Morgunblaðið - 09.08.1960, Page 2

Morgunblaðið - 09.08.1960, Page 2
2 MORGVNBL AÐ1Ð f>riðjudagur 9. ágúst 1960 50þús.stolið á Hótel Borg Nceturvörðurinn hefur aðsetur framan við skrifstofudyrnar MIKLAR yfirheyrslur hafa fram farið í sambandi við stórþjófnað er framinn var á Hótel Borg eldsnemma á laug ardagsmorguninn. Var þá stolið úr skjalaskáp rúmlega 50,000 krónum í peningum. Er málið með öllu óupplýst. Það var klukkan 9 á laugar- dagsmorguninn að í Ijós kom að peningaþjófnaður þessi hafði verið framinn. Peningunum hafði verið stolið úr skjalaskáp í litlu skrifstofuherbergi sem er inn af gestaafgreiðslunni í and- dyri hótelsins. Þar hefur nætur- vörður hótelsins aðsetur sitt um nætur. Þessa umíæddu nótt var næturvörður að störfum sem og allar aðrar. Frásögn viðstaddra Við yfirheyrslurnar hefur komið í ljós að um klukkan 2 aðfaranótt laugardagsins lagði yfirþjónn hótelsins, Sigurður Gíslason, peningana í fyrrnefnd- an skjalaskáp, — ekki peninga- skáp. Var þar þá einnig til stað- ar og sá peningana Sveinbjörn Dragnótosvæðið við Faxaflóa stækkað f FRAMHAL.DI af fyrri ' ákvröðun ráðuneytisins um dragnótaveiðar í Faxaflóa, hef ur ráðuneytið með hliðsjón af breyttri afstöðu hrepps- nefndar Miðneshrepps í mál- inu, ákveðið, að veiðisvæði Faxaflóabáta skuli stækkað þanniff, að svæðið takmarkist að sunnan af iínu úr Gerðis- tangavita um punktinn 64° 8‘ norðurbreiddar og 22® 42‘ Ívesturlengdar í Garðskagavita og síðan af línu réttvísandi vestur frá hólmanum Einbúa i Ósum. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, Gíslason dyravörður. Hafði yfir- þjónninn læst skúffunni og einn- ig dyrum þessa litla skrifstofu- herbergis. Síðan lét hann þann lykil á símaborð hótelsins. Fram til klukkan 3 um nóttina voru þessir tveir menn á hótelinu. Þá kom næturvörðurinn til starfa en hann heitir Jóhann Jónsson, og gegmr störfum hins fasta næturvarðar, vegna veikinda hans. Næturvörðurinn' þurfti ýms- um störfum að sinna þó að nótt væri, t. d. hafði komið allfjöl- mennur hópur erlendra gesta, sem verið hafði í skemmtiferð og ými^iegt fleira aðkallandi. Um klukkan 5.30 um morgun- inn segist Jóihann hafa tekið eftir þvi að lykillinn að litlu skrifstofunni í anddyrinu stóð í skránni og hurðin að henni op- in. Þá kveðst næturvörðurinn strax hafa hringt heim til Sig- urðar Gíslasonar yfirþjóns, sem sagði honum að hann skyldi að- gæta hvort skjalaskápurinn væri læstur. Svo var. Ekki var þá athugað nánar hvort peningarn- ir væru farnir úr hirzlum þess- um og ekki frekar aðhafzt. En um klukkan 9 á laugar- dagsmorguninn er Jón Magnús- son skrifstofustjóri hótelsins hugðist taka þessa peninga úr skjalaskápnum, voru þeir þar ekki. Var nú rannsóknarlögregl- an kölluð á vettvang. Málið óupplýst Starfsfólk hótelsins hefur ver- ið yfirheyrt, en ekki hafa þær yfirheyrzlur ieitt til neinnar niðurstöðu enn sem komið er. Geta má þess að í einni skúff- unni í margnefndri skjalahirzlu voru peningar í peningakössum, að vísu ekki mikil fjárhæð, en þeir voru ekki hreyfðir. Að skápnum sem peningarnir voru í, eru þrír lyklar og er einn þeirra geymdur í afgreiðslunni en hinir eru í vözlu hótelstjóra og skrifstofustjóra. Skjala'hirzla þessi er af svonefndri Roneo- gerð, eingöngu skúffur og er ekki eldtraust. ( FÁAR jafnþrýstilinur eru á | kortinu frá í gær, enda var r vindur þá alls staðar hægur á | svæðinu, sem það nær yfir. I Hér á landi var veðurblíða, | víða logn og sólskin. Klukkan < 15 var hlýjast á Síðumúla og : Eyrarbakka, 17 stiga hiti. Víða f sunnanlands var 15 stiga hiti, ( þar á meðal i Reykjavík. J Norðanlands var ekki eins | nlýtt, enda var þoka þar á ' miðunum og einnig út af Vest- íjörðum. 