Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 6
6 MORGWnTJnifí Þriðjudagur 15. nóv. 1960 Vextir geta bráðlega lœkkað ef jafnvœgi helzt í efnahagsmálum Jónas Haralz svarar fyrirspurnum um efna- hagsmáSin á fundi L.Í.Ú. Á FUNDI Landssambands ísl. útvegsmanna, sem hélt áfram í gær, svaraði Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri, fjöl- mörgum fyrirspurnum fund- armanna varðandi efnahags- málin, einkum að því er snertir sjávarútveg og við- skipti. Svaraði ráðuneytis- stjórinn þessum fyrirspurn- um í ræðuformi og kom þar margt athyglisvert fram, sem snertir ekki aðeins hagsmuni útvegsins, heldur og aðra þætti efnahagsmálanna. T. d. kvað ráðuneytisstjórinn þess trúlega skammt að bíða að almennir útlánsvextir bank- anna lækkuðu. Það væri þó komið undir því, að verðlag og kaupgjald í landinu héld- ist stöðugt. Jónas Haralz flutti rúmlega klukkustundar ræðu út frá þeim fyrirspurnum, sem fyrir hann voni lagðar, og verður hér á eftir stiklað á stóru í ræðu hans: Fyrsta spurningin, sem Jónas Haralz svaraði, fjallaði um skuldaaukninguna erlendis. — Hvort hún vegna efnahagsráð- stafananna myndi hafa aukizt stórkostlega. Ráðuneytisstjórinn taldi, að meðal almennings gætti mikils misskilnings í þessu máli. Hjá Alþjóðagjaideyrissjóðnum og Evrópusjóðnum hefðu verið teknar alls um 20 millj. dollara yfirdráttarlán og af þeim hefðu verið notaðir um 12 milljón doll arar. Hann kvað þetta fé hafa farið til greiðslu á lausaskuld- um bankanna erlendis, en ekki einn einasti eyrir til greiðslu á innflutningi vara á þessu ári. Lán sem þessi eru veitt lönd- um, þar sem ástandið er líkt því sem hér er nú, til að kom- ast yfir tímabundna erfiðleika, og eru þau til þriggja til fimm ára. Ef við hefðum ekki fengið þessi lán, myndi hér vera skort- ur á gjaldeyri, jafnvel til nauð- synlegustu hluta, og hafa þau því haft mikla þýðingu til að tryggja rekstur atvinnulífsins. Næst ræddi ræðumaður um aukinn útgerðarkostnað, einkum með tilliti til þeirra vandamála, sem nýju togararnir eiga við að etja. Hann kvað hér um að ræða alveg sérstakt vandamál. Þessum stóru togurum hefði verið ætlað að stunda veiðar á fjarlægum miðum og vinna afl- ann hér á landi. Nú hafa þessar veiðar brugðizt og er því ekki að undra, þótt rekstur togar- anna gangi erfiðlega. Skiptir í því sambandi ekki máli, hvort gengið hefði verið ákveðið lit- ið eitt hærra eða lægra en gert var. Hliðstæð dæmi þessu eru stöðugt að gerast í öðrum lönd- um, en fyrir okkur eru svona áföll eðlilega miklu þyngri, sagði ráðuneytisstjórinn. Næst ræddi ræðumaður um spurningu, er varðaði frjálsan innflutning á vörum frá löndum Vestur-Evrópu, með tilliti til þeirra hafta og tolla, sem eru á útflutningi íslendinga til þess- ara landa. Ráðuneytisstjórinn kvað yfirleitt ekki um að ræða innflutningshöft á öðrum fiski en ísvörðum og kvað tolla yfir- leitt ekki háa. Við takmörkuð- um hins vegar sjálfir einnig landanir erlendrá fiskiskipa hér á landi. Hann ræddi í þessu sambandi um styrki, sem út- gerðarmenn erlendis fengju frá ríkisstjómum sínum. Kvað hann þá aðeins ná til veiða, sem stundaðar væru á heimamiðum viðkomandi landa, vegna þess að þau mið væru uppurin. Þessi styrkjastefna stafaði af því, að sjávarútvegurinn í þessum lönd um væri ekki samkeppnisfær við aðrar greinar um fjármagn og vinnuafl, en af pólitískum og félagslegum ástæðum væri ekki talið fært að láta hann verða undir í samkeppninni. Ræðu- maður kvaðst telja markaðshorf ur í Vestur-Evrópu góðar, og sennilegt að íslendingar gætu lagað sig að þeim aðstæðum, sem nýju markaðsbandalögin sköpuðu, með samkomulagi við þau eða gegnum alþjóða tolla- bandalagið. í beinu framhaldi af þessu fjallaði ræðumaður um ínn- flutninginn