Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLÁÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1960 Gat Hermann boöiö samninga án samþykkis Lúðvíks? Larfedhelí|ísfrumvarpið til 2. umr. ■— ÞAÐ sem þessar umræð- ur hafa sannað, er að margt af því sem bæði Framsókn- armenn og Alþýðubandalags- ttienn hafa sagt þjóðinni um afstöðu sína hvors um sig og innbyrðis 1958 er algerlega rangt, að á milli þeirra hef- ur verið miklu meira makk um málið heldur en í veðri hefur verið látið vaka. En það er ein spurning, sem menn hljóta að varpa fram enn á ný af gefnu tilefni: Hvernig getur forsætisráð- herra í ríkisstjórn, eins og Hermann Jónasson gerði bæði í maí 1958 og ítrekaði í ágúst 1958, boðið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vissa samn inga án þess að hafa til þess samþykki þess ráðherra, sem úrslitaráð hafði yfir málinu innan hans ríkisstjórnar? Yfirlýsingar Ólafs og Finnboga Á þessa leið m.a. komst Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, að orði í efri deild í gær við lok 1. umræðu um frumvarpið um Iögfestingu fiskveiðilögsögureglu gerðarinnar. f gær töluðu einnig Ólafur Jóhannesson og Finnbogi Rútur Valdimarsson. Ólafur Jó- hannesson lýsti því yfir í sinni ræðu, að hann teldi það eftir atvikum rétt af ríkisstjórninni að hafa tekið upp viðræður við Breta um landhelgismálið. Finn- bogi Rútiur Valdimarsson gaf þá athyglisverðu yfirlýsingu, að Al- þýðubandalagið væri ekki skipu- lagður stjórnmálaflokkur heldur samtök manna með mjög mis- munandi pólitískar skoðanir að meginstefnu. Að umræðu lokinni var frum- varpinu vísað til 2. umr. og sjáv- arútvegsmálanefndar með sam- hljóða atkvæðum. ^ Rétt að ræða við Breta Ólafur Jóhannesson hóf mál sitt með því að þakka dómsmála- ráðherra svör við spurningum, sem hann hafði beint til hans í fyrri ræðu. Hann kvað það rétt vera, að í þessu frumvarpi fælist ekki traust á ríkisstjórnina og mætti segja, að í því fælist ó- beint vantraust. Ólafur Jóhannesson kvaðst vilja taka það fram, að hann á- mælti ríkisstjórninni ekki fyrir að hafa tekið upp viðræður við Breta um landhelgismálið. Eftir atvikum hefði verið rétt að ræða málið við þá og kvaðst hann eng an vegin vilja gera lítið úr þeirri hættu, sem landhelgisdeilunni væri samfara né nauðsyn þess að eyða henni. Hitt væri annað mál, að ríkisstjórnin hefði, um leið og hún féllst á viðræður við Breta, átt að taka það skýrt fram að ekki kæmi til mála nein inn- færsla á fiskveiðilandhelginni og hefði ríkisstjómin þar átt að vitna til ályktunar Alþingis frá því í maí 1959. Þá vék ræðumaður í allöngu máli að lagalegri hlið málsins og taldi að rétt væri að lögfesta reglugerðina um fiskveiðiland- helgina og samþykkja frumvarp- ið, eins og það lægi fyrir. Að lokum fór ræðumaður mörgum orðum um það, hversu umræður þessar hefðu verið gagnlegar, enda væri það mjög mikilsvert að fram kæmi hversu íslenzka stjórnin hefði réttilega viljað teygja sig langt til sátta sumarið 1958. Sundurlaus flokkur Finnbogi Rútur Valdimarsson kvaddi sér hljóðs til að bera af sér sakir. Sagði hann dómsmála- ráðherra hafa borið sig þeim sök- um, að hann væri flugumaður Framsóknarmanna. Það væri út af fyrir sig ekki svívirðilegt að vera Framsóknarmaður en hitt væri svívirðilegt, að sínu áliti, að telja sig í einum flokki og starfa fyrir annan. Sagði Finnbogi Rút- ur ,að það væri engan veginn víst hvort hann ætti heima í nokkrum þeirra flokka sem sætu á Alþingi og sagði í því sam- bandi að Alþýðubandalagið væri ekki skipulagður stjórnmála- flokkur heldur samtök manna, sem hefðu mjög mismunandi skoðanir að meginstefnu til. Þá minntist Finnbogi Rútur á