Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. nóv. 1960 MORcrivnT a n i ð 13 Skrafað Súgandafjörður . . . ? „Er hann ekki einhvers staðar á Austfjörðum?" Spyrjandinn var nemandi í fjórða bekk menntaskóla og óvitlaus tal- inn. Ég útskýrði fyrir honum af stakri þolinmæði, að Súganda- fjörður væri einn Vestfjarð- anna. Lega hans nánar til tek in milli ísafjarðardjúps og Ön undarfjarðar. Staður sæ- brattra fjalla og lítils undir- lendis, víðáttumikils kjarr- gróðurs og all ríflegrar nátt úrufegurðar, ef menn væru á annað borð í leit að sérstæð um blettum til náttúruskoð- unar. Þessar staðreyndir tel ég fullgildar enn. Auk þess ger- ast þar ýmsir forvitnilegir hlutir, sem lítt er á lofti hald ið. Á Suðureyri í Súgandafirði mun einna blómlegust útgerð á Vestfjörðum og atvinnu og framkvæmdalíf á landinu stórt í sniðum. (Miðað við fólksfjölda, eins og margt ann að í þessu landi fámennis og stórhugar), Þegar kom fram á liðið sum ar, varð það æ oftar, að bif- reiðar þær, sem utan af lands byggðinni komu, stönzuðu innan við þorpið, og farþegar horfðu stórum augum á veg- hlið stórhýsis nokkurs, þar sem veggskreyting mikil varð áleitnari með degi hverjum. Ef spurt var, kom í ljós, að hér var um barnaskóla þorps ins að ræða. Og sá er ábyrgð bar á öllu krumspranginu var skólastjórinn, Jón Kristins'- son. Dag einn haustlitan hitti ég Jón undir skólaveggnum og kvaðst vilja hafa tal af hon- um: „Nú, það er þá eins gott, að láta ekki Þingeyginginn koma upp í sér“, sagði hanni. „Þú ert þá fæddur í Þing- eyjarsýslu?“ „Já, nánar til tekið á Húsa vík, 17. maí, 1925“. „Foreldrar?“ „Hjónin. Guðrún Bjarnadótt ir og Kristinn Sigurpálsson“. „Ertu uppalinn á Húsavík?“ „Nei, foreldrar mínir flutt- ust til Akureyrar, og þar dvaldi ég frá bernsku og allt fram um 1944“. „Byrjaðir þú snemma að teikna?“ „Ég var vist oftast með blý antinn í höndunum. frá því að ég gat valdið honum“. „Hvað kom þér til að fara út í kennslu?“ „Ja, það var nú mest af til viljun. Ég sótti af rælni um forfallakennslu í Rauðasands undir skólavegg hreppi á Barðaströnd, fékk starfið og féll vel. Svo hélt ég áfram og flæktist landshorn- anna á milli, var í Borgar- firði, á Snæfellsnesi, í Rangár vallasýslu og loks austur í Mýrdal í sex vetur“. „9g síðan?“ „Ég fór í Kennaraskólann og fékk að ljúka þar námi á einum vetri. Það var árið 1956“. „Eftir það koms+u hingað?“ „Já“. „Hvernig hefur gengið að fá kennara hingað, frá því að þú komst?“ „Ég hef aldrei haft með mér fulla tölu kennara með rétt- indum“. „Hvaða ástæður heldur þú, að valdi slíku?“ „Fyrst og fremst léleg launa kjör. Svo eru og víða mjög slæmar aðstæður til kennslu. Þegar ég var í Skorradalnum við kennslu, kenndi ég á sex bæjum um veturinn, mánuð á hverjum stað“. „Hvernig líkar þér við nýja skólann?“ „Ágætlega, hann er vísu ekki fullbúin, en þetta er þó reginmunur frá gamla skól- anum, þar sem maður þurfti fram á gang til bess að geta snúið sér við“. Jón kímir, og talið berst að myndinni á skólaveggnum. „Hver átti hugmyndina að þessari veggskreytingu? “ „Oddvitinn, Hermann Guð- muydsson, kom að málr við mig og stakk upp á því, að við notuðum kortið úr íslands blaði Politiken sem fyrirmynd að veggskreytingu“. „Þessi veggur var víst ýms um til rsteytingar “ „Já, meðal annars gerðist það í sumar, að maður nokk- ur, sem var hér á ferð ásamt öðrum, gleðimaður að sögn, sagði við félaga sinn úr Súg- andafirði, þegar hann sá vegg inn. Þið eigið myndarlegt tukt hús hérna“. „Þú tókst svo að þér að lífga upp á „tugthúsið“?“ „Já, og hafði í verki með mér gamlan nemanda minn, Ómar Þórðarson". „Ekki vænti ég, að þér hafi ægt verkefnið?“ „Ég hélt nú um tíma, að mér tækist ekki að klessa landsfjórðungunum saman. En allt fór þó vel á endanum". Einn ágætur maður hafði á- hyggjur af því, að Gullfoss (fossinn) myndi hrynja niður yfir Vantajökul og Gullfoss (skipið) ætlaði sýnilega fjalla baksleið til Reykjavíkur. Það lagaðist líka“. „Enfxmyndimar í og um- hverfis kortið teknar eftir Politiken?" „Já, að miklu leiti. Ég leyfði mér þó að minnka skipastól- inn og gerði ýmsar smábreyt ingar á honum og öðrum myndum". „Það sagði mér einhver, að báturinn, sem á að vera á leið inn á Súgandafjörð hjá þér, virðist ætla að villast og hafna á Önundarfirði“. „Ja, ég hefi nú reyndar ekki skipstjórapróf — en núm erið á bátnum er á einni afla sælli happafleytu hér, og ætli bátskömmin inn á Önundar- fjörð verður skipstjórinn, Eg ill kristjánsson, að bera á- byrgð á því“ „Þú hefur málað ýmislegl fleira en þetta um ævina?“ „Nokkur olíumálverk hef ég gert. Það er bara allt svo dýrt, sem til þeirra þarf“. Ég minnist þess, að á veggj um skólastjóraíbúðarinnar hanga nokkur málverk Jóns, og mikinn fjölda andlits- mynda hefur hann málað af snilld. En um það þegjum við báð- ir. Hann af hæversku, ég af því, að blaðamenn eru aldrei , frekir. „Það hafa víst ýmsir verið fúsir til að gefa þér góð ráð meðan á verkinu við skóla- vegginn stóð?“ „O, jú, jú. í rigningunum um daginn, þegar ekki var hægt að vinna við kortið, kom maður til mín og spurði, hvers vegna ég héldi ekki áfram við það. Ég sagði sem var. Þá sagði hann grafalvarlegur: Þú hlýtur þó að geta unnið við Austfirðina, þar er engin rigning". „Manstu ekki fleiri snjall- yrði frá þessum dögum?“ „Jú, reyndar. Þegar einn hafði litið mynd Alþingishúss ins á veggnum, sagði hann: Þarna er þjóðleikhúsið okkar“. Högni Egilsson. YFIRBYGGINGIN á þess- Frystih úsin á ísa- iirÖi skortir vinnuafí um bíl er gerð hjá Kaupfe- laginu á Hellu og er það fyrsti bíllinn, sem þar hef- ur verið byggt yfir. Bíllinn er eign Kaupfélagsins, hef- ur 150 ha. vél og 7 tonna burðarþunga. Hann er klæddur utan með alumini- um, en innan með hörðu plasti. Upphitun er frá vatns kassa bílsins og 4 ofnar í bifreiðinni og bíllinn er út- búinn loftbremsum, vélar- stýri og loftútbúnaði í hurð um. Þegar bifreið þessi er not- uð til vöruflutninga, er rúm fyrir 11 farþega, en taka má skilrúm úr og bæta við 20 sætum. Námsstyrkir Egils Vilhjálmssonar hf. EGILL Vilhjálmsson h.f. veitti á síðastliðnum vetri, í tilefni af 30 ára afmæli félagsins, námsstyrk að upphæð sjötíu þúsund krón- ur, sem skyldi varið til þess að styrkja stúdent í viðskiptafræð- um við Háskóla íslands til að Ijúka kandidatsprófi og til þriggja ára framhaldsnáms er- lendis. Námsstyrkur þessi hef- ur verið veittur Hauki Helga- syni, sem lauk kandídatsprófi í viðskiptafræðum við Háskóla ís- lands síðastliðið vor og mun leggja stund á framhaldsnátn í I hagfræði í Þýzkalandi. Námsstyrkir British Council EINS og að undanförnu býður British Council tv*o styrki til náms í Bretlandi. Annar styrkurinn er til fram haldsnáms, umsækjandi verður að hafa lokið háskólaprófi eða hafa hliðstæða menntun. Hinn styrkurinn er ætlaður kennara í ensku. Báðir styrkirnir e»u til eins árs. Umsækjendur verða að hafa góða enskukunnáttu. Umsóknareyðublöð cjm afhent í brezka sendiráðinu Umsóknarfrestur er til 5 jan ÍSAFIRÐI, 11. nóv. — lYiklum erfiðleikum veldur það, að stöð- ugt vantar fólk í hraðfrystihús- in hér. Að undanförnu hafa um 10 línubátar róið héðan, afli hef- ur verið misjafn, oft dágóður, allt upp í 14 tonn í róðri. Atvinna er hér mjög mikil og er nú mikið líf í rækjuvinnsl- Nýr bátur til Hornafjarðar HÖFN, Hornafirði, 11. nóv. — Ólafur Tryggvason heitir nýr stálbátur, sem kom til Horna- fjarðar í dag. Báturinn er 150 lestir að stærð, búinn öllum nýjustu og fullkomnustu sigl- ingartækjum — og eigandi er Tryggvi Sigjónsson. Ólafur Tryggvason er með síldarkrafblökk og með frysti- tæki í lest. Er því alltaf hægt að halda hitastigi í lestinni við frostmark. Báturinn er smíðaður í Uske- dalen í Noregi. Hann reyndist vel á heimsiglingunni, sem tók hálfan þriðja sólarhring, frá Bergen til Eskifjarðar. Skip- stjóri var Sigurður Pálsson. — Gunnar. unni. Nú stunda 15—16 bátar rækjuveiðarnar og hefur afli ver ið góður. Leggja þeir upp hjá þremur fyrirtækjum hér í bæ svo og á Langeyri í Álftafirði. Þar er komin vél til að skelfletta rækjuna og „Guðmundur og Jóhann“ hér á ísafirði eru líka komnir með vél tu þeirra hluta. — Rækjan er ýmist fryst eða soð in niður, mest fyrir erlendan markað. íbúðarhúsið á Eyri rís aftur GJÖGRI, 11. nóv. — Flugaldan hefur róið frá Djúpuvík og fengið 2—2 Vz tonn í róðri. Flóa- báturinn Guðrún frá Eyri er byrjuð að róa frá Djúpi. Ef gæft ir verða góðar og sæmilegt fiskirí skapast kappnóg vinna á Djúpu- vík og er það vel farið, því und- anfarin ár hefur atvinna þar ver ið í kvöldmóki. Byrjað er að byggja upp reisu legt hús hjá Guðjóni Jónssyni á Eyri, en eins og áður er sagt frá brann íbúðarhús og fjárhús hjá honum í haust. Er íbúðar- húsið að verða fokhelt. Hér hefur verið afburða gott veður, 10 stiga hiti þangað til á laugardag. — Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.