Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1960, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 19. júlí 1960 MORGVNBLAÐIÐ 19 - Golf Framh. af bls. 18. mann. í keppninni eru í allt leikn ar 72 holur og var keppninni skipt þannig niður að á föstudag og laugardag voru leiknar 18 holur en 36 holur á sunnudag. • Úrslit: Islandsmeistari 1960 — Jóhann Eyjólfsson, Reykjavík — 319 högg. — 2. Ölafur Ág. Ólafsson, Reykjavík 322 högg. — 3. Sveinn Ársælsson, Vestmannaeyjum 325 högg. 4. Helgi Jakobsson, Reykja vík 326 högg. 5. Gunnar Konráðs- son, Akureyri 327 högg. 6. Ingólf- ur Isebarn Reykjavík 329 högg. 7. Jóhann Þorkelsson, Akureyri, 332 högg. • 1. flokkur í 1. flokki eru einnig leiknar 72 hoiur, og voru 18 holur leiknar á íöstudag, 36 á laugardag og 18 á runnudag. • ÚrslH: 1. Sigurjón Hallbjörnsson, R. 347 högg. 2. Gunnlaugur Axelsson Vestmannaeyijum 351 högg. 3. Úlfar Skæringsson, R. 353 högg. • 2. flokkur í þessum flokki eru leiknar 36 holur, og keppninni skipt þann- ig að 18 holur voru leiknar á laugardag og 18 á sunnudag. • Úrslit: 1. Gunnar Þorleifsson, Reykja- vík 187 högg. 2. Stefán Árnason Akureyri 196 högg. Ólafur Gíslason, forseti Golf- sambands íslands, afhendir Jó- hanni Þorkelssyni, Akureyri, verðlaunin fyrir „án forgjafar- keppni“ öldunga. • Allt án forgjafar. íslandsmótið er keppt án for- gjafar, nema öldungakeppnin. Skipting manna i meistara, 1. og 2. flokk er aftur á móti ákveðin af forgjafarnefnd félaganna, og styðst hún þar við getu og æf- ingar manna. í meistaraflokki er forgjöfin 6 og þar fyrir neðan, í 1. fl. 7—12 og í 2. fl. 13—18. • Mikil verðlaun í íslandsmótinu golfi eru venju lega mikil verðlaun veitt sigur- vegurunum í hverjum flokki. — Sigurvegari í hverjum flokki hlýtur bikar til eignar og í mfl. auk þess jafnframt farandgrip og silurpening rá ÍSl. • Á Akureyri Þetta er í síðasta sinn sem Is- landsmótið fer fram á golfvell- inum hér í Reykjavík. Næsta mót verður háð á Akureyri, en næst þegar röðin kemur að Reykjavík- ingum til að halda Islandsmótið, er gert ráð fyrir að hinn nýi og giæsilegi golfvöllur við Graf- arholt verði kominn í notkunn. Eldnr í fíeili í GÆR kom upp eldur i botn- vörpungnum Keili, þar sem hann liggur í Slippnum í Reykjavík. Eldurinn náði engri útbreiðslu og var slökktur, áður en slökkvi- liðið kom á vettvang. Kviknað mun hafa í út frá logsnðutækj- um. Forráðamenn norræna byggingardagsins. Sitjandi til vinstri: Nils Nessen, J. C. Kielland, Hörður Bjarnason, Kerrn Jespersen, Kai Christensen. Standandi: A. Linnamaa, E. Nicklin, Gunnlaugur Pálsson, Göran Bjursten og H. Wildhagen. Norrænn byggingardagur í Reykjavík STJORNARFUNDUR norræna byggingardagsins stendur yfir í Reykjavík um þessar mund- ir. Að byggingardeginum eiga aðild þeir starfshópar á Norður- löndum, sem annast byggingar- mál, svo sem opinberar stofnan- ir, félög arkitekta, byggingar- félög og fulltrúar byggingariðn- aðarins. Hér á landi standa 12 aðilar að samtökunum og er Hörð ur Bjarnason, húsam. ríkisins, formaður, Gunnlaugur Pálsson, ritari og Axel Kristjánsson með- stjórnandi. Fréttamenn ræddu