Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1960 ^ sérstaklega lífseigur. Stafford Ixafði sagt, einn daginn: — Tobías er svo andskoti ljótur, að það getur engin baktería haldið lífi í honum. En svo varð Tobías veikur og það þurfti enginn að ganga í grafgötur um, hvað að honum gekk. Hann hafði hamazt í búrinu og Sylvia hafði nálgazt það og horft með áhuga á Tobias með blíðlegu brúnu augunum sínum. En allt í einu teygði apinn langan, loðinn arminn út úr búr iu og klóraði Sylviu í annað eyr að. Þeir höfðu hreinsað eyrað vandlega, en það var nú bara gallinn á þessu andstyggilega eitri, að það verkaði tafarlaust. Skeð var skeð, og hver svo sem sökina átti, varð ekkert við þessu gert. Liklega hafði Sylvia komizt svo langt upp eftir stígn um, að hún hafði getað þefað uppi sporin hans. Daginn áður hafði hún séð hann ganga þarna upp eftir. Skyldi hún hafa farið einsömul upp eftir stígnum og svo rekizt á sporið af tilviljun? Líklega . . . Nei, auðvitað hafði enginn getað séð fyrir hverju apaskrattinn mundi geta fundið upp á. Það var þýðingarlaust að vera að brjóta heilann um þetta úr því sem komið var. Að minnsta kosti gagnaði það Sylviu i heldur lítið héðan af. Jæja, hversu sem maður var sneyddur tilfinningasemi, var hinu ekki að neita, að þetta mark aði tímamót í lífi manns. Sylvia hefði verið eini tryggi og skiln- ingsgóði vinurinn, sem maður átti eftir frá fyrra hluta ævinn ar. Hún hafði setið þoiinmóð í bílnum meðan hann var við vinnu sína í skurðstofunni — í þá daga — já, nú var orðið býsna langt síðan og þó ekki nema ár, ef reiknað var eftir almanakinu. Tíminn leið ólíkt fljótar þá — þegar lífinu var lifað! En lifði hann lífinu þá — ef hann átti að vera alveg hrein- skilinn? Víst hafði vinnan í sjúkrahúsinu verið áhugavekj- andi, og fína íbúðin hans þægi- legur griðastaður eftir önn dags ins. En var ekki bara spítala- vinnan og einhleypingasamkvæm in smámsaman orðið einskonar eilífðarvél? Hann hafði í raun- iinni aldrei vitað, hvað það var að iifa, fyrr en daginn, sem hann hitti Phyllis. Undanfarið hafði hann haft gott tóm til að hugsa um hana. Stundum bar það við, þegar hann hafði setið og framkallað mynd ina af djúpum, bláum augunum, fallegu varirnar og hendurnar og glæsilegt vaxtarlagið, að þá kom einhver innri rödd og sagði, að líklega gerði hann nú óþarflega mikið úr blessaðri stúlkunni og myndi verða fyrir vonbrigðum þegar hann sæi hana næst. En þarna á sunnudaginn var, hafði hann séð, að þessi úrtölurödd hafði haft á röngu að standa. Hann varð alls ekki vonsvikinn, heldur hafði hann einmitt fundið enn fleira aðdáunarvert við stúlk una en áður, með þeim afleiðing um, að nú þráði hann hana meir en nokkru sinni fyrr og engin orð hefðu náð að iýsa tilfinning- um hans. Sylvia var dáin og um leið dó líka þessi vonlausa löngun hans til að snúa aftur í þetta tilbreyt ingarlausa líf í sjúkrahúsinu. Læknir var hann að vísu, en sú grein hafði upp á fleira að bjóða, og hann gæti vel orðið hamingju samur utan sjúkrahússins — til dæmis við gerlarannsóknir — ef aðeins Phyliis væri hjá honum. Margt þyrfti að útskýra — en hvað gerði það til? Hann brosti með sjálfum sér. Phyllis hélt, að hann lifði flökkumannalífi, og hann hafði leyft henni að halda þeirri trú sinni. Stafford hafði harðbannað honum að segja nokkrum manni frá starfinu sem hann hafði með höndum, en hún skyldi fá að heyra það, þeg ar tími væri til kominn, og þá j mundi hún virða það við hann ! að hafa tekið að sér svona leið- I indavinnu, til þess að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Hann óskaði þess einlæglega, að hann gæti átt svo sem klukku- stundar viðræðu við séra Har- court, einmitt nú. Dómprófastur inn myndi geta stappað í hann stálinu, til þess að segja Phyllis alla söguna, Og einkennilegt var það, að hún skyldi einmitt rekast hingað. Stórkostleg tilviljun! Hon um datt meir en í hug að skrifa dómprófastinum og segja honum hvernig ástatt væri. Hafði hann rétt til að segja Phyllis frá tilfinn ingum sínum gagnvart henni? En hann gaf samstundis frá sér þá hugmynd. Það var ekki hægt að setja hvað sem væri í bréf. Jæja, Stafford gamla var víst farið að lengja eftir honum. Hann sópaði saman fangi af laufi og stráði því á leiði