frá jafnkeypislöndun um .einkurn Austur-Evrópulönd- unum. Sagði hann, að þegar frí- listinn var saminn, hefði verið stefnt að því að halda þeim vörum á leyfum, sem hagstæð- ast hefði reynzt að fá frá jafn- keypislöndunum, þannig að sá innflutningur gæti haldið áfram frá þeim. Þrátt fyrir þetta hefðu verið settar á frílistann nokkr- ar vörutegundir, sem áður voru fluttar inn frá jafnkeypislönd- unum, en þetta hefðu fyrst og fremst verið vörur, sem reynzt hefðu illa hér. Hins vegar hefði einnig gætt mikilla og vaxandi örðugleika á afgreiðsiu bygging- arefnis frá þessum löndum, emk um Póllandi og Tékkóslóvakíu. Þessar þjóðir væru síður af- lögufærar en áður, vegna auk- inna bygginga heima fyrir og jafnvel tregðu til að selja vör- ur í vöruskiptum, sem þær gætu selt fyrir harðari gjaldeyri. — Minnkaður innflutningur frá þessum löndum hefði að sjálf- sögðu leitt af sér nokkra minnk- un á kaupum þeirra hér, en þetta hefði ekki leitt til erfið- leika fyrir útflutningsatvinnu- vegina, enda væri útflutningur Jónas Haralz til Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna nú vaxandi. Skipt er við Rússa á heims- markaðsverði en sama gildir ekki um hin löndin þar eystra. Þau hafa oft greitt hærra verð fyrir útflutninginn, en jafnframt tekið hærra verð fyrir sínar Vörur. Við megum ekki ímynda okkur að við séum svo slyngir kaup- sýslumenn, að við högnumst á slíkum viðskiptum. Stefna ber að því, að ávallt sé miðað við heims markaðsverð, bæði á útflutningi og innflutningi. Þá minntist ræðumaður á verndartolla og tollamál og taldi, að í þeim efnum þyrfti að verða alger stefnubreyting frá því sem verið hefur. Gat hann þess, að hafin væri endurskoðun toll- skrárinnar í heild. Væri það mik ið verk og seinunnið. Aftur á móti er nú til athugunar lækkun tolla á nokkrum vöruflokkum, er hæsta tolla bera. Um verðfallið á mjöli og lýsi, kvaðst ræðumaður hafa það að segja, að enginn hefði séð fyrir að verðfallið yrði eins mikið og raun ber vitni. Undir áramótin síðustu, er efnahagsráðstafanirnar voru í undirbúningi, hcfðu útfiytj- endur ekki viljað selja á 17 shillinga verði, en síðan hefði verðið fallið ofan í 11 shill- inga, protein — einingin i tonnl. Vaxtamálin. Næst ræddi Jónas Haralz vaxtamálin ítarlega. Kvað ræðumaður það vera stað- reynd að undanfarin 15 ár hefðu verðhækkanir orðið um 10% á ári að meðaitali. Á sama tíma hefðu þeir, sem áttu sparifé í bönkum lands- ins, fengið 4—5% í vexti, eða með öðrum orðum beinlínis tapað 5% á ári. Öll þjónusta lánastofnana við útgerðar- menn byggðist á því, að þær geti fengið fé frá sparifjáreig endum, sem því aðeins fæst, að fyrir það sé greidd rífleg þóknun. Að öðrum kosti eru menn ekki, þegar til Iengdar lætur, fúsir til að spara eða afhenda sparifé sitt bönkun- um. Af þessum sökum er það beinlinis hagsmunamál fyrir- útgerðina og aðrar atvinnu- greinar, sem á f jármagni þurfa að halda, að vextir séu ríflegir. — Hann kvað mikið atriði að skapa trú á verð- gildi peninganna. Ræðumaður kvað það ljóst, að núverandl vextir væru of háir til að standa til langframa, enda hefði það aldrei verið ætlunin. Ætlunin væri að sjálfsögðu að lækka vextina undir eins og efnahagsástandið gerði það mögulegt. Þetta yrði að sjálf- sögðu því aðeins mögulegt, að jafnvægi héldist í verðlagi og kaupgjaldi, því að ef verð- bólga gýs upp á ný, þarf að nota vextina sem vopn til að halda henni í skefjum. Og Jónas Haralz hélt áfram: Till. eru uppi um það, að lækka vexti á lánum út á útflutnings- afurðir. Taldi rseðumaður að erf- itt mundi að takmarka slíka sér- vexti á útflutningsafurðimar ein ar. í kjölfar þeirra vaxta myndu sigla sams konar vextir til land búnaðar, iðnaðar og annarra at- vinnugreina. Þetta sýnir