1 Vestosí á kortinu sést á i lægð, sem er yfir Quebec fylki í Kanada. Hún er á hreyf 5 ingu aust- norðaustur og má ^ búast við að hún verði farin S að nálgast Suður-Grænland i J kvöld. j Veðurhorfur kl. 22 í gær- S kvöldi: SV-land til Breiðafjarð ) ar og SV-mið — Breiðafjarða ^ miða: Hæg breytileg átt, létt- s skýjað. Vestfirðir til SA-lands: ) Hægviðri, víða skýjað í nótt, ^ en léttir til á morgun. Vest- s fjarðamið og Norðurmið: Hæg i viðri, úrkomulaust en víða ^ þoka. NAmið — SA-miða: s Hægviðri, skýjað með köflum i Forráðamenn verksmiðjanna taka á móti síldarflutningaskip- inu Aska á Hjalteyri: Jón M. Jónsson, verksm.stj. í Krossanesi, Guðm. Guðlaugsson, form. verksmiðjustj., Thor R. Thors, framkvæmdastjóri á Hjalteyri og Vésteinn Guðmundsson, verk- smiðjustjóri. — Síld flutt á tveim- ur skipum vestur NORSKU síldarflutningaskipin tvö, Aska og Basto, eru nú í síldarflutningum frá Austfjörð- um. Voru þau bæði 1 gær með fullfermi á leið til Hjalteyrar og Krossanesverksmiðjanna. Hafa skipin komið á mjög hentugum tíma, því löndunarstöðvun var orðin fyrir austan vegna lítilla afkasta verksmiðjanna þar, og taka því síldarflutningaskipin við stöðuiaust við síld af bátunum eftir að þau koma til Seyðisfjarð- ar. — Aska kom með fyrsta síldar- farminn til Hjalteyrar sl. fimmtu- dag og voru þá meðfylgjandi myndir teknar. í gærkvöldi kom svo Basto með sinn fyrsta farm, um 3100 mál, en skipið kom beint til Seyðisfjarðar frá Noregi kl. 3 á laugardag. Um 2 leytið í gær var Aska aftur búin að fá full- fermi og hélt af stað til verk- smiðjanna með um 3200 mál. ■— Síldarförmunum er skipt milli verksmiðjanna á Hjalteyri og Krossanesi, og hefur fyrsti farm- ur Aska þegar verið bræddur. Póstmað- urinn stal barnalíf- eyrinum TVÍTUGUR maður, sem um nokkurt skeið hefur starfað við póstburð hér í bænum, hefur verið handtekinn í sambandi við þjófnað á barna lífeyri. Póstmaður þessi tók upp á því, 1 starfi sínu, að hann hélt eftir bréfum frá Tryggingastofnun rík- isins, til manna um að umsókn þeirra um barnalífeyrisgreiðslu hefði verið tekin til greina. Eru þessar tilk. í formi spjalda, sem aðeins þarfa að framvísa í afgr. Trygginganna til greiðslu lífeyris þessa. / Við rannsókn málsins, en Póst- húsið kærði það til rannsóknar- lögreglunnar, hefur hinn ungi póstmaður viðurkennt að hafa rifið upp 12 slík bréf og liggja fyrir gögn um það að hann hafi sjálfur tekið út barnalífeyri á fjögur þeirra, eri fengið tvo rnenn aðra til þess að sækja lífeyri út á þrjú spjöld önnur. Annar þess- ara manna kvittaði fyrir með sínu rétta nafni en í hinum til- fellunum öllum var nafnfölsun- um breytt. Hvert þessara barna- lífeyrisskírteina hljóðaði upp á 650 krónur, þannig að póstmaður- inn hefur því stolið 4550 kr. — Þá hefur póstmaðurinn einnig við urkennt að hafa stolið úr póstin- um póstávísun upp á 285 krónur. Sveinn Benediktsson Bjargráð Þjóðviljans Vill að síldarstúlkurnar haldi heimleiðis á miðjum söltunartíma S.L. sunnudag birtist í Þjóð- viijanum grein eftir fréttaritara blaðsins á Raufarhöfn. Þykir blaðinu svo mikið varið í þessi skrif, að það birtir þau á fremstu síðu undir stórri fyrirsögn og með tveim myndum. Segir fréttaritarinn að síldar- stúikunum sé haldið nauðugum á síidarsöltunarstöðvunum norðan- lands. Flestar vilji þær fara heim, þar sem engin söltunarsíld hafi borizt s.l. 20 daga. Krefst fréttaritarinn þess að samningum sé breytt með at- beina Alþýðusambandsins, þannig að stúlkurnaiv geti farið