Morgunblaðið - 05.11.1960, Síða 23
Laugardagur 5. nóv. 1960
MORCTinfíT. AÐtÐ
23
Kennedy segir Eisenhower
í vonlausum björgunarleiðangri
KENNEDY svaraði í dag í
San Francisco ræðum, sem
þeir Eisenhower og Nixon
héldu í New York. — Sagði
Kennedy, að Eisenhower
væri nú í björgunarleiðangri,
sem engan árangur mundi
bera. — Þið hafið séð fila
ganga í hring í circus og
halda í hala hver annars,
sagði Kennedy. — Nixon
lafði í hala Eisenhowers 1952
og 1956. Nú verður hann aö
ganga einn, nú er það hann,
sem baráttan stendur um, en
ekki Eisenhower.
dag ljós von um að vinna kjör-
menn New York-ríkis. Nýjasta
kosningasagan er sú að sonur
Kennedys eigi að heita Marteinn
Lúther Kennedy. En Kennedy er
sem kunnugt er kaþólskur og er
mikið raett um að trúarbrögðin
muni hafa mikil áhrif á kosn
ingaúrslitin.
Fáll Pampichler
Rússneskur
fiðlusnillingur
einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni
★ Gagnrýndi utanrikis-
þjónustuna
Kennedy gagnrýndi harð-
lega utanríkisþjónustu Banda-
ríkjanna undir stjórn Repúblik-
ana. Sagði hann, að sendiherrar
kynnu alltof lítið í tungumálum,
t. d. hefði sendiherra Bandaríkj-
anna í Moskvu árið 1958 verið
hinn eini bandaríski sendiherra i
kommúnistaríki, sem talaði
tungumál þess lands, sem hann
var í. Aðeins tveir af niu sendi-
herrum Bandaríkjanna í Araba-
löndum töluðu mál viðkomandi
lands og í átta af tólf NATO-
löndum, þar sem ekki var töl-
uð enska, skorti sendiherrann
þekkingu á málum þjóðanna.
Jafnvel sendiherra okkar i
París, gat ekki talað frönsku við
de Gaulle, sagði Kennedy.
ý Til þjálfunar erlendis
Kennedy stakk upp á því
að Bandaríkin sendu unga Banda
ríkjamenn til þriggja ára þjálf-
unar fyrir utanríkisþjónustuna
erlendis með tækni og viðskipta
nefndum. — Nixon leggur viku-
lega til stofnun nýrra nefnda,
sagði Kennedy, en ég vil bæta
utanríkisþjónustu okkar, það er
nauðsynlegt til þess að vinna
friðinn og koma í veg fyrir
stríð.
★ Marteinn Lúther?
Republikanar segja, að tvær
milljónir manna hafi fagnað
þeim Eisenhower og Nixon í
New York í gær. Nixon lét í
Góðar «æftir
á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 31. okt. — Það
sem af er þessu hausti hefur
verið einmuna tíð, og gæftir
góðar. Fjórir bátar hafa verið
gerðir héðan út á línu og fiskað
sæmilega. Stærsti báturinn m/s
Hringur, sem gerður er út af
Þráni Sigurðssyni, hefur fengið
frá 4—8 tonn í róðri. Allur afli
línubátanna er unninn í frysti.
húsi Þráins Sigurðssonar.
Allmargar trillur hafa róið
héðan í haust með handfæri.
Afli þeirra hefur verið saltaður.
Tunnuverksmiðja ríkisins tek-
ur til starfa á morgun, og vinna
þar yfir 30 mann í vetur. í síð-
ustu viku lestaði Fjallfoss 500
tonn síldar héðan frá S. R. til
útflutnings og Reykjafoss lestar
í dag 1100 pakka af skreið. —G.
Opef Caravan *55
til sölu. Mjög hagstæð
ir greiðsluskilmálar.
B í i a s a I a n
Njálsgötu 40.
Sími 11420.
SINFÓNÍU-hljómsveit íslands
heldur þriðju tónleika sina á
þessu starfsári nk. þriðjudags-
kvöld í Þjóðlelkhúsinu — og
hefjast þeir kl. 20:30. — Hljóm-
sveitarstjóri á tónleikum þess-
um verður Páll Pampichler, en
einleikari rússneski fiðlusnill.
ingurinn Rafael Sobolevsky.
