Alþýðublaðið - 18.11.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1929, Blaðsíða 3
ALÞ YÐUBLAÐID B Beztu egipzku cigarettumar í 20 stk* pökk um, sem kosta kr. 1,2S pakkinn, eru: Cigarettur frá Mleolas Soussu fréres, CairO Einkasalar á íslandi: Tóbabsverzlnn íslands h. f. starfar við, til vafalausrar skammar. Pétur G. Guðmundsson. Sambandsþingið. Fundir stóðu yfir í gær kl. 1—5. I dag hófust fundir kl. 1 og standa væntanlega fram undir miðnætti. Steinraran Skúladóttir, kona séra Magnúsar Helga- sonar, fyrv. kennaraskólastjóra, varð bráðkvödd í nótt. Hún var 75 ára að aldri. Var hún dóttir Skúla læknis á Móeiðarhvoli. Steinunn heitin var merkiskona og vinsæl og heimili þeirra hjóna alkunnugt fyrirmyndarheimili. Slldarbræðslustðð á Aust- fjðrðum. Fjórðungsþing Fiskifélagsdeild- arinnar á Austfjörðum hefir sent rikisstjórninni áskorun um að láta gera kostnaðaráætlun og hefja undirbúning að byggingu síldarbræðslustöðvar í Austfirð- ingafjórðungi og verði stöðin reist þegar á næsta ári. — Stjórn- in ætlar að láta gera athuganir þær og rannsóknir, sem óskað er í tillögunni. Önuur Væringjasveit heldur fund í kvöld kl. 8V2 í húsi „K. F. U. M.“ Núpsskólinn. Bréf úr Dýrafirði FB. í nóv. Ungmennaskólinn á Núpi í Dýrafirði hefir nú verið tekinn í kerfi það, sem lög frá síðasta þingi (nr. 37, 14./6. 1929) nefna héraðsskóla. Eftir því verður kenslu hagað í vetur, svo sem á- stæður leyfa. Forstöðunefnd skól- ans skipa nú fimm menn og eru þeir þessir: örnólfur Valdimars- son kaupmaður, Suðureyri, for- maöur, séra Sigtryggur Guð- laugsson að Núpi, prófastur í Vestur-ísafjarðarsýslu, ritari, Jó- hannes Davíðsson búfr., Neðra- Hjarðardal, gjaldk., og meðstjórn- endur ólafur ólafsson, skólastjóri á Pingeyrij og Jens Hólmgeirssop. bústj. í Tungu við Skutulsfjörð. — Nefnd þessi hefir kosið skóla- stjóra Björn Guðmundsson hreppstjóra, áður kennara við úngmennaskólann. Annar kennari er ráðinn þenna vetur Valdimar Össurarson á Mýrum og stunda- kennari frú Hjaltlína Guðjóns- dóttir á Núpi. Nemendur verða um 30 að tölu, ekki húsrúm fyrir fleiri. — Miðstöðvartæki voru ný- lega sett í skólahúsið, og hugsað er til að koma upp' rafmagnsstöð fyrir skólann næsta sumar. Mega nú allir vinir skólans vel við una, að hann tekur stór- um stakkaskiftum ár frá ári, og má eigi sízt þakka það stofnanda og stjórnanda skólans, séra Sig- tryggi Guðlaugssyni, og Bir/ii kennara Guðmundssyni og fleir- um áhugamönnum alþýðufræðsl- unnar utan héraðs og innan. 0. ./. Veðrlð. Kl. 8 í morgun var heitast 4 stiga hiti, í Vestmannaeyjum, 2 stiga hiti í Reykjavík, kaldast á Akureyri, 6 stiga frost. Otlit hér við Faxaflóa í dag og nótt: All- hvöss og hvöss suðaustanátt. Sums staðar úrkoma. Togararnir. „Apríl“ kom af veiðuin í gær með 700—800 kassa ísfiskjar, „Baldur'" af saltfiskveiðum með 125 tn. liírar og „Sindri" í gær- kveldi úr Englandsför. Til Vífllstaða. Áætlunarferðir þrisvar á dag al 1 a d a g a. Frá Steinððri. Góð tfðlndl. Margir, sem ætla sér að kaupa orgel eða píanó, (en önnur hvor tegund þessara