Morgunblaðið - 23.08.1960, Page 9

Morgunblaðið - 23.08.1960, Page 9
I>riðjudagur 23. ágúst 1960 MORGUNBLAÐIB 9 Sr. Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti — aldarminning í DAG eru liðin 100 ár síðan er séra Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti í Dölum fæddist. Er þar manns að minnast, sem vart mim gleymast þeim, er k'Unnugir voru homum og heimili hans. Fuilur fjórðungur aldar er iiðinn frá því er hann lézt, 13. marz 1935. I>ó finnst oss sem stundir nokkrar, en ekki áratug- ir, séu liðnar, siðan er vér nut- um gestrisni á glæsilegu prests- heimili í Hjarðarhoiti og rædd- um við eða öllu fremur hlýdd- um á eidihuga á sextugsaldri. Hér er hvorki tími né geta fyrir hendi til þess að gera minn- ingu séra Ólafs þau skil sem vera bæri. Línur þessar eru eink um ritaðar til þess að minna gömul sóknarbörn og aðra forn- vini, sem ekki hafa ártöl I huga, á aldarafmælið. Veit ég, að þá muni vakna hjá þeim minning- ar, sem þeim er Ijúft að dvelja við. Um æviatriði séra Ólafs verð- ur farið fljótt yfir sögu. Hann var fæddur í Hafnarfirði, sonur Ólafs kaupmanns Jónssonar og konu hans Mettu Kristínar Ó.afs dóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1883 og embættisprófi frá p>esta- skólanum 21. ágúst 1885. Var honum þá þegar veitt Lundar- prestakall í Borgarfirði, og vígð- ur var hánn 6. sept. sami ár. Þjónaði hann því prestakalli til vors 1902, en fluttist þá að Hjarðarholti, sem hann hafði fengið veitingu fyrir haustið áð- ur. Prófastur var hann frá 1905, en lausn frá prests. og prófasts- störfum fékk hann frá fardögum 1920. Eftir það átti hanh heima í Reykjavík til æviloka. Prestaköll þau, er séra Ólafur þjónaði, Lundur og Hjarðarhoit. voru fámenn og fremur tekju- rýr, en hæg yfirferðar og bú- jarðir allgóðar. Var sem ætiazt væri til, að presturinn sinnti jöfn um höndum bústjórn — jafnvel erfiðisvinnu — og embættisstörf um, enda knúði þar nauðsyn til, einkum á frumbýlingsarum, ef ekki átti allt að fara í kaldakol. Séra Ólafur gerðist búlxöldur mikill, og blómgaðist hagur hans, er fram liðu stun.'.r. Bjó hann vel um sig í Hjarðarholti, sem varð eignarjörð hans, eftir að ákveðið hafði verið með lög- um, að prestakallið skyidi lagt niður við næstu prestask pti. En •þegar um hægðist fyrir honum með búskapinn, fann st^rfshug- ur hans nýtt verkefni, r.æsta tímabært. Hann stofnaði ungl- ingaskóia á heimili sínu um 1910 og rak hann fyrir eigin reikning í átta ár með dálitlum opinber- um styrk. Lagði hann allmikið í kostnað til að auka húsakynni vegna skólans. Var skólinn jafn- an fullskipaður. Lét séra Ólafi hvort tveggja jafn vel. stjóm og kennsla, og ekki skorti áhug- ann á því að ná sem mestum ár- angri. Gamall nemandí frá Hjarðarholti hefir sagt við mig. „Mest undraðist é.g þoiinmæði séra Ólafs gagnvart þeim, sem áttu erfitt um skilning og minni. Hið eina, sem hann þo’di illa, var leti, áhugaleysi við námið.