Alþýðublaðið - 20.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1929, Blaðsíða 2
2 A L Þ V Ð U S b A ÐIÐ FiskaUi á ðUa landinu pann 15. nóvembe? 1929. Veiðistöðvar: Stórfiskur skpd. Smá- liskur skpd. Ýsa skpd. Upsi skpd. Samtals wln 1929 Samtals 16/u 1928 Vestmannaeyjar . . . 36 341 99 879 107 37 426 35921 Stokkseyri 1087 »» »» »t 1087 1760 Eyrarbakki 388 »» 73 »» 461 939 Þorlákshöfn .... 88 »» »» »» 88 548 Grindavík ..... 4290 8 23 2 4 323 3858 Hafnir 1035 52 27 *» 1114 1160 Sandgerði 6 493 485 243 7 221 5 553 Garður og Leira . . 483 56 »» 10 549 749 Keflavík og Njarðvíkur 9455 594 494 V, 10543 7758 Vatnl.str. og Vogar . 439 »» ,, 1» 439 542 Hafnarfjörður (togarar) 22322 2586 897 6153 31 958 42 217 do (önnur skip) 13709 1463 786 26 15 9841) 6 965 Reykjavik (togarar) 58 804 9 938 2987 15 726 87 455 104944 do. (önnur skip) 43524 3750 1086 275 48 6353) 27 873 Akranes 8398 444 175 >» 9017 5 799 Hellissandur .... 2170 175 25 2 370 1392 Ölafsvík 435 40) 52 887 605 Stykkishólmur . , . 773 1914 26 2 2 715 2854 Sunnlendingafjórðungur 210 234 21964 7 773 22 301 262 272 251 437 Vestfirðingafjörðungur 25 001 21222 3087 1245 50 5558) 46 894 Norðlendingafjórðungur 282Í.6 20169 3 027 170 51 5924) 44 610 Austfirðingafjórðungur 16 579 14858 3141 159 34 7376) 42 366 Samtals 15. nóv. 1929 . 280040 78213 17 028 23875 399 156 385 307 Samtals 15. nóv. 1928 . 234 463 93 940 12204 44700 38) 307 Samtals 15.nóv. 1927 . 190190 82 283 8082 25106 305 661 Samtals 15. nóv. 1926 . 169 156 54 932 3498 10235 237 825 Aflinn er miðaður við skippund (160 kg’.) af fullverkuðum fiski. *) Þar með talið 2 754 skpd. keypt af erlendum skipum. ~ 20 780 — — 8) . __ _ 2361 — — - - — 4) - - - 1854 — - - - - 5) . _ , 3838 — — - - Fiskifélag íslands. Sambandsþingið. Þingfundur hófst í gær kl. 1 ®g stóð til kl. 12 á miðnætti. Ýms alþingismál voru rædd, m. a. frumv. um veðlánasjóð fiski- manna, verkamannabústaðir, lána- deild til smábýla o. fl. Voru mikl- ar umræður um þessi mál og inargar ályktanir samþyktar. — Verður síðar skýrt nánar frá á- lyktunum þingsins í heild. Sam- kvæmt till. frá forseta Alþýðu- sambandsins var Sambandi ungra gafnaðarmanna boðið að senda fulltrúa á næsta sambandsþing, sem halda á hér á næsta ári. Hafi fulltrúar þess málfrelsi og tillögurétt þar til gerð hefir ver- ið fullnaðarsamþykt um sam- band þess við Aiþýðusamband íslands. Þingfundur hófst kl. 1 í dag í alþýðuhúsinu Iðnó. Á dagskrá er afstaðan til borgaralegu flokk- anna, landkjörið og skipulags- mál. Uugir jafnaðarmenn á Siglufirði. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu var stofnað Félag angra jafnaðarmanna á Siglu- firði fyrir skömmu. Við stofnun taldi félagið 30 félaga. Nú hefir það haldið þrjá fundi og hafa því nú bæzt 30 nýir félagar og eru þeir því orðnir 60, er skipa félagið. Á fundunum hefir verið rætt um ýms æskulýðsmál og fé- lagsmál. Ákveðið hefir verið, að félagar skuli bera sérstakan bún- ing, sem er grá treyja með rauð- xtm böndum og stafirnir F. U. J, saumaðir á brjóstið. Ákveðið hef- ir verið að fara í skíða- og sleða- ferðir og talað hefir verið um söngflokk og íþróttaflokk. Á öll- um fundunum hafa verið fluttir fyrirlestrar um jafnaðarstefnuna og verklýðshreyfinguna. Afturhaldið á SiglufirÖi tók stofnun F. U. J. með miklum hrópum og ólátum. „Siglfirðing- ur“ og „Norðlingur" köstuðu skamyrðum að unga fólkinu og íhaldið reyndi að stofna félag með ungum afturhaldsmönnum, en það lenti að eins í árangurs- lausu brölti. Tengdasonur Thors Jensens sendi út með áskriftar- lista, en þeir voru að eins 7 að tölu ungu mennirnir, sem töldu sig fylgja afturhaldinu og gamla thnanum, og ekkert varð því úr að stofnað yrði félag, en þetta brölt varð að eins til þess að auka viðgang F. U. J. Búist er við, að félagið aukist mjög á næstu fundum, og eru ö!l skilyrði fyrír hendi til þess að það verði mjög öflugt og sterkt og er ekki að efa, að það verði enn til eflingar meiri- hlutavaldi verklýðsins á Siglu- firði. Mð verðor bverjom lisí, sem haim leikur. Allir kannast við Hnifsdalsmáí- ið. Þar var upplýst um atkvæða- fölsun í stórum stíl. Þrír at- kvæðasmalar íhaldsins voru dæmdir fyrir kosningasvik. íhald- ið afsakaði þá á alla lund. lhald- ið varði kosningasvikin. Nýlega