Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUTSHL AÐ1Ð Þriðjudagur 15. nóv. 1960 Sinnti ekki aðvörun arskotum og flúði Mjög djúp en kyrrstæð lægð (965 mb) um 500 km suður af Vestmannaeyjum. Veldur hún hlýrri A-átt hér á landi, og hefir verið stormur á Stór- höfða en virðist nú lygnandi. Á hafinu vestur af írlandi er V-stormur eða rok á stóru svæði. í Osló er 3 st. hiti, 8 í Kaup mannahöfn, 12 í London, 11 í París, 9 í Reykjavík og 4 í New York. í Angmagsalik á Grænlandi er 4 st. hiti, 6 st. frost í Brattahlíð. Veðurspáin klukkan 10 í gærkvöldi. SV-mið: Allhvass austan, skúrir. SV-land til Norðurlands, Faxaflóamið og Breiðafjarðar mið: Austan kaldi, milt og skýjað með köflum. Vestfjarðamið og Norður- mið: Austan strnningskaldi, dálítil rigning. NA-land til SA-lands og miðin: Austan og SA kaldi, skýjað, dálitil rigning. Togara lagt vegna aflabrestsins VARÐSKIPIÐ Þór kom að brezkum togara langt inn- an fiskveiðitakmarkanna á sunnudagskvöldið. — Dimm- viðri var og sáu varðskips- menn ekki hvort togarinn var að veiðum. Veitti Þór togaranum eftirför, en hann slökkti Ijósin og sinnti ekki aðvörunarskotum varðskips- ins. Um síðir tókst varð- skipsmönnum þó að greina nafn togarans. Var það Willi- am Wilberforce, H-200. Hér fer á eftir fréttatilkynning Landhelgisgæzlunnar um at- burð þennan. „Hinn 13. þ. m. kl. 20,45 tal- aði skipherrann á vs. Þór, Jón Jónsson, um loftskeytastöðina í Vestmannaeyjum, við forstjóra Landhelgisgæzlunnar, og tjáði honum að hann væri að reyna að stöðva brezkan togara, sem væri Iangt fyrir innan fiskveiði- takmörkin Þór hafði ekki staðið togarann Frh. af bls. 24 efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar, þegar ráðuneytisstjórinn væri genginn af fundi en þegja þunnu hljóði, þegar lýst var eft- ir fyrirspurnum sl. laugardag. Þá benti Sveinn Benediktsson ennfremur á, að Lúðvík Jóseps- son virtist nú telja sig sérstakan málssvara síldarútvegsins, en meðan hann var ráðherra hafi hann í síðustu efnahagsráðstöfun um í maímánuði 1958 ákveðið, að uppbætur á síldarafurðir skyldu vera aðeins 55% á sama tíma og uppbætur á þorskafurð- ir væru 80%, auk séruppbóta. Það væri augljóst mál, að miklu munaði fyrir síldarútveginn að fá nú rúmlega 60 kr. uppbætur á hvert sterlingspund á genginu frá 1958 eða 25 króna uppbætur, eins og þá hefði venð ákveðið af Lúðvík. Þessi hækkun á gengi sterlingspundsins hafi orðið til þess að hægt hafi verið að halda uppi verðinu á hráefninu þrátt fyrir verðfallið á mjöli og lýsi. Sveinn Benediktsson benti á, að Lúðvík Jósepsson hefði slitið ræður Emils Jónssonar, sjávar- útvegsmálaráðherra, og Jónasar Haralz úr samhengi og lagt sið- an út af því. Loks gat hann þess, að það sæti ekki á Lúðviki Jósepssyni að kvarta yfir því að dregizt hefði of lengi að selja mjöl og lýsi á árinu 1959, því arfur sem hann hafi skilið eftir frá sinni stjórnartíð, þ. e. Út- flutningsnefndin, hafi til dæmis komið í veg fyrir að SR seldu um 1500 tonn af