfitt að spá um úrslit þess- arar keppni. Talnalega séð sjálfstætt fyrir hvert land á Noregur (A-lið) mesta mögu- leika, síðan Belgar og þá ís- lendingar. En þegar keppt er um stig eftir þeim reglum er hér gilda, þá ræður það næst- um öllu um endanleg úrslit hvaða stigum hver þjóð „stel- ur“ frá annari. Þ. e. a. s. þegar tvísýnt er um úrslit getur ráð- ið miklu hvort Belgíumaður- inn verður í 2. eða 5. sæti og hlýtur 5 eða 2 stig, eða hvort Norðmaðurinn verður í 1. eða 3. sæti og hlýtur 7 eða 4 stig. Vilhjálmur fyrirliði landsliðsins dýrmæt stig Þessar tvísýnu greinar eru margar og gera alla spádóma lítilsgilda. Ein þeirra er kúlu- varpið. Þar getur hálfur meter skipt öllu máli. Varpi Huseby t.d. 15.70 m getur hann hlotið fyrsta sæti og 7 stig Varpi hann 15.20 m kann hann að hljóta neðsta sæti og aðeins 1 stig. Vegna þessara. óvissu greina þar sem centimetrar eða sek- úndubrot skera á milli jafn- vel 7 og 1—2 stiga, getur hið óvænta skeð í þessari keppni. Þegar þess er og gætt, að okkar 'liðsmenn sem berjast hér við rok og erfiðar veður- aðstæður langst af, hafa yfir- leitt alltaf náð betri árangri erlendis en hér heima, þá er ekki útilokað, þó af bjartsýni sé talað, að þeim takizt að hreppa annað sætið. Me/ra um íþrótfir bls. 18 Óvœnt úrslit; Keflavík vann Akureyri VEÐURGUÐIRNIR hafa ekki verið hliðhollir knattspyrnu- mönnum á Suðurnesjum í sum- ar. Venjulega hefur verið rok eða rigning, þegar leikir hafa farið fram, nema þá að hvorttveggja hafi verið. En á sunnudaginn brá til hins betra. Heit júlísólin helti geislum sínum yfir grænan gras- völlinn í Njarðvík, þegar lið ÍBA og ÍBK hlupu inn á völlinn. — Ahorfendumir hreiðruðu um sig í grasigróinni brekkunni og þeir jakalegustu af piltunum fóru úr skyrtunni og létu sólina skína á brjóstkassann. Það var beðið eftir þessum leik með nokkurri eftirvæntingu, því almennt var talið að það lið, sem tapaði leiknum, tapaði einn- ig sæti sínu í fyrstu deild. Hér var því til mikils að vinna fyrir báða aðila. Nokkrar breytingar höfðu ver- ið gerðar á báðum liðum, t. d. lék Skúli Skúlason nú aftur með ÍBK í stöðu vinstri innherja og Haukur Jakobsson hafði flutt sig í framlínuna og lék hægri inn- herja fyrir ÍBA. Akureyringar byrjuðu á upp- hlaupi, sem brotnar á Hafsteini, og þegar á annarri mínútu nær ÍBK skemmtilegu upphlaupi með góðum skiptingum Skúla, Högna og Páls, sem endar með tveim hornspyrnum, sem notast ekki. Liðin skiptast á með upphlaup og þreifa fyrir sér og á 9. mín- útu á Skúli hörkuskot eftir góða fyrirgjöf frá Högna, en knöttur- inn fer öfugu megin við stöng- ina. Örfáum mínútum síðar á Skúli aftur gott skot, sem lendir í varnarleikmanni og knötturinn hrekkur út fyrir endamörk. Á 16. mínútu eiga Akureyring- ar sitt fyrsta marktækifæri, þeg- ar Þórhallur bjargar á línu skalla bolta, en þegar á næstu mínútu nær ÍBK góðu upphlaupi; Skúli gefur fyrir markið til Högna, sem rennir knettinum til Hólm- berts, sem skaut í þverslána, knötturinn hrekkur út til Skúla, sem sendir þrumuskot í netið. Liðin skiptast á með upphlaup á næstu mínútum og eru Kefl- víkingar öllu hættulegri fyrir framan mark iBA. Það er ekki fyrr en á 32. snín., sem mark iBK kemst í hættu, þegar Jens átti gott skot og tveim mínútum síðar á Haukur Jakobsson hörku- skot í þverslá. Og stangarskotin halda áfram, því einni mínútu síðar á Skúli Skúlason stangar- skot og Sigurður Albertsson skot í þverslá af 25 metra færi. Á 41. minútu kemst Haukur inn fyrir vörnina, en skaut í fangið á úthlaupandi markverði. Hálfleiknum lauk 1:0 fyrir ÍBK. I síðari nálfleik léku Keflvík- ingar undan nokkurri golu og þegar á annarri mínútu tekur Páll Jónsson