Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 18
18 MORGVMiEIÐlV triðjudagur 19. iúlí 1960 Fram hefir forystu - en KR er sem skuggi Jóhann Eyjólfsion Islandsmeisfari í golfi TVEIR leikir íslandsmóts 1. deildar voru leiknir um helg- ina og voru hvor öðrum þýð- ingarmeiri fyrir liðin sem mættust. Á Akranesi mættust Akurnesingar og KR-ingar. I>ar var um það teflt fyrst og fremst, hvort þessara liða ætti áfram að eiga möguleik- í SÓLBJÖRTU veðri en nokkrum vestanstrekkingi mættust tvö af „toppliðum" 1. deildar, KR og Akranes, á hinum nýja grasvelli Akurnesinga. Á annað þúsund manns sólaði sig á grasi grónum áhorfendasvæðunum, en fyrir neðan bakkann þar sem völlur- inn er á, var allmargt manna í sólbaði í mjúkum sandi Langa- sands. V estanstrekkingurinn setti sinn svip á leikinn. Akurnesingar kusu að leika undan honum í fyrri háífleik og náðu betri tökum á leiknum en KR-ingar. Áttu Skaga menn mun fleiri og hættulegri tækifæri í hálfleiknum en KR- ingar. ★ 2:0 — 2:2. En fyrstu tvö mörkin fengu þeir ódýrt. Stóð 2:0 eftir stund arf jórðungsleik — og blés ekki byrlega fyrir íslandsmeistara KR. Fyrsta markið skoraði Ingv- ar Elísson næsta óvænt. Fékk hann knöttinn frá KR-ingi þar sem hann stóð inn við mark- teig. Htt markið skoraði Helgi Björgvinsson eftir önnur mis- tök í vörn KR. En KR-ingar féllu ekki sam- an — heldur hertust við mót- lætið og á næstu 20 mín. fá þeir jafnað. Um miðjan hálf- leikinn skorar Sveinn Jónsson af stuttu færi með föstu skoti úr sendingu frá Þórólfi Beck. Nokkru síðar jafnar Þórólfur Beck með laglegum skalla. Fyrri hálfleikurinn var skemmtilegur og bæði liðin áttu góða leikkafla. KR-ingar áttu hins vegar við örðuleika að etja af sól og vindi. Og aftur forysta Og rétt fyrir leikhlé tekst Ingvari að tryggja Akranesi forystu aftur. Sveinn Teitsson sendir vel fram og Ingvar átti góðan skalla, sem lenti í netinu. 1f Sókn KR Undir lok hálfleiksins varð Helgi Daníelsson markvörður að yfirgefa mark Skagamanna vegna smámeiðsla. Kom Kjartan Sigurðsson í markið í hans stað. Að hléi loknu hófu KR-ingar sókn og sóttu nær látlaust allan hálfleikinn. Höfðu þeir nú vind og sól í bakið og tóku smárn sam- an nær öll völd á vellinum. Voru framherjar þeirra æ ágengari við markið, útherjarnir virkii vel og hvert marktækitærið skapaðist af öðru. En vörn Skagamanna tókst að bægja hættunni frá, eða ann til að ógna sigri Fram í mótinu, en Fram heldur enn hreinni forystu með 4 Ieiki unna og einn jafnteflisleik. Leikar fóru svo að KR sigraði með 5 mörkum gegn 3. í Keflavík mættust Akur- eyringar og Keflvíkingar. Þar var háð ekki þýðingarminni skotin, sum góð, smugu framhjá. Þessa sókn KR braut Akraneslið- ið með nokkrum skyndiupphlaup um og voru Ingvar og Þórður út- herji virkastir. ★ Þrjú mörk á 4 mínútum Á 11. mín. sækja KR-ingar upp vinstri kant, fyrirsending- Gunnars er stöðvuð en Helgi Jónsson nær að senda fram til Sveins sem gefur Þórólfi í eyðu á vítateig og Þórólfur skorar viðstöðulaust, án þess að markvörður fengi tíma til að átta sig. Tveim min. síðar sækja KR-ingar upp hægri kannt. Örn gefur inn á til Reynis sem Iyftir knettinum inn í vítateiginn, þar sem Jón Leós gætir Þórólfs, en Þórólf- ur fær skallað — og skorað. KR hefur náð forystu. Tveim mín. síðar er KR enn í sókn. Örn sækir upp hægri kant en hinir fylgja vel. Örn miðjar og Ellert fær knöttinn í góðu færi, eftir gróf mis- tök Jóns Leós og sendir hann barátta, því teflt var um það fyrst og fremst hvort félagið héldi velli í fyrstu deild. Með sigri hefðu Akureyringar get- að tryggt veru sína í deild- inni. En leikar fóru svo, að Keflvíkingar sigruðu með 5 mörkum gegn 2 og þar með reka Akureyringar lestina í deildinni — þó þar með sé ekki endanlega fyrir séð um það, hvaða lið „detti“ í 2. deild. ★ Eftir þessa helgi er staðan í 1. deild þannjg: LUJ T M S Fram ......... 