síldarmjöli á 18 sh. próteineininguna, sem sið- ar hafi orðið að selja fyrir 12 sh., vegna verðlækkunar á heimsmarkaði. Ekki hægt að lifa á lána- og gjafafé Jón Axel Pétursson sagði m.a., að ekki væri sambærilegt að ræða um sjávarútveg Islendinga og annarra þjóða, þar sem ís- Dagskrá Alþingis EFRI DEID. 1. Skemmtanaskatts viðauki, frv. — 2. umr. — 2. Ræktunarsjóður og Bygging axsjóður sveitabæja, frv. Frh. 1. umr. NEÐRI DEID. 1. Bráðabirgða- breyting og framlenging nokk- urra laga, frv. — 1. umr. 2. Fæðingarorlof, frv. 1. umr. ! að veiðum, en hegðun hans hafði verið grunsamleg. Þegar varð- skipið nálgaðist togarann, setti hann á fulla íerð út og slökkti öll ljós. Skotið hafði ver ið aðvörunarskotum að togaran- um, án þess að han» stöðvaði. Skyggni var mjög slæmt og auk þess náttmyrkur. Þar sem súnasambandið var svo lélegt að fyrst heyrðist ekki nema hrafl aí því. sem sagt var og loksins ekki neitt, þá var á- kveðið að reyna samband um símstöðina í Hornafirði, en það reyndist ekki mögulegt. Á grundvelli þessara upplýs- inga var varðskipinu nokkru siðar sent skeyti um að reyna að ná nafni eða númeri togarans og Á SUNNUDAGINN, sem var af- mælisdagur Heilsuhælisfélagsins, flutti Páll Kolka læknir fyrirlest ur í hátíðasal Háskólans um lenzki sjávarútvegurinn fram- leiddi 95% af útflutningsverð- mætum, en hjá flestum öðrum þjóðum væri hiutdeild sjávar- útvegsins aðeins fáeinir hundr- aðshlutar. Þar væri því hægt fyrir aðrar atvinnugreinar að styrkja útveginn, en hér væri því ekki til að dreifa. Jón Axel spurði Lúðvík Jósepsson, hvaða verð hefði verið á fiski í ár, ef uppbótakerfið hefði verið við lýði, og hvar hefði átt að taka féð til að hækka verðið? Benti Jón Axel síðan á, að aðalfundur LÍÚ væri ekki eðlilegur vettvangur fyrir Lúð- vík Jósepsson til að gera upp sín pólitísku mál. Ekki er hægt að ræna spari- fjáreigendur og lifa á erlendu láns- og gjafafé, sagði Jón Ax- el að lokum, það verður að fara inn á kerfi siðaðra þjóða nema við óskum eftir að aðrir stjórni okkur. Hvorki samstaða né úrræði. Matthías Bjarnason frá ísa- firði spurði Lúðvík Jósepsson, hvers vegna hann hefði farið úr stjórninni fyrst allt hefði verið í lagi með uppbótakeirfið, að hans áliti? Hvers vegna sagði Hermann Jónasson að óðaverð- bólga væri skollin á og ekki væri samstaða um nein úrræði í rík- isstjórninni? spurði ræðumaður ennfremur. Og samt hefði Lúð vík Jósepsson talið að góðæri hefði verið í landinu árin á und- an. Þá benti Matthías Bjarnason á, að Lúðvík Jósepsson hefði taiað um óstjóm á lánamálum útvegs- ins, en svo hafi verið ástatt þeg- ar hann var í ríkísstjórn, að Fisk- veiðasjóður hefði ekki getað veitt nauðsynleg lán til bátakaupa, til dæmis væri sér kunnugt um út- gerðarfélag sem keypt hefði bát frá Austur-Þýzkalandi, sem Lúð- vík hefði útvegað lán til smiði á, en tap á þessu láni vegna gengisbreytingar hafi numið á 9. hundrað þúsund kr. vegna þess að sjóðurinn hefði ekki haft láns fé og nauðsynlegt