Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐI& Sunnudagur 30. okt. 1960 Söngskemmtun notið tilsagnar hinna viðwr- kenndustu söngkennara. — Söng skemmtun þessi, sem var hin fyrsta sjálfstæða söngskemmtun, sem þær hafahaldið, var mjög athyglisverð. Báðum hefur far- ið geysimikið fram upp á síð- kastið. Sigurveig hefur gullfall- ega rödd og beitir henni af góðri kunnáttu nú þegar. Snæbjörg er gædd afbragðs sópranrödd, hárri og tindrandi, og býr þess utan yfir miklum dramatískum mætti. Þar með er ekki sagt að þær séu fullnuma í list sinni ennþá, enda námstiminn ekki langur. A efnisskránni voru þrjú lög eftir Bjarna Böðvarsson, sem Sigurveig söng mjög smekklega, og þrjú lög eftir undirritaðan, sem Snæbjörg söng mjög fall- ega. Þá söng Sigurveig „Vier ernste Gesange'1 eftir Brahms, og var þar í fullmikið ráðizt, því hér eru gerðar geysimiklar kröfur til söngs og túlkunar. Líkt má segja um „Fjögur ljóð“ Wagners, sem Snæbjörg söng. Enda þótt margt væri hér fall- ega sungið tel ég þó að misráð- ið hafi verið að flytja þessa lagaflokka að svo stöddu. Eftir hléið sungu þær aríur og dúetta úr óperum með mikl- um ágætum. Hin glæsilega sópr- anrödd Snæbjargar naut sín hér alveg prýðilega, og var söngur- inn borinn uppi af dramatískum krafti, sem gefur til kynna, að hér er í uppsiglingu ágæt óperu söngkona. Söngur Sigurveigar tókst einnig hér með prýði. Húa á lengra nám að baki og söng af myndugleik og beitti sinni fögru rödd smekklega. Að lok- um sungu söngkonurnar dúett úr „Aide“ eftir Verdi og fóru raddir þeirra vel saman, og var söngur þeirra hér ágætur, og fögnuðu áheyrendur listakonun- um ákaft, svo að þær urðu að syngja aukalög og dúetta til við bótar við efnisskrána, sem var annars í lengsta lagi. Sinn skerf af þakklætinu fékk einnig Ragn ar Björnsson, sem var undir- leikari og orkestur, allt í senn, og báðum bezta stoð. Þessi söngskemmtun spáir mjög góðu um framtíðina og vonandi gefst söngkonunni tæki færi til að fullkomna sig enn meir í listinni. Þá ætti öllu að vera vel borgið. P. i. Félagslíi FrjáLsíþróttadeild K.R. Aðalfundur Frjálsíþróttadeild- ar K. R. verður haldinn fimmtud- 3. nóv. kl. 8,30 í félagsheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kanttspyrnudeild Vals 4. og 5. flokkur. Kvikmyndasýn- ing og bingó verður í félagsheim- ilinu kl. 3 í dag. — Mætið allir. Stjórnin. an og þriðja hvern dag. Nokkuð berst einnig af fiski til Söltun- arstöðvar Egils Júlíussonar af bátunum Júlíusi og Hannesi Haf stein, sem nú stunda netaveiðar á Skagafirði. Fiskvinnslustöðvarn ar fá og fisk frá m.b. Bjarma, sem einnig hefur stundað neta- veiðar. Mun hann vera búinn að fá um 300 skippund á hálfum öðrum mánuði, og þykir það mjög góður afli. ' Hafnarbætur Enn er unnið hér við hafnar- garðinn. Vinna við hann hefur aldrei stöðvazt veðurs vegna síðanhún hófst í september byrj- un. Þessu verki mun senn lok- ið, ef ekkert óvænt kemur fyrir. — S. P. J. Fréttabréí trá Dalvík DALVÍK, 28. okt. — Enn er hér sama veðurblíðan og verið hef- ur undanfarna mánuði og fátt, sem bendir til þess, að vetur sé genginn í garð, annað en nokkurt frost um nætur. 