Sylviu, tók síðan skófluna á öxl sér og gekk áleiðis að kofanum. Þar lágu skilaboð á borðinu. Stafford var búinn að borða morgunverð og var farinn til Wembleton. — Mér datt í hug, að þú vildir eins vel vera einn í dag, hafði hann bætt við. — Eg verð kominn aft ur kl. fimm. Newell steikti sér tvö egg, rist aði braut og borðaði þetta stand- andi. Síðan kveykti hann í píp- unni sinni, læsti dyrunum og gekk niður eftir stígnum, sem lá niður á klettastallinn. Það gæti verið gott að sitja ofurlítið þarna, sem hann sá hana síðast. Hann hafði dreymt og þráð hana svo mikið, að hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin aug- um, en hélt, að hann væri farinn að sjá ofsjónir. Með ákafan hjart slátt stóð hann kyrr, andartak, og fór að hugsa um, hvort það gætu raunverulega verið augu hans, sem gerðu honum þessa grimmilegu sjónhverfingu. — Nei, það var hún sjálf, og hún sat einmitt á sama blettinum og þau höfðu síðast setið saman. Fyrst tók hún alls ekki eftir því, að hann kæmi. Hún sat með hendur spenntar unf hnén, en litla húfan lá við hlið hennar og kápunni hafði hún fleygt frá sér. Hann gekk hægt í áttina til hennar út úr skóginum, en þá leit hún allt í einu upp og sneri sér að honum. En svo — það gerðist svo snögglega og var svo ótrúlegt, að hann stanzaði í sömu sporum — hún stóð upp og hljóp til hans, eins og barn, sem er frá sér numið af gleði. — Viljið þér sjá! kallaði hún og veifaði bréfi. — Mér þykir svo vænt um það yðar vegna. Ó, ég vonaði svo einlæglega, að þér kæmuð. Hún lagði bréfið í hönd hans og dró hann síðan með sér að blettinum þar sem hún hafði setið. — Lesið þér það! skipaði hún, og hnipraði sig saman við hlið hans en höfuð hennar lagðist að öxl hans. — Það var dásamlegt! hvíslaði hún. Síðan lagði hún snögglega höndina á bréfið og leit á hann með óþolinmæði, sem hún réð ekki lengur við. — Hvað er það, sem er svona hættulegt þarna upp í Boone-fjalli? Nú varð hann að svíkja loforð sitt við Stafford. Hún átti heimt ingu á að fá að vita það. — Það er tilraunastofa stjóm arinnar, sagði hann hikandi. Og það er útbrotataugaveiki, sem við erum að fást við, ef það er það sem þér eigið við. — Og þér eruð að fást við þetta? sagði hún kvíðin og lagði höndina á arm hans. Hann kinkaði kolli og brosti til hennar. Tvö stór, heit tár runnu niður kinnar hennar. — Æ, fyrirgefið mér . . . þetta sem ég sagði . . . um daginn! Newell klappaði á hönd hennar og sagði, að það skyldi hún ekki hugsa um framar, því að ekki hefði hún getað vitað, hvað hann hafðist að þarna uppi á fjallinu. — Komst Sylvia leiðar sinnar þangað? spurði hún skömmu síð- ar. — Ég vildi svo gjarna, að hún gæti verið þar hjá yður, og Gib- sonhjónin sögðust ekki skilja í því, að þér skylduð ekki vera búinn að sækja hana. Þess vegna fór ég með hana upp eftir og sagði henni að finna yður. — Þér eruð góð stúlka, Phyll- is. Já Sylvia komst alla leið til mín. Phyllis horfði fast á hann og tók eftir því, að hann leit und- an. — Mér finnst skrítð, að hún skuli ekki vera með yður núna. Ég var búin að hlakka svo til að sjá hana með yður. — Já, svaraði hann, eins og viðutan. — Hún hefði líka haft gaman af að sjá yður aftur. — Newell: Þetta var í fyrsta sinn, sem hún ávarpaði hann með nafni, og hann varð djúpt hrærð- ur. Síðan greip hún báðum hönd- um fast í handlegg hans. — Eig- ið þér við, að eitthvað hafi kom- ið fyrir Sylviu? Það varð löng þögn, meðan hann var að ráða það við sig, hvernig hann gæti bezt komið orðum að því, sem hann ætlaði að segja. Hún greip aftur í hand legg hans og spurði hrædd: — Newell, er Sylvia veik? — Já, svaraði hann. — Hún hefur verið veik. — Phyllis hallaði enninu að öxl hans og grét eins og barn. Eitt andartak hafði hann mikla freistingu til að leggja arminn um hana, en var s^'o ekki viss um, að hann ætti að nota sér þetta augnablik, þegar hún var svona frá sér af sorg yfir dauða Sylviu. Hann lagði því höndina blíðlega á Ijósa höfuðið. — Þér megið ekki halda, að þér eigið neina sök á þessu, sagði hann, huggandi. — Ekki vtssuð þér, að þarna væri nein hætta á ferðum — og var það í rauninni heldur ekki, ef við hefðum verið nógu varkárir . . . SHÍItvarpiö Sunnudagur 30. október 8.30 Fjörleg músik í morgunsárið. ».00 