Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIh Sunnudagur 30. okt. 1960 Attræður borgarsmiður Davíð Jónsson murarameistari ATTRÆÐUR er í dag Davíð Jónsson múrarameistari, sem flestir Reykvíkingar kannast við, enda hefur hann byggt um 200 hús fyrir þá. Blaða- maður gekk á fund hans í gær og spjallaði lítils náttar við hann. Davíð bjó lengi á Grettisgötu 33 B, en hefur r.iJ flutzt inn í Álfheima 13. Þeg- ar blaðamaðurinn gekk inn til Davíðs, sat hann við or:*- elið og lék „Lay me down to sleep in Carolina" — Hefurðu lengi spilað á orgelið? — Já, ég hef alltaf baft gaman af tóhlist. Þegar ég var um tvítugt keypti ég org- el af Hagakirkju á 48 krónur, þótt ekki væru efnin mikii. Þá var fólk hér syðra hungr- að í tónlist; það var ekki matað á henni eins og nú. Einu sinni man ég, að ég bar orgelið á bakinu að Húsatóft- um á eitthvert rall. Á bessum árum söng ég líka töluvert og var annálaður bassasöngv- ari, þó ég segi sjálfur frá en röddina missti ég síðar í taugaveiki. — Hvar ertu fæddur? — Á Hellum á Landi. For- eldrar mínir voru þau Jón Jónsson, kallaður smiður, og Vilborg Guðlaugsdóttir. Ég er tólfti maður frá Torfa í Klofa og kominn af Reyni- fellsætt, sem núna er köliuð Galtafellsætt. Ég er fæddur undir Heklu, og þegar móður. amma mín var telpa í Næfur- holti fór hraunið á túnið. Þá flutti afi að Þuríðarhálsi og tók Næfurholtsnafnið með sér. — Hvað manstu helzt að segja frá uppvextinum? — O blessaður, þetta var eintómt basl. Ég er fæddur 1880 og þá var Gaddavetur- inn mikli. 1882 var Fellis- vorið. Þá misstu foreldrar mínir allt og réttu seint við eftir það. Hverju ég man eft- ir? Fjósinu og rollunum. — Hvenær fórstu frá Heil- um? — 1882. Þá komumst við á hálfgerðan flæking, vorum lengst í Efra-Langholti. 1901 fórum við frá Tjörfastöðum og vorum seinustu menn þar. Allt fór í kaf af sandi. Þá fórum við að Hlemmiskeiði og bjuggum þar til 1914. Þar var fallegt. Einu sinni sagði Mar- grét móðursystir mín. þegar hún var að dásama veður- blíðuna: „Það er fallegt undir fjallinu núna". Systursynir hennar sögðu í stríðni: Hvaða fjalli? „Nú en Skarðsfjall- inu", svaraði hún. í hennar augum var ekki annað fjall ta. _ Þú varst fjallkóngur Skeiðamanna lengi? — í þrettán ár. Maður kom nálægt öllu, reri í Þorláks- höfn og á Stokkseyri og stundaði flesta vinnu. ÞaS ?ar metingur á milli útróðr- •rmanna í Þorlákshöfn, þeirra, sem bjuggu í Norður- veri og hinna, sem aðsetur höfðu í Suðurveri. Þá var stundum tekizt á, og einu sinni missti maður höndina í reiptogi. Hún klipptist af milli kaðla. Þetta er ekki í annálum. — Þú hefur eignazt konu? — Já, þegar ég var 27 ára tókum við Marta Gestsdóttir saman. Við áttum sjö börn, en sum dóu, og hún dó af barns- förum 1914. Ég var enn með fjögur börn, þegar hún fór. — Hvenær fórstu til Reykja víkur? — Ég fór snemma að leita mér vinnu þar og vann alla algenga vinnu, sem til féll Davíff Jónsson múrarameistari á eyrinni og við smíðar. Þá var Öðru vísi ' umhorís hér. Kunningi minn var ei la sinni að byggja hús, þar