Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 13
rrjstuaagur 9. sep't'. 1960 MORGJJlShL AÐÍÐ 13 Ferðaþættir frá Grænlandi Grænlenzk stúlka á folaldsmeri: — Fáðu þér sopa, litli minn! (Ljósm.: Birgir Kjaran). Strákurinn er veiðibráður og stingur silungnum í kjaftinn á meðan hann reynir að handsama þann næsla. var að okkur rétt landgöngubrú, er skipið renndi upp að klettin- inum fyrir framan verzlunar- húsið. Meðal þeirra, er tóku á móti okkur, var danskur smiður, rauðbirkinn með hár á herðar niður og rauðsaeggjaður. Kom mörgum saman um, að þar mundi kominn arftaki Eiríks rauða. Svo reyndist þó ekki vera. Þar var kominn innborinn Dani, er hvorki skildi græn- lenzku né íslenzku. Var hann þangað ráðinn til þess að byggja hús og aðeins ætluð fárra vikna dvöl. Eígi að síður fannst okkur maðurinn sérkennilegur og eiga skemmtilega við umhverfið og höfðu margir gaman af. í búðinni í Brattahlíð höfðu sumir nokkra viðdvöl, keyptu sér gráfíkjur en hinir forstöndug- ustu náðu sér í danskan bjór. — Kom síðar á daginn að hann var ekki þar til sölu, heldur var þetta „próvíantur" okkur ætl- aður, sem í förinni voru. Reiðmenn á ferð. Er við vorum á leiðinni yfir fjörðinn, bar fyrir nokkrar dökk leitar þústur er fóru hart yfir landið. Skildum við ekki, hverju þetta sætti, og var ýmsum get- um að því leitt. Fannst okkur vart að menn gætu hlaupið svo hratt og enginn hafði hugboð um að þarna gætu verið bílar á ferð. Er við komum á land, sáum við hvers kyns var. Grænlendingar höfðu fengið Framh. á bls. 15 ★ KLUKKAN 6 að morgni vaknaði ég í skála þeim, er mér hafði verið búinn nætur- staður í á Stokkanesi. í gær höfðum við ferðafélagarnir, sem fórum til Eystribyggðar Rauðbirktnn Dant hitti okk- ur í Brattahlíð í gervi Eiríks rauða. (Ljósm.: Magnús Jó- hannesson). á Grænlandi, skoðað Stokka- nesdal allan, svo sem kostur var á, hlaupið á fjöll og inn til dala. í dag var okkur ætl- uð heimsókn til Brattahlíðar, Iandnámsjarðar Eiríks hins rauða. Er ég vaknaði í svefnskálan- um, heyrði ég umgang talsverð- an og háreysti nokkra og voru menn þá að búa sig af stað, en aðrir hlupu til snyrtiherbergja til þess að þvo sér og raka sig. Það skal ósagt látið, hvort gest- ir Þorbjarnar Vífilssonar vökn- uðu með þvílíku brauki og bramli til skeggskurðar, eins og var á þessum miðsumarsmorgni á Stokkanesi. Hins varð ég var, er ég vaknaði, að stéttarbróðir Hann var þann vetur með Ing- ólfi á Hólmlátri Um vorið börð- ust þeir Þorgestur, og fékk Ei- ríkur ósigur. Eftir það voru þeir sættir. Það sumar fór Eiríkur að byggja land það, er hann hafði fundið og hann kallaði Græn- land, því að hann kvað menn mjög myndu fýsa þangað, ef landið héti vel. Svo segir Ari Þorgilsson. að það sumar fór hálfur þriðji tug- ur skipa til Græniands úr Breiða firði og Borgarfirði, en 14 kom- ust út. Sum rak aftur, en sum týndust. Það var 15 vetrum fyrr en kristnin var í lög tekin á íslandi. Eiríkur nam síðan Ei- ríksfjörð og bjó í Brattahlíð". Þungbúið yfir Eiríksfirði. Þennan morgun var þungbú- ið yfir Eiríksfirði, en létt yfir hinum íslenzku ferðalöngum um borð í hinum danska farkosti, er þræddi milli borgarísjakanna yfir til Brattahlíðar. Rigningar- úða sleit úr lofitnu af og til. Þó freistuðust þeir sem girnt- ust að taka myndir af hinum sögufræga atað, Brattahlíð, að láta hinn danska farkost horfa lítið eitt í annan veg en skip- stjórnarmenn höfðu ætlað sér. Fyrir góð orð fékkst því fram- gengt. að siglt var þannig að borgarís og Brattahlíð bar sam- an. Á skipinu voru grænlenzkir skipstjórnarmenn og höfðu þeir, eins og tíðkast mun þar í landi, fjölskyldu sína með, að minnsta kosti skipstjórinn. Við sáum stelpuhnokka og sveinstaula litl- um bregða fyrir, er við litum niður í lúkarinn. Einhver hafði forystu um það að kalla á móð- ur og börn upp á lúkarskappann og gripu menn Þá fram mynda- vélar sínar og tóku mynd. af fyrstu fjölskyldunni græn- lenzku, er við hittum í þessari ferð. Landganga í Brattahlíð. Brátt vorum við komin upp undir lendingarklappir í Bratta- hlíð. Frammi á klöppunum stóð bygging, er okkur var sagt að væri verzlunarhús. Ekki voru bryggjur fram dregnar, svo sem segir í Fóstbræðrasögu, heldur Landnám Eiríks. Á leiðinni var okkur hugsað til frænda okkar. Eiríks rauða, er hann leitaði sér bústaðar á Grænlandi, eftir að hann hafði í þrjá vetur verið í Eiríksey fyr- ir minni Eiríksfjarðar. Segir svo í Eiíkssögu rauða um landnám hans í Eiríksfirði: „En eftir um samarið fór hann til íslands og kom í Breiðafjörð. „Nú er hún SnorrabúS stekkur". — Skáli Eiríks rauða í Brattahlíð er nú rófnagarður grænlenzkra. (Ljósm. vig.) j* minn, sem svaf í næsta rúmi, skar hrúta eins og hann væri í miðri sláturtíð. Að vörmu spori hafði okkur, sem á fætur voru komnir, tek- izt að snyrta okkur svo að fram bærilegt var á Grænlandsgrund. Héldum við því næst til matsal- ar og neyttum morgunverðar og innan tíðar vorum við komnir niður á bryggju í Narssarssuaq. Þar var kominn svartbikaður bátur í eigu danskra stjórnar- valda og var hann leyfður fyrir um 30 manns eða um helming þeirra ferðlanga, er fýsti að sigla yfir Eiríksfjörð þveran til Bratta hlíðar. Ekki þótti okkur farkost- urinn ferðmikill en traustur var hann og mundi án efa hér á ís- landi hafa verið leyfður fyrir ferðamannahópinn allan. A rústum Eiríks í Brattahlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.