heim, þrátt fyrir ákveðinn ráðningar- tíma og kauptryggingu, þegar síid hafi ekki borizt til söltunar um tiltekinn tífa eins og nú. Fréttaritarinn fer ekki rétt með það að engin síld hafi borizt til söítunar á Norðurlandi í 20 daga, því að á þessu tímabili hef- ur talsverð síld borizt til söltunar stöðvanna á Raufarhöfn, mest til Öskarsstöðvar og Hafsilfurs h.f., en að hinu síðarnefnda fyrirtæki og mér sem framkvæmdastjóra þess, beinir fréttaritarinn aðal- lega geiri sínum, Geigar vopnið mjög í höndum 'hans og má hann því varla valda. Svo hlálega vildi til fyrir Þjóð viljann, að sama daginn og hann flytur þessi skrif fréttritara síns á Raufarhöfn um, að engin sölt- unarsíld hafi borizt í 20 daga, sem ósatt er og að horfur séu hin ar verstu, að einmitt þennan sama dag og þessu er brugðið á loft, þá barst svo mikil síld til Hafsilfurs á Raufarhöfn, að 80 síldarstúlkur sem vinna á stöðinni höfðu ekki undan að hausskera hana og salta. Sömu söguna er að segja frá stöðinni í gær og aðfaranótt dagsins í dag (þriðjudags). Mikil síld hefur og borizt til annara stöðva á Raufarhöfn á þessum tíma. Það eru ekki hollráðir menn sem hvetja til þess, að síldarstúlk urnar stökkvi frá störfum á miðj- uf söltunartímanum, þegar ekki hefur verið saltaður nema rúml. % hluti þeirrar síldar, sem samið hefur verið um sölu á fyrirfram. Yegna þess, að saltsíldin er miklu verðmætari, en bræðslu- síldin veltur afkoma síldarútvegs ins á því, að það takist að fram- lerða sem allra mest af henni. Tjónið af Lokaráðum fréttarit- arans og Þjóðviljans, ef þau næðu fram að ganga myndi því ekki bitna eingöngu á síldarsaltendum eins og þeir virðast vona, heldur á öllum sem síldarútveg stunda og þjóðinni í heild. Það hefur verið lagt í of mikinn kostnað á sjó og landi til þess, að það eigi að leggja árar í bát á miðri vertíð, þótt ekki hafi horft byrlega um tíma. Það hefur oft hent áður og þó rætzt sæmilega úr að lokum. Músarrindilstíst fréttaritarans um að fyrirtæki mitt féfletti síld- arstúlkur með því að reka sölu- turn, þarf ekki að svara mörgum orðum. Hvers vegna er söluturninn sem •hefur verið rekin í 8 ár fyrst varhugaverður eftir að Hafsilfur hefur eignazt hann fyrir rúm>’ ári? Hafsilfur h.f. er ekki ákafara en svo í það að selja varning til síldarstúlknanna, sem hjá fyrir- tækinu starfa, að þfr fá ekki út- tekt skrifaða, nema þegar svo stendur á, að söltun fer fram á bryggjunni og þá aðeins takmark aða upphæð. Hvers vegna hefur fréttaritar- inn aldrei fundið að söluturna- rekstrinum hjá öðrum og hvers vegna segir hann rangt til um álganinguna? Hvers vegna fann ekki að þess- um rekstri hjá þeim aðila, sem í mörg sumur stillti varningi sín- um út innan um Þjóðviljablöð, sem sérstök á'herzla var lögð á að selja í næsta nágrenni við sölu- turninn sem nú er í eigu Haf- silfurs? Aðalsala hjá söluturnum á Rauf anhöfn er tóbakssala. Þar er álagn ing um 12—13% hjá þeim á sama tíma sem Tóbakseikasala ríkisins leggur á mörg hundruð prósent. Hvers vegna þegir fréttaritarinn um þetta? Þegar hann þykist vera að vanda um það sem aflaga fer í sjávarþorpum og kauptúnum norðanlands hvers vegna þegir hann þunnu hljóði um þá óhóf- legu áfengisneyzlu sem víða við- gengst? Væri meiri þörf á ráðum til þess að draga úr drykkjuskap og heilsuspillandi reykingum og minnka þar með óþarfa eyðslu, heldur en að hvetja til-þess, að síldarstúlkurnar hverfi burtu aí söltunarstöðvunum, þegar verst gegnir og brjóti þar með ráðn- ingarsamninga sína til tjóns fyrir sjálfa sig og aðra. Sveinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.