þróun s.L 15 ára Ijóslega. Miklu eðli- legra er, að útgerðin njóti góðs af lægri vöxtum á þeim lánum, sem breytanleg verða í fjárfestingar- lán til lengri tíma. Undir lok hinnar ítarlegu ræðu sinnar ræddi Jónas Haralz —• einnig vegna fyrirspurnar — um lántökur einstaklinga erlendis. Hann kvað menn líta á þessi mál óraunhæfum augum. Erlend lán væru ekki auðfengin og þau bæri ekki að taka að því er sjávarút- veginn snertir, nema til skipa- smíða eða vélakaupa. Að lokum svaraði ráðuneytis- stjórinn fyrirspurnum um það hvort æskilegt væri að draga úr sjávarútveginum og auka í stað þess aðrar atvinnugreinar, eða taka upp nýjar. Kvaðst ræðumað ur telja, að á því sviði þyrfti að horfa langt fram í tímann, svo að hægt væri að mæta ört vax- andi fólksfjölgun. Þó menn gerðu sér vonir um stóriðju, sem byggð ist á vatns- eða gufuorku, eða vöxt annarra iðngreina, þá myndi sjávarútvegurinn væntan- lega verða forystuatvinnugrein íslendinga a. m. k. næstu einnt til tvo áratugina, enda væri það æskilegt að svo yrði. * Slysahætta + á gangstétt Sumir eiga það til að ganga annars hugar um götur höfuð borgarinnar. Stundum mætir maður mönnum, sem eru úti á þekju og sjá engan, sem þeir mæta, aðrir ganga um með blað í hönd og lesa það á leiðinni. Þetta er mesti ó- siður og getur einnig verið stórhættulegt, því gangstéttir borgarinnar eru þannig sum- ar hverjar, að beina verður athyglinni að þeim óskiptri, ef ekki eiga að hljótast stór- siys af. Velvakandi fékk þetta á- þreifanlega staðfest er haun gfekk annars hugar fyrir utan bifreiðastöðina Hreyfil við Kallkofnsveg um daginn og gekk beint á hálfs metra háa steinsúlu, sem trónar þar upp úr hellunum. Það á ekki af okkur að ganga kollegunum, hugsaði Velvakandi um leið og hann strauk helauman mjóalegginn, sem þó reyndist óbrotinn, því þetta var svo skömmu síðar en Hannes á horninu féll í Bankastræti, sem alþjóð er kunnugt. Þessi slys okkar kolleganna stafa sennilega af því að okkur hættir meira til þess en óðr- um mönnum að hugsa á gót- um úti, þar sem við berum velferð þess fólks, sem á göt- unni gengur svo mjög fyrir brjósti. En nú höfum við feng ið aðvörun og nú vildi ég beina því til annarra,^ að sjá fótum sínum forráð á gang- stéttum bæjarins. Að lokum vilji ég leggja til, að stein- súlan utan dyranna hjá Hreyfli verði fjarlægð hið bráðasta. * Eiga bara einn hníf Kona skrifar: — Velvak- andi! Ég var stödd inni í bak- aríi um daginn og mig langar til að koma á framfæri því sem ég þar varð áhorfandi að. Rétt á undan mér í röðinni var ung kona, kurteis og stilli leg. Hún bað m. a. um hálft franskbrauð. Afgreiðslustúlx. an tók fram franskbrauð og lagði á skurðarbrettið, seiid- ist því næst í hníf, sem terta hafði verið skorin með og var útataður í rjóma, og helming- aði franskbrauðið með hon- um. Bjó hún sig þvínæst til að pakka inn öðrum írarisk- brauðshelmingnum með álit- legum rjóma- og tertuflykkj- um. — Konan talaði nú til afgreiðslustúlkunnar og spurði hana hvort hún ætlaði að selja sér franskbrauðið svona útatað, eða hvort hún hefði ekki getað skorið það með öðrum hníf en tertu- hnífnum. „Ég skal hreinsa af brauðendanum", svaraði stúlk an, sem hún og gerði, “en við eigum bara eúnn hnif“, bætti • Kalla ekki upp biðstöðvar Kópavogsbúi hefur komið að máli við Velvakanda og beð ið um að koma þeirri kvörtun á framfæri, að strætisvagna- bílstjórar, sem aka í Kopa- vog, kalli sjaldan upp nafnið á þeim biðstöðvum, sem þeir stanza við. Þetta er mjög bagalegt, sagði Kópavogsbú- inn og nú vildi ég biðja þig að koma því á framfæn við rétta aðila, að úr þessu verði bætt og biðstöðvar framvegia kallaðar upp í strætisvögn- um, sem aka til Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.