Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. oJif. 196B MORCVISBLAÐIÐ 5 Viðtal við karl Strand lækni um bók hans: „Hugur einn veit” hugsýki og sálkreppu 44 „Þættir um UM þessar mundir er að koma út bók á vegrum Almenna bóka- félagsins, sem iíklegt má telja, að margir hafi áhuga á að kynna Eér. Hún heitir „Hugur einn það Veit“, en undirtitill hennar er: KI»ættir um hugsýki og sálkrepp ur“. Höfundur bókarinnar cr Karl Strand, læknir, sem hefur •tarfað síðastliðin 19 á.r í Eng- landi og aðallega fengizt við tauga- og geðsjúkdóma. Nafn bókarinnar er sótt í hið fagra erindi í Hávamálum, sem hefst þannig: * Hugr einn þat veit, es býr hjarta nær, einn es hann sér of sefa. Eins og undirtitillinn ber með •ér, er hér fjallað um efni, sem almenningur hefur mikinn á- huga á að fræðast um, en þekk- íng hans á þesum málum hcfur veriff af skornum skammti, enda litt um þau verið ritað á ís- lenzka tungu. Bók þessi Dætir því úr brýnum skorti. Karl Strand var staddur hér á landi fyrir skömmu. Morgun- blaðið hafði þá tal af honum og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar um hina nýju bók hans. Orsakir hugsýki — Hvað viljið þér segja okk- ur almennt um bókina? — Efnismeðferð bókarinnar er fyrst og fremst miðuð við reynslu mína í lækningu geð- sjúkdóma og taugaveiklana, þótt vitanlega sé stuðzt við alþekkt- ar kenningar í geðfræði. Hingað til hefir ekki verið skrifað neitt verulega um þessi efni á íslandi, og almenningur hér hefur ekki Ihaft ýkja mikil tækifæri til að öðlast skilning á eðli og uppruna huglægra sjúkdóma. Bókin leit- ast því við að gera grein fyrir þeim sjúkdómsformum, sem í daglegu tali ganga oft undir samheitinu „taugaveiklun", en ég tákna með forna heitinu Ihugsýki. Reynt er að grafast fyr ir bæði persónulegar og þjóðfé- lagslegar orsakir hennar og einn ig bent á, hversu viðbrögð manna og flokka í þjóðfélaginu geta á ýmsan hátt mótazt af huglægum kreppum, þótt ekki sé beinlínis um sjúkdóm að ræða. Samband barns við foreldra Sérstök áherzia er lögð á að gera grein fyrir þeim þætti, sem heimili, foreldrar og annað um- hverfi kunni að eiga í upphafi og framvindu þessara sjúkdóma, og hverjir möguleikar eru á því, að viðkomandi aðilar fái innsýn i þau vandamál, er rísa kunna í heimilislífi og leitt geta til sjúklegra viðbragða. Eitt hinna mikilvægustu at- riða, sem nefna má í þessum efn um, er samband barns á fyrsiu árum ævinnar við foreldra. Þar kemur einkum til greina það traust, sem barnið hefur á for- eldrum sínum, það öryggi, sem það nýtur, og það jafnvægi, sem er milli áhrifa hvors foreldris um sig á persónuleikasköpun þess. Þá leitast ég við í bókinni að skýra nokkur þeirra fyrirbæra, er unglingar komast í uppreisn- arkennda afstöðu gagnvart for- eldrum og vandamönnum með þeim afleiðingum, að aðlögun þeirra við þjóðfélagið mistekst síðar, og hvernig þessi mistök leiða til þjóðfélagslegra vandamála. Tilfinningaleg sjáJfhelda Drepið er á ýmis þau viðbragðs form, sem birtast í lífi þeirra, er lent hafa tilfinningalega í sjálf- beldu og gripið til örþrifaúr- ræða, ýmist með ofvirku nátt- erni, sem birzt getur í marg- víslegum athafnakapplilaupum, eða með því að einangra sig, draga sig inn í skel sina og hverfa á náðir athafnaleysis. Fyr irbæri af þessu tagi, sem ætla má með vissu að stafi af sálrænum orsökum, eru furðu alggng, og hafa mikla neikvæða þýðingu í starfi og lífshamingju manna. Ennfremur er gerð tilraun til þess að lýsa í stuttu máli beim helztu flokkum, sem hugsýki greinist í. og