Morgunblaðið - 28.08.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.08.1960, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1960 Misnotkun þekkingar er alvarlegasta syndin Samtal við Mormónabiskup — DÝRÐ Guðs birtist í vits- munum hans. Ljósið og sann- leikurinn leiða menn úr villu og veita andlega sýn í stað efnislegrar. Þekking er undir- staða frelsunar. Sú þekking, sem menn öðlast í þessum heimi, kemur þeim að notum í komandi heimi. Misnotkun þekkingar er alvarlegasta syndin. ★ f>að er John Beamson, mor- mónabiskup, sem talar. Við höfð- um spurt hann um helzta mun mormónatrúarinnar og þeirrar trúar, sem játuð er í íslenzku kirkjunni. Biskupinn heldur áfram: Biblían og mormónabókin — Við trúum opinberun Jóseps Smiths, en við trúum Biblíunni líka. Mormónabókin styður það sem í Biblíunni stendur, en eyk- ur við Biblíuna og gerir opinber- unina fyllri. Játningar okkar eru í sumu frábrugðnar játningum kirkjunnar. T. d. trúum við því ekki að Kristur sé sömu veru og Guð. Þá teljum við að mönn- um muni refsað fyrir eigin synd- ir, en ekki fyrir synd Adams. I einkaheimsókn — Annars er ég i einkaheim- sókn, en ekki kominn til að boða Mormónatrú, segir biskupinn. Ég er af íslenzku bergi brotinn, fað- ir minn var Finnbogi Björnsson frá Hjallanesi í Rangárvalla- sýslu. Hann kom til Utah 1883. Þar kynntist hann móður minni, sem var af dönskum og þýzkum ættum. Við verzlunarnám í Danmörku Nú berst talið að Mormónatrú- boðinu á íslandi og fyrstu is- lendingunum, sem fóru til Utah. Biskupinn segir frá aðdraganda trúboðsins á íslandi: — Árið 1852 hófu Mormónar trúboð í Danmörku. Um þær mundir voru tveir íslenzkir drengir þar við verzlunamám, annar Hafliðason en hinn Guð- mundsson. f>eir tóku Mormóna- trú og héldu til íslands skömmu síðar og settust að í Vestmanna- eyjum. Hafliðason drukknaði, en Guðmundsson hóf trúboð á Is- landi ásamt dönskum Mormóna. Varð þeim nokkuð ágengt á Suð- urlandsundirlendinu og í Vest- mannaeyjum. Fyrsti islendingurinn til Utah Fyrsti Íslendingurinn, sem fór til Utah, var Samúel Bjömsson. Lagði hann af stað frá islandi árið 1854 með konu sinni, Mar- gréti. Fóru þau til Danmerkur, þaðan til Hamborgar og sigldu síðan yfir til New Orleans. f»að- an með báti til St. Louis, Missouri «i þar keyptu þau sér hestvagn og vistir og héldu til Counsel Bluff í Iowa, en þar höfðu Mor- mónar reist trúboðsstöð. Síðasta spölin til Utah fóru þau fótgang- andi. Það var hættuleg ferð yfir slétturnar og á hverri nóttu mátti búast við árás Indíána. — En Samúel komst heilu og höldnu með fólk sitt til Utah sumarið 1855 og settist að í dönsku landnámi, sem nefnt var „Spanish Fork“. Þar var loftslag gott og íslendingunum fannst þeir vera eins og heima hjá sér. Samúel efnaðist vel vestra og komst til mannvirðinga með Mormónum. Þórður Diðriksson og hók hans Næsti Íslendingur, sem settist að í Utah, var Þórður Diðriks- son. Hann kom ári síðar en Samúel og vann það afrek að aka dóti sínu á handvagni yfir sléttumar. Þetta voru hættuleg- ar ferðir og komst ekki nema helmingur af leiðangursmönnum alla leið. Þegar Þórður kom til Utah kvæntist hann íslenzkri stúlku, Helgu, sem þangað hafði komið með Samúel Bjömssyni. — Þórður skrifaði bók um Mormónatrú? — Já, -hann skrifaði bókina „Aðvörunar og sannleiks raust“, sem að nokkru er þýðing á bók eftir Parley P. Pratt: „The Voice of Waming“. Hefur Þórður þýtt þessa bók á köflum, en bætt