var að taka erlend lán til kaupanna. Ekki eru tök á að rekja um- ræðurnar frekar, en þess má að lokum geta að aðrir ræðumenn voru Bjöm Guðmundsson, út- gerðarmaður frá Vestmannaeyj- um, dr. Gunnlaugur Þórðarson, Jón Héðinsson skrifstofustjóri, Karvel Ögmundsson, útgerðar- maður í Njarðvík og Magnús Magnússon framkvæmdastjóri frá Eyrarbakka. skjóta ekki fleiri aðvörunarskot. um að honum. Ennfremur að reyna að slæða upp botnvörpu hans, ef hanit k/uni að hafa hoggið hana af sér. Jafnframt var óskað nánari upplýsinga. Seint sama kvöldið barst svo skeyti frá varðskipinu að elt- ingarleik væri lokið utan fisk- veiðitakmarkanna. Nafn togarans væri WILLIAM WILBERFORCE H. 200 og hefði hans fyrst orðið vart um 10 sjómílur innan fisk- veiðitakmarkanna við Ingóifs- höfða kl. 19,29 um kvöldið. Síðan þessi atburður gerðist hefur ekki verið unnt að slæða á staðnum vegna veðurs. Endanleg skýrsla frá varðskip- inu er ókomin ennþá“. berklaveikina fyrir aldamótin og stofnun HeiLsuhælisfélagsins. Meðal áheyrenda voru heilbrigð ismálaráðherra, landlæknir og allmargir aðrir læknar. Fyrirles arinn skýrði frá rannsókn sinni á skýrslum lækna til Heilbrigð isráðsins danska á tímabilinu 1861—75 og komst að þeirri nið urstöðu, að veikin hefði þá ver ið lítt eða ekki útbreidd meðal almennings, en eftir 1890 hefði hún farið stórlega í vöxt. Rakti hann síðan baráttu ýmissa lækna fyrir og um aldamótin gegn út- breiðslu hennar, og skýrði frá því er Oddfellowar undir fcn-ustu Guðmundar Björnssonar land- Iæknis hófust handa um stofnun félags til að koma upp heilsuhæl inu á Vífilstöðum. Fyrirlestur- inn mun einnig verða fluttur í Ríkisútvarpinu, en nokkuð stytt ur, og kemur fyrri hluti hans í kvöld. „VIÐ BÍÐUM nú reiðubúnir tíl að taka á móti síldinni“, sagði Sturlaugur Böðvarsson, útgerðar maður á Akranesi, í viðtali við Mbl. í gærkvöldi. „Síidin kemur óvenju seint, ég held jafnvel að það sé vegna þess hve sjórinn er heitur. Sjómennirnir segja mér, að hann sé 10 stig hér í Flóáraum. Venjulega er hann ekki nema 6—7 stig um þetta Ölclruð kona bráðkvödd HÁÖLDRUÐ kona varð bráð- kvöldd í strætisvagni inni í Lang holti í gærmorgun. Gamla kon- an, sem hét Jóhanna Gísladótt- ir, Hjallavegi 19, ekkja Guð- mundar frá Helgastöðum, var á leið til læknis. Var hún rétt kom in inn í vagninn er hún hné nið- ur og var þá örend. Hún hafði verið veik fyrir hjarta. Leiðrétting ÞAÐ var mishermt í grein á þriðju síðu sl. laugardag, að kaup bakarasveina væri 1274 krónur á viku. Einnig voru þeir Sæmund- ur og Ragnar nefndir bakara- sveinar undir myndum í grein- inni, en þeir eru auðvitað bak- aranemar ennþá. EINUM hinna nýju og stóru togara, Sigurði IS 33, hefur verið lagt og skipshöfnin af- skráð. — — Ár — Sigurður hefur farið tvær veiðiferðir. í fyrra sinnið sigldi hann með aflann á Þýzkalands- markað og voru það 93 tonn. — í gær kom skipið úr annarri veiðiferðinni með 117 tonn af Nýfundnalandsmiðum. Hafði Sig urður tæplega þriggja vikna