— ★ —
Viðfangsefni á þessum tónleik-
um verða: Svíta nr. 1 fyrir
kammerhljómsveit eftir Igor
Stravinsky, fiðiukonsert eítir
Katsjatúrían (eini fiðlukonsert
hans) og loks Sinfóína nr. 4 í
B-dúr eftir Beethoven. — Tvö
fyrmefndu verkefnin hafa ekki
heyrzt hér áður á sinfóníutón
leikum.
— ★ —
Páll Pampichler er nýkominn
heim frá framhaldsnámi í hljóm
Prestar sitji ekki
utan prestakalls
ÁTTUNDA og 9. sept. sl. hélt
Hallgrímsdeild aðalfund sinn í
Borgarnesi. Sóttu hann 11 prest-
ar af deildarsvæðinu og dr. Árni
Árnason, fyrrv. héraðslæknir, en
hann er heiðursmeðlimur deildar
innar. — Hallgrímsdeild, sem er
ein af deildum Prestafél. íslands
nær yfir fjögur prófastsdæmi frá
botni Hvalfjarðar að Gilsfirði.
Deildin var stofnuð 9. sept. 1930
og á því 30 ára afmæli nú. Var
þess sérstaklega minnzt á fund-
inum.
Messa var í Borgarneskirkju
að kvöldi 8. sept. Séra Sigurður
Lárusson, prófastur í Stykkis-
hólmi, prédikaði, séra Leó Júlíus-
.son þjónaði fyrir altari. Formað-
ur deildarinnar, séra Sigurjón
Guðjónsson, prófastur í Saurbæ,
rakti 30 ára sögu hennar í stór-
um dráttum. Að erindi hans
loknu var kvöldvaka, uppbyggi-
legt samtal, raktar minningar, dr.
Árni Árnason flutti erindi o. fl.
Aðalhvatamaður að stofnun Hall
grímsdeildar var séra Þorsteinn
Briem, prófastur á Akranesi. í
stjórn eru nú, og hafa verið um
árabil: Séra Sigurjón Guðjóns-
son form., séra Jón M. Guðjóns-
son ritari, séra Þorsteinn L. Jóns-
son gjaldkeri.
Ályktanir
„Aðalfundur Hallgrímsdeildar
Prestafélags Islands, haldinn í
Borgarnesi 8.—9. sept. 1960 lýsir
vanþóknun sinni á því ástandi,
er skapazt hefur í nokkrum
prestaköllum, að sóknarprestar
sitja utan prestakalls síns sökum
þess að þeim eru ekki búin við-
hlítandi dvalarskilyrði þar“.
„Aðalfundur Hallgrímsdeildar
Prestafélags íslands, haldinn í
Borgarnesi 8.—9. sept. 1960, átel-
ur harðlega þann drátt, sem er
orðinn á byggingu á prestsseturs-
húsi á Borg á Mýrum, svo og að
sóknarpresti Staðarhraunspresta-
kalls skuli ekki hafa verið veitt-
ur umráðaréttur prestssetursins
þar, svo sem honum ber sam-
kvæmt lögum.“
sveitarstjórn, en hann dvaldist
nær ársskeið við Tónlistarhá-
skólann í Hamborg. Kennari
hans þar var Wilhelm Briickner
Ruggeberg, sem er íslenzkum tón
listarmönnum að góðu kunnur.
í bréfi til Jóns Þórarinssonar,
framkvæmdastjóra Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, hefur Rúgge-
berg borið hið mesta lof á Pam-
pichler, sem hann telur mjög
efnilegan hljómsveitarstjóra. —
Páll hefur nokkrum sinnum
áður stjórnað Sinfóníuhljóm-
sveitinni, einkum á tónleikum
úti um land.
Sýninjrum hætt
á ”12 reiðir menn44
f SÍÐUSTU viku tók Austurbæj-
arbíó myndina „Twelve Angry
Men“ (12 reiðir menn) til sýn-
ingar. Hér er um að ræða heims
fræga mynd, sem hlotið hefur
ótal verðlaun og einróma lof um
allan heim, enda geysilega um-
töluð. íslenzku blöðin höfðu og
oftlega minnzt á hana, áður en
hún kom hingað til lands. Engu
að síður var myndin ekki sýnd
nema sl. fimmtudag og föstudag
á öllum sýningum eg laugardag,
sunnudag og mánudag kl. 7 og
9. — Ýmsir munu hafa geymt
sér að sjá hana, unzt það var
orðið um seinan, þar eð þeir
töldu víst að hún myndi ,,ganga‘
langa hrið, en aðsóknin var svo
léleg, að ekki þótti fært að sýr.a
hana lengur.