“ Unglingaskólarnir, sem risu upp víðs vegar um iandið á íyrstu áratugum þessarar aldar, eru einstakt, markvert íyrirbæri í skólasögu vorri. Áhugan'enn, einn eða fieiri á hverjum stað, hófust handa, stofnuðu skó’a og ráku hann á eigin ábyrgð Húsa- kynni og annað, sem til útbún. aðar heyrði, var oftast næsta fá- tækiegt. Ekki var eftir háum launum að slægjast. Smárri upp hæð af opinberu fé var deilt milii skóianna. Forstö^umaður skóians í Hjarðarhoiti sat þar við sama borð og aðrir, en hann ■— eða réttara sagt skóli hans — naut þess, að þar var aðstaða til skóiahalds hagstæðari en víða annars staðar. Húsakynm voru allmikil, og efnahagur ieyfði, að þau væru aukin og bætt. Annað var þó en.n mikilvægara. Miklir og góðir kennslukraftar voru fyrir hendi þar heima, þega: við stofnun skólans. Böm þeirra prófastshjóna voru þá qrðin — og hið yngsta að verða — fuil- tíða. Þau höfðu öll h’otið ágæta menntun og áttu sinn þátt í að koma því góða orði á skólann, sem hann naut alla tið Síðar réð séra Ólafur til sín kennara, er lokið höfðu prófi við kennara- skólann, og mun hann oftast hafa verið heppinn í vali. En þegar getið er ævistarfs séra Ólafs, ber þess vel að minn- ast, að hann stóð ekki einn að verki um bús- og heimilisstjórn. Kona hans, frú Ingibjörg (d. 1929) Pálsdóttir (prests í Arn- arbæli, Mathiesens) var mikil húsmóðir, og mun ekki á séra Ólaf hallað, þótt hið fagra cg trausta heimilislíf í Hjarðar- holti sé fyrst og fremst henni þakkað. Þau hjón voru ólík um margt, en samhuga sem bezt mátti verða. Mér kemur í hug, er ég minnist þeirra frú Ingi- bjargar og síra Ólafs: skærar, kyrrar glæður og — logi, er rís hátt. Þegar ég, sem þetta ri*a flutt- ist til starfs vestur í Dalasýslu. ungur að árum, var orðið skammt eftir dvalar séra Ólafs þar í héraði. Samfundir voru ekki mjög tíðir, en því betur man ég þá, hvern og einn Sá var einn háttur séra Ólafs, að hann var stundum nokkuð þurr á manninn, er hann kom til dyra, líkt því sem gesturinn hefði truflað hann, rofið hugs- anir, sem hann var sokki.m i og ekki var ljúft að hvarfla frá. En þegar inn var komið jafnaði •hann sig brátt. Mátti næstum fylgjast með því, er hann færði sig yfir á það „bylgjusvið<!, er við átti. Og þar er skemmsl af að segja, að upp úr því varð hver stundin annarri unaðsiegri í návist hans. Ekki varð skortur á umræðuefnum; jafnskjótt og eitt var þrotið, braut hann upp á nýju. Eins og geta má nærri, var séra Ólafur jafnan veitand- inn, en gesturinn þiggjandi í þess konar samræðum. Kom þar til reynsla hans og þjálfuð íhug- un langrar ævi, en alls ekki það, að hann „tæki orðið“ og léti gest sinn hlusta og samþykkja. Hann kunni þá list að taia við ungan mann sem jafningi. Og sjálfur var hann næmur sem ungmenni fyrir hverri hugsun, er honum fannst nýstárleg og verð íhugunar. Séra Ólafur var skörulegur i ræðustóli, flutti lifandi orð, ó- háður hefðbundnu formi íyrri tíðar. Ég get ekki varizt þeirri huglsun, að sú kyrrstaða eða lognværð, sem átti sér stað í þjóðlífi voru lengst af embættis- tíðar hans, hafi verið honum nokkuð þung raun. En hann íét ekki þá raun beygja sig né svæfa eins og bezt sést á því, að hann gerðist á sextugsaldri frömuður mennta i héraði sínu. Þess er nú, Framh. á bls. 13. B 11 a s a I a n Klapparstíg 37. Simi 19932 Ford Anglia ’60 til sölu Hagkvæmir greiðsluskil- málar. B 11 a s a I a n Klapparsúg 37. Sími 19032. ' Sími 11025 Til sölu og sýnis Chevrolet ’60 Impala Sérlega glæsilegur.. Skipti á eldri bifreiðum koma til greina. Chevrolet ’59, Impala með öliu. Keyrður aðeins 12 þús. km. Skipti á eldri bifreiðum koma til greina. Opel Rekord ’58 lítið keyrður og fæst á góðu verði. Ford Consul ’57 góður híll Moskwitch ’59 í góðu standi. Skipti á eldri bíl koma til greina. Volkswagen ’55 og ’56 mjög góðir bilar. Fást á góðu verði. Mercury ’52 Fæst með góðum skilmál- um. Renault ’55 Góður bíll og góðir skil- málar. Chevrolet Pick-up ’53 í góðu standi. Dodge Pick-up ’53 Allur ný yfirfarinn. Mjög glæsilegur. Austin 10 sendiferðahíll Góðir skilmálar. Mikið úrval af öllum teg- undum hifreiða. — Ath.: Urvalið er hjá okkur. — Bifreiðasalan Bergþórugötu 3. Simi 11025. Bílasalan Hafnarfirði Til sölu Fiat 1100 Station ’58 Lítið ekinn. Skipti á Fiat 1800 Station. Sandard ’50 í góðu standi. Skipti á Opel Caravan, Ford eða Chevrolet ’55 Station. Opel Caravan ’55 Skipti á Opel Caravan ’55 til ’60. — Ford Consul ’57 Skipti hugsanleg. Ausin 8 ’46 Skipti á yngri 4ra manna bíl eða 5 manna. Austin 8 ’46 Skipti á 6 manna. Vauxhall ’46 Fæst með lítillj útborgun. Reno ’46 Skipti á jeppa. Ford Anglia ’56 Skipti á ódýrari. Skoda Station ’55 Skipti á Skoda fólksbíl. Morris ’47 Skipti á Fiat 500. Opel Caravan ’55, ’57, ’58 Ford Taunus ’58 Station Skipti á ódýrari. Chevrolet ’50 Skipti á 4ra manna bil. Volvo ’50, ’55, ’58 Ath.: — Höfum flestar tegundir bifreiða. B i I a s a I a n Strandgötu 4. — Sími 50884. B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Sími 19032 Volkswagen ’60 Volkswagen ’59 Ekinn 9 þús. km. Opel Caravan ’59 Fiat 1100 ’60 Fiat 1800 Station ’60 Moskwitch ’59 Ford Zodiac ’58 Ford Anglia ’57 Mercedes Benz 220 ’57 Bilasal an Klapparstíg 37. Sími 19032 Reglusöm og ábyggileg kona óskar eftir rábskonustöðu hjá eldri manni, vel efnuðum, sem ætti góða íbúð. Reglu- j semi og drengskaparheit áskil in. Þeir, sem hefðu hug á J þessu, sendi Mbl. svar með J uppl., fyrir 30. þ.m., merkt: ■ „Ráðskonustaða — 854“. Stúlkur kynning Mig langar að kynnast skap- góðri stúlku á aldrinum 28— 40 ára. Eg er ekki þunglynd- ur, en finnst ég stundum dá- rítið einmana. Algjörri þag- mælsku heitið. Tilboð merkt „Fljótt — 777“, sendist Mbl. .VKIPAUTGCRB RIKiSINS „ESJA“ austur um land í hringferð 28. þ.m. tekið á móti flutningi í dag og árdegis á'morgun til Fáskrúðs fjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð arar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers og til Húsavíkur. Farseðlar seldir á föstudag. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á morgun. Vörumóttaka í dag. Somkomur Fíladelfía í kvöld kl. 8,30 Biblíulestur. Allir velkomnir. Hálf húseignin Kársnesbraut 33 í Kópavogi (suðurendi) er til sölu. Upplýsingar gef- ur Guðm. Vignir Jósefsson, hæstarréttarlögmaður, Rauðalæk 50. — Sími 35976. ftlRWICK SILICOTE Húsgagnogljdi GLJÁI OMO RINSO WIM LUX-SPÆNIR SUNLIGHT-SÁPA LUX-SÁPULÖGUR SILICOTE-bílagljái Fyrirliggjandi Óiafur Gíslason & Cobf Sími 18370 Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 Ih. og 8—9. Margeir J. Magnússon. Stýrimannastíg 9. Sími 15385. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í marg ar gerðir bifreiða. — Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168, — Simi 24180. Vibskipta- þjónustan er fyrir kaupmenn, kaupfélög, verksmiðjur og verkstæði úti á landi. Viðskiptaþjónustan Austurstræti 12. Box 1155. Sími 3-56-39.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.