við forráða menn norræna byggingardagsins í gær. #Herra Kerrn Jespersen, verkfræðingur fá Danmöku, er foseti samtakanna og sagði hanrt að tilgangur byggingardagsins væri að stuðla að samvinnu þeirra samtaka, sem að honum standa, kynna sér nýjungar í byggingarmálum, gefa út bækur og halda fyrirlestra. Þriðja hvert ár beittu samtökin sér fyrir bygg ingardegi, var sá síðasti haldinn í Osló 1958 og sá næsti verður haldinn í Kaupmannahöfn 1961. Verkefni þessa fundar er að undirbúa fundinn í Kaupmanna- höfn næsta ár, ræða um iðnvæð- ingu og möguleika til að lækka byggingarkostnað. Mikið byggt á Norðurlöndum Síðan ræddu formenn Norður- landanna um byggingarmál í löndum sínum. Kerrn Jespersen sagði að húsabyggingar í Dan- mörku væru með mesta móti, ekki eingöngu íbúðarhúsabygg- ingar heldur og iðnaðarhúsnæði og opinberar byggingar. Nils Nessen, verkfræðingur frá Sví- þjóð, sagði að bygging þar í landi hefði einnig aukizt og væru þar byggðar um 64000 íbúðir á ári, mest einbýlishús, raðhús og há- hús. J. C. Kielland, formaður húsnæðismálastjórnar Noregs, skýrði svo frá að takmarkanir væru settar um íbúðahúsabygg- - Betra að fórna Frh. af bls. 1 stjórnarinnar reynt að ná nokkr- um grundvelli samkomulags við Island og binda endi á þá deilu sem staðið hefur svo lengi milli þessara tveggja landa. Landbún- i aðar- og f.iskimálaráðherra (Mr. Hare) sagði okkur, að meiri lik- ur væru á því að viðræður myndu bera árangur í góðu and- rúmslofti, en að tilraunum stjórn arinnar væri stofnað alvarlega í hættu ef árekstrar yrðu á hafinu. Vegna þess að það er hagur okkar allra, að stjórninni takist þetta, samþykktu eigendur þeirra togara sem sækja á fjar- læg mið, þann 12. sl. að á næstu þremur mánuðum yrði stjórninni ekki gert erfiðara fyrir með á- rekstrum eða öðru slíku. Þess vegna gáfu þeir skipstjórum sín- um fyrirmæli um að halda sig utan við 12 mílna mörkin við ís- land. Erfitt verkefni herskipanna Brezku herskipin sem annzt verndaraðgerðir við ísland hafa skýrt frá því, að margir togarar hafi hvað eftir annað og stöðugt farið yfir 12 mílna mörkin og að •hið erfiða verkefni herskipanna sé nær óframkvæmanlegt nema gripið sé til einhverra aðgerða gegn þeim sem brjóta gróflega og stöðugt gegn fyrirmælum. Það eitt er í sjálfu sér leiðinlegt, að við skulum vera að gera starf verndardeildarinnar erfiðara, eft ir þann dásamlega stuðning sem ingar í Noregi og mætti ekki byggja meira en 26000 íbúðir á ári, en áherzla lögð á að koma upp skólum, mennta- og vísinda stofnunum. E. Niohlin, arkitekt frá Finnlandi, sagði, að 9% af nettóþjóðarframleiðslunni 1958 hefði farið í húsabyggingar og væri það hátt hlutfall miðað við aðrar þjóðir. Myndskreyttar bækur hafa ver ið gefnar út í sambandi við nor- rænu byggingardagana. Kom sú síðasta út í Oslo 1958 um smájhús og var hún prýdd fjölda mynda og teikninga. Fjallaði einn kafl- inn um íslenzka húsagerðarlist, sem Skúli H. Nordal arkitekt tók saman. Góð lieyskapartíð SAUÐÁRKRÓKI, 18. júlí. — Heyskapur hefur gengið hér með afbrigðum vel. Þó nokkrir bænd ur hafa þegar hirt allt hey úr fyrra túnslætti, og er það