við athugasemdum og hugleiðingum frá eigin brjósti. — Þessi bók Þórðar mun nú fáséð? — Það mun hún vera. Þó gát- um við útvegað Halldóri Kiljan eitt eintak af henni þegar hann var í Utah. Það var gaman að sjá framan í hann þegar við feng um honum bókina. Annars mun vera til eintak af henni í Lands- bókasafninu hér. Bók Þórðar var þýdd á ensku vestur í Utah. John Bearnson — Hversu margir Mormónar af íslenzkum uppruna munu vera þar vestra? ■— Það er erfitt að segja ákveð- ið um það, en mætti gizka á 5000. Heilög hjónabönd — Hvað um fjölkvæni? — Það er úr sögunni fyrir löngu. En það var aldrei eins víðtækt og sögusagnir gætu gef- ið tilefni til að halda. Munu um 3% af Mormónum hafa lifað í fjölkvæni árin, sem það var leyft. Þurfti sérstakt leyfi til að taka sér fleiri konur en eina og menn urðu að sanna að þeir gætu séð fyrir fjölskyldunum. Hjónabandið hefur alltaf verið álitið heilagt hjá Mormónum, hvort sem leyft hefur verið að hafa eina konu eða fleiri. — Tíðkaðist fjölkvæni meðal íslenzku Mormónanna? — Ekki er mér kunnugt um að svo hafi verið. Þó skal ég ekki fullyrða um einn, sem hét Gisli. Talið berst nú að safnaðar- — Upphafió starfið Framh. af bls. 3 urmunir í einföldum nútíma- formum. Hökull prestsins er eininig unninn af Unni Ólafs- dóttur, rauður með gullþræði og íslenzkum ópalsteinum. Litaðir kirkjugluggar. Of langt yrði að telja upp í smáatriðum það sem ber fyr ir augu kirkjugesta inni í þessu guðshúsi. En ekki er hægt að lýsa kirkju án þess að tala um gluggana. Þeir eru að vísu ekki komnir í það horf sem verða á, en þeir eru ekki í hinum hefðbundna stíl frem ur en annað í þessari kirkju. Uppi yfir svölunum er 10 m breiður gluggi. Þar eiga að koma litaðar kirkjurúður ab- starkt í formi, sem Nína Tryggvadóttir, myndhöggvari, hefur gert. Að vísu er fé ekki til ennþá fyrir þessum glugg- um, en teikningin liggur full gerð i kirkjugluggagerð úti í Þýzkalandi. Annar aðalglugginn er á suð urhliðinni. Hann er stór og breiður og grænar plöntur vefja sig upp eftir honum. Þar sjá kirkjugestir beint út og þeir sem fyrir utan eru inn, eftir að kveikt er í kirkj unni. — Hér fer ekkert fram sem ekki má sjást, sagði prest frúin, þvert á móti. Og á veggnum andspænis er örmjótt band úr lituðum gluggum, sem Bendikt Gunn- arsson, listmálari, gerði. Það er ekki mikið áberandi, en þegar ljós er inni skiptir það heilum norðurveggnum fagur lega að utan séð. Veggflötur inn er annars að utan mjög heillegur, hugsaður þannig að seinna meir megi mynd- skreyta hann. Lýsingin í kirkjunni er einn ig skemmtileg en einföld. í svörtum málmskermum eru opnir krossar og þegar dimmt er úti varpar birtan frá lömp unum stækkuðum skugga- myndum af krossum á hvíta veggi kirkjunnar. Kirkjulegt tákn hvaffan sem á er litið. Ef til vill segja nú einhverj ir: — Þetta er nú gott og blessað. Ekkert nema gott um það að segja að hafa fallegt og frumlegt. En ég vil hafa mína kirkju, svo ekki sé neinn vafi á að ég sé að koma í guðshús, þegar ég nálgast hana, ekki í eitthvert nýtízkulegt hús. Hvað þetta nýja guðshús á- hrærir, blandast engum hugur um að þarna sé kirkja, þó ekki sé hún í hinum gamla sveitakirkjustíl. Hvaðan sem á hana er horft sjást kirkju- leg tákn, komið fyrir á lát- lausan hátt: Að framan kross og klukku turninn með upplýstum klukk unum í myrkri, opin kross- merki í steinsteyptum hliðum turnsins ef horft er á hann frá ‘hlið og klukkuituminn sem