hljóðfæra ætti að vera á hverju heimili), eruívand- ræðum með hvert þeir eiga að snúa sér með kaupin. Margir aug- lýsa þessi hljóðfæri til sölu, og það er ekki að spyrja að því, að allir selja al-beztu tegundirnar, ef farið er eftir auglýsingunum. Hvernig á nú almenningur að átta sig á því, hvert muni vera bezt aÖ snúa sér? Er nokkur leið fyrir almenning til þess að komast að hvert honum er óhætt að snúa sér, þannig, að hann geti verið viss um að fá bæði hljómfögur, góð, vönduð og ódýr hljóðfæri. Jú, ráðið er til, það er að fara eft- ir almenningsálitinu. Því eftir hverju öðru ætti almenningur að fara en ' eftir almenningsálitinu? Á hverju ári birtast nýir hljóð- færasalar, en flestir þeirra hætta aftur, af því almenningsálitið segir, að betra sé að kaupa orgel eða píanó í elstu og stærstu hljóðfæraverzlun landsins, sem sé í Hljóðfærahúsinu. Hvers vegna skyldi þessi verzlun sum árin selja helmingi meira af orgeluro og píanóum en allar aðrar hljóð- færaverzlanir samanlagt? Hvers vegna, nema af því, að löng reynsla hefir sýnt almenningi, að þarna er ágætt að verzla, þarna er hægt að fá þessi umgetnu hljóðfæri, verulega góðar teg- undir, fyrir verksmiðjuverð, að viðbættum flutningskostnaði og tolli, og með betri borgunarskil- málum en noþkurs staðar annars staðar á fslandi. Af þvi að Hljóðfærahúsið er elzta og stærsta verzlunin á Is- landi hefir það átt kost á að velja um milli óteljandi verk- smiðja og hefir af skiljanlegum ástæðmn tekið þær verksmiðjur, sem búa til hljómfegurst og end- ingarbezt hljóðfæri fyrir lægst verð, með sérstöku tilliti til hvaða tegundir þola bezt okkar mjög svo breytilega loftslag. En margar hljóðfærategundir, sem reynast vel í Þýzkalandi, þola ekki loftslag vort. Vegna þess hvað Hljóðfæra- húsið selur mikið af orgelum o„ píanóum, hefir þvi tekist að út- vega sérstök vildarkjör áreiðan- legu fólki, er langar til þess að eignast þessi hljóðfæri með af- borgunarkjörum. Má fá píanó með 250 kr. útborgun og 35 kr. mánaðarafborgxm. og orgel með 75 til 100 kr. útborgun (eftir Mvergi ódýrara frá Þvottastell 8,75 Skálasett (6 stk,) 3,9o Bollapör (stór) 0,3o Kryddkrukkur (6 stk.) 3,oo Eldhúskrukkur (3 stk.) 4,20 Þvottarúllur 44,00 Þvottavindur 22,50 Vatnsfötur (vænar) 1,50 Kjðtkvarnir nr. 8 8,25 Hitabrúsar 1,25 Búrvigtir 3,75 Fjaðravigtir 0,50 Vasahnifar 0,50 Skæri 0,15 Kaffikvarnir 3,50 Kakblöð (extra góð) 0.15 Rjómafötur 1,00 Kökuform 0,60 Saltskeiðar o,15 Sinnepskeiðar 0,3o Vasaljós 1,85 Fjaðraklemmur (dús.) o,15 Rjómaþeytarar 0,50 Kertastjakar o,4o Mjólkurkönnur (1 Itr.)l,3o Saltgiös o,25 Simepsglös o,35 Barnaskófiur o,15 Smíðatól o.2o o. m. m. a. enn i Verzlnnin Ingvar ðlalsson, Laugavegi 38. Sími 15. stærð) og 15—30 kr. mánaðaraf- borgun. ' Orgelin og píanóin komast nú ekki lengur fyrir í búð Hljóð- færahússins, svo leigja hefir orð- ið fyrir þau sérstakt húsnæði í Veltusundi 1. Ef lokað er þar, þegar memj vilja koma og skoða hljóðfærin, eru menn beðnir að snúa sér í Hljóðfærahúsið. (Augl.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.