sem nú er Þórsgata 15 á Baldursgötu horninu. Ég segi: Hvað mein- ar þú að byggja hér iangt frá allri byggð? Hann svarar: Ég hef heyrt, að hér eigi að koma gata, þótt lygilegt sé. — Þú fórst þá að fást við húsbyggingar? — Já, 1919 kom ég alkom- inn hingað. Þá kvæntist ég Maríu Magnúsdóttur Magnús- sonar Magnússonar Bein- teinssonar Ingimundarsonar Bergssonar í Brattholti svo að hún er sannarlega af Bergsætt. Þá fór maður að smiða vistarverur handa borgurunum. Ég vaia með mörgum mætismönnum, sem ég gleymi seint, t. d. Jakobi Thorarensen skáldi. Meistara- bréf fékk ég ekki fyrr en 1933 að nafninu tit, en áður var ég orðinn sæmi'.ega hlut- gengur. T. d. man ég, að 1916 fékk ég 35 aura urr. tímann sem ólærður, en tve'r útlærð- ir fengu 50. Við eina útborg- un hækka ég upp í 50 aura og hef orð á því við yfirmann minn, Bergstein Jóhannesson, en hann segir: Þegiðu bara, finnst þér það kannske of lítið? „Vélvæðing krefst bindindis" FYRIR nokkru hófst vetrarstarf- semi Islenzkra Ungtemplara. Fyrsta sameiginlega samkoma þeirra var í Góðtemplarahúsinu s.l. sunnudagskvöld og var hús- fyllir. Var þá minnst Ungrtempl- ardagsins 1960, en kjörorð hans að þessu sinni voru „Vélvaeðing krefst bindindis". Á samkomunni gengu 60 ungmenni, piltar og stúlkur, inn í samtökin, unnu bmdindisheit gagnvart áfengi og tóbaki. Formaður samtakanna, séra Árelíus Níelsson, flutti ræðu, sem fjallaði um efni það, er snerti kjörorð dagsins. Séra Ár- elíus ræddi um hinar miklu breyt ingar, sem átt hefðu sér stað i þjóðlífinu á seinustu áratugum, og þar á meðal hinar miklu fram farir á sviði tækni og vísinda. íslenzkir ungtemlarar vildu gera sitt til þess að opna augu æsk- unnar fyrir hættum atomaldar. Þeir ætluðu sér ekki að sofa, heldur vaka og stefna fram til vegs og frægðar. Þeir ætluðu sér að skapa ný viðhorf, nýjá tízku, þar sem bölvaldi fegurðar og gleði, heilsu og gjörvileika væri afneitað undir kjöroðinu: „Vél- væðing krefst bindindis". — Hvernig var lífsafkom- an? — Maður hafði nóg að éta en ekki meira. 1000 krónui átti ég í bók, en þær urðu að engu. — Er það rétt, að þú hafir byggt öll hús á Geirstúnum? — Einhver hús byggði ég við Öldu-, Báru. og Ránar- götu og Framnesveg. — Þú munt ve-a með fyrstu mönnum hér i. landi, sem kunni að leggja járn í steinsteypu? — Ég hef heyrt það hjá sumum, en þetta var nýtt fag og einhverjir urðu að vera fyrstir. — Þú varst mikill vinur hins merka og gáfaða klevks, séra Brynjólfs á ÓlafsvöII- um? — Ég var organisti hjá honum. Við sváfum lengi í sama herbergi, og nam ég margt af honum. Hann sagði einu sinni: Mér óar við að segja „Drottinn sé með yður" yfir ykkur Skeiðamönnum. Þetta sagði hann auðvitað prívat en ekki í messuræðu, eins og sumir segja núna. — Er það satt, sem sagt er fyrir austan, að þú haíir stundum farið út að slá eftir kvöldmat, þegar aðrir fóru að sofa? — Nei, ég sá bara betur en aðrir í dimmu, var ratvís með Ijáinn. Davíð er mjög skurðhagur og listfengur á því sviði. Hann sker út dýr í við, hunda, hesta, hrúta, fiska