Alþýðublaðið - 17.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1929, Blaðsíða 2
ÐDBKAÐIÐ B Saibandsplngið 1 gær kl. 2 e. h. var aukaþing Alþýðusambands Islands sett í alþýðuhusínu Iðnó uppi. Voru þá mættir um 40 fulltrúar og voru þó nokkrir ókomnir. Forseti Alþýðusambandsins, Jón Baldvinsson, setti þingið. Bauð hann fulltrúana velkomna til þingstarfa og drap stuttlega á nokkur þeirra mála, sem þingið tekur til meðferðar. Þessi 4 félög höfðu sótt um upptöku í Alþýðusambandið: Félag vörubílaeigenda, Reykjavík, Sjómannafélag Siglufjarðar, Jafnaðarmannafélag Siglfirðinga, Verkam.fél. „Vonin“, Hellnasandi, Samþykti þingið í einu hljóði að veita þessum félögum upp- töku. Síðan skipaði forseti kjörbréfa- nefnd og dagskrárnefnd. Forseti þingsins var kosinn Héðinn Valdimarssón og varaforseti Á- gúst Jósefsson. Sigurjón Á. Ól- afsson og Finnur Jónsson voru Jkjörnir ritarar. Kjörbréf eftirtaldra fulltrúa, sem ekki sátu síðasta sambands- þing, voru tekin gild: Finns Jónssonar fyrir verkam.- fél. „Baldur“ á ísafirði, Ingólfs Jónssonar fyrjr sama félag, Guð- mundar Jónssonar fyrir Verklýðs- félag Stykkishólms, Sveinbjörns Oddssonar fyrir Verldýðsfélag Akraness, Björns Jóhannessonar fyrir Sjómannafélag Hafnarfjarð- ar. Að þessu loknu flutti forseti skýrslu um starfsemi sambands- stjórnar, en umræður um hana varð eigi lokið, þar eð fundi var slitið kl. 6. 1 dag verður þingfundgr frá kl. 1—5. Verða þar fyrst afgreidd kjörbréf og síðan haldið áfram umræðum um skýrslu forseta, Enn fremur eru á dagskrá: Kaup- gjaldsmól, skatíamál, „samvinna bæjaríulltrúa Álþýftuflokksins" og '„blöð Alþýðuflokksins“. Verklýðssamtökljn í SnæfeHsiiessýslM. Björn Blöndal kom með „Esju“ í fyrrakvöld. Fór hann fyrir nokkru vestur í Snæfellsnessýslu, heimsótti verklýðsfélögin á Sandi og átti tal við ýmsa áhugasama menn úr verklýðsfélagi Ólafsvík- ur. Voru þeir afar óánægðir með formannssýslan Halldörs Stein- sens í félaginu, og má búast við, aö umskifti verði þar bráðlega. Er nú í undirbúningi stofnun fé- lags ungra jafnaðarmanna i Ól- afsvík. Togararnir. „Arinbjörn hersif „Njörður" og „Skúli fógeti“ fóru allir í gær áleiðis til Englands með afla sinn, fsafjðrðnr og Heykjavik. ísafjörður er sá af kaupstöð- um landsins, sem fyrstur svifti íhaldið ráðsmensku í málefnum bæjarins og fól hana jafnaðar- mönnum. I 7 ár hefir Alþýðu- flokkurinn haft eindreginn meiri- þluta í bæjarstjórn Isafajrðar. Þegar jafnaðarmenn náðu meiri hluta var fjárhagur bæjarins í kalda koli. Skuldir höfðu hlaðist á bæinn vegná óskynsamlegrar fjármálastjórnar og hlífni við hina stærri gjaldendur í útsvars- álagningum. Lán voru tekin til að standast venjuleg útgjöld. T. d. var svo kallað dýrtíðarlán, kr. 100 þús., er tekið var hjá* ríkis- sjóöi, svo að segja eingöngu not- að til venjulegra þarfa. Jafnskjótt og jafnaðarmenn höfðu náð meiri hluta á ísafirði, hóf íhaldsliðið um land alt harða hríð að þeim. Blöð þess fluttu langar og