gnæfir nægilega hátt til að sjást vel frá bakhliðinni. Það getur engum blandast hugur um að þarna er guðs- hús, hvort sem að er komið að utan eða gengið inn, þó flestar af hinum hefðbundnu reglum um hvernig kirkjur skuli vera á íslandi séu þar brotnar. — E.Pá. skipulagi Mormónakirjunnar. — Æðsti maður hennar á hverjum tíma er talinn spámannsmaki, en sér til aðstoðar hefur hann 12 manna ráð. Úr þessu tólf manna ráði er svo næsti eftirmaður val- inn. — Biskupinn segir okkur að lokum frá útbreiðslu Mormóna- kirkjunnar, sem er mjög mikil og trúboð þeirra festir víða rætur. j.h.a. Melbourne, Ástralíu, 25. ág. —. Kona nokkur, sem hélt því fram við lögregluna, að hún hefði skot ið mann sinn til bana af ót'.a við, að hann kæmist að því, hve miklum skúldum hún hefði safn , var dæmd til dauða í dag fyrir morð að yfirlögðu ráði. Sýknun mun ekki koma til greina * Síðsumarsnætur Nú lengir nóttina óðum og skuggamir læðast fyrr niður hlíðina en þeir gerðu í sum- ar. Það er ems og ugg slái í brjóst manni þegar þess verður fyrst vart fyrir alvöru að myrkrið sé að sigra björt sumarkvöld. En kvöldmyrkr- ið hefur einnig sínar fögru hliðar og margir munu taka undir með skáldinu, og telja kyrrlátt haustkvöld með því fegursta sem þeir hafi lifað. Síðsumarskvöldin hafa ætíð verið tengd rómantískum minningum. Fyrr á árum, meðan kaupakonur voru á hverjum bæ á sumrum, áttu sveitadrengirnir hugljúfar minningar um síðustu daga kaupakonurnar í sveiúnni. Þeir áttu fyrir höndum lang- an vetur við gegningar og önnur tilbreytingarlaus störf og fundu því vel hvern sólar- geisla þeir misstu úr lífi sínu þegar kaupakonan fór aftur til borgarinnar. — Þetta mun enn gerast að nokkru, þó Vel- vakandi hafi grun um, að rómantíkin sé ekki jafnsterk og fyrrum, því hún á erfiðara uppdráttar á þessari öld hraðans. En hitt mun mála sannast að kaupakonur eru kvaddar virðulega á okkar tímum og senn munu auglýst- ir dansleikir í hverju félags- heimili. * Ólæknandi sjúk- dómar Um daginn skrifaði maður Velvakanda og talaði um ó- læknandi sjúkdóma. Varpaði hann fram þeirri spurningu hvort hægt væri að kalla nokkurn sjúkdóm ólæknandi FERDIIM AMD og spurði hvort ekki væri rétt ara að segja, að enn hefði ekki verið fundið upp lyf við þessum tiltekna sjúkdómi. Þetta sjónarmið mun ekki fjarri sanni og í blaðinu í gær var frétt, sem studdi þessa uppástungu bréfritarans. Var þar sagt frá nýju lyfi, sem brezkir vísindamenn hafa fundið upp, sem er með þeim ágætum, að það vinnur á sótt kveikjum, sem eru orðnar ó- næmar fyrir venjulegu penicillini. Mun þannig lengi hægt að búast við nýj- um afrekum á sviði læknis- listarinnar og sennilega er það rétt hjá bréfritaranum, að raunverulega er enginn sjúkdómur ólæknandi, en það eru ekki enn fundin lyf til að lækna þá alla. * Breytt veður Þá er norðanáttin vikin, sem hefur verið allsráðandi um veðurfar að undanfórnu og má búast við breyttu veðri á næstunni. Sumarið hefur verið svo sólríkt hér sunnan- lands, að menn muna ekki annað eins og var jafnvel svo langt gengið að menn voru hættir að tala um veðrið. en töldu sjálfsagt að sól skini dag hvern. Ekki er það ætlan Velvakanda að fara að spá rigningu, en þegar haustar að fer allra veðra að verða von. Og við Reykvíkingar getum verið ánægðir yfir því veðri, sem við höfum haft og þurf- um ekki að kippa okkur upp við einn og einn rigningaidag úr þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.