5 4 1 0 13:7 9 KR............ 4 3 0 1 18:6 6 Akranes ...... 5 2 2 1 14:9 6 Valur ........ 5 1 2 2 8:14 4 Keflavík ..... 6 1 1 4 8.17 3 Akureyri ..... 5 1 0 4 9:15 2 í netið með öruggri jarðar- spyrnu, 5:3 fyrir KR. ★ Þessi urðu úrslit leiksins. en áfram héldu KR-ingar sókn sinm og áttu ýms góð tækifæri og nokkui góð skot sem Kjartan varði og önnur er flugu framhjá. Leikur þeirra var mun tilbrigða- rikari en Skagamanna, sóknar- loturnar, sameiginlegur árangur allra framherjanna en hjá Skaga- mönnum byggðust skyndisókn að marki KR mest á tveim mönnum í senn, oftast Þórði Jónssyni og Ingvari. Undir lokin 'dofnaði nokkuð yfir leik KR-inga sem töldu sigur sinn öruggan. Akranes fékk þá eitt mjög gott færi. Atti Þórður skot af góðu færi, sem Heimir fékk varið en hélt ekki og Ingvar kom aðvífandi, en sendi fram- hjá. ÍSLANDSMÓTINU f gólfi lauk sl. sunnudag, en það hafði farið fram hér á golfvellinum í Reykja vík og hófst sl. fimmtudag. ís- landsmeistari -960 var Jóhann Eyjólfsson, Reykjavík, sigraði með 319 höggum, eftir mjög jafna og spennandi keppni við Ólaf Ág. Ólafsson, sem varð 2. með 322 högg og Svein Ársælsson, Vest- mannaeyjum, sem lauk keppn- inni 3. með 325 högg. — Öldunga meistari án forgjafar varð Jó- hann Þorkelsson, Akureyri, en með forgjöf Halldór Magnússon, Reykjavík. • Öldungakeppnin Öldungakeppnin hófst kl. 14 sl. fimmtudag og Iauk sama dag. Þátttakendur eru allir yfir 50 ára og leiknar eru 18 holur og keppnin tvíþætt, með og án for- gjafar. — Sigurvegari án for- gjafar varð Jóhann Þorkelsson, Akureyri og jafnframt varð hann 2. með forgjöf. — Keppnina með forgjöf vann Halldór Magnússon, Reykjavík, og var einnig 2. í keppninni án forgjafar. • Meistaraflokkur í meistaraflokknum var keppn FLUGSLYSIÐ og dauði hinna 8 vösku knattspyrnu- manna Dana hefur vakið þjóð arsorg í Danmörku. Einn af beztu knattspyrnumönnum Dana, Flemming Nielsen, sem er blaðamaður við Politiken, skrifar, ,að Danir verði að hætta við þátttöku í úrslita- keppni Rómarleikanna. Dansk ir knattspyrnumenn geti ekki í framtíðinni ferðazt flug- leiðis, hvorki innanlands né utan og þar með sé búið með þjálfun fyrir Ólympíuleik- ana“. Myndin er tekin rétt eftir að Jóhann Eyjólfsson hefur tryggt sér sigur í meistaraflokki, með því að hitta í síðustu holuna. Hann er léttur og kátur, en Ól- aftur Ág. Ólafsson starir enn i áttina til holunnar, þar sem kúlan fór niður, og þar með möguleiki hans á að verða ís- landsmeistari 1960. in afar tvísýn og var vart að sjá hver sigraði fyrr en komið var að síðustu holunni, en þá voru aðeins 3 högg sem skildu 1. og 2. Framh. á bls. 19. ★ ÓÁKVEÐIÐ Danska knattspyrnusamband ið tók þetta mál til meðferðar í dag. Á þeim fundi fékkst ekki endanleg rnðurstaða um það hvort hætt skyldi við þátttöku í Rómarleikunum. —• Endanleg ákvörðun um það verður tekin 27. júlí. Sá fundur sambandsstjórnar- innar verður haldinn rétt á und- an landsleik Dana og Ungverja, sem fram fer í Idrætsparken. Á undan þeim landsleik verður stutt minningarathöfn um hina 8 látnu Knattspyrnumenn, en öllum venjulegum hátíðabrigð- um við landsleik verður sleppt við þennan leik. ★ ENGIN SAMÆFING Samæfingar danska lands- liðsins verða ekki teknar upp fyrr en eftir þennan leik og knattspyrnumenn munu undir engum kringumstæðum ferðast flugleiðis innanlands á vegum knattspyrnusambandsins. —• Hin- ir 8 látnu verða ekki jarðsettir við sameiginlega útför. ★ ÍSLAND í STAÐ DANMERKUR Ef Danir hætta við þátttöku í úrslitakeppni í knattspyrnu- keppni Rómarleikanna, stendur sætið laust íslendingum. ís- lenzka landsliðið varð nr. 2 í riðli sínum í