o. s. frv. Er það sjaldgæft, að menn á hans aldri iáist við slíkt, en Davíð er ekki skjálfhentur eins og hand- bragð hans ber glæsilegan vott um. Gripir hans sýna það glögglega, að þar hefur maður haldið á tálguhnífnum, sem einhvern tíma hefur þreifað um dýr. — Hvenær byrjaðir þú á útskurðhrum? _ Um 1953—'54. Ég tálga aðallega laxa fyrir þá, sem missa þann stóra. Ég geri þetta mér til sáluhjálpar eins og að spila á orgelið, segir Davíð og leikur „Ó, hve fögur er æsk- unnar stund" á hljóðfærið. — Þú átt fallega klukku Þarna. — Já, hún er frá Þjóðhátíð- arárinu 1874 og því orðin görn ul. Elzt er klukkan, svo er konan og svo er ég. — Hvað áttu mörg börn á lífi? — Guðlaug og Martein múr- arameistara og Aldísi, sem gift er Jóhannesi Leifssyni gullsmið. — Viltu segja eitthvað sér- stakt í tilefni af afmælinu? — Nei, ég hef ekkert á sam- vizkunni, sem ég þarf að fara að játa nú. — Ánægður með lífið? Davíð-svarar því ekki en fer áð orgelinu og leikur „Kon- ung Davíð, sem kenndi". — M.Þ. Margir duttu 1 GÆRMORGUN þegar bæjarbú- ar gengu til starfa sinna, var úti á götu, slík flughálka að margir fengu byltu og þó nokkrir svo slæma að þeir urðu að leita til slysavarðstofunnar. Var þar gert að meiðslum margra beinibrotum og liðhlaupum, sem orsakast höfðu. Slík var hálkan víða í úthverf- unum að strætisvagnar urðu að aka með snjókeðjum. Bílum hlekktist á, lentu útaf vegunum og i árekstrum, en ekki urðu slys af þeim sökum. t . ' íslandsstofa í Osló Enn e/n gjöf frá Cuðrúnu Brunborg ' MIDVIKUDAGINN 19. október var frú Guðrún Brunborg heiðr- uð á margvíslegan hátt af stú- dentasamtökunum í Ósló. Eins og kunnugt er hefur frú Guðrún und anfarin 15 ár unnið af eldlegum áhuga að nánari kynnum með Norðmönnum og íslendingum. Hún hefur nær árlega farið stað úr stað um gervallt ísland, haldið fyrirlestra um Noreg, sýnt norsk- ar kvikmyndir og sömuleiðis víða verið í Noregi og kynnt ís- land, allsstaðar auðfúsugestur. Henni hefur verið annt um að frændþjóðirnar vissu betur af hvor annarri, betur en oft vill verða. En sagan er ekki hálfsögð með þessu. • Frú Guðrúh missti son sinn í fangabúðum í Þýzkalandi á stríðsárunum og hefur starf hennar allt verið til minningar um hann. Hún setti sér það mark í upphafi að vinna að bætum kjör um íslenzkra stúdenta í Noregi og norskra í Reykjavík. — í dag getur hún fagnað því að hafa náð settu marki. Og það eru fleiri, sem fagna, því að segja má, að íslenzkir stúdentar í Ósló eigi til verurétt sinn þar að þakka ósér- plægni og óþreytandi elju frú Guðrúnar Brunborg. Hún hefur keypt til handa íslendingum 10 herbergi á Sogni, stúdentagarðin um í borginni, en varla væri um annan kost að velja en hírast á götunni í húsnæðisvandræðun- um í höfuðborginni um þessar mundir. 