var aðalfundur Stúd- entafélagsins haldinn. Ihaldið var hrætt um, að goði þess yrði steypt af stalli. Liðinu var smal- að. En það þótti ekki örugt. Aft- ur var gripið til aðfaranna frá Hnífsdal. Þetta er upplýst í því máli: Hátt settur íhaldsmaður var séður kjósa á 2 seðla. Lágt settur íhaldsmaður var einnig séður kjósa á 2 seðla. Ölvuðum íhalds- manni voru fengnir þrír atkvæða- seðlar/ Övíst er, hvort hann gat notað þá alla. En hvorki skorti hann vilja né flokksmenn hans. Það verður hverjum að list, sem hann leikur. A. Rðöagerðir um flugferðir yfir Atiantskaf m\ fsland. Parísarútgáfa blaðsins „Chica- go Tribune“ birtir 6. þ. m. eftir- farandi skeyti frá Ottawa: Kanadastjórnin hefir nú fengið í sínar hendur áætlanirnar um reglubundnar Atlantshafsflug- ferðir. Áætlanirnar em samdar af Mr. School, flúgvélafræðingi í Chicago. Samkvæmt áætlunum hans verður lagt af stað daglega frá Chicago til Croydon (í Eng- landi). Aðal-viðkomustaður í Ka- nada verður Winnipeg. Ráðgert er að fljúga þessa leið: Frá Chicago til Winnipeg, þaðan til Baker Lake, þaðan til Dwyer- höfða á suðurströnd Grænlands, þaðan til íslands, Færeyja og yfir írland til Croydon. School gerir ráð fyrir, að stofn- uð verði prjú félög, er vinni sam- an að framkvæmdum í málinu, amerísku [þ. e. bandarískuj, ka- nadisku og ensku félagi, er beri kostnaðinn í sameiningu. (FR) Löo við hátíðarljóð 1930. FB., 19. nóv. Undirbúningsnefnd alþingishá- tíðar 1930 tilkynnir: Dómnefndin um söngvana við hátíðarljóðin 1930 hefir lagt fyrir hátíðarnefndina svo látandi álit og tillögur, sem hátiðarnefndin óskar birt í heild, út af ósönn- um sögusögnum, er gengið hafa um málið hér í bænum: Vér undirritaðir, er kvaddír vorum.til þess að dæma um há- tiðasöngva af tilefni 1000 ára af- mælis alþingis, leyfum oss hér ’ V með að tilkynna, að vér hófum starf vort 26. okt. þ. á. og að )vér í dag höfum orðið ásáttir um eftirfarandi tillögur: Það varö oss, hverjum um sig, brátt ljóst, að af öllum þeim verkum, er send voru, myndi ekki verða nema milli tveggja að velja, sem báru tvímælalaust af hinum, sem sé hátíðasöngvar Páls fsólfssonar, er hann hafði að öllu leyti gengið frá í píanó- búnaði, og Emils Thoroddsens, er hann hafði að nokkru búið fyrir hljóðfæraflokk, en ekki eru fullsamdir, með því að lítið eitt vantar á niðurlag tónsmíðarinn- ar. Var þó ekki tekið tillit til þess við dómsúrslitin. Eftir sam- eiginlegan lokafund um málið er niðurstaða vor sú, að tónsmíð Páls Isólfssonar sé bezt fallin til flutnings á hátíðinni, með því að hún gerir hvorttveggja að lýsa gáfum og hagleik og er auk þess skýr að framsetningu og auðskilin að efni. Þó getum vér ekki afdráttarlaust metið honum 1. verðlaun fyrir verkið, nema hann vilji gera breytingar á til- teknum minni háttar atriðum, sem honum mun verða bent á. Þegar þessar breytingar hafa verið gerðar, svo að oss þykir fullnægjandi, leggjum vér til, að verk Páls ísólfssonar hljóti fyrstu verðlaun og verk Emils Thor- oddsens 2. verðlaun. Vér viljum um leið taka það fram, að einstakir þættir í tón- smið Emils Thoroddsens hafa vakið alveg sérstaka athyglí vora, fyrir sakir hugkvæmni þeirrar og skáldlegra tilþrifa, sem þar verður vart. Bregður þar og fyrir frumlegum blæ, sem kem- ur mönnum á óvart. En kunn- átta og leikni er því miður ekki á borð við eðlisgáfu hans. Höf- um vér því, að vandlega athug- uðu máli, komist að framanritaðrf bráðabirgða-niðurstöðu. Kaupmannahöfn, 8. nóv. 1929. Carl Nielsen. Sigfús Einarsson. Haraldur Sigurdsson. Hátíðamefndin hefir samþykt tillögur dómnefndar um að veita Páli ísólfssyni 1. verðlaun með þeim skilyrðum, er í álitinu greinir, og taka tónsmíð hans tií flutnings á hátíðinni og að veita Emil Thoroddsen 2. verðlaun. [1. verðlaun eru 2500 kr., 2. verðlaun 1000 kr. Sá, er 1. verð- e laun fær, veTður að skila tón- smíðinni albúinni til söngs, hafa búið hana í hendur hljómsveitar.] Togararnlr. „Tryggvi gamli“ kom af veið- ium í gær með miðlungsafla og „Karlsefni" með 950—1000 kassa ísfiskjar. í morgun kom „Hannes ráðherra" af saltfiskveiðum með 127 tunnur lifrar. „Gylfi“ kom i nótt frá Englandi. — Þýzkur tog- ari kom í gær að fá sér kol og annar í nótt til aðgeröar á véÞ ínni:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.