Nýr sendiherra og
ráðuneytisstjóri
2. nóvember sl. var Henrik
Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri
rtanríkisráðuneytisins, skipaður
ambassador íslands í London frá
1. janúar 1961 að telja.
Sam3 dag var Agnar Kl. Jóns-
son, ambassador íslands í Par's,
skipaður ráðuneytisstjóri utar—
ríkisráðuneytisins frá sama tíma
að te ja.
Utrnrikisráðuneytið,
Reykjavík, 4. nóvember 1960
KASSAR — ÖSKJUR
BÚÐIRf
Laufásv 4. S 13492
VAGN e. jónsson
Máiflutnings- og innheimtu-
skrifstofa
Austurstræti 9
Símar 1-44-00 og 1-67-66
EINAR ASMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður
HAFSTEINN SIGURÐSSON
héraðsdómslögmaður
Skrifstofa Hafnarstr 8 II. hæð.
Simi lo407, 19113.
Falleg bók
EKKERT hérað á sér fegurra og
tilþrifameira kvæði en Skaga-
fjörður. Um það sá skáldjöfur-
inn mikli Matthías Jochumsson.
Áður hafði hann orkt Á Gamma
brekku um Rangárþing og nær-
liggjandi sveitir og skal ég ekki
reyna að gera upp á milli kvæð-
anna enda þótt mér þyki vænna
um Skín við sólu Skagafjörður.
Kaupfélag Skagfirðmga hetur
nú, í minningum sjötíu ára
starfsafmæli þess 1959, látið
prenta skrautútgáfu af kvæðinu
Skín við sólu Skagafjórður. Ó’-
afur bóndi Sigurðsson á Hellu-
landi sá um útgáfu en bókin er
prentuð í Prentverki Odds
að augiýsing i siærsva
og útbreiddasta blaðinu
— eykur söluna mest —
IUorgmiJila^iö
Björnssonar á Akureyri. For-
mála hefur Jónas Jónsson frá
Hriflu ritað. Kort af Skaga-
fjarðarsýslu og tilvisun fylgir
um merka staði í héraði. Þa er
mynd af skáldinu Matth. Joch-
umssyni. Þá er kvæðið, 13 er-
indi, eitt á opnu en á móti við-
eigandi myndir og stutt umsögn
um hverja mynd. Loks er mynd
af Sigurði tónskáldi Helgasyni,
stutt æviágrip hans o. fl. eftir
Ólaf á Hellulandi og lag Sigurð-
ar við Skagafjörð raddsett af
Eyþóri Stefánssyni. — Þetta er
falleg bók og eiguleg og munu
Skagfirðingar o. fl. fagna henni.
Hún fæst í bókaverzlunum.
Þorsteinn Jónsson.
Ég þakka innilega öllum nær og f jær fyrir góðar gjafir,
heimsóknir og heiilaskeyti á 40 ára afmæli mínu 27. okt
s.l. — Allt þetta gerði mér daginn ógleymanlegan.
Hrólfur Guðmundsson, Illugastöðum
Aðalskrifstofan, Tjarnargötu 4, verður
lokað í dag
vegna jarðarfarar
Dr. Þorkels Jóhannessonar
háskólarektors.
Happdrætti Háskóla Islands
Lokað í dag
vegna jarðarfarar Dr. phil. Þorkels Jóh-
annessonar háskólarektors
Almenna bókafélagið
TORFI EINARSSON
fyrrum útgerðarmaður í Vestmannaeyjum,
andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi Hafnarfirði 30. okt. s.l.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 5. r.óv kl. 1,30.
Vandamenn.
Þökkum hjartar.lega öllum fjær og nær, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
manns míns
arna s. jóhannssonar
skipstjóra
Ennfremur hjartans þökk til Skipstjórafélags Norð-
lendinga fyrir margvíslegan sóma er þeir sýndu honum.
Biðjum Guð að blessa ykkur öll.
Fyrir hönd vandamanna.
Jóhanna Jónsdóttir