margar lyga- og róg-sögur um bæjarstjórnina á Isafirði og reyndu eftir megni að spilla lánstrausti bæjarins. Fullyrtu þau, að þess yrði skamt að bíða, að Isafjörður færi á höfuðið og ríkisstjórnin yrði að taka að sér umsjón og yfirstjórn fjármála hans. Islandsbanki gerði og sitt til þess að koma bænum á kné. Hánn stöðvaði mikinn hluta at- t vinnureksturs í bænum árið 1926 og seldi flesta bátaná, sem hann hafði umráð yfir, burtu úr bæn- um. Landsbankinn seldi og nokk- uð af sldpum út úr bænum, þótt ekki færi hann jafn hörkulega að og íslandsbanki. Hafði útbú hans á ísafirði undir stjórn Jóns Auðuns tapað nærri 2 milljónum króna, mestu á örfáum mönnum, vinum og kunningjum útbússtjór- ans. En þrátt fyrir alt þetta fór fylgi jafnaðarmanna á Isafirði vaxandi og fjárhagur bæjarsjóðsins batn- andi ár frá ári. Var bæjarstjómin órög að ráðast i margvíslegar umbætur og framkvæmdir, sem nauðsynlegar voru og til hags- bóta fyrir bæjarfélagið. Naut hún og jafnan góðs lánstrausts )) ' '■ Yfirlit yfir eignir og skuldir Eignir: * 1. Bæjarsjóðs kr. 690104,35 2. Sjúkrahússins — 352116,44 3. Hafnarsjóðs — 572 052,63 Eignir samtals — 1 614 273,42 Skuldlaus eigr hjá Landsbankanum, þrátt fyrir róg og afflutning íhaldsins. Á þessum 7 árum hefir orðift stórfeld breyting á Isafirði. Tvær stærstu og verðmestu fasteign- irnar í bænum hafa bæjarsjóður og hafnarsjóður keypt, Hæsta- kaupstaðinn og Neðstakaupstað- inn. Stór og vönduð hafskipa- bryggja hefir verið byggð, ný- tízku sjúkrahús, hið fullkomnasta á landinu, reist, gamalmennahæli stofnað og rekið fyrir reikning bæjarins, kúabú sett á stofn og nýrækt hafin í stórum stíl, barna- skólinn stækaður og endurbættur, ungmennaskólinn aukinn um helming. Kaupfélag er þar í mikl- um uppgangi, eitt hið efnilegasta á landinu. Samvinnufélag um út- gerð er nýlega stofnað. Hefir það útvegað bæjarmönnum 7 vélskip stór og vönduð og með því aukið atvinnu í bænum stórkostlega. Hefði slíkt trauðla verið kleyft, ef bæjarstjórn hefði eigi verið svo framsýn að kaupa Neðsta- kaupstaðinn. Frystihús vandað með nýtízkuvélum hefir bærinn látið reisa í stað gamals íshúss, er fylgdi Neðstakaupstaðnum. Nú er í undirbúningi bygging ' raf- orkustöðvar fyrir kaupstaðinn og Eyrarhrepp, á hún að hafa um 600 hestafla orku og nægja til ljósa, suðu og að talsverðu leyti til upphitunar. Þrátt fyrir töp bankanna og hrun stóratvinnurekenda er nú at- vinnulíf blómlegra og afkoma manna betri á Isafirði en verið hefir um langt skeið. Nýlega hafa reikningar kaup- staðarins fyrir árið 1928 verið prentaðir í Skutli. Er fróðlegt að athuga þá og bera saman við hrakspár og rógsögur íhaldsins fyrr og síðar og afkomu annara kaupstaða, t. d. Vestmannaeyja, þar sem íhaldið hefir ráðið og enn þá ræður lögum og lofum. Reikningarnir eru of umfangs- miklir til þess að hægt sé að birta þá alla hér í blaðinu, en þeim fylgir eftirfarandi tsafjarðarkaupstaðar 1928. Skuldir: kr. 520 205,79 — 88 470,85 — 103 982,94 Skuldir samtals kr. 712 659,58 kr. 901 613,84. tsafjörður er nú, eins og sjá má á reikningi þessumf, í fremstu röð kaupstaðanna að því er efna- hag snertir; eignir eru meira en tvöfalt meiri en skuldir og er þó langmestur hluti eigna hafriar- sjóðs , og bæjarsjóðs arðberandi fasteignir. ÓJíkt hafast þær að bæjar- stjórnir. ísafjarðar og Reykjavík- ur. Bæjarstjórn Reykjavíkur selur lönd sín og lóðir fyrir hálfvirði, leyfir einstökum mönnum að braska með afnotarétt bæjar- landsins og gefur þeim þúsundir eftir þúsundir af sameign bæjar- búa. Bæjarstjórn Isafjarðar . hefir þvertekið .fyrir alla lóðasölu og lagt kapp á að ná í eigu bæjar- ins sem mestu af lóðum og hafn- armannvirkjum. Hefir það orðið fjárhagslegur gróði fyrir bgeinn nú þegar og bætt stórum aðstöÖu bæjarbúa til atvinnureksturs. Reykjavíkurbær kostar engan alþýðuskóla, á ekkert gamal- mennahæli, ekkert kúabú. ísa- fjörður á ágætt gamalmennahæli, rekur fjölsóttan ungmennaskóla í tveim deildum, hefir reist stórt og vandað sjúkrahús og notar jarðir sínar fyrir kúabú, sem áður langt líður getur mjög bætt úr mjólkurþörf bæjarbúa. ísafjörður leggur árlega stórfé til ræktunar á landi sínu, Reykja- vík á nóg land, en lætur það liggja ónotað eða lenda i brasld. Á Isafirði eru jafnaðarmenn í meiri hluta. 1 Reykjavík íhalds- menn. Það veldur. Sauðfé ðrskknar. / FB., í nóv. Fjárskaði varð á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa- dalssýslu 21. f. m. Fórust þaðan í sjóinn af næsta skeri við Kald- árós 41 ær og 16 lömb. Tvær ær fundust fastar í skerinu, en hin- ar rak í land í einum bunka. Eitt lambanna var frá Yztu- Görðum, hinar kindurnar allar frá Snorrastöðum. Voru þær næstum því allar ætlaðar til á- setnings. Tólf kindum tókst að standa af á skerinu og hefir það verið hörð barátta, því að skerið fór í kaf. — Veður var gott um kveldið, logn og bjart af tungls- Ijósi, en nálægt fjöru gerði kol- svart myrkur og foráttuveður af landssuðri, óvenjulega fljótt að- fall og mikinn áhlaðanda og varð mikið flóð. Var þess vegna engin leið fyrir manninn, sem gætti kindanna, að komast franj í skerið. — Fyrir 30 árum fórust 40 ær í sjónum frá Snorrastöð- um á þessu sama skeri og var það á útmánuðum. Somtrinn skaut móðnr sína af meðaumkun. Sakamál eitt vekur nú mikla athygli í Frakklandi. Ungur mað-. ur, að nafni Corbett, hafði skotið móður sína og ákært sjálfan sig Við réttarhaldið sagði hann, að móðir hans hefði verið hinn einí vinurinn, sem hann átti, og sér hefð'i þótt mjög vænt um hana. Hann sagðist hafa skotið hana af meðaumkun. Hún hafði þjáðst mikið af sjúkdómi, er læknar töldu ólæknandi. Hann sagðist ekki hafa getað horft á þjáningan rrióöur sinnar og því hefði hanri stytt kvalir hennar á þennan hátt. — Við réttarhaldið deildu dómar- arnir og lögfræðingarnir mikið um, hvort pilturinn væri saklaus eða sekur, en að síðustu var hann dæmdur sýkn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.