Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVyrtTAfílÐ Sunnudagur 30. okt. 1960 \ Saint- John Perse /jjictfté 'TTlcUtAstHj’, DYRA sænsku Akademíunnar var vandlega gætt í ár. í fyrra voru þær ekki jafn þéttar. Þá barst út steíkur orðrómur um að Salvatore Quasimodo myndi hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels — nokkrum dögum áður en Aka- demían hafði tekið endanlega ákvörðun. Heimsblöðin staðfestu svo orðróminn degi of snemma. Þess vegna var dyranna vandlega gætt að þessu sinni. Franska ljóðskáldið Saint-John Perse var að vísu talið koma til greina við úthlutun Nóbeisverð- launa í ár, en nafn hans var ekki oftar nefnt í heimsblöðunum en nöfn annarra, sem taldir voru koma mjög til greina, og óþarft er að telja upp nú. Talið er að Dag Hammarskjöld, aðalritari SÞ hafi verið helzti formælandi Saint-John Perse inn an sænsku Akademíunnar. Hann er sá eini ,Hinna 18“, sem þekkir hið nýja Nóbelsverðlaunaskáld persónulega, og það er opinbert leyndarmál, að hann hefur hald- ið Perse fram við úthlutun Nóbelsverðlauna í mörg ár. Að- alritari SÞ hefur meira að segja gefið sér tíma — mitt í heims- pólitikinni — til að þýða nýjasta verk Perse (Chronique) á sænska tungu. Handritið að þýðingunni liggur nú hjá bókaforlagi í Stokk hólmi með útgáfu fyrir augum. Það er óhætt að segja, að sænska Akademían leggi ekki lengur mikið upp úr almennings- hylli við úthlutun Nóbelsverð- launanna — eins og þegar hún veitti þau Hemingway og Churc- Frh. á bls. 9 ♦ Peningur er flöt kúla Börn eru ákaflega vel út- búin frá skaparans hendi, þegar þau fæðast í þennan þeim, en í heila þeirra er samt ekkert hólf, þar sem geymdur er vísdómur um peninga og þekking á eigin- leikum þeirra. Hvernig eiga svo litlu skinnin að fara að, þegar þau mæta þessari furðu legu uppgötvun mannanna, ef þau ekki fá góða fræðslu um hana um leið. „Ef ég ætti 100 krónur, bá mundi ég setja 10 kr. í spari fjársöfnunina, og svo mundi ég kaupa bækur fyrir 7 krón- ur og fyrir afganginn mundi ég bjóða pabba og mömnu Og afa og ömmu og bræðrum mínum í fínt ferðalag í heil an mánuð“. Þetta er svar eins lítils snáða, sem Kirsten Sigsgaard tilfærir í bók sinni „Böm og Penge". Og aðrir tveir svör- uðu: „Peningur er flöt kúla og þegar við eigum enga, þá grætur mamma og við fáum bara kartöflur í hádegismat". „Peningar eru það, þegar maður má ekki segja neitt við aðra — og svo er hægt að leika sér að þeim og fullorðn- ir geta keypt fyrir þá“. • Eyðsluvenjur barna Svona er skilgreinig litlu snáðanna, þegar þeir eru að kynnast peningunum. Og eft- ir það er hætt við að viðbrógð þeirra gagnvart pengingum fari eftir því hvaða viðhorf barnið fær í uppvextinum. Það viðhorf skiptir ekki svo litlu máli, þvi enginn kemst hjá því í nútíma þjóðfélagi að eiga mikið undir pening- um, og hafa þá með höndum. Peningaskortur á heimili getur haft varanleg, skaðleg áhrif á börn. Sem gott dæmi má nefna föður Eugens O’ Neils, eins og skáldið lýsir • honum í leikritinu „Húmar hægt að kveldi“, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Fað- irinn hafði liðið skort í æsku vegna fátæktar og losnaði sið an aldrei við ágirnina, sjúk- lega sparsemi, sem eyðilagði líf allrar fjölskyldunnar. En eyðsluvenjur eru ekki síður hættulegar börnunum. Ætli það sé ekki einmitt að koma í ljós hér í kringum okkur núna? Skyldi þó nokk- ur hluti af afbrotum ungling- anna, sem nú færast svo í vöxt ekki eiga rætur að rekja til þess? Það er erfitt fyrir hvem sem er, að þurfa að neita sér um þá hluti, sem hann hefur alltaf talið sjálf- sagða, hvað þá ef það eru ó- harðnaðir unglingar og börn. Þá er hætt við að reynt verði að finna einhver ráð, heiðar- leg eða óheiðarleg, til að þurfa ekki að láta á móti sér. • 7 ára börnin byrja að spara Þessa dagana eru 7 ára börnin að fá sína sparisjóðs- bók með 10 krónu inneign frá N E I. Það er mjög