5—7 stig. Vatnsskortur? Lúast má við því, að vatn þverri í ám og lækjum, ef þurr- viðrið helzt, og eru þegar orðin nokkur brögð að því. Vatnsskort- ur er víða yfirvofandi, ef ekki blotnar bráðlega. Sjósókn Sjór er sóttur hér dag hvern bæði á stórum og litlum bátum. Heita má, að ekki verði fisks vart í innfirðinum ,hvorki á færi né línu, en reytingsafli er hjá þeim, sem sótt geta á djúpmið, en það eru aðeins tveir línubátar. Einn þeirra sem línuveiðar hefur stundað í haust, Baldvin Þorvalds son, er véibilaður og ekki gert ráð fyrir því, að hann fari á veiðar fyrir áramót. — Togveiði er einnig mjög rýr. Togbátur- inn Björgvin kom hér sl. föstu- dag með 45 tunnur eftir 12 daga útivist. Um sama leytj kom Björgúlfur úr söluferð til Þýzka lands og hefur ekki farið á veið- ar síðan. Er helzt í ráði að leigja hann til síldarflutninga ef tog- veiði glæðist ekki. Atvinna Nokkur atvinna er hér enn, þótt afli sé rýr. Frystihús KEA tekur nú aftur á móti fiski, eftir að slátrun lauk um miðjan þenn an mánuð. en vegna hráefna- skorts er ekki unnið nema ann- TVÆR söngkonur, Snæbjörg Snæbjörnsdóttir og Sigurveig Hjaltested, efndu til söng- skemmtunar í Gamla Bíó sl. miðvikudagskvöld. Báðar hafa þær komið fram áður á nem- endatónleikum Demetz, en hjá honum hafa þær iært hér heima. Þá hefur Sigurveig einnig sung- ið í óperum í Þjóðleikhúsinu og tekizt það mjög vel. En nú eru báðar söngkonurnar nýkomnar frá námi í Salzburg, fæðingar- borg Mozarts, þar sem þær hafa Handavinnukennsia Heimsókn ÞAÐ VAR orðið áliðið dags, er okkur bar að garðj á barna heimilinu að Skálatúni. Ennþá voru þó fjórar litlar telpur úti að leika sér og svöruðu, þegar við spurðum, hvort for stöðukonan væri við — já, hún Gréta er inni í stofu. í sama mund opnaðist úti- hurðin. Við gengum til móts við forstöðukonuna, Grétu Bachmann, og bárum upp er- indið. Hvort við mættum fá örlítið að kynnast því starfi, sem unnið er á Skálatúni fyrir vangæf böm og þá um leið fyrir foreldra þeirra. Það var auðsótt mál. Þröngt mega sáttir sitja. Gréta Bachmann hefur veitt forstöðu barnaheimili van- gæfra að Skálatúni í þrjú ár. — Svona, stelpur — komið ykkur saman um róluna, segir forstöðukonan. Bömin þar eru 27, á aldrinum þriggja til sextán ára. Gréta fylgir okkur inn í stærstu feik stofu barnanna. Ekki verður sagt, að athafnasvæðið sé mik ið. Stofan er á stærð við með- al stofu venjulegs heimilis, en þar leika sér 10—15 börn. Þau kasta boltum hvert í ann að, sum togast á um leikföng — en athyglin beinist greini lega mest að stúlkunum, sem reyna að hafa ofan af fyrir börnunum með ýmsu móti. — Þetta eru þau yngri, og þau sem við höfum lítið getað kennt enn sem komið er, ann að en að leika sér, segir for- stöðukonan, — en duglegustu stúlkurnar okkar eru niðri í handavinnu og föndurkennslu ef þið viljið koma með mér niður í borðstofuna. Við leggjum í áttina til borð stofunnar, en komum í leið- inni við í svefnherbergjunum og baði. — Er þetta ekki nokkuð lít ið svefnpláss fyrir svona mörg mörn? spyrjum við. — Jú, vitaskuld er það. Sum sofa jafnvel í oflitlum rúmum. En þetta stendur