skeytin margumræddu og lýsti því yfir að hann hefði ekki séð eitt einasta þeirra. Finnbogi órór Bjarni Benediktsson svaraði fyrst athugasemd Finnboga R. Valdimarssonar. Var Finnbogi mjög órór undir þeim hluta ræðu Bjarna, óð um fundarsal- inn, stundum upp að hljóðnem- anum við ræðustólinn og kallaði stöðugt fram í. Varð forseti hvað eftir annað að áminna hann. Bjarni vitnaði til ummæla Finnboga sjálfs sem sýndu, að hann hefði verið sérstakur trún- aðarmaður Hermanns Jónassonar í málinu. Orð hans sl. föstudag hefði ekki verið hægt að skilja á annan veg en þann, að hann hefði bæði vitað um og verið samþykkur hinu margumrædda skeyti, sem sent var í nafni rík- isstjórnarinnar allrar í maí 1958. Nú vildi Finnbogi hins vegar með innskotum í ræðu Bjarna gefa til kynna meiri vitneskju ráðherra Alþýðubandalagsins um þessa skeytasendingu en áður hefði verið játað af Alþýðubanda lagsmönnum. Og enn sl. laugar- dag hefði Þjóðviljinn haldið því fram, að skeytið hefði verið sent án samráðs við ráðherra Alþýðu- bandalagsins. Að lokum sagði Bjarni: Botnlaus óheilindi V - st j órnarinnar Það, sem þessar umr. hafa sannað er að margt af því, sem bæði hv. Framsóknarmenn og Alþb.menn hafa sagt þjóðinni um afstöðu sína hvors um sig og inn- byrðis 1958 er algerlega rangt, að á milli þeirra hefur verið miklu meira makk um málið held ur en í veðri hefur verið látið vaka. En það er ein spurning, sem menn hljóta að varpa fram enn á ný af gefnu tilefni. Hvernig getur forsrh. í ríkis- stj. eins og Hermann “Jónasson gerði bæði í maí 1958 og ítrekaði í ágúst 1958 boðið fyrir hönd ríkisstj. vissa samninga án þess að hafa til þess samþ þess ráðh., sem úrslitaráð hafði yfir málinu innan hans ríkisstjórnar. Hið umrædda skeyti frá því í maí er sent í nafni allrar ríkis- stj. Það er að vísu ekki jafnber- um orðum tekið fram um skeytið frá því í ágúst 1958, en það segir sig sjálft, að það hlaut að vera sent af hálfu ríkisstj. í heild. A. m. k. var það gersamlega gagnslaust, ef sendendur þess höfðu ekki fulla vissu um það, að þeir gætu staðið við það til- boð, sem í skeytunum var gert. Við það tilboð gátu þeir ekki staðið að ríkisslj. óbreyl!.ri nema hafa til þess samþykki þáv. hæstv. sjútvrh. ( Lúðvíks Jósefs), að hann mundi fyrst gefa reglu- gerðina út í samræmi við tilboð- ið og síðan breyta henni í sam- ræmi við endurnýjun þess. Hér er því annað tveggja: Með tilhlutan hæstv. forsrh. (Hermann J.) er nokkur hluti ríkisstj. hans algerlega virtur að engu. Einmitt sá maðurinn, sem hafði úrslitaráð um þetta mál inn an ríkisstj. hæstv. þáv. sjútvrh. (Lúðvík Jós.) sá maðurinn, sem hafði í valdi sínu hvaða ákvarð anir voru gerðar. Eða hitt að það, sem Alþýðu- bandalagsmenn hafa haldið fram, fær ekki staðizt, að ráðherrar þeirra hafi verið jafnandvígir þeim tilboðum, sem gerð voru. Hinar einkennilegu skýrslur hv. 5. þm. Reykn., (Finnboga R. Vald.) þar sem hann að vísu slær nokkuð úr og í, en sýna þó, að þeir félagar vissu miklu meira um málið heldur en þeir hingað til hafa gefið til kynna, hljóta að vekja grunsemdir um það, að þátttaka þeirra í öllu málinu hef ur verið mun meiri heldur en þeir vilja láta almenning ætla. Get ég að svo stöddu látið útrætt um þá hlið málsins. Ótvíræður réttargrundvöllur En ég hefði kvatt mér hljóðs út úr því, sem hv. þm. Norðl. v., sá er hér talaði Ólafur Jó- hannesson sagði. Hann hélt því fram og vítti ríkisstj. núv. í raun og veru fyrir það eitt, að hún hefði ekki vitnað í ályktun Al- þingis frá 5. maí 1959, þegar hún tók upp viðræðurnar við Breta. Að gefnu þessu tilefni þá þykir mér ástæða til að lesa hér upp þá fréttatilkynningu, sem utan- rrn. gaf