koma fram ýmist á huglægan hátt eða sem sýnd- armyndir vefrænna sjúkdóma. Þá er að endingu gerð grein fyrir nokkrum helztu aðferðum í sállækningum, sem nú eru efst á baugi og helzt virðast að gagni koma við þessa sjúkdóma. Aðiögun einstaklings og þjóðfélags — Myndi mega líta á bók þessa sem handbók eða kennslu bók í geðfræði? — Nei, ég vil taka það fram, að bók þessi er alls ekki kennslu þók í geðfræði né ætluð til þess að fletta upp í henni, ef vanda af slíku tagi ber að höndum, heldur er hún tilraun til að auka skilning manna á huglægum fyr irbærum sjúklegs eðlis, en sá skilningur er ákaflega þýðiagar mikill, bæði fyrir samstarf sjúkl ings og læknis og ekki síður í félagslegum efnum, þar sem að- lögun margra einstaklinga er mikilvæg. Eins og kunnugt er, gerir nútíma þjóðfélag harðari kröfur til slíkrar aðlögunar, og vafalítið er, að mörgum ein- staklingum veitist þessi sam- hæfing erfiðlega. Kröfur samfélagsins til einstaklingsins — Valda þessar síauknu kröf- ur nútíma þjóðfélagsíns ekki því, að æ fleiri einstaklingar bogna undan því álagi og þeirri andlegu áreynslu. se.n þær hafa í för með sér? ___Þetta er spurning, sem mað ur spyr sjálfan sig daglega. Henni verður að svara bæði ját- andi og neitandi. Frá íélagslegu sjónarmiði er vaxandi þörf fyrir aðlögun einstaklingsins, hann verður í æ ríkari mæli að semja sig að siðum umhverfis síns. Ef of mikils er krafizt, er hætta á margvíslegum varnarviðbrögð- um, sumum sjúklegum svo sem taugaveiklun. Á hinn bóginn virðist skilningur manna fara vaxandi á því, að mannlegri að- lögun eru takmörk sett. Meira er gert að því en nokkru sinni áður að velja menn til starfs í samræmi við hæfi þeirra og að- lögunarhæfileika. Þá er enn- fremur lögð æ meiri áherzla á það í nútíma þjóðfélagi að hjálpa þeim, sem á einn eða annan hátt eiga bágt með að rísa undan því álagi, sem kröfur samfélagsins valaa. En álag og úrbætur haldast ekki ætíð í hendur, varnarráðstafanir koma venjulega þá fyrst til greina, er skórinn kreppir. Þess vegna verð ur því naumast neitað, að tíðni huglægra vandamála er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Sérhæfing effa samhæfing — Er ekki hætt við, að ýmis sérkenni einstaklingsins glatist við þessa fjöldaaðlögun, eða blátt áfram að einstaklingurinn þrói síður naeð sér sérhæfileika sína, ef þeir eru óvenjulegs eð.lis eða beinast ekki að almennum og algengum viðfangsefnum? — Einstaklingurinn heidur á- fram að vera einstaklingur. þótt kröfur nútímans heimti aðlög- un og samhæfingu. Vitaniega verða allir að beygja sig að meira eða minna leyti undir þessar kröfur, en ákaflega erfitt er að segja, hve langt þessi að- lögun getur gengið. Venjulega finnur náttúran sínar eigin leið- ir, ef þvinga á hana um of í skorðuð form. Vannýttir hæfileikar í ísl. þjóðlífi áffur fyrr Sérkenni, sem áður fyrr spruttu upp úr einangrun, t. d.1 í íslenzku þjóðlífi, verða vafa- laust færri en áður, en því má1 ekki gleyma, að þótt ýmsir þess-1 ir sérstæðu persónuleikar væru skemmtilegir .til kynningar og! frásagnar, báru þeir oft merki [ kyrkings vegna vannærðra og Karl Strand læknir vannýttra hæfileika. Engum dj’lst, hve nútíminn gefur meiri tækifæri til hæfileikanýtingar. Hann gerir harðari kröfur, en veitir jafnframt fleiri úrræði í vali viðfangsefna. Endurlifun liffinna athurffa — Fer notkun lyfja í vöxt við sálgreiningar, þannig, að sjúkl- ingar séu sálkannaðir, meðan þeir eru undir áhrifum lyfjagjaf ar (narkóanalýsa)? — Sálgreining miðast við dýpri hluta vitundarinnar, Og