undankeppninni. Af þeim sökum er það af brennandi áhuga sem við fylgjumst með því hvort Danir, sem þó voru yfir- burðasigurvegarar í riðlinum, hætta við bátttöku. * ALLT I ÓVISSU Björgvin Schram, form. KSÍ, sem blaðið átti stutt við- tal við í gær sagði, að það yrði athugað gaumgæfilega hvort Island gæti tekið sætið, ef svo færi að Danir hættu við þátt- töku. Olympíunefndin yrði að segja til um það hvort fé væri fyrir hendi og dýrmætur tími hefði tapazt úr æfingum, sem aðrar þjóðir, er unnið hefðu rétt til úrslitakeppninn- ar hefðu haft til æfinga. Um þátttöku tslendinga í úrslitum, ef til kæmi, væri ekkert hægt að segja að svo komnu máli. Danir syrgja áffa unga meistara Dönsku knattspyrnumennirn ir átta, sem fórust í flugslys- inu við Kastrup á laugardag- inn, heyrðu allir til þess hóps manna, sem beztir eru í knatt- 'pvrnu í danmörku. Þarna á meðal voru margir vinir og fé:agar ísl. knattspyrnumanna, menn sem hér hafa ieikið og menn sem okkar knattspyrnu- menn hafa kynnzt í leikjum í Danmörku. Af 8 mönnum voru fjórir sem leika áttu í Olymp- íuliði Dana í Róm. Dönsk íþróttahreyfing syrgir átta af sínum „toppmönnum". íslenzk ir íþróttamenn drúpa höfði Þeir hafa misst sanna vini og samherja á sviði íþrótta. Dönsku íþróttamennirnir voru á leið til Herning til leiks milli B-landsliðs og unglinga- landsliðs, en sá leikur var lið- ur í Olympíuþjálfuninni Olympíuriðilinn unnu Danir — með aðstoð sumra þeirra er nú eru látnir. — íslenzkir knattspyrnumenn náðu öðru sæti i þeim riðli. Fyrir þremur vikum voru þrír valdir til Rómaríerðar. Hinn fjórði var í hópi þeirra fáu manna sem kallaðir voru varamenn ef einhver hinna skyldi forfallast á sumrinu. Þrír þeirra fjögurra hafa verið hérlendis. Hinir fjórir eru í hópi þeirra æskumanna Dana, sem bezt hafa staðið sig að undanförnu, leikmenn sem hafa náð þeirri tækni að geta tekið við af þeim sem eldri og reyndari eru, leikmenn sem sáu fram- tíðina blasa við í ljósbjörtum hillingum æskuáranna. Dönsk knattspyrna ‘ hefur mikils misst. Þeir voru prýði danskrar íþróttahreyfingar og þeirra verður sárt saknað. Þeir sem fórust voru: Per Funk Jensen markvörð- ur KB 21 árs, annar bezti markvörður Dana og hafði leikið 4 landsleiki og var val- inn til Rómar. Hann var vara- maður Dana í leiknum hér í fyrrasumar, en stóð í marki er ísland náði 1:1 í Kaup- mannahöfn í fyrra. Hann var ókvæntur. Börge Bastholm Larsen var 29 ára gamall. Hann hefur leik ið 11 landsleiki m. a. hér á landi. Hann átti konu og 4 ára son. Arne Karlsen KB hafði leikið 3 landsleiki. Hann var nýlega tvítugur og einn af efnilegustu knattspyrnumönn- um Dana og þessvegna valinn til Rómarferðar. Á miðviku- dag lék hann svo vel að hann var valinn í landslið Dana n.k. miðvikudag. KR-ingar þekkja hann af leikum þeirra ytra. Erik Jensen AB var 29 ára og reyndastur þeirra félaga, hafði leikið 20 landsleiki fyrir Dani. Hann var íslendingum að góðu kunnur, var fram- vörður bæði hér heima í fyrra og í leiknum ytra í ágúst. Hann var talinn knattleiknasti maður eftir stríðið. Hann var varamaður fyrir Rómarferð. Kurt Krahmer, KB var 22 ára. 18 ára komst hann í ung- lingalandslið og hefur einnig verið í B-landsliði. Isl. knatt- spyrnumenn þekkja hann af reynd í leik. Sören Andersen frá Fram átti ekki að fara í förina en vegna aJboðs var til hans kallað. Hann var 22 ára og þó orðinn markhæsti maður í 1. deild. Ib Eskildsen, Fram var 19 ára. Hann var uppgötvaður í vor og var þegar kominn í Kaupmannahafnarúrval og Unglingalandslið. Hann var sérlega efnilegur leikmaður. Erling Spalk frá Ikast. Hanð var 19 ára og honum var spáð mikilli framtíð í danskri knattspyrnu. — A.St. KR sá 2-0 envannsamt Island I Róm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.