úti vist í báðum ferðum. — ★ — Ástæðan til þess að togaran- um er nú lagt er aflabrestur- leyti árs. En vegna veðurblíð- unnar í haust er nú hlýrra en endranær“. — o — „Ég geri ráð fyrir að við séum búnir að fá allt að 10 þús. tunn- ur í haust, en að undanfömu hafa bátarnir ekki fengið bein úr s.ió. Flestir eða allir bátamir hér hafa búið sig til síldveiða, ann-i að hvort með hringnót eða rek- net. Þeir hafa farið út daglega, alltaf þegar veður hefur leyft, en ekki orðið síldar varir svo orð sé á gerandi í íangan tíma“. — o — „Fiskifræðingarnir segja okk- ur, að þessi síld, sem er komin að því að hrygna, haldi sig í köld um sjó fram yfir hrygninguna. Við gerum því ráð fyrir henni fljótlega, ef eitthvað kólnar í veðri“, sagði Sturlaugur. Fundur lö^fræð- in^a LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Islands heldur fund í Háskólanum í kvöld kl. 8,30. Þar flytur Vang Rud Nielsen, skriístofustjóri danska húsnæðismálaráðuneytis ins, erindi um danska skipulags- löggjöf. Nielsen er einn hinna fremstu sérfræðinga Dana á þessu sviði og allir þeir, sem á- huga hafa á málinu, eru velkomn ir meðan húsrúm leyfir. inn og verðfallið á lýsi og fiski- mjöli. Samið var um smíði hans þegar hvað bezt aflaðist á Ný- undnalandsmiðum, enda er hann stór og ætlaður til veiða á fjar- lægari miðum. Sáralítil veiði hefur verið þar vestra á þessu ári og verðfall á lýsi og fiski- mjöli bitnar mest á þeim, sem stunda karfaveiðar. Námskeið Heimdaílar NÁMSKEIÐ Heimdallar um er- lend stjórnmál og alþjóðlegar stofnanir heldur áfram í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Þá flytur Birgir Kjaran erindi um ríki komm- únismans. Verð- ur þetta síðasta erindi í fyrra er indaflokki nám- skeiðsins um þró un stjórnmála i einstökum lönd- um og álfum eftir heimsstyrjöld ina síðari. Félagsmenn Heimdall ar, sem ekki hafa tekið þátt i námskeiðinu hingað til eru veL komnir í kvöld. — Thor Thors Frh. af bls. 1 Thor sagði að Kanada, Noreg- ur og Svíþjóð hefðu lagt til að skipuð skyldi nefnd til bráða- birgða í afvopnunarmálinu. Thor taldi slíka nefnd vafasama og líklegt, að hún yrði til tafar í málinu. Hann lagði til að þrem- ur mönnum yrði falið að beita sér fyrir nýjum viðræðum stór- veldanna í tíu manna afvopnun- arnefndinni, sem þau sjálf hefðu skapað, en sem leystist upp í júni í sumar. Þessir þrir menn skyldu vera: Formaður allsherjarafvopn unarnefndarinnar, Nervo, full- trúi Mexico hjá SÞ og varaform. og framsögumaður kosnir frá Af- ríku og Asíu. Þeir skyldu beita sér fyrir nýj- um samningum og sjá um að hjól in tækju að snúast að nýju og algerri afvopnun yrði komið á. Að lokum lýsti Thor stuðn- ingi íslands við allar tillögur um að banna frekari tiiraunir með kjarnorkusprengjur. Flyt ur fsland tillögu þess efnis með Indlandi og fleiri þjóð- um. - Fundur LÍÚ Háskólafyrirlestur Páls Kolka um berklaveiki Sjórinn óvenju heitur í Flóanum; Enn engin síld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.