Fréttir. ^ 9.10 Veðurfregnir. [ 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Forleikur að óratóríunni ,,Páll postuli'* eftir Mendelssohn — (Hljómsv. leikur; Grossmann stjórnar). b) „Drottinn Guð er vor sól og skjöldur'*, kantata nr. 79 eftir Bach (Þjóðleikhúskórinn og hljóðfæraleikara úr Sinfóníu- hljómsveit Islands flytja. — Stjórnandi: Róbert A. Ottós- son). c) Þrefaldur konsert í a-moll fyr ir flautu, fiðlu, sembal og hljómsveit eftir Bach (Erwin Milzkott, Max Michailow, Hans Pischner og kammerhljómsv. í Berlín leika; Helmut Kosch stjórnar). d) Sinfónía nr. 5 i d-moll op. 107 (Siðbótarsiniónían) eftir Mendelssohn (NBC-sinfóníu- hljómsveitin í New York leik- ur; Arturo Toscanini stj.). 11.00 Messa 1 Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Sigurjón b. Ai^nason. Organleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Afmæliserindi útvarpsins um ís- lenzka náttúru; I.: Upphaf Is- lands og blágrýtismyndunin — (Trausti Einarsson prófessor). 14.00 Miðdegistónlist: Ný tónlist fró Norðurlöndunum fimm, leikin af Fílharmoníusveitinni í Stokk- hólmi 11. sept. sl.: a) Aubade eftir Erik Bergman frá Finnlandi. b) Sinfónía nr. 4 eftir Gunnar Bucht frá Svíþjóð. c) Elementi aperti fyrir sópran og strengjasveit eftir Niels Viggo Bentzon frá Danmörku. d) Intrada og kansóna fyrir strengjasveit eftir Hallgrim Helgason. e) Sinfónía nr. 3 eftir Klaus Egge frá Noregi. 15.30 Upplestur: „Utsær**, kvæði eftir Einar Benediktsson (Asmundur Jónsson frá Skúfsstöðum). 15.45 Kaffitíminn: Carl Billich leikur á píanó (16.00 Veðurfregnir). 16.15 A bókamarkaðnum (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatíminn (Helga og Hulda Valtýsdætur): a) Framhaldssagan: „Ævintýri í sveitinni** eftir Armann Kr. Einarsson; V. (Kristín Anna Þórarinsdóttir, leikkona). b) Leikrit: „Vesalings prins'* eft- ir Amund Schröder. Leikstj.: Guðmundur Pálsson. c) Sagan „Klifurmús og hin dýr-» in í Hálsaskógi**; II. 18.25 Veðurfregnir. I 18.30 Þ*etta vil ég heyra: I>órarinn Guðnason læknir velur sér híjómplötur. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Musterin miklu í Angkor; II: I helgreipum frumskógarins (Rann veig Tómasdóttir). 20.25 Píanótónleikar: Wilhelm Kempff leikur tvær sónötur eftir Beet- . hoven, op. 49 nr. 1 og op. 53. 20.55 Þjóðsaga dagsins. — viðtöl og frásagnir (Stefán Jónsson og Jón Sigurbjörnsson safna efn- inu). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson vel ur lögin. 23.30 Dagskrárlok. / Mánudagur 31. október 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns- son ritstjóri ræðir við bændur í Arnessýslu um slátrun og kjöt- framleiðslu. 13.30 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir unga hlustendur: .Forspil*. bernskuminningar listakonunnar Eileen Joyce II. (Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri). 20.20 Einsöngur: Olafur Jónsson syng- ur íslenzk lög; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. a) „Margt er það 1 steininum** eftir Bjarna Böðvarsson. b) „Við dagsetur** eftir ~rna Björnsson. c) „I»ú eina hjartans yndið mitt*- eftir Sigvalda Kaldalóns. d) „Leiðsla" eftir Sigv. Kaldalóns e) „Minning'* eftir Markús Krist jánsson. f) „Augun bláu“ eftir Sigfús Einarsson. 20.40 Ur heimi myndlistarinnar (Hjör- leifur Sigurðsson listmálari). 21.00 Fiðlutóníeikar: Nathan Milstein leikur á fiðluna og Carlo Buss- otti á píanó. a) Sónata nr. 12 eftir Pergolesi. b) Intermessó eftir Schumann. c) Allegro eftir Brahms. d) Burleska eftir Suk. e) Nigun eftir Bloch. f) Lög eftir Paganini, útsett af Milstein. 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; III. (Ragnheiður Haistein þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.00 Dagskrárlok. — Þú verður að taka þig saman í andlitinu, María. Annars kemstu ekki fyrir á myndinnL Herra Trail, takið þennan j hund burtu frá mér og haldið i honum frá mér...Hann er verstur ' allra óskapnaða sem ég hef nokk umtíma séð ! Mér þykir þetta leitt, en ég skal reyna að halda honum frá yður héðan af! Hvað skyldi vera að Jói ?.. Á meðan. Við höfum verið hér allan dag- inn og ekkert fengið ! Ég vildi að ég vissi það herra Blakely. Fiskurinn liggur oe tek- ur ekki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.