stutt orð og samt, að vera fær um að segja það á réttum tíma, er eitt af leyndarmálum hamingjunnar. Hversu margar konur eyðilögðu allt líf sitt, vegna þess að þær voru ekki nógu kjark- miklar til að segja: „Nei“. Hversu margir menn glata dýimætum stundum og dögum, vegna þess að þeir þáðu, á veikleika stundu, starf sem þeir vildu neita. Hvers vegna breytir maður gegn betri sannfær- ingu? Stundum vegna góðmennsku. Konunni er ógeð- fellt að særa tilfinningar þess manns, sem virðist elska hana einlæglega. Stundum vegna þreytu. Fólk er svo þrálátt og áleitið, að maður segir að lokum: „Já“ í þeirri von að það muni láta mann í friði. Ef þú veizt að beiðni þeirra er röng, þá er „já“ misskilningur. Nei kemur að lokum á friði, þar sem já kemur hins vegar oft af stað erviðleikum. Auðvitað er það ekki skoðun mín, að maður ætti að neita öllu. Ég tala einungis um þau tækifæri, þeg- ar djúp eðlishvöt segir okkur að við ættum að neita. Margir hugsa: „Það getur verið rangt af mér að sam- þykkja, en það lagast, einhvern veginn." Gallinn er sá, að það lagast ekki. Það sem maður gerir án ein- lægni eða ánægju er venjulega illa gert. Sá maður, sem þú giftist án raunverulegrar ástar, verður ekki elskuverður. Eðlishvötin, sem hvatti þig til að hafna bónorði hans, var heilbrigð. Og það er ekki aðeins nauðsynlegt að vita hvernig á að segja „nei“, heldur er það mikilvægt að segja það, án þess að útskýra, hvers vegna maður segi „nei“. Neitun, ef þú útskýrir það hvers v-'gna þú neitar, er ekki endanleg neitun. Ástæður þínar verða ræddar og varnir þínar láta undan. Ef hinn aðilinn reynist vera betri kappræðumaður en þú, getur verið að þú látir undan, þvert gegn vilja þínum, vegna skorts á góðum rökum. Ef þú hefðir svarað: „Nei“ og ekkert meira, þá hefðir þú ekki verið flæktur í umræðu. Auðvitað virðist auðveldara að segja já. Þú heldur að það geri þig vinsælli. Það veiti vinum þínum meiri ánægju. Það er satt, en aðeins stuttan tíma. Ef „já“ þitt var tákn, ekki um einlægt samþykki, heldur ýtrustu þreytu, þá verður það brátt augljóst að „já“ var dulbúið „nei“. Þú verður ekki fær um að halda fast við það og að lokum verður ástandið erfiðara, en það hefði orðið eftir ákveðið og hiklaust „nei“. , Kannske“ munt þú segja: „En þau tilfelli koma fyrir, þegar maður iðrast sárlega eftir því að hafa sagt „nei“.“ Ég viðurkenni það, en í flestum tilfellum eru það þau tækifærin, þegar eðlishvöt þín ráðlagði þér að segja „já“. Einu sinni hitti ég hrífandi franska dansmeyju í í New York, sem ekki gat talað ensku. , Ég kann aðeins eitt orð,“ sagði hún við mig, — „en þótt undarlegt sé, þá get ég bjargað mér ágætlega með þessu eina orði.“ „Og hvaða orð er það?“ „Okay“ — allt í lagi. „Farðu varlega“, sagði ég. — „Þú lendir í vand- ræðum, ef þú lærir ekki eitt orð í viðbót og það er- „Nei“. Seðlabankanum og þaðan í frá fara þau að læra að fara með aurana sína. Ef þau læra nú að spara þannig að eyða sín- um eigin aurum í það sem þau langar til og heimta svo peninga hjá mömmu pabba í sparimerkjabókina sína, þá er verr farið en heima setið. Mér skilst það vilji víða brenna við. En hafi þau sitt fé mills handanna, svolítinn skammt af vasapeningum — og standi andspænis þeim vanda að ákveða hvað eigi að gera við það, eiga þau vafataust eftir að reka sig á, falla fyrir aíls kyns freistingum, en læra af þeim að fara með fé. Þar kemur til kasta for- eldranna. Ætlunin með spari- fjársöfnun hjá skólabörnum er ekki sú, að krakkarnir eigi að keppast um að fá mik’a peninga heima hjá sér í bæk- urnar sínar — kennurum er ákaflega illa við ef þau koma með stórar upphæðir, þær eiga að fara beint í sparisjóðs bókina þeirra — heldur er ætlazt til að foreldrarnir og kennarararnir hjálpi börnun- um að læra að umgangast peninga, svo þau geti séð fót- um sínum forráð seinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.