aukaspyrnu fyrir utan vítateig, gefur fyrir markið, þar sem Högni er vel staðsettur og skallar í hendurnar á Einari markverði, sem missir knöttinn inn í markið. Akureyringar ná nú góðri sóknarlotu og á 5. mínútu er Páll hægri útherji kominn inn á vítateig í skotfæri, þegar Haf- steinn kom aðvífandi og kippti honum til hiiðar. Heppinn að sleppa við vítaspyrnu þar. ÍBA ræður miðju vallarins um tíma og Haukur á skot framhjá úr dauðafæri, Tryggvi á gott skot og vinstri innherji brennir af fyrir opnu marki. Á 16. mínútu á Þórhallur Stígs- son gott skot af löngu færi á mark ÍBA. Knötturinn kemur neðan í þverslána, niður á mark- línu og hrekkur út aftur. Á 21. mínútu skoruðu Akur- eyringar sitt fyrsta mark eftir gott upphlaup, þar sem Stein- grími tókst að opna vörn Kefl- víkinga og gefa síðan knöttinn til Skúla Agústssonar, sem skor- aði viðstöðulaus. Þremur mínútum síðar er önnur aukaspyma . á ÍBA, sem Páll framkvæmdi á sama hátt.og hina fyrri, en Högni tók við knettinum og skallaði að marki, en knötturinn hrökk í Jens Sum- arliðason og af honum í netið. Keflvíkingar herða nú sóknina og á 29. mínútu gaf Hólmbert góðan knött fyrir markið og Högni var vel staðsettur og skall- aði í netið. Rúmri mínútu síðar átti Tryggvi Georgsson gott skot af vinstra kanti, Heimir hálfver, en missir knöttinn frá sér til Páls, sem skorar auðveldlega og staðan er 4:2. Keflvíkingar sækja á og Páll Jónsson rennir knettinum á 33. minútu fyrir tærnar á Högna, sem er í dauðafæri, en tekst að koma knettinum yfir þverslána. Nokkrum mínútum síðar skorar Páll Jónsson fimmta mark Kefl- víkinga eftir mjög skemmtilegt og vel útfært upphlaup, þar sem knötturinn gekk viðstöðulaust á milli Högna, Skúla og Páls, þar til tækifænð hafði verið skapað. iBA gefst ekki upp og mark- tækifærin iáta ekki standa á sér. Á 40. mínútu bjargar Gunnar Albertsson ó línu og mínútu síð- ar ætlar hann að gefa knöttinn til Heimis úti á vitateigslínu, en hægri útherji ÍBA nær knettin- um og rennir honum þvert fyrir opið og mannlaust markið. Stein- grímur er fljótur að knettinum, en í stað þess að ýta knettinum lauslega í opið markið, átti að skjóta og knötturinn lyftist yfií þverslána. Þarna varð lítið úr góðu tækifæri. Leiknum lauk með nokkuð óvæntum sígri Keflvíkinga, 5:2. Eftir að hafa séð leik Akur- eyringa gegn Fram á Laugardals- vellinum, þá kom víst fáum til hugar að ÍBK myndi sigra með yfirburðum. En Keflvíkingarnir sýndu að með því að breyta um leikaðferð þá eru til nægilega sterkir einstaklingar í liðinu til að gera það að hættulegum keppinaut. Koma Skúla Skúla- sonar í stöðu innherja ger- breytti framlínunni og samleik- ur Skúla, Högna og Páls var oft með ágætum. Liðið reyndi yfirleitt að leika knattspyrnu, en þó kom fyrir að vörnin var óþarflega gróf í hreinsunum sínum. Beztu menn liðsins voru Skúli Skúlason og Páll Jónsson, sem nú lék sinn bezta leik á sumrinu. Högni er hættulegur miðframherji, en þó hefur hann nú hvorki þá skot- hörku né flýti, sem einkenndi leik hans í fyrra. Guðmundur Guðmundsson var óvenju þungur og svifaseinn og Hafsteinn átti í nokkrum erfiðleikum með Stein- grím, en annars stjórnaði hann liðinu röggsamlega. Lið ÍBA átti oft góðan leik á miðju vallarins, leikmennirnir hafa yfirleitt góða knattmeðferð og ná góðum.samleik upp að víta- teig, en þá fer allt í handaskol- um. Tryggvi var of lítið notaður í framlínunni, því frá honum koma góðar og oft vel hugsaðar sendingar. Haukur var duglegur, en hraði og knattleikni Stein- gríms bregzt þegar að markinu er komið. Framverðirnir áttu all- ir góðan leik. Dómar> var Guðbjörn Jónsson. — B. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.