óvenju legt um þetta leyti. Grasspreta og nýting heyja hefur hvort tveggja verið í bezta lagi. — G.S. Samþykkt íllífar BLAÐINU hefur borizt sam- þykkt frá stjórn Verkamannafé- lagsins Hlíf í Hafnarfirði, þar sem stjórnin „mótmælir harð- lega þeirri ráðstöfun ríkisstjórn- arinnar að svipta atvinnuflug- menn verkfallarétti“, eins og komizt er að orð' hún hefur veitt okkur síðastliðna 22 mánuði. Árekstrar valda reiði og deil- um, en samkomulag getur aðeins náðst í andrúmslofti kyrrðar og góðvilja. fslenzka rikisstjórnin og blöðin hafa ekki síður fengið tilkynningar (þó ekki eins ná- kvæmar) um atburði þessa en okkar ríkisstjórn eða okkar eigin blöð, sem hafa birt lýsingar af þeim í smáatriðum. Litlar Iíkur Það má vera að þið teljið ekki miklar líkur á að nothæft sam- komulag náist við ísland, en lík- urnar vaxa vissulega ekki við það ef andrúmsloftið er eyðilagt með slíkum árekstrum sem blöð- in hafa sagt frá. Ef ástandið versnar enn frá því sem nú er, þá verða líkjirnar sáralitlar. Óttast svartan lista Sú hætta vofi einnig yfir, að ísland byrji að skrá nýjan „Svart an lista", eftir að það hafði þurrkað út fyrri landhelgisbrot skipa okkar. Er ekki betra að fórna nokkru núna, heldur en að þurfa að mæta því að vera sviptur skjóli og aðstoð í sér- hverri mynd yfir vetrarmánuð- ina — og ekki aðeins næsta vet- ur? Framtíð fiskveiðanna við ís- land er mjög undir því komin, hvernig þið bregðist nú við þessu. Það er hagur okkar allra, að sérhver skipstjóri hætti að vera með ögranir og geri það sem hann getur til að fá hina líka til að hætta því. (Sir Farndale Phillips.) . . . og þessi undirskrift forseta sambands togaraeigenda var undir áskoruninnL Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á margvís legan hátt á 70 ára afmælisdaginn Júlíanna Jónsdóttir, Hverfisgötu, 14 Hafnarfirði Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli Inínu, 14. júní sl. vil ég færa minar innilegustu þakkir. Bið ég þann sem öllu ræður að blessa ykkur öll. Guðfinna á Lögbergi Móðir okkar GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTœ lézt 17. júlí á Elliheimilinu Grund Börn hinnar látnu Hjartkær eiginkona mín RAGNHILDUR EGILSDÓTTIR verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 20. þ.m. kl. 2 e.h. Bjöm Helgason Faðir minn VAI.DIMAR JÓNASSON Eskihlíð 14 andaðist 18. þ.m. — Jarðarförin tilkynnt síðar. Sigmar Valdimarsson Mín kæra kona, INGIBJÖRG JÓNASDÖTTIR fyrrv. ljósmóðir, Hvammstanga verður jarðsungin fimmtudaginn 21. júlí frá Fossvogs- kirkju kl. 1,30 e.h. Björn Þorláksson J. J. INDGJÖR fyrrum framkv.stjóri Síldarbræðslunnar Dagverðareyri h.f., og norskur ræðismaður á Akureyri, andaðist í Molde, Noregi, þriðjudaginn 12. þ.m. — Útförin fór fram sl. laugardag. Fyrir hönd aðstandenda Óiafur H. Jónsson S.WIUNDUR SIGFÚSSON Hverfisgötu 44 lézt 15. þ.m. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. þ.m. kl. 10,30 Fyrir hönd vandamanna. Ásmundur Eiríksson Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar ÁRNA SIGURÐSSON sjómanns. Unnur Nejsgaard, Ingibjörg Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.