10 herbergi + dagstofa 1 síðastliðinni viku var opnuð dagstofa á Sogni, ætluð öllum ís- lendingum og gestum þeirra. Það voru norsku stúdentasamtökin, sem létu hana í té til heiðurs frú Guðrúnu fyrir störf hennar í þágu íslenzkra og norskra stú- denta. Árangurinn er, auk fyrr- nefndra herbergja á Sogni, hús- næði handa norskum stúdentum í Reykjavík og tveir sjóðir til styrktar námsmönnum annar í Noregi, hinn á íslandi, samtals verðmæti sem svara nær 250000 norskum krónum. í veizlu þeirri, sem frú Guð- rúnu var haldin í tilefni af opnun stofnunnar, töluðu m. a. Haraldur Guðmundsson ambassador, Johan T. Ruud rektor háskólans í Osló, Leif Wilhelmsen skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Krist- ian Ottesen skrifstofustjóri í Studentsamskipnaden og cand. mag. Jens Tómasson fyrir hönd íslenzku stúdentanna. Allir fögn uðu þeir opnun stofnunnar, sem yrði félagslífi íslendinga í Nor- egi til eflingar og þökkuðu frú Guðrúnu Brunborg fyrir öll henn ar störf á liðnum árum. Guðrún Brunborg íslenzka stofan er góður feng. ur og öll hin þokkalegasta úr garði gerð, veggteppi hefur frú Guðrún sjálf gert og ennfremur má þakka henni fjórar stáss- legar brúður í íslenzkum þjóð- búningum,, sem standa þar í gler skáp stofunni til prýði. Stofan er búin snotrum, léttum húsgögnum. Útsýni vítt af stórum svölum mót suðri og leggst allt á eitt til að gera staðinn vistlegan. Þetta nýja, íslenzka heimili verður að vonum mikið notað af stúdent- unum, en er hins vegar engu síður opið öðrum löndum, sem í borginni búa. Þar verða ís- lenzku dagblöðin, væntanlega tímarit að heiman, byrjun á bóíta safni og annað það, sem ís- lenzkt er. Síðast en ekki sízt verða fundir þar haldnir og er enginn vafi á, að íslandsstofan nýja verður félagslífinu sú lyfti- ströng, sem til er ætlazt. Handknattleikur —-k HANDKNATTLEIKSMÓT Reykjavíkur heldur áfram í kvöld að Hálogalandi og hefst keppnin kl. 20.15. í kvöld fara fram 5 leikir í meistaraflokki karla og kvenna. í kvennaflafcki keppa Valur:Víik- ingur og KR:Þróttur, en í karla- flokki leika KR:Víkingur, Fram: Þróttur og ÍR:Valur. Með hverju leikkvöldi eykst spenningurinn í mótinu. Liðin ,eru yfirleitt mjög jöfn að styrk- leika. Dagskrá Alþingis DAGSKRA efii deildar á morgun: 1. I'iskveiðilandhelgi Islands, frv. Frh. 1. umr. — 2. rramleiðslu- og atvinnu aukningasjóSur, frv. 1. umr. 3. Rækt- unarsjóður og Byggingarsjóður sveita- bæja, frv. 1. umr. — 4. Bústofnslána- sjóður, frv. 1. umr. 5. Jarðgöng á þjóðvegum, frv. 1. umr. Ðagskrá neðri deildar: 1. Eftirlit með happdrættum, frv. 1. umr. — 2. Landnám, ræktun og byggingar í sveit um, frv. 1. umr. SiNAIShnút,} S SVSOAmitar *Svói« » 0«i» \f Stúrtt K Þrumur WSA KvUtM HHnM HlHmí L*Ugi MIKIÐ hefur borizt af hlýju lofti norður með vesturströnd Grænlands að undanförnu og er nú áhrifa þess farið að gæta hér, því að smálægðir myndast yfir Grænlandshafi og berast austur á við. Veðurhorfur kl. 4 í grær: Suðvesturland og Faxaflói og miðin: SV-gola, rigning með köflum. Breiðafjörður og miðin: Hægviðri, litil rigning. Vestfirðir og Norðurland og miðin: NA-kaldi, slydda eða snjókoma á köflum. Norðausturland og miðin: Hægviðri, dálítil rigning. Austfirðir og Suðaustur- land og miðin: V-gola, skýj að með köflum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.