þau djúp eru venjulega könnuð með samtölum eingöngu, en stundum með aðstoð lyfja, sem gera sjúklingnum létt ara fyrir að rifja upp liðna tíð og ræða um nana. Þeim er ætlað það hlut- verk að losa um þau bönd, er halda hálfgleymdum eða duld- um minningum og afstöðum niðri. Aðferðum sállækninga fleygir nú mjög ört fram, bæði þegar samtöl ein eru látin nægja, og þegar aðstoð lyfja er notuð. Markmið þess háttar lækninga er fyrst og fremst að grafa upp liðna, sársaukafulla atburði, og gefa sjúklingnum tækifæri til þess að endurlifa þá og losna við sársaukann, sem þeim er tengdur og venjulega er undirrótin að sjúkdómum hans. Ný Iyf auðvelda sállækningar — Nú er rætt mikið um lyf eins og chlorpromazine. mescal- in og LSD 23. Hafa mörg ný lyf komið fram upp á síðkastið, sem er hægt að nota í þessum til- gangi? — Já, nýjar lyfjategundir koma sífellt á markaðinu, og margar þeirra virðast vænlegar til þess að bera árangur við sál- lækningar. Annars eru þau lyf, sem einkum eru notuð í þessu efni, margvísleg. Sum eru örv- andi, önnur svæfandi eða sef- andi eðlis, en langflest eru þau notuð í þ>ví skyni að lækka þá huglægu þenslu, sem rikir lijá sjúklingnum, auðvelda honum frásögn, og gera honum kleift að ná þeirri sálarró, sem honum er nauðsynleg til þess að geta hagnýtt sér hjálp læknisins. Mörg þeirra lyfja, sem tekin hafa verið í nctkun á síðustu árum, hafa einmitt þann kost að gera sjúklinginn hæfari til meðferðar á sálrænan hátt. Andþjófffélagsleg hegðun unglinga — Síðan seinm heimsstyrjöld- inni lauk, hefur mikið verið rætt um það fyrirbæri, sem fram hefpr komið í öllum lönd- um heims, er unglingar þykjast brjótast undan fargi meðal- mennskunnar og varpa af sér helsi samfélagsskyldnanna með því :> að mynda hópa, þar sem andþjóðfélagsleg hegðun bindur þá saman að miklu leyti. Þessir hópar eru margvíslegs eðiis og ganga undir mörgum nöfnum. í Sovétríkjunum gagnrýna hin opinberu málgögn ýmsa ólíka hópa unglinga. og munu hinir svonefndu „stilyagi“ þeirra frægastir, í Svíþjóð eru „ragg- are“, í Þýzkalandi „die Halb- starke", í Englandi og Banda- ríkjunum mætti t. d. nefna „the Teddyboys" og „the Beatniks", en „leðurjakkarnir“ eru alþjóð- legir. Mynduð þér telja, að þess- ar hópmyndanir há'f- eða al- andþjóðfélagslegra samfélags- þegna séu sjúkleg fyrirbæri og stafi af hinum auknu álögum þjóðfélagsins á einstaklinginn, og séu að því leyti einkennandi fyrir okkar tíma? — Þess ber aff gæta, aff hæpið er aff draga öll þessi fyrirbæri í einn og sama dilk, vegna þess aff til þeirra geta legiff margar og mismunandi orsakir. Eigi aff síffur virffist ákveffin alda af þessum samkynja fyrirbærum ganga yfir mörg lönd, sem stend ur. Sums staffar birtist hún sem stundarfyrirbæri í formi hjá- kátlegs og hvimleiffs hátternis, en annars staffar er hún alvar- legs efflis. Þá birtist hún í formi afbrota og andþjófffélagslegra athafna. Hæpiff er aff gefa eina skýringu á öllum þesum fyrir- bærum, en ætla má meff nokk- urri vissu, aff upp úr síðari heimsstyrjöld hafi raskazt sá siffferffisgrundvöllur, sem ríkt hafffi í uppeldi tiltölulega ó- breyttur um langa hríff. Viff þetta bætast svo margs konar fjárhagsleg vandamál, ýmist vegna fáfæktar effa of mikils fjár. Sérstaklega skiptir máli sú breyting, sem orðiff hefur á táknrænu gildi peninga og þýff- ingu þeirra í stéttaskiptingu, uppeldi og affstöffu unglingsins allri. Muna ber einnig hve mörg heimili klofnuðu effa Ieystust upp, um áeabil, víffa um lönd, af völdum striðsins og urffu aldrei