út um leið og skýrt var frá viðræðunum. Þar segir: „Ríkisstjórn Bretlands hefur farið þess á leit við ríkisstj. ís- lands, að teknar verði upp við- ræður þeirra í milli um deiiu þá, sem er um aðstöðu brezkra fiski skipa á íslandsmiðum. Þar sem íslenzku ríkisstj. virðist einsætt, að kanna beri til hlítar öll úr- ræði, sem koma mættu í veg fyr- ir áframhaldandi árekstra á ís- landsmiðum, auk þess sem vinna þurfi að framgangi ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, hefur hún tjáð sig reiðubúna til slíkra viðræðna, jafnframt því sem hún hefur ítrekað við brezku stjórn- ina, að hún telur ísland eiga ótví- ræðan rétt að alþjóðalögum til þeirra fiskveiðilögsögu, sem ákveðin hefur verið“. Þarna er réttarskoðun rikis- stj. sett ótvírætt fram og bein- línis vitnað til ályktunarinnar frá 5. maí 1959. Enda hefur rík- isstj. aldrei komið annað til hug ar heldur en að haga meðferð sinni á málinu á þann veg, að það samrýmdist fyllilega þeirri ályktun. Viðleitnin er einmitt sú að fá viðurkennda þá fiskveiði- lögsögu, sem þar er lýst yfir stuðningi Alþingis við. Charles Lindbergh fylglst með töku myndarinnar. Lindbergh í Austurbæjarbíói í KVÖLD hefur Austurbæjarbíó sýningu á kvikmyndinni um flug afrek Lindberghs, er hann flaug fyrstur manna yfir Atlantshaf. — Það er James Stewart, sem fer með hlutverk Lindberghs, en sjálfur hefur flugkappinn verið ráðgefandi við kvikmyndatök- una. Myndin er byggð á bókinni „The Spirit of St. Louis", sem Lindbergh skrifaðt um flugið, en þetta var einmitt nafnið, sem hann gaf flugvél sinni. Það var hinn 20. maí 1927, að Lindbergh lagði upp í þessa flug ferð, sem jafnan mun verða tal— ið eitt mesta afrek flugsögunnar. Hann var 33 klst. og 33 mín. á leiðinni til Parísar. í lok kvik- myndarinnar er sýnt stutt mynd, sem tekin var, Þegar Lindbergh kom aftur til New York og var fagnað sem þjóðhetju. Austurbæjarbíó hefur boðið mörg hundruð manns á frumsýn inguna. Eru það ýmsir forráða- menn flugmálanna svo og starfs menn flugfélaganna, karlar og konur. Alþingi Vandamálin verði leyst til frambúðar — Rætt um ræktunarsjóð og byggingarsjóð sveitabæja FRUMVARP til laga um að ríkissjóður taki á sig greiðslu á erlendum lánum, sem hvíla á Ræktunarsjóði íslands og Byggingasjóði sveitabæja var enn til umræðu á fundi Efri deildar í gær. Ásgeir Bjarnason tók þá fyrst ur til máls og deildi fast á Gylfa Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra fyrir afstöðu hans til málsins, sem ekki bæri vott um mikinn skilning. Vék hann síðan að ráðherranum persónulega og sakaði hann m. a. um ásælni í embætti og bitlinga. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, bað næst um orð- ið og sagði m. a., að ekki örlaði hjá flutningsmönnum frum- varpsins á neinni viðleitni til að leysa vandamál sjóðanna til frambúðar. Það væri auðvelt verk að fleygja inn á þing slíku frumvarpi sem þessu, er ein- ungis væri sett fram í áróðurs- skyni. Máske væri það mann- legt að haga sér svo — en stór- mannlegt væri það ekki. Þá vék GÞG að ásökunum ABJ í sinn garð, sem hann vísaði á bug og taldi mjög til minnkunar þeim, er haft hefði þær í frammi. Næsti ræðumaður var Bjart- mar Guðmundsson á Sandi. —. Lagði hann ríka áherzlu á, að ráðið yrði fram úr þeim vanda- málum, sem þessir sjóðir ættu við að etja. Illa væri fyrir þeim komið. Ekki kvaðst hann þó skyldu sakfella þó, sem farið hefðu með stjórn þeirra á und- anförnum árum, bankaráð Bún- aðarbankans og fyrrverandi ráð herra. Hér hefði farið eins og jafnan, þegar allt væri látið danka. Og mætti finna mörg fleiri dæmi slíks, ekki hvað sízt Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.