Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. okt. 1960 MORGVNtiLAÐlÐ 3 r Fimm mánuðir eru liðnir síðan Anthony Armstrong Jones gekk að eiiga Margréti prinsessu og ýms ljón virðast ætla að verða á vegi hans, einkum þvælast hirð- eiðirnir fyrir honum. Fyrst gekk brytinn úr vistinni, þegar Tony vildi sjálfur ráða hvað hann drykki með matnum og nú síðast tókst honum að gera Skota fok- vonda, þegar hann mætti til há- tíðaieikanna í Breamar klæddur síðbuxum. Meðlimir konungs- fjölskyldunnar, hafa nefnilega alltaf klæðst skotapilsum við þetta tækifæri. Það gera þeir hef toginn af Edinborg og Gharles prins alltaf. Auk þess sýnir Tony engan áhuga, þegar hann er dreg inn á tenniskeppni eða á veð- reiðar með konungsfjolskyld- unni, þó aðrir meðlimir þessarar tignu fjölskyldu næstum rísi úr sætum sínum af æsingi. Það er erfitt að lifa fvrir hversdaeslee- umkringdi bílinn. Greifinn ók af stað og slasaði 10 manns. Blöðin sögðu að orsök slyssins hefði ver ið sú að fólkið þyrptist að bíln- um, þegar efsti hnappurinn slitn aði af blússu leikkonunnar. — Það er ekki satt, sagði Anita. All ir hnapparnir voru eins og þeir áttu að vera. Og loks komst mál- ið til dó'msmálaráðherrans, eins og fyrr er sagt, sem lýsti því yf- ir eftir 4% mánaðar rannsóknir, að hann hefði fengið sannanir fyrir því að ungfrú Ekberg hefði verið klædd svartri dragt fyrir réttinum. — Og ég get líka full- vissað hæstvirtan þingmann um að minkasláið hennar huldi næst- um alveg fæturna er hún sat í vitnastúkunni, bætti ráðherrann við. í fréttunum Dómsmálaráðherra Ítalíu lítur ekki svo á að Anita Ekberg hafi gert sig seka um virðingarlausa hegðun, með því að krossleggja fæturna í vitnastúkunni, er hún kom fyrir rétt og skýrði frá því hvernig hún er vön að hneppa blússunni siúni. Það var Guido Gonella, sem var að svara þann- ig fyrirspurn frá ungum þing- manni Kristilega demokrata- gamall, keypti sér um daginn ný föt. Hann sá þau í búðarglugga, gekk inn og keypti fötin. Þegar hann kom heim ,spurði konan hans hvar hann hefði keypt þessi föt og þegar prófessorinn hafði skýrt frá því, sagði hún að það væri skrýtið, því hann væri aldrei vanur að kaupa þar föt. — Er það ekki? svaraði Niels Bohr alveg undrandi. — Þá get ég ekki skilið hvernig stendur á því að afgreiðslumennirnir virtust þekkja mig .... Nú gengur sá orðróm- ur að ekki verði þess langt að bíða að Harald krónprins i Noregi Og Sophia Grikkjaprinsessa heimsókn til" Ósló í haust, að því er erlend blöð staðhæfa. En norska konungsfjöl flokksins, í þinginu. Forsaga málsins var sú að Anita Ekberg var í bíl með Anotonio Gerinis greifa, er hópur af aðdáendum Norman Hartnell, konunglegur klæðskeri Elísabetar Bretadrottn ingar, kom mönnum á óvart, þeg ar hann lét hafa eftirfarandi um mæli eftir sér um daginn: „Það gleður mig mjög að heyra að fjölmargar þekktustu konur heims eru nú hættar þessum ströngu megrunarkúrum, sem þær hafa hingað til haldið. Hvað það verður gam an að þurfa nú KfflMSr'W'''r ekki lengur að teikna kjóla á F zSÍ', l|ng ostastengur held ur á reglulegar " J| konur'. Það mun ÍBjffwjro Jgí ekki vera neitt JK leyndarmál, að BBjOg., konurnar sem 'i hann á við eru Marilyn Monroe, Grace furstafrú, Elizabeth Tayl- or — og fyrst og fremst Margrét prinsessa. En skyldi hann fá ósk sína uppfyllta? • Er ekki alveg eins líklegt að einn góðan veður dag, þegar þessar frúr stíga á vigtina, þá ákveði þær að taka aftur til við megrunarkúrinn? j Alexandra prinsessa hefur að undanförnu komið meira og meira fram fyrir brezku krún- una, og þykir henni takast það með afbrigðum vel. Um daginn, þegar Nigeria, sem áður var brezk nýlenda, hlaut sjálfstæði sitt, þá flaug Alexandra þangað frá London, til að vera fulltrúi Elísabetar frænku sinnar við há- tíðahöldin. Þar dansaði hún við dökka fyrirmenn Nigeríu. Hér sést hún með sir Abubaker, for- sætisráðherra. Franska skáldið og þúsund- þjalasmiðurinn Jean Cocteau sat fyrir skömmu í veizlu við hliðina á konu, sem sýnilega var ekkert barn, en samt vildi hún endilega tilkynna honum hve göm.ul hún væri: — Kæri meistari, sagði hún, ég er nýbúin að halda upp á 29. afmælisdaginn minn. — Jæja, sagði Jean og strauk á sér hárið, — og hve gömul voruð þér, þegar þér fæddust, kæra frú? Gamla kvennagullið hannClark Gable lætur heldur lítið á sér bera á síðari árum. En nú frétt- ist að hann og kona hans, hin 43 ára gamla Kay Williams Spreck els eigi von á erfingja. Clark hef ur verið kvæntur fjórum konum áður, Josephine Dillon, milljóna mæringnum Riu Langham, leik- konunni Carole Lombard og Silviu Ashley, en á ekkert barn. Fyrir skömmu voru þau hjónin á ferðalagi í Ítalíu og þá var þessi mynd tekin af þeim og tveimur börnum Kay af fyrra hjónabandi, sem heita Adolfo og Joan. Bandaríska leikritaskáldið Art hur Miller missti sem kunnugt er einu sinni vegabréfið sitt fyr- ir að vera „vinstri sinnaður". Vegabréfið er hann nú fyrir löngu búinn að fá aftur og er í sátt við alla. Nýlega kom vinur hans til hans og sagði: — Veiztu að nú er leikritið þitt, Sölumað- ur deyr, komið út í Rússlandi? Miller neitaði því. — Því var dreift með þeim formála, að það gæfi svo sanna mynd af óhugnan legum kjörum manna í Bandaríkj unum, sagði vinurinn þá. — Hm, sagði Arthur Miller, það væri nú annars gaman að fá í staðinn að sjá rússneskt leikrit, sem gæfi sanna mynd af kjörum manna í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.