aftur söm. Ég hygg, aff óhætt mundi að fullyrffa, að það öryggisleysi, sem öllum þessum breytingum fylgir, eigi sinn þátt í þessum viffbragffsformum, ekki sízt vegna þess að lítiff hefur skapazt af siffferffilegum mæli- stikum í staff þeirra, er glatazt hafa á þessum breytingatímum. Mjög eftirtektarvert er, hve þetta fyrirbæri meffal unglinga er uppreisnarkennt en ómark- víst vegna þess, aff mörg þau félagsform og hátternisform, sem uppreisnin beinist helzt gegn, hafa ýmist tapað veldi sínu effa gera lítiff tii þess aff sanna gildi sitt. Á hinn bóginn virðist auðsætt, aff vöntun á hæfilegum vifffangsefnum og vöntun á hugsjónum, sem hafa ekki þegar verið útslitnar, eiga oft drjúgan þátt í þessum neikvæðu hreyfingum. Uppreisn gegn umhverfinu. — Nauffsyn afflögunar ekki alltaf nógu Ijós — Má þá ekki vera, að vand- leystir aðlögunarerfiðleikar ungl inga geri þá beint eða óbeint að uppreisnarmönnum gegn um- hverfi sínu? — Það er vafalítið, að svo er. Nauðsyn þeirrar aðlögunar. sem oft er heimtuð af unglingutn af þessu tagi, er þeim oft alls ekki ljós. Bæði er þetta vegna þess, að oft má deila um það, hvort krafan er í rauninni réttmæt, og eigi að síður af því, að réttmæt ið er ekki ætíð skýrt fyrir ungl- ingunum sem skyldi. Svo lengi, sem skilningur er ekki fyrir hendi á þörf aðlögunarinnar og ábyrgð þeirri, sem hún hefur 1 för með sér, eru litlar líkur til að hún takist, en sú hjálp, sem ungu fólki er nauðsynleg til að tileinka sér þennan skilning og þessa ábyrgð, er oft af skornum skammti. Þjóðfélagið gerir sér sjaldnast fulla grein fyrir því, að öllum kröfum ber að fylgja skýring á nauðsyn þeirra. Huglægar orsakir árekstra í íslenzku þjóðlífi — Er líklegt, að ýmsir þeirra árekstra, sem eiga sér stað í ís- lenzku þjóðlífi á vorum dögum, eigi sér huglægar orsakir? — íslenzkt þjóðfélag á okkar dögum er furffugott dæmi um örar, félagslegar breytingar, sem leitt geta til huglægra vanda- mála. Á nokkrum árum hefur affstaffa þjóffarinnar breytzt frá því aff vera fátæk bændaþjóð, sem lifffi sveiflulitlu og tilbreyt- ingarsnauffu lífi í fámenni, f þaff aff verffa aff miklu leyti borgar- þjóff, þar sem lifa verffur í þéít- býli og þar sem allar fjár- hagslegar og siffmenningarlegar sveiflur eru mun tíffari og við- tækari en nokkru sinni fyrr. Verulegur hluti þeirrar siffmenn ingar, er ríkti í landinu fyrir hálfri öld, er nú í endursköpun ardeiglu, sumu hefur veriff kast aff fyrir borff, öffru breytt eða það endurvegiff, án þess aff full- komið hátternismat hafi komið í staffinn, er tekiff gæti við lilut- verki hins fyrra. Þjóð, sem er að endurskapa hætti sína á þenn an hátt viff nýjar aðstæður hlýt ur ætíff að Ienda í örðugleikum, a. m. k. um stundarsakir. Marglr einstaklingar tilheyra hvorkl hinu gamla né hinu nýja, geta hvorki stuðzt viff fornar dygg#- ir né tileinkað sér það hátternis- mat, sem koma skal. Þessu fyi*- ir öryggisleysi og uggur. En upp úr slíkum jarðvegi má ávallt búast viff að spretti sjúkleg hug fyrirbæri. — Þetta efni er svo forvitni- legt og margvíslegt, að við áræð um ekki að spyrja Karl Strand frekar að þessu sinni, en þökk- um honum fyrir greið og skil- merkileg svör. M. Þ Skrúðgarðaeigendur Nú nálgast óðum tíminn til að hlúa að trjám og runn um, bera í garða og grasbletti. Eigendur verðlaunagarðsins í Reykjavík 1960 mæla með Skarna sem áburði og til skjóls. Skarni skýlir gróðri. Afgreiðsla alla virka daga. Sorpeyðingarstöð Keykjavíkur Ártúnshöfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.