til bóta. Nú er verið að reisa starfsmanna- hús hér á lóðinni og þá fáum við fyrir börnin herbergi uppi, sem starfsfólkið hefur, þ.e.a.s. það sem hér býr — sumar stúlkurnar verða að búa á Lágafelli. Það er aftur verra með hvað baðherbergið er lítið, heldur forstöðukonan áfram og opnar baðherbergisdyrnar. Og það er orð að sönnu. Minna getur það vart verið. Baðker — stærðin á við hálft venjulegt heimilisbaðker — tveir vaskar — og þarna á að þrífa 27 vangefin börn „Við getum prjónað“ Við höldum til borðstofunn ar. Þar sitja 6 telpur á aldr- inum 10—16 ára. Þær sauma í dúka, vinna úr basti, ein prjónar, önnur býr til hús úr S.Í.B.S.-kubbum og sú þriðja raðar púsluspili á milli þess, sem hún grípur í prjón- ana sína. — Sko, segja þær — við getum prjónað — en ein sting- ur vinnunni sinni undir borð ið, hún kærir sig ekkert um að láta ókunnugt fólk sjá sjá sér. Kennslukonan, Markúsína G. Jónsdóttir, sem hefur starf að á Skálatúni í 6 ár, sýnir (Ljósm. Sveinn Þormóðsson) okkur vinnu telpnanna, sem ber hið prýðilegasta hand- bragð. — Já, segir hún, þegar þessi börn hafa einu sinni lært að gera eitthvað, tekur enginn þeim fram um vand- virkni. — Fer þeim dálítið fram að vinna? — Já, mikil ósköp, en hægt. Við getum til dæmis treyst þeim elztu fyrir ýmsum verk- T.d. er nú verið að reisa — auk starfsmannahússins hér úti — starfsmannahús við hæl ið í Kópavogi og leikskóla í Safamýrinni. Þá hefur til- koma félagsins ugglaust flýtt fyrir því, að Kópavogshælið nýja var tekið í notkun. Félag ið hefur líka styrkt Skálatúns heimilið á ýmsan hátt m.a. keypt til þess heimilisvélar o. fl. og síðast en ekki sízt hefur það haft forgöngu um að styrkja fólk til að læra um- önnun og kennslu vangefinna, en hörgull velmenntaðs starfs fólks er hér mikill. En verkefnin eru óþrjót- andi. Víða um landið neyðast foreldrar til að hafa vangæf börn sín heima, án þess að hafa til þess nokkrar aðstæð- ur. Vangæft barn þarf mikla Stulkurnar leika við börnin í Skálatún efnum á heimilinu og hinar geta dálítið hjálpað til ef þeim er vel stjórnað, en það krefst mikillar þolinmæði. En þær hafa ósköp gaman af að sýna foreldrum sínum vinnuna sína, þegar þeir koma í heimsókn, segir Markúsína. — Er góð samvinna við for- ledra barnanna? — Já, alveg prýðileg, — for stöðukonan verður fyrir svör um; — enda voru margir for eldrar og aðstandendur þess- ara barna, meðal þeirra, sem stofnuðu Styrktarfélag Van- gefinna fyrir nokkrum árum, og síðan það varð, hefur tölu verður skriður komizt á fram kvæmdir í þágu vangefinna. umönnun og umhirðu til þess að því líði vel. Þess vegna er brýn nauðsyn góðra dvalar- heimila, þar sem börnin hafa nægilegt athafnasvæði og skil yrði til þroska, og þar sem að- stæður til hreinlætis eru góð ar. Ennfremur er mikið nauð- synjamál segir forstöðukonan að lokum að unnt sé að skilja í sundur aldursflokka og hin ýmsu þroskastig. Við þökkum forstöðukon- unni góðar viðtökur og kveðj um börnin. Hnáturnar fjórar eru ennþá úti að leika sér. Þær una vel hag sínum í ról- unum — en rólurnar eru bara alltof fáar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.