Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 5
Þriðiudagur 15. nóv. 1960 MnncT>w**r at>ið Stálvaskur 145 cm Eldhúsborð, 270 cm. Eafha eldavél, nýrri gerð, 3 h. til sölu. Uppl. í síma 34977. MíNNOG = MAŒFNI= Hvað skyldi vera langt síð- an þýzkir og franskir her- menn hafa verið samherjar? Því verða sagnfræðingar að svara, en svo mikið er víst, að þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum í franska landamærabænum Forbach, þegar 2400 þýzkir hermenn héldu inn í Frakkland. Yfir- maður þeirra, Gerhart Schrim er ofursti, er hér að heilsa frönskum herforingjum af hinni mestu vinsemd, eins og myndin ber wieð sér. Þýzku hermennirnir eiga að hljóta þjálfun í Frakklandi skv. sér- stökum samningí, en vegna landþrengsla í V-Þýzkalandi og af ýmsum öðrum ástæðum fékk þýzka stjórnin leyfi til þess hjá hinni frönsku. Forn f jandskapur frönsku og þýzku þjóðarinnar hefur valdið Evrópubúum mikilli ógæfu á liðnum öldum. Það hefur vcr- ið ósk þeirra, sem stuðla vilja að samvinnu Evrópuþjóða, að vinátta mætti takast meðal þessara tveggja höfuðþjóða, og um þessar nnundir virðist það takmark ekki Iangt und- an. Er það ekki hvað sízt að þakka einarðri stefnu ráoa- manna í Frakklandi og Þýzka landi á undanförnum árum. Þjóðverjar hafa með utanríkis stefnu sinni á síðastliðnum ár- um sýnt, að þeir vilja vera þátttakendur í nánu samstarfi Evrópuþjóða. Bandalagsþjóðir þeirra hafa helzt kvartað und an því að Þjóðverjar hafi ekki uppfyllt loforð sin um framlag til landvarna, þar eð þeim hefiur gengið afar illa að fá menn til þess að gegna herþjónustu. Kvað jafn vel svo rammt að þessu um tíma, að vestur-þýzki flugher- inn var að mestu ómannaður, þó víðast hvar sækjast ung- menn einmitt eftir inngöngu í flugherinn. Þessi afstaða ungra manna hefur þó sínar ljósu hliðar, því að hún sýnir að hermennskuandinn, sem löngum hefur þótt viðloðandi hjá Þjóðverjum, er eitthvað farinn að réna. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Alda Þórðar- dóttir, Baldursgötu 12 og Bragi Aðalsteinsson, vélstjóri, Haðar- stíg 18. «itíí!í!!Í!"ífv;*'f?í** — Þú sórst mér að þú skyldir elska mig alla ævi. — Já, hvernig átti ég að vita að þú mundir lifa svona lengi. _0— Eiginmaðurinn: — Undarlegur náungi skrifarinn hjá borgar- stjóranum. Hann langar til að eiga allt, sem hann s'ér. Konan: — Það er ágætt. — Bjóddu honum til kvöldverðar, þá getur hann séð dætur okkar. Guðmundur Jónatansson, sund hallarvörður, Hlíðarvegi 26a, Kópavogi, verður sextugur í dag. Söfnin Ásgrimssafn, Bergstaöastræti 74, er opið alla daga nema miðvikudaga frá kl. 1:30—6 e.h. Sýningarsalur náttúrugripasaínsins er lokaður. Minjasafn Reykja-víkurbæjar, Skúla úni 2. Opið daglega kl. 2—i e.h. nema nánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur siml 12308 Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29 A. tlán: Opið 2—10, nema laugardaga 2—7 og sunnudaga 5—7. Lesstofa: Opin 10—10, nema laugardaga 10—7 og sunnudaga 2—7. ÚtibúiS HólmgarSi 31: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hofsvallagötu 16: Opið alla virka daga 17.30—19.30. Listasafn rikisins er oplð pnðjudaga, íimmtudaga og laugardaga kL l—3. pjoðminjasafnið: — Oplð sunnudaga ki. 1—4, þriðjudaga, fimmtudafia og laugardaga kl. 1—3. Listasafn Einars Jðnssonar er opið fra kI. 1,30—3,30 miðvikudaga og sunnu daga. Ef við smjöðruðum ekki fyrir sjálf- um okkur, sakar smjaður annarra okkur ekki. — Rochefoucauld. Vrv m — Eg fékk ekki eins mikið lán í bankanum og ég hafði reiknað með. Ungur maður sem vinnur vaktavinnu óskar eftir aukavinnu. — Tilb. sendist Mbl. merkt: „Aukavinna — 1365" Píanó (danskt) til sölu vegna flutnings af landi. Bólstaða hlíð 15 Sími 12431. Iðnnemi óskar eftir að komast að hjá meistara í húsasmíði. Tilb. sendist Mbl. fyrir fimmtu dagskv., merkt. „Beglu- samur — 1206" Smurbrauðsdama óskar eftir vinnu 4—6 tíma á dag. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt. „1314 — 1367" Algerlega íbúðarlaus Ung hjón með tvö börn óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð strax. Nánari uppL í síma 32310. Geymslupláss Þurrt og gott, útihús, 180 ferm. til leigu að Bustaða bletti 3. Sími 34746. Saumavél Nýleg Veritas Automatic saumavél í tösku til sölu á Hringbraut 107 2. hæðtil vinstri. Verð kr. 5,800,00. Passap prjónavél til sölu. Automatisk með kambi. Verð kr. 3,500,00. — Uppl. í síma 36387. Ibúð Vil kaupa 3ja—4ra herb. íbúð eða lítið hús. Tilb. leggist inn á afgr. Mbl. fyr ir 19. nóv. merkt: „Hag- stætt — 1205" Volkswagen-leyfi til sölu. Tilb. sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, — merkt. „Volkswagen 1214" Verzlanir Dugleg stúlka (dönsk) — vantar vinnu fyrir jól. — Tilb. sendist Mbl. merkt: „1204" Basar heldur Kvenfélagið Heimaey í Góðtemplarahúáinu á morgun, miðvikudag þann 16. þ.m. kl. 2 e.h. Komið pg gerið góð kaup. NEFNDEV Manntöfl MYND þessi er úr barnakvik mynd Óskars Gíslasonar „Síð asti bærinn í dalmum" og birt ist hér í blaðinu á sunnudag- inn. í textanum sem fylgdi henni kom fyrir mjög leiðin- Ieg villa þ. e. a. s„ sagt var að Kjartan Ólafsson hefði gert myndina, en það er Óskar Gíslason eins og hér kemur fram. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á mistökunum. „Síðasti bærinn í dalnum", var sýnd fyrir fullu húsi á sunnudaginn og mun eflaust verða sýnd oftar. 2 gerðir nýkomnar. — Heildsölubirgðir DAVÍÐ S. JÓNSSON & Co. h.f. Jolapappir fyrirliggjandi. — Heildsölubirgðir DAVÍÐ S. JÓNSSON & Co. h.f. •**********••****••*****¦**¦¦***¦*******•******** ' ¦-—¦— n. I...IH..........¦..... iniM ,i. .1, ¦..„¦¦¦ — Húsgagnabólstrnriir oskast sem fyrst Öndvegi hf. Laugavegi 133 Happdrætti Krabbameinsfélags Reykjavíkur er hafið Ef heppnin er með, getið þér eignast Volkswagen- bifreið fynr aðeins 25 krónur, 6 aðrir góðir vinning- ar, meðal annars kæliskápur. — Þeir, sem hafa hug á að taka miða í umboðssölu, geri svo vel og snúi sér til skriístofu félagsins í Blóðbankanum við Bar- ónsstíg, simi 1-69-47. Leggjumst öll á eitt að vinna bug á skæðasta sjúk- dómnum. — Sölubörn- Þið getið lika hjálpað til með því að selja happdrættismiða félagsins. Góð söluiaun. Krabbameinsfélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.