Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. nóv. 1960 MOROVMílAÐIÐ 3 ÞEGAR Marilyn Monroe og Arthur Miller giftust fyrir 3V2 ári voru þau hamingjusam- asta par í heimi. Þau voru draumahjón mill- jóna manna út um allan heim. Næstum öll blöð heims keppt- ust við að birta myndir af þeim, þar sem þau voru að kela og kyssast. Að visu var Art.hur ellefu árum eldri en Marilyn. En það gerði ekki mikið til, því að þessi langi og stirði menntamaður hafði yngzt um minnsta kosti 20 ár af ástinni. Hann snerist í kringum Mari- lyn, hann var allur eins og á hjólum og hún kallaði hann gælunafninu Poppy. Hann sagði við blaðamennina: „Hún er alveg dásamleg, — hún hef ur gerbreytt öllu lífi mínu“. En Marilyn sagði: „Hann Mesta hamingja heimsins Poppy er alveg brjálaður í mér“. Sjálf var hún ekki síð- ur gagntekin af ást. Hún lagði það meira að segja á sig að fara að kynna sér verk Schill- ers og Shakespeares til þess að geta rætt við eiginmann- inn um háleit menningarv *~í- mæti. En svo trúði hún einum, blaðamanninum fyrir því, að Arthur mætti eiginlega ekki vera að því að ræða við hana um menninguna. Hann væri svo ástfanginn, að hann rugl- aðist í menningunni. • •• Hjúskapur þeirra var í aug um almennings eins og ævin- týri. Hann var snillingurinn, tákn skarpra gáfna. Hún var fegurðardísin, tákn hins kven lega yndisþokka. Menn sögðu að einu náttfötin, sem hún íklæddist væri ilmurinn af steinkvatninu Chanel Five. Með hjónabandi þeirra leit út fyrir að óskir þeirra og vonir um hamingju hefðu loks rætzt. Þau höfðu bæði lifað ó- hamingjusama og kvíðafulla æsku. Þau voru fátæk og höfðu misst af móðurlegri um hyggju. Þrátt fyrir frama sinn og frægð höfðu þau í raun- inni aldrei séð sólskinið í líf- inu. Loksins höfðu þau fundið það og hamingjusólin brauzt fram úr skýjaþykkninu og skein yfir eldheita ást þeirra. barn. Þau sögðu þegar þau giftu sig, að æðsta ósk þeirra væri að eignast barn. Þrisvar hefur Marilyn misst fóstur og það er sagt að blóðtlokkar þeirra passi ekki saman. Vandræðin komu þó fyrst í ljós, þegar þau ætluðu að fara að starfa saman. Arthur Mill- er samdi kvikmyndaleikrit hrundi í rústir En hver hefði trúað því, að ævintýraverurnar yrðu að horfast í augu við veruleik- ann. Fyrir nokkrum dögum var tilkynningin gefin út, þau eru að skilja. Þau hafa varla talazt við svo vikum skiptir. • •• Kannski er undirrótin sú, að þeim tókst ekki að eiga sem kona hans átti að leika aðalhlutverkið í. Leikritið hét „The Misfits“ (Þau sem ekki eiga leið saman) og hann fylgdi henni til bæjarins þar sem kvikmyndatakan átti að fara fram. Það var bærinn Reno í Nevada, sem frægur er fyrir að þangað fer fólk til h j ónaskilnaðar. Miller hafði gert hlutverk Marilyn stórt í leikritinu, en hún heimtaði að það yrði enn stærra. Hún krafðist þess að fá að skyggja á alla aðra leik- endur. Miller neitaði lengi vel og þau rifust. Svo breytti hann leikritinu, eins og hún óskaði. Hann hafði aldrei áð- ur breytt leikriti. En þau lifðu áfram eins og í ísskáp. Þau bjuggu í sama „bungalónum", en töluðust ekki við. I kvikmyndaverinu lék Marilyn ástarhlutv. móti Clark Gable. Það voru hríf- andi ástarsenur. Kanski hafði Miller í huga hina imgu ást þeirra, þegar hann samdi þær. Það varð samt ekki Clark sem gerðist hjónadjöfull. Þó hann leiki enn miðaldra Casanova í kvikmyndum, er hann orð- inn svo gamall, farinn að nálg ast sjötugt, svo að hann er ekki lengur neitt hættulegur. • •• Hins vegar spratt upp orð- rómur um að annar fínn herra væri með í spilinu, franski dægurlagasöngvarinn Yves Montand. Hann hafði áður leikið móti Marilyn í kvik- myndinni „Let’s Make Love“ (Við skulum elskast). Sagt var að hann hefði verið stadd- ur í Reno, ekki af tilviljun. Nú er því neitað að Yves Montand hafi átt nokkurn þátt í því að hjónaband Mari- lyn Monroe og Arthurs Mill- ers leystist upp. Þau neita því Marilyn Monroe og franski leikarinn Yves Montand. þó ekki að þau hafi átt sam- an ástarævintýri í húmi Nev- ada-eyðimerkurinnar. En Yv- es Montand lýsir því yfir, að hann ætli aldrei að yfirgefa eiginkonu sína, Simone Sign- oret. Og Yves dvelst ekki leng ur í Ameriku. Hann er eftir ljúfan leik fioginn austur yfir Atlantshaf og hvílir í örmum eiginkonu sinnar. • •• Marilyn Monroe reyndi að breyta lifnaðarháttum sínum til samræmis við siði Arthurs eiginmanns síns. Hún hefur í tvö ár lesið klassískar bók- menntir og hún hefur í tvö ár reynt að forðast augl.starfsemi og blaðam. sem stöðugt vilja gera sem mest úr hinni hold- legu hlið fegurðardísarinnar. Allan timann hefur Marilyn viljað leggja áherzlu á það, að hún væri orðin gerbreytt manneskja af viðkynningunni við Arthur Miller, að hún væri orðin andleg og upphaf- in yfir hið synduga holdlega líferni. Skilnaður þeirra nú, sýnir e. t. v. að hún hefur loks gef- izt upp á hinu andlega lífi. Það er hún fyrst og fremst sem æskir skilnaðarins. Art- hur hefur þrisvar sinnum komið til hennar síðasta mán- uðinn og reynt að sættast við hana, en allt hefur orðið ár- angurslaust. Varla er nokkur vafi á því, að Marilyn ætlar að giftast aftur. En hún er fiðrildi. Hún flögrar frá einu blómi til ann- ars. Kannski er hún stálfiðr- ildi. Stundum virðist hún vera veik á taugum, full af „komplexum", en stundum virðist hún aftur á móti vilja- sterk og miskunnarlaus. Því halda sumir, að hún hafi haft Arthur Miller að leiksoppi þessi 3Vz ár sem þau hafa verið saman. Svo virðist sem það sé hann, sem er særður hinu dýpra sári. • •• Marilyn verður e. t. v. eftir skamma stund búin að taka saman við einhvern annan. En I skáldið situr einmana í vinnu- stofu sinni, hryggur og von- laus. Það er sagt að slíkir 1 harmar auki andríki skáld- anna. Kannske fáum við að njóta þessa harmleiks elskend anna í næsta leikriti Millers. 1 Þetta hefur orðið honum mik- I il lífsreynsla. Meðan ást hans | var endurgoldin virtist hann yngjast um 20 ár. Nú þegar ást hans liggur í rústum, virð- ^ ist hann sem öldungur. 1 STAK8TEINAR Landhelgisi imræður I upphafi þess þings, sem ná stendur, var Tíminn með nokkra tilburði í þá átt að greina frá umræðum á Alþingi, jafnt því, sem andstæðingar segðu, eins og stuðningsmenn blaðsins. Of mik- ið væri þó að segja, að þingfrétt ir Tímans hefðu verið hlutlausar og skrifaðar sem fréttir, en nokk uð var þó skýrt frá máli and- stæðinganna. Þegar umræðurnar um landhelgismálið hófust og upplýsingar komu fram um hin einstæðu óheillindi Her- manns Jónasonar í málinu, var þó skjótt snúið við blaðinu og síðan hefur eingöngu verið greint frá því, sem stuðningsmenn Tím ans hafa sagt um málið, en var- azt eins og heitan eldinn að láta sjónarmið andstæðinganna koma fram. Þannig birti Tíminn til dæmis s. 1. laugardag nokkuð á aðra síðu um umræðurnar á Alþingi. Þar flutti Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra tvær merkar ræður um málið. Um fyrri ræð- una segir: „Dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tók næstur til máls. Flutti hann sama ósannindavað- alinn og daginn áður og ítrekaði að það væri okkur mikill sigur að semja við Breta“. Og um síðari ræðuna segir blað ið: „Bjarni Benediktsson tók tU máls að nýju. Svaraði hann spurn ingum prófessors Ólafs Jóhannes sonar út í hött. Taldi ekki rétt að blanda afstöðu minni hlut- ans inn í svo mikilvægt mál eins og löggjöf um Iandhelgina“. Þetta geta menn kallað frétta mennsku í lagi, en þögnin talar nú samt sínu máli. Verka öfugt I íslendingi, blaði Sjálfstæðis. manna á Norðurlandi, segir svo: „í lok forystugreinar Dags í fyrradag segir. „ . . . tilgangl stjórnarinnar um betri lífskjör á fslandi er ekki hægt að ná með aðferðum íhaldsins. Þær verka öfugt hér ilveg á sama hátt og i öðrum löndum, þar sem þær hafa löngu verið lagðar til hliðar“. Hvað á blaðið við? Það, að í öðrum löndum sé forðast að skrá gjaldmiðilinn sem næst raunveru legu gengi hans? Það, að þróun in i öðrum löndum færist æ meir í það horf að halda atvinnuveg- unum við 1 íeð síhækkandi styrkj um og uppbótum?“ Von er að Islendingur spyrji. Finnbogi og Hermann Játning Finnboga Rúts Valde- marssonar á Alþingi þess efnis, að hann hefði vitað um samninga tilraunir vinstri stjómarinnar við Atlantshafsbandalagsríkin hafa vakið mikla athygli. Þjóðviljinn heldur því hinsvegar fram, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafi ekkert vitað um þessar samn ingatilraunir. Augljóst er því, að annað hvort fer Þjóðviljinn með vísvitandi ósannindi í þessu efni, eða þá að Finnbogi Rútur Valdemarsson treystir flokki sín um ekki fyrir þeirri vitneskju, sem hann aflar sér. Nú er það á allra vitorði, gð meðan samningatilraunir vinstri stjórnarinnar stóðu yfir, hafði Hermann Jónasson stöðugt sam band við Finnboga Rút Valde- marsson. Efar því enginn að Finn bogi segir rétt frá því, að sér hafi verið kunnugt um gerðir Hermanns. En varla verður það til þess að auka „eininguna“ í kommúnistaflokknum, er það er nú orðið upplýst að Finnbogi hafi lúrt á þeirri vitneskju, sem hann aflaði sér og ekki einu sinni sagt bróður sínur Hannibal frá því, hvað meðráðherrar hans væru að aðhafast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.