Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1960, Blaðsíða 14
14 MORCinSBLÁÐlÐ t>riðjudagur 15. nóv. 1960 Jón Kristjánsson framkv.stj. Akureyri Sjötugur 16. />. m. FYRSTU kynni mín af Jóni Kristjánssyni var, er drengir úr glímufélaginu Mjölnir á Akur- eyri og glímufélaginu Sveinninn á Oddeyri mættust á sviði góð- templarahússins (nú leikhús Ak- ureyrar) fyrir réttum 54 árum síðan og áttu saman kappglímu. Jón Kristjánsson var Akureyr- ingur en ég Oddeyringur — en milli bæjarhlutanna Akureyrar og Oddeyrar var einlæg barátta og hjartanleg fyrirlitning hvor á öðrum. í»etta var nú nokkuð í rénun er hér var komið, árið 1906, en þó svo eftir aí sundur- lyndi milli bæjarhlutanna, að óhugsanlegt var að Akureyring- ar og Oddeyringar væru saman í glímufélagi — slíkt gat ekki átt sér stað. Um og fyrir alda- mótin voru blóðugir bardagar . l Verkamenn oskast í vinnu utanbæjar. — Upplýsingar á skrif- stofunni, Brautarholti 20. Verklegar framkvæmdir h.f. Höfum nú fyrirliggjandi eftirfarandi: RO Y AL-vörur Royal lyftiduft: Royal Gelatin (ávaxtahlaup) Bragðtegundir: Jarðarberja — Ananas Appelsínu — Brómberja Sítrónu — Kirsuberja Ferskju — Melónu. Royal búðingar og Royal kaldir búðingar. Bragðtegundir: Súkkulaði — Vanilia Karamellu — Hindberja Banana. ú y ' r' 0 4' „Tender Leaf“ te í grisju- pokum. Chase & Sanborn Instant kaffi Tiireitt kaffi, ein teskeið í bollann. Fæst einnig án koffeins. Agnar Ludvigsson, heildverzftun Tryggvagötu 28 — Sími 12134. milli drengja á Akureyri og Oddeyri, en þetta smá jafnaðist eftir því, sem byggðir bæjar- hlutanna færðust saman — og nú er svo orðið í friði milli þessara bæjarhluta að látið er átölulaust þó sonur Akureyrings nemi burt dóttur Oddeyrings sér til eignar. Fer vel á því að friður ríki. Þetta var nú formáli. Jón Kristjánsson er fæddur í Fjörunni innan Aðcureytrar 16. nóvember 1890. Foreldrar hans voru Kristján Nikulásson lög- regluþjónn og kona hans María Jónsdóttir, ólst Jón upp með for eldrum sínum í stórum syst- kinahóp. Kristján Nikulásson var söðla- smiður og vann hann að þessari iðn jafnt því sem hann ge.ngdi lögregluþjónsstarfinu. Er Jon var kominn það til þroska, að verklægni hans og ástundunar- semi gat notizt við iðn föður hans, vann Jón á verkstæði föð- ur síns — og tvímælalaust er að þau lærdómsár, er hann vann hjá föður sínum hafa borið ríku- legan ávöxt, enda mun kennslan hafa verið lipur og vel tekið á móti af lærling. Ekki var Jóni í hug, að setj íst á bekk iðnaðarmanna þegar í stað. Frá bernsku minni stóðu Fjöru menn mér fyrir hugskotssjónum, sem veiðimenn og líklegt er að lega Fjörunnar við fjarðarbotn- inn eigi sinn þátt í því að gera þá að veiðimönnum, þeir voru taldir skyttur hinar beztu, netja- menn og handfæra. Það var því ekki að undra þó hugur Jóns Kristjánssonar, sem uppalinn var i Fjörunni, hneigðist að veiðiskap Ungur réðist hann í útgerð, fyrsi sem þátttakandi í síldveiðum innfjarða og aðallega á Pollin- um. Svo er honum óx'fiskur um hrygg, gerðist hann útgerðar- maður með þilskip til síldveiða og hafði hann jafnframt því mikla síldverkun bæði á Akur- eyri og á Siglufirði um margra ára skeið. Voru athafnir Jóns á þessu tímabili til síldveiða og síldarverkunar með þeim meiri er þá voru hér um Eyjafjörð og Siglufjörð og veitti þar með at- hafnalífi á þessum stöðum hina mestu stoð og var á báðum stöð um velmetinn og virtur atvinnu- veitandi. Á þessu útvegstímabili starfs- ævi sinnar átti Jón mikil við- Línubalar úr galv. járni nýkomnir Pantanir óskast sóttar sem allra fvrst. Friðrili Jorgensen Tryggvagötu 4 — Símar 11020/11021 OK. IS. 1 uxaltjötsúpa með grænmeti Blá Bánd hefir búið til þessa kriftmiklu og efnaríku súpu úr safamiklu uxakjöti og fjöl- breyttu úrvals grænmeti. í henni eru ágætar grænar baunir, mjúk- ar gulrætur, púrrur, laukur, sell- eri og krydd. Blá Bánd uxakjöt- súpa með grænmeti heldur sér næstum óendalega, ef pakkinn er ekki opnaður. Kaupið því marga í einu! Veljið Blá Bánd fyrir heimatil- búnar súpur. skipti við Svía. Kom þar ætíð i ljós hve vel þeir mátu Jón og treystu honum í öllum viðskipt- um, þar var traustum að treysta og sérstaklega vel færum að dæma um allt sem síldaraíurðir varðaði. Hvers álits Jón naut, sem gagn- kunnugs öllu því, er að síldar- sölu snerti, kom bezt í ljós er hann var kosinn meðlimur í Síld arútvegsnefnd er sú skipuiags- nefnd var stofnuð. Sat Jón í þeirri nefnd í mörg ár. Um margra ára skeið, eftir að Jón hætti beinum afskiptum af síldarsöltun og síldarútveg var hann trúnaðarmaður sænskra og danskra síldarkaupenda við sild- arskoðun. Af því má marka hvers trausts Jón naut í svo vanöa- sömu starfi. Jón hefir starfað í mörgum fé- lögúm og fyrirtækjum, þar á meðal var hann á tímabih í stjórn Kaupfélags verkamanna. Er Jón hætti afskiptum af síldarútveg hvarf hann að því starfi er hann lærði í fyrstu í litlu verkstæði föður síns. Jón hóf fyrirtæki til bólstrunar hús- gagna. Atvinnugrein þessa rak Jón með sama áhuga og vand- virkni, sem allt annað, sem hann hefir nærri komið, enda tók þetta fyrirtæki Jóns góðan vöxt og arðvænlegan og upp úr því hcfst sú verzlun sem Jón nú sturdar í Hafnarstræti: Bólscr- uð húsgögn. Bezt má marka hvsr maður- inn er er menn líta á fyrirtæki þau sem hann skapar og stýrir. Fyrirtæki Jóns öll bera homun gott vitni. Ekki hefir Jón alveg losað sig við hugðarefni sitt sildarútveg. Hann er einn þeirra er stenuur að Niðursuðuverksmiðju Krist- jáns Jónssonar & Co., og hefir það fyrirtæki í ár reist myndar- lega verksmiðju á Oddeyri. Fyrirtæki þetta er nú á byrjun- arstigi. Þarna vinna faðir og synir saman og er þess óskað að gæfa föðurins í lífinu fylgi fyrirtæki þessu. Jón Kristjánsson hefir verið góður þegn bæ sínum og þarfur. Kvæntur er Jón Lovísu Jóns- dóttur frá Drangsnesi á Strönd- um. Hér áður var trúað að ailir þeir, sem af Ströndum voru komnir væru göldróttir. Ég er ekki frá því að frú Lovísa hafi erft eitthvað af þessum skap- þætti forfeðra sinna, að minnsta kosti er það göldrum líkast hve vel henni hefir tekizt að stjórna mannmörgu heimili, stundum samtímis á Akureyri og Siglu- firði og um eitt skeið á ókunn- um og óþekktum slóðum eins og í Kaupmannahöfn. Atvinnurekst ur eiginmannsins krafðist mjög mikils húshalds og létt var Lov- ísu að leysa það lofsamlega. Auk húsmæðrastarfa hefir Lovísa rækt móðurstarfið með hinni mestu prýði og bera börn henn- ar og fósturbörn þess óræuan vott. Ég fullyrði að Jón Kristjáns- son er vel kvæntur. Bið ég svo blessunar yfir heim ili þeirra. Páll Einarsson. VÍKINGUR * * * VÍKINGUR að Hálogalandi VÍKINGUR * * * VÍKINGUR PnTTM/ ii n n i/ kl. 20,15 í kvöld 0 1/ || n I/11 bUI IW í\LUUv Tekst úrvalinu að u.V." U n V \ L VÍKINGUR * * * VÍKINGUR vinna á litlum velli? VÍKINGUR * * * VÍKINGUR NAKAR Þrír- og f jórþætta handprjónagarnið